Vísir - 14.09.1972, Side 7
Yisir Fimmtudagur 14. september 1972
7
r IIXIINM
1 5ÍÐAN I
Umsjón:
Edda
Andrésdóttir
Um 30% af öllum
dauðsföllum hér á landi
erudauðsföll vegna krans
æðasjúkdóma. Eftir
þeim upplýsingum sem
blaðið hefur aflað sér hjá
Hjartavernd, hefur
þróunin verið þannig hér-
lendis að hjarfasjúkdóm-
ar fara stöðugt vaxandi,
og þá sérstaklega hjá
karlmönnum. Ekki eru
sérstaklega mörg tilfelli
meðal kvenmanna, en hjá
karlmönnum virðist sjúk-
dómurinn ná taki á
stöðugt fleiri og yngri kal-
mönnum.
Frekar er þó sjaldgæft
að fólk innan við fjörutiu
ára aldur veikist af
h jartasj úkdómum, en
þegar komið er yfir
sextugs aldurinn verður
sjúkdómurinn tíðari og þá
einnig hjá kvenfólki.
b’yrir nokkrum árum voru
ekki nema 10-12 tilfelli af 1000
þar sem fólk lézt vegna krans
æóasjúkdóma en nú er svo
komið aft það eru orðin 300 af
1000, og meira er um að yngra
fólk finni fyrir sjúkdómnum.
Dánartiðni vegna kransæða-
sjúkdóma er mjög svipuð hér og
á hinum Norðurlöndunum, en
hún er þó hæst i Finnlandi og
sennilega einna hæst i öllum
heiminum. 1 Danmörku deyja
til dæmis 17.000 manneskjur á
hverju ári úr hjartasjúkdómum.
Dánartiðni er einnig nokkuð
svipuð i hinum háþróuðu rikj-
um. en hjá frumstæðari þjóðum,
er eins og kunnugt er miklu
minna um slik tilfelli.
Enginn veit nákvæmlega hvað
það er sem veldur hjartasjúk-
dómum, og ekki er vitað um
neina frumorsök fyrir sliku. Þó
eru það breyttir lifnaðarhættir
sem eiga stóran þátt i þessu,
breytt mataræði, reykingar og
hreyfingarleysi og sennilega
munu hjartaskúkdómar stöðugt
stiga eftir þvi sem tækninni
fleygir áfram.
Hvernig fólk fyrst finnur fyrir
þvi að það er veilt fyrir hjarta er
mjög breytilegt. Algengast er
þó að fólk finnur fyrir verk fyrir
hjarta. sem kemur sérstaklega
við likamlega og andlega
áreynslu. Þó er það ekki algild
regla og sumir fá kransæða-
stiflu án þess að finna nokkurn
tima fyrir verk áður. En verkur
fyrir brjósti getur þó oft komið
án þess að fólk þurfi nokkuð að
óttast að eitthvað alvarlegt sé á
ferðinni.
i Danmörku segja læknar
dauða vegna hjartasjúkdóma
fara óhugnanlega stigandi, og
dauðsföll séu 25% fleiri nú en
fyrir um það bil 15 árum, og i
flestum tilfellum látist fólk úr
kransæðastiflu. án þess að
nokkur verkur hafi gert vart við
sig áður. Á siðari árum hefur
læknastéttin unnið að þvi þar-
lendis að reyna að finna ein-
kenni hjá fólki sem gæti verið
einhver visbending um að illt sé
i aðsigi. en það hefur litinn
árangur borið.
Kransœðasjúkdómar
breiða sig stöðugt út
30% af dauðsföllum hérlendis
Eftir rannsókn sem gerð var á
320 sjúklingum i Danmörku kom
það fljótt i ljós. að það er ekki til
neitt eitt einkenni sem gefur
visbendingu um, hvað er að ske
i likama mannsins. Nokkrir
sjúklinganna höfðu i vikur,
mánuði eða jafnvel ár fundið
fyrir einhverjum verkjum, sem
þeim fannst þeirekki geta sett i
samband við hjartað. Hjá
öðrum lýsti byrjunin sér sem
verkir fyrir hjarta og brjósti eða
á þvi svæði likamans. Hjá öðr-
um hóp kom sjúkdómurinn
aðeins i ljós þegar fólk varð
fyrir áreynslu, likamlegri eða
andlegri. og nokkrir fengu til
da'mis lyrsta hjartakastið
meðan horfl var á spennandi
hnefaleikskeppni i sjónvarpi
eða knattspyrnuleik.
Nokkrir lýstu sinum einkenn-
um sem verkjum um næslum
allan likamann. Verkinn lagði
út i hendur, axlir, háls, maga og
hrygg.
Þeir sem höfðu fengið kast
áttu erfitt með að lýsa einkenn-
unum áður. Yfirleitt var þvi lýst
sem þunga. þreytu, og verk i
brjóstkassa. Sársaukinn gat
staðið i nokkrar minútur eða 24
tima. jafnvel lengur. Læknar i
Danmörku segja að sársauki,
mikil vanliðan og sterkur sviði á
milli þindar og kjálka geti verið
bending um það að kast sé yfir-
vofa ndi.
Eftir aðra rannsókn sem gerð
var i Skotlandi er næstum hægt
að segja. að þeir séu heppnir
sem verða varir við einkenni.
sem benda til að hjartað sé ekki
alheilbrigt. 86% af 385 sjúkl-
ingum sem fóru strax til læknis,
vegna þess að þeir fundu að ekki
allt var i lagi, var hjálpað án
þess að nokkuð alvarlegt kæmi
fyrir.
Nokkur hluti al' sama hóp
sjúklinga hafði verið hjá lækni i
fjórar vikur. áður en þeir dóu
sniigglega og höfðu aldrei fundið
neina sérstaka verki sem bentu
til þess að hjartað staríaði ekki
rétt.
Mataræði er sagt geta haft
sin áhrif á hjartað, og margir
hafa lagt til að fólk gerði tilraun
til þess að breyta mataræði sinu
til þess að forðast hjartasjúk-
dóma. Ýmsir læknar og prófess-
orar halda þvi þó fram, að enn
hafi ekki komið fram nægar
sannanir, til þess að h;rgt sé að
ráðleggja fullkomlega heil-
brigðu fólki að halda sig aðeins
við vissar tegundir matvæla.
En sennilega er eina ráðið til
þess að lorðast þennan sjúk-
dóm, að hreyfa sig nógu mikið,
forðast reykingar og borða eftir
setlum reglum.
Danskur prófessor, A. Ty-
bjærg Hansen hefur sagt. að ef
þetta vandamál i sambandi við
hjartasjúkdóma v;eri meðal
ungbarná, en ekki aðallega hjá
mönnum um fimmtugt. væri
það tekið langtum alvarlegri
tiikum. Ilann segir ennfremur,
að tveir þriðju hlutar af þeim
manneskjum sem fá blóðtappa,
láli lifið einum klukkutima eftir
að einkennin hafa sýnt sig, og
20% af þeim sem lagðir eru inn
á sjúkrahús láta einnig lifið.
Hann segir einnig að það n;egi
ekki að taka aðeins lyrir þá sem
þegar þjást af hjartasjúkdóm-
um. heldur einnig þá, sem enn-
þá eru hraustir á þessu sviði og
hjálpa þeim einnig lil þess að
komast hjá þessum a.1 algengari
sjúkdómi.
— EA