Vísir


Vísir - 14.09.1972, Qupperneq 3

Vísir - 14.09.1972, Qupperneq 3
Visir Fimmtudagur 14. september 1972 3 LOFTLEIÐIR EIGA EINA FLUGVÉL SAS á sextíu Flugflotinn i heiminum vex ár frá ári. Visi gefur borizt yfirlit yf- ir flugvélaeign alþjóölegu flug- félaganna i heiminum — og kem- ur þar sitthvað spennandi fram. T.d. það, að Loftleiðir eiga að- eins eina flugvél, þ.e. eina Dougl- as DC8-55. Hins vegar hefur félagið þrjár vélar sams konar á leigu frá Seaboard World Air- ways. Dótturfyrirtæki Loftleiða, International Air Bahamas á lika aðeins eina vél og hefur enga á leigu. Vélin sem Air Bahamas á (en Loftleiðir munu eiga það flug- félag með húð og hári), er af gerðinni Douglas DC-8 63F. Cargolux. þriðja dótturfyrir- tæki Loftleiða, en Loftleiðir eiga meirihluta i þvi flugfélagi, á fimm vélar af Rolls Royce gerð, allar smiðaðar hjá Canadair og voru áður i eigu Loftleiða. Flugfélag íslands er i yfirliti þessu skráð með sinar fjórar vél- ar. Þ.e. tvær Boeing 727 og tvær Fokker Fiendship. en eftir að yfirlitið var gefið út hefur Flug- félagið keypt 2 Fokker Friendship vélar til viðbótar frá Japan. Flugfélög—- eins ot t.d. KLM, það hollenzka, Japan Airlines og önnur risafélög. láta yfirleitt ekki duga færri vélar en frá 50 og yfi'r 100. T.d. áSAS yfir 60 stórar far- þegavélar. Samtals eru i notkun núna i heiminum 7078 farþegavélar sem fljúga á alþjóðlegum leiðum. Og fer ekki mikið fyrir islenzka flug- flotanum i þeim hávaðasama hópi. Raunar mun rétt að minna á. að þegar Loftleiðir keyptu International Air Bahamas átti það félag enga flugvél. Siðan hef- ur það keypt þessa einu Douglas DC-8, sem verður, þvi að teljast eign Loftleiða, þótt ekki sé vélin skráð islenzk. —GG LANDSMÓT VOTTA JIHÓVA Leikrít, skírn og fyrirlestrar „Yfirráð Guðs — eina von alls mannkynsins” er stef móts þess, sem vottar Jehóva gangast fyrir að Hlégarði f Mosfelissveit i dag og þrjá næstu daga, en mótinu lýkur klukkan þrjú á sunnudag. Mót þetta er liður i alþjóðlegu fræðslustarfi, sem vottar Jehóva reka út um allan heim, en mót þetta hefur verið haldið viðsvegar um heiminn i sumar. A mótum þessum er öll dagskráin byggð á Bibliunni. Fluttar verða ræður með margskonar sýnikennslu, tvö leikrit verða með skugga- myndum og loks má nefna skirn- ina, sem er annar mikilvægur þáttur mótsins. Er þar um aö ræða skirn fullorðins fólks, ,,sem”, eins og segir i fréttatil- Suðureyrarmól Það taugatöflumál, sem kom upp fyrir skömmu á Suðureyri, hcfur nú verið sent til saksóknara rikisins tii frekari athugunar, en i sambandi við málið voru um 30-40 manns yfirheyrðir, en eins og kunnugt er var sendur lögregiu- maður frá Iteykjavik til þess að kynningu votta Jehóva, „hefur numiö Bibliuna um hrið og tekið afstöðu með frumreglum hennar.”. —ÞJM til saksóknora standa i yfirheyrslum á staðnum. A Suðureyri er nú aðkomufólki farið að fækka mikið, og þeir sem eitthvað voru við málið riðnir farnir af staðnum fyrir nokkru. En eins og áður hefur komið fram voru unglingar i plássinu einnig viðriönir málið. — EA Um 4.542 nemendur í framhaldsskólum t menntaskólum á landinu, Kennaraháskóla og Verzlunar- skóla verða rúmlega 4.500 nem- endur í vetur, ef reiknað er eftir þeim tölum sem nú eru i bókum skólanna. Þó getur sú tala bæði hækkað og lækkaö á næstu dög- um, en hún tekur þó ckki miklum breytingum. i Verzlunarskóla íslands verða alls 770 nemendur i vetur. Þar af eru 295 nemendur sem koma nú i fyrsta sinn i skólann, 225 i 3. bekk sem er byrjunarbekkur og 70 á námskeiði skólans i hagnýtum verzlunar- og skrifstofugreinum. i Menntaskólanum i Hamrahlið verða um 820 nemendur, en inn i skólann koma nú 250 nýir nem- endur. Um það bil 700 nemendur munu stunda nám i Mennta- skólanum við Tjörnina, þar af verða 184 nýir nemendur i fyrsta bekk, en 23 nýir nemendur i öðr- um bekk. i Menntaskólanum við Lækjargötu verða um 900 nem- endur og nýir nemendur verða sennilega 200. Er það 100 nem- endum færra en á siðasta vetri.. Á milli 520-530 nemendur verða i Akureyri i vetur, og eru nýir Kennaraháskóla íslands i vetur, þar af koma 40 nýir inn i fyrsta bekk skólans. Á Laugarvatni eru samtals 180 nemendur, þar af koma 52 nýir nemendur i fyrsta bekk, en 56 ný- ir i efri bekki. Verður mennta- skólinn þar settur 3. október n.k. Um það bil 500 nemendur munu stunda nám i Menntaskólanum á „Það eru miklar tafir á kennsl- unni og verður svo út þessa viku. En ég vona að hægt verði að hef ja fulla kennslu uppúr næstu helgi” sagði Bjarni Kristjánsson skóla-, stjóri Tækniskólans i samtali við Visi i morgun. 1 gær var tekin ákvörðun um bráðabirgðarlausn i kjaramálum kennara Tækniskólans. Þar eru nokkrir tugir sérkennara og hafa þeir ekki allir viljað hefja kennslu nemendur 115. Á siðasta vetri voru nemendur 520 alls, en 130 ný- ir nemendur bættust við þá. 74 nýir nemendur bætast við i Menntaskólanum á Isafirði, en þar verða nemendur samtals 140. Hefur einum bekk verið bætt þar við frá þvi i fyrra, en þá voru nemendur alls 75. —EA fyrr en ljóst er hvernig þessi ákvörðun til bráðabirgða er. Af þeim sökum hafa margir ekki komið til starfa ennþá, en skólinn var settur um siðustu helgi. Nem- endur hafa þó getaö byrjað nám i sumum greinum, en það hefur verið heldur sundurslitið. Seinha á þessu ári eru væntan- legar niðurstöður heildarkönnun- ar sem stendur yfir á kjaramál- um kennara. —SG Tœkniskólinn: Miklar tafir á kennslu Eftir langan akstur um sanda og mela birtist allt i einu, þegar komið var úr einni beygjunni á milli sandhólanna, grasi gróinn blettur, vcl hirtur og umlukinn snyrtilegri girðingu. „SUNDLAUGIN i ÞJÓRSARDAL — Opin frá kl. 9—7.”, stóð letrað á skilti sem þarna hékk hjá. Hvergi i nágrenninu var annars stingandi strá að sjá, svo að þessi blettur var i augum ferðamannsins eins og vin i eyöimörk- inni. „Það liefur líka veriö mikil aðsókn i laugina i sumar”, sagði sundlaugarvörðurinn, sem þarna var á vakt, þegar ljósmyndar- ann bar að. „En núna með haustinu hefur dregið úr þvi aftur.” Sundlaug þessi, sem er ný af nálinni, var gerð af starfsmönn- um við Búrfellsvirkjun i samvinnu við hreppsfélagiö. Úr sólinni í pollanna Fyrir nokkrum dögum gátu þessi börn og önnur hoppað og skoppað um i sólskini og bliðviðri, en nú er sagan önnur. Rigning og dumbungur hvilir nú yfir mannfólkinu og börnin verða að klæðast regngalla áöur en haldið cr út. En sennilega líkar þeim ekkert verr i rigningunni. Pollar safnast fyrir h hverri götu, og fáir Ieikir eru eftirsóknarveröari fyrir yngstu kynslóðina en að geta sullað I pollunum, þó að mæðurnar séu liklega ekki jafnhrifnar. —EA

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.