Vísir - 14.09.1972, Síða 2
2
Vfsir Pimmtudagur 14. september 1972
visiBsm-
Nýi Hellisheiðavegurinn
Þórir Valdimarsson, vega-
mælingamaður: Tóbaksherferð?
Hef ekkert heyrt um hana. Var að
koma utan af landi. Svo reyki ég
nú bara ekkert, þannig að þetta
hefur engin áhrif á mig.
opnaður í haust
Eftir að
olíumalarbera 3,4 km.
Búið er nú að oliumalar-
bera 9 km langan kafla af
eystri hluta nýju brautar-
innar yfir HelIisheiði, og
einungis eftir að ganga frá
öxlum. Eftir er að setja
olíumöl á 3,4 km spotta fra
Hveradölum upp í Smiðju-
laut, en það á að Ijúka i
byrjun næsta mánaðar.
,,Þá er litið eftir annað en ýmis-
legt smávegis við frágang til þess
að nýi vegurinn yfir Hellisheiði
verði fullgerður,” sagði Sigfús
Thorarensen, verkfræðingur ts-
taks h.f., sem stjórnar verkinu.
Sigfús taldi nær öruggt, að nýi
vegurinn yrði opnaður i haust, og
mun margur ökumaðurinn á
þyngri bilunum hyggja gott til
þess að sleppa við Kambana i
snjóafærðinni næsta vetur.
„Oliumölin þarf þó vissa þjöpp-
un, áður en hægt er að opna hana
fyrir almennri umferð. Hún þolir
ekki hraða umferð, rétt á meðan
hún er alveg ný af nálinni,” sagði
Sigfús verkfræðingur.
Vegarlagningin hefur gengið
vel i sumar, en frostnæturnar að
undanförnu hafa ögn tafið fyrir
oliumalarlagningunni. Oliumöl-
ina má ekki leggja á freðið undir-
lag — og reyndar ekki á of rakt
undirlag heldur — svo að veðrátt-
an ræður nokkru um hraða vega-
gerðarinnar.
A vegarkaflanum frá Rauða-
vatni að Lögbergi er eftir ómal-
bikaður um 1600 metra langur
spotti, en þvi á einnig að ljúka i
haust.
—GP.
Hefur nýja tóbaksher-
ferðin i fjölmiðlunum
dregið úr reykingum
yðar? ^
Itagna Gunnarsdóttir, afgreiðslu-
stúlka: Ekki get ég nú sagt það.
Ég er liklega ekki nógu áhrifa-
gjörn — reyki þetta sama, alltaf
pakka á dag eða svo.
Beinn og hreiður oliumalarvegur i stað gamla bugðótta malarvegarins niöur Kamba. Þannig verður nýja brautin yfir Hellisheiðina eins og
þcssi kafli, sem myndin er tekin af neðst f Kömbunum. Eftir er að ganga frá „öxlum”, eins og vegaverkfræðingarnir nefna það, þ.e.a.s.
brúninni meöfram olfumölinni.
Jón Þorvaldur Waltersson,: Nei.
Maður heldur áfram að reykja en
misjafnlega mikið þó. Þetta er
persónulegt mál, sem hver og
einn verður bara að gera upp við
sig. Ég held að svona auglýsinga-
herferðir gegn lóbaki hafi litið að
segja.
úlfar Andrcsson, starfsm hjá Þ.
Þorgrimsson: Ég reyki ekki, svo
herferðin kemur mér ekki við.
Smári Hreggviðsson, nemandi:
Nei. Þetta hefur engin teljandi
áhrif á mig — ekki ennþá að
minnsta kosti.
Bragi Magnússon, vélstjóri: O
nei. Ég reyki þetta ákveðna magn
— stundum tæpan, stundum
rúman pakka á dag. Þó hef ég
hætt stöku sinnum og geri það
sjálfsagt alveg með tið og tíma —
en lifir maður nema einu sinni?
LESENDUR
HAFA
ORÐIÐ
Vísir á Vífilstöðum
Sjúklingur á Vifilstöðum simar:
„Sjúkrahúsið hér er ein þeirra
stofnana sem nýtur góðs af þvi að
rikið kaupir dagblöðin og þeim
siðan dreift um viðkomandi stofn-
anir. En það er einn galli á þess-
ari þjónustu hér. A hverjum degi
koma hátt i 40 blöð af Visi hingaö,
en það er erfitt fyrir okkur sjúkl-
ingana aö ná i eintök til lestrar.
Satt aö segja veit ég ekki hvert öll
eintökin fara en ég hef sterkan
grun um að menn úti i bæ
(Hafnarfirði) njóti góðs af þess-
ari þjónustu.
Mér finnst að þeir sem bundnir
eru hér sem sjúklingar ætti að
eiga forgangsrétt á blöðunum,
fram yfir þá sem fleygir eru og
færir”.
Verzlunarlóðir
í niðurníðslu
Jón Pálsson i Smáibúðahverfinu
hringdi:
„Mér finnst undarlegt, að eig-
endum verzlunarhúsa skuli ekki
skylt að ganga frá sinum lóðum,
eins og okkur hinum, venjulegum
húseigendum.
Viða i bænum helzt kaupmönn-
um uppi að hafa lóðir ófrá-
gengnar. Ég nenni varla að telja
upp allar þær verzlanalóðir sem
óhrjálegar eru og ófrágengnar,
þó vil ég benda á aðkomuna að
verzlanahúsum við Grensás-
veginn, þar sem Grensáskjör er,
og svo neðar i brekkunni, þar sem
Litaver er. Það er varla hægt að
Enn ófœrt í Heiðmörk
koma bil upp að þessum búðum,
svo vel sé. Samt kalla þeir þetta
bilastæði, framan við verzlan-
irnar. Einnig má benda á „bila-
stæöið” framan við Tónabæ. Þar
er stórt óræktarsvæði. Jafnvel i
þeim gróna bæjarhluta, Vestur-
bænum, helzt verzlana- og fyrir-
tækjaeigendum á ósómanum.
Skammarlegt er t.d. að sjá lóðina
við Vifilfell”.
Ríkisstjórnin
og vornarliðið
Sveinn Tómasson skrifar:
„Mig hefur oft langað til aö
skrifa i lesendaþáttinn um hina
„frábæru” rikisstjórn og gerðir
hennar og hér kemur þaö loksins.
Ég pæli nú ekki mikið i stjórn-
málabraskinu islenzka og vit-
neskja min i samræmi við það.
En það er þó eitt sem ekki hefur
farið fram hjá mörgum en þaö er
þetta með ameriska sjónvarpið
og varnarliðið. Maður gæti haldið
að okkar ástkæra rikisstjórn væri
örugg með að detta i næstu
kosningum, ef þeir sparka ekki
Kananum. Ég skil þetta bara
ekki. Ég myndi miklu frekar
kjósa þá ef Kaninn fengi að vera.
Það eru kannski allra rauðustu
kommarnir sem ' myndu ekki
kjósa þá, en þeir eru nú ekki á
hverju strái hérna.
Eftir siðustu kosningar tók það
þessa kappa fleiri vikur að
klambra saman þessari rikis-
stjórn og furðulegt að ekki var
sett nefnd i málið. En af hverju
tók þetta svona langan tima?
Vegna þess að „vissir” menn
neituðu að mynda stjórn, nema
herinn yrði á brott og þar af
leiðandi færi sjónvarpið náttúr-
lega fara með þeim.
Hvað hefur varnarliðið oft
hlaupið undir bagga þegar slys
hafa skeð, á sjó eða landi. Það á
að láta þjóðaratkvæðagreiðslu
fara fram um herinn og varnar-
liðið. Eða þorir rikisstjórnin
kannski ekki að láta slika alls-
herjar atkvæðagreiðslu skera úr
málinu?”
„Alveg finnst mér það furðu-
legt, hvað litið hefur heyrzt frá
Reykvikingum, varðandi úti-
vistarsvæði fyrir borgarana. Þar
sem hægt er að viðra sig og
slappa af, og ganga um á milli
rigningarskúranna. Jú, við höfum
Hljómskálagarðinn og garð i
Laugardalnum < En vilji maður
fara á bilnum sinum á rólegan.
stað i nágrenni Reykjavikur, ja,
þá er ekki um auðugan garð að
gresja. Allsstaðar girðingar,
girðingar og aftur girðingar. Eða
öll umferð bönnuð, einkavegur. í
vor ætlaði ég að fara um þennan
eina stað,Heiðmörkina, sem talaö
er mest um sem unaðsreit Reyk-
vikinga til útvistar, en hvað
haldið þið? 011 umferð bönnuð,
vegurinn óökufær. Og sver keðja i
hliðinu, svo enginn færi þar i gegn
frekar en annars staðar. En lát-
um það nú vera, þó ekki sé búið að
gera veginn ökufæran þó langt
sé liðið á sumarið. Þegar ég
ætlaði að fara þar i gegn fyrstu
helgina i september var vegurinn
enn ófær, svo sem meðfylgandi
mynd sýnir. Auðvitað var ekki
annað að gera en snauta heim
aftur með skottið á milli
lappanna. Auðvitað var mér bent
á girðingalitla staði, svo sem að
aka framhjá öskuhaugunum,
samanb. nýjustu ferðamanna-
handbókina. Ég spyr: „Er þetta
hægt?”.
Virðingarfyllst:
Ólafur I. Halldórsson.