Vísir - 12.09.1972, Page 16
Brekkukotsannáll kostar
— „Leikarar frábœrlega vel borgaðir",
segir Jón Laxdal
vism
Þriðjuaagur 12. sepiemDer wiz.
HITA KER í
TVO MÁNUÐI
Starfsmenn nýja kerskálans i
álverksmiöjunni byrjuðu i gær að
hita upp fyrstu kerin i þeim 120
kerja áfanga, sem bætist nú við.
„Undirbúningurinn tekur það
langan tima, að viö verðum ekki
búnir fyrr en i lok október að hita
upp öll kerin,” sagði Ingvar Páls-
son, verkfræðingur, við Visi i
morgun. ,,Við hitum upp 18 ker á
viku.”
Þessinýi áfangi álversins hefur
verið háift annað ár i smiðum, en
hann leiöir af sér 75% aukningu i
framleiöslugetu verksmiðjunnar.
40-50
„Kostnaður við Brekku-
kotsannál er áætlaður 40-
50 milljónir. Svo er ekki
gott að vita hvort þetta
stenzt fullkomlega, þvi
sumt getur orðið dýrara
en ætlað er", sagði Troels
Bendtsen í viðtali við
blaðið i morgun, er
Brekkukotsmenn voru á
hraðri ferð upp í Gufunes
millj.
til að halda þar áfram
upptökum.
„Þrátt fyrir leiöinlegt veður”,
sagði Troels, en i dag verður
tekin ein fjölmennasta senan,
„Skreiðarlestin”, en þar veröa
um þ$ð bil 50 statistar. Ekki
kvaðst Troels vita hvað hverj-
um og einum leikara væri borg-
að fyrir hlutverk sitt i kvik-
myndinni, það færi eftir þvi
hversu stórt og langt hlutverk
hver færi með.
„En ég veit að leikararnir eru
frábærlega vel borgaðir, og
islenzkir leikarar hafa aldrei
fengið hærri borgun fyrir leik”,
sagði Jón Laxdal er við höfðum
samband við hann. Sjálfur
kvaðst hann vilja halda sinum
launum leyndum og sagði sem
von var, að þetta væri mjög við-
kvæmt mál. Aðspurður að þvi
hvort erfiöi væri ekki meira i
sambandi viö kvikmyndaupp-
tökur en að leika á sviði, sagði
hann erfiðið verafólgiði biöinni
og þolinmæðinni. Leikararnir
biða i búningum sinum og
sminkaðir i langan tima þar til á
þeim þarf að halda. En hann
sagði að það væri stórkostlegt
að sjá hversu fljótt allir hefðu
tekið við sér, og þrátt fyrir það
að Háderich er kröfuharður, er
hann mjög ánægður með
frammistöðuna.
lslenzka leikarafélagið samdi
um laun fyrir hönd islenzku
leikaranna, en Jón er sjálfur i
þýzku leikarafélagi. -EA
BORGARLEIKHÚSI
YALINN STAÐUR f
HINUM NÝJA MIÐBÆ
A fundi Leikfélags Reykjavikur
sem haldinn var i gærkvöldi sam-
þykkti félagið fyrir sitt leyti aö
fyrirhuguðu Borgarleikhúsi yröi
valinn staður i hinum nýja miðbæ
við Kringlumýrabraut. í vor var
skipuð nefnd sem átti að fjalla um
staösetningu Borgarieikhúss, og i
þeirri nefnd sátu Jón Sigur-
björnsson, Guðmundur Páisson
og Steinþór Sigurðsson. Borgar-
stjóri skipaði siðan tvo menn i
nefndina, þá Gústaf E. Pálsson og
Jón Tómasson.
Komst nefndin að þeirri niður-
stöðu að sá staður sem helzt kæmi
til greina væri i nýja miðbænum,
en áður hafði Bárulóðin við
norðurenda tjarnarinnar komiö
til mála.
Rökin fyrir þvi að fólk telur sig
ekki geta beðið eftir þeirri lóð,
eru þau, að alþjóðalög segja svo
fyrir um, að byggingar sem
byggöar eru i eins kilómetra fjar-
lægð- frá flugvelli megi ekki
vera hærri en 20 metrar miðað við
götuhæð, en við flugvellinum
veröur ekki hróflað fyrr en árið
1984. En turn á Borgarleikhúsi
yrði að vera a.m.k. svo hár'Eeik-
félagið telur sig ekki geta beðið
svo lengi, en það óskar eftir að fá
beztu lóðina i hinum nýja miðbæ.
Fjöldi manna hafa lengi verið
fylgjandi þvi að Borgarleikhús
skuli reist þar. —EA.
HVER LEYFÐI HÆKKUN
Á LEIGUNNI I IÐNÓ?
„Ég vcit ekki betur en verð-
stöðvunin sé i fullu gildi og þess
vegna kcmur mér það spánskt
fyrir sjónir aö menn geti hækkað
húsaleigu eftir vild” sagði Hjálm-
ar Villijálmsson ráðuneytisstjóri i
samtali við Visi i morgun. Hækk-
un á húsaleigu i Iðnó hefur vakið
mikla athygli og umtal manna á
meðal.
Viðskiptaráðuneytið á að hafa
eftirlit með þvi að verðstöðvunar-
lögin séu haldin. Þar var blaðinu
tjáð, að ef viðkomandi hækkun
hefði verið leyfð, væri það félags-
málaráðuneytið sem bæri
ábyrgðina. Þar kannaðist enginn
við að hafa gefið út slikt leyfi en
hins vegar var blaðinu tjáð að
deildarstjórinn hefði fjallað um
málið, en hann væri i sumarleyfi
erlendis. Steinunn Finnbogadóttir
aðstoðarráðherra sagðist ekki
hafa fengið neinar upplýsingar
um málið. Það er þvi ekki upplýst
ennþá hvort hússtjórn i Iðnó hafi
haft leyfi til að hækka leiguna eða
ekki. -SG
ROKVEIÐI í SOGINU
gefa skýrslu
Lögreglan i Færeyjum hcfur
haft upp á einu helzta vitninu i
Hamranessmálinu fyrir bæjar-
fógetaembættið i Hafnarfirði, og
cr sá maður væntanlcgur hingað
til lands næstu daga.
„Við náðum sjálfir tali af
honum eftir ábendingu lög-
reglunnar i Færeyjum og báðum
hann að koma hingað til lands
aftur og bera vitni i málinu. Og
hann varð vel við þvi,” sagði
Sigurður Hallur Stefánsson, full-
trúi bæjarfógeta, sem stýrt hefur
rannsókn málsins fyrir dómi,
siðan sjóprófum lauk.
Með þvl að maðurinn, sem var
einn af áhöfninni á Hamranesinu,
og var fús til samvinnu við ýfir
völdin i Hafnarfirði, var engin
þörf á að fá hann framseldan.
Hann kemur af fúsum vilja,
Nokkrar vonir eru bundnar við
það, að maðurinn geti veitt upp-
lýsingar, sem varpað geti ljósi á,
hvers vegna Hamranesið sökk.
Athygli manna hér beindist að
þessu vitni, eftir að það var farið
til Færeyja, en þá tóku að berast
manna á milli kvittir og sögur,
Mannlaus bifreið sem stóð á
bilastæöinu norðan við gamla
samkomuhús Akureyringa við
Hafnarstræti, fór á eigin spýtur i
ferðalag i nótt, sem endaði úti i
sjó.
Bifreiðin rann niður hallann á
bflastæðinu og norður af planinu.
sem þessi maður var borinn
fyrir.
„Aður en rannsókn getur talizt
komin á lokastig, verðum við aö
ná tali af honum. Og ef rétt
reymst, það sem eítir honum
hefur verið haft, þá mun það
óneitanlega varpa nýju ljósi á
málið”, sagði Sigurður Hallur
fulltrúi. - GP
Þar steyptist hún fram af 3-4 m
háum kambi og húrraöi niður á
Skipagötu, en hélt siðan áfram
komin á fleygiferö, og yfirgötuna.
Þar stakkst billinn fram af bakk-
anum og rann niður i fjöru og út i
sjó, þar sem hún loks nam
staðar i flæðarmálinu. — GP
Gifurleg vciði hefur verið i Sog-
inu isumar, nánar tiltekið við Al-
viðru hjá Alftavatni. Veiðzt hafa
350 laxar á stöng það sem af er
veiöitimans, en i fyrra veiddust
250 laxar og i hitteðfyrra aðeins
100.
„Það lætur nærri að 10-15 fiskar
hafi komið daglega á land,” sagði
Þorgeir veiðivörður i Þrasta-
lundi. „1 gær veiddi örvar
Sigurðsson 24 punda lax. Það er
stærsti fiskur sumarsins hjá okk-
ur, en töluvert hefur veiðzt af
stórum laxi. Ætli meðalþyngdin
séekki 11-12 pund og hátt á annan
tug laxa er yfir 20 pund,” sagði
Þorgeir. Veiðitimanum við
Alviðru er nú að ljúka og fer hver
að verða siðastur að innbyrða
vænan lax, en dagsverðið i ánni er
núna 2500 krónur og þykir það
ódýrt miðað við sumar ár norðan-
lands. gf
Einar Sigurjónssou, verkstjóri i nýja kerskálanum, var að koma einum gaslampanum fyrir, þegar
Ijósm. bar að i gærmorgun. Hann bjóst við, að fyrsta kerið næði um 600 gráðu hita núna i morgunsárinu,
eftir sólahringsupphitun, og þá fyrst er hægt aö setja bráðið álmelmið i kerið.
Eitt Hamraness-
vitnið í Fœreyjum
Kemur hingað fyrir beíðni yfirvalda til þess að
Rann mannlaus fram í sjó
Tœkniskólinn settur ón
samninga við kennara
„Mér er kunnugt um það
að ekki hcfur endanlega ver-
ið gengið frá launakjörum
kennara Tækniskólans, en
þar sem ég er nýkominn úr
sumarleyfi hef ég ekki fengiö
tæmandi upplýsingar um
málið” sagöi Magnús Torfi
Ólafsson menntamálaráð-
herra i samtali við Visi i
morgun.
Ráðherrann kvað fjár-
málaráðuneytið myndu
svara þessari fyrirspurn
nánar. Þegar Visir hafði
samband við Höskuld Jóns-
son deildarstjóra launa-
máladeildar sagðist hann
nýkominn úr sumarfrii og
ekki hafa heyrt um þetta
mál. Aðrir aðilar sem blaðið
reyndi að hafa samband við
voru ýmist nýkomnir úr
sumarfrii eða farnir i fri.
Tækniskólinn var settur i
gær. en eftir er að ganga frá
launamálum kennaranna.
Hafa kennarar haft við orð
að byrja ekki kennslu fyrr en
lausn hefur fengizt, en deilan
er týnd einhvers staðar i
embættismannakerfinu og
ekki útséð hvenær eða
hvernig hún leysist. — SG