Vísir


Vísir - 14.09.1972, Qupperneq 11

Vísir - 14.09.1972, Qupperneq 11
— Mér finnst knatt- spyrnan á islandi vera í stöðugri framför sagði skozki dömarinn McKenzie eftir leik Vikings og Legia, Varsjá i Evrópubikar- keppninni á Laugardals- velli í gærkvöldi, en hann dæmdi nú sinn þriðja leik á islandi. Það var auðvelt að dæma þennan leik, bætti hann viö, leikmenn voru prúðir. Pólska liðið var betra, en tókst þó engan veginn að yfirspila islenzka liðið. Já, Vikingar komu á óvart i þessum leik gegn hinum kunnu mótherjum sinum. sem eiga aó baki nokkra stórsigra i evrópskri knattspyrnu. Aó visu komust tveir úr Olympiuliðinu pólska ekki hingað vegná meiósla — og af þeim sökum hættu Pólverjar sér ekki svo mjög i návigi lengi vel, þar sem þeir höfðu aðeins einn varamann. en það dregur þó ekki neitt úr þeim leik, sem Vikingar sýndu. Að visu töpuðu þeir leiknum 2-0 en það hefði þó enginn getað sagt neitt við þvi, þó jafnteíli hefði orðið eða Pól- verjarnir unnið með eins marks mun. Vikingar náðu sér vel á strik i leiknum og léku i heild sinni bezta leik á sumrinu, leik. sem jafnvel var betri en 3-3 jafnteflið við Fram. Vörnin var sterk hjá liðinu án þess þó að megináherzla væri lögð á hana — sóknarleikur var i hávegum hafðurhjá báðum liðum — og þar sýndu Vikingar oft góð tilþrif með léttum, liprum sam- leik sinum. Þeir gerðu áreiðan- lega betur, en þeir bjartsýnustu höfðu þorað að vona — slæmt að slikt lið skyldi ekki halda sæti sinu i 1. deildinni. En knatt- spyrnan er oft miskunnarlaus. Veður var ekki sem bezt fyrir leikinn, en þolanlegt meðan á honum stóð, og merkilegt hvað liðunum tókst að ná saman á slæmum Eaugardalsvellinum. sem var eins og mýrarílak á slórum köl'lum leikmenn bein- linis sukku niður i drulluna sums- staðar. Fyrri hálfleikurinn var ol't ágadlega leikinn skemmtileg knattspyrna á báða bóga. Hætta var þóekki mikil við mörkin — en brá þó l'yrir. Þannig varði Diðrik Ólal'sson tvisvar sinnum snilldar- lega, og pólska markverðinum tóksl á snöggan hátt að verja lúmsktskot llafliða l’éturssonar i horn. I.egiu-menn voru hættulegri framan af siðari hálfleik og þá sýndi Diðrik stórkostlega mark- vörzlu. þegar hann varði hörku- skol hægri bakvarðar. ()g svo komu mörkin - bæði á rúmri minútu. A 13. min. sótti mið- herjinn Bialas inn á vitateiginn. l’áll Björgvinsson rann til, þegar hann reyndi að hindra hann og féll i völlinn. Miðherjinn átti greiðan aðgang að markinu og skoraði örugglega. ltétt á eftir lengu Fólverjar hornspyrnu og innherjinn Balcerzak skallaði ghesilega i mark. Þrátt fyrir mótganginn gáfust Vikingar ekki upp — þeir sýndu jafnvel sinn bezta leik loka- kaflann og ógnuðu þá hvað eftir annað marki Pólverja. Þannig tókst pólska markverðinum með hörkulegu úthlaupi — þar sem hannslasaði Eirik. svo hann varð að yíirgeía völlinn — að bjarga marki. Guðgeir komst i gegn en spyrna hans lenti i varnarmanni. þegar markið var opið og margir voru á þvi. að Vikingur ætti að fá vitaspyrnu. þegar einum leik- manna liðsins var haldið, þegar hann var kominn i gott færi. En dómarinn. sem greinilega var ekki neinn heimadómari, sá ekki brotið. Það fer ekki á milli mála, að þetta pólska lið er gott — með betri liðum. sem hingað hafa komið, og i ljósi þess ber að meta frammistöðu Vikings. Margir urðu þarna af góðri skemmtun. þvi áhorfendur voru aðeins eitt- hvað á 3ja þúsundið og þvi mikið fjárhagslegt tap fyrir Viking þessi þátltaka i Evrópukeppn- inni. En hvað um það — liðið sem slikt verðskuldaði að leika þennan leik. hvað sem siðar verður i Póllandi. Eins og áður segir var vörnin góð hjá Viking Diðrik og Páll beztu menn liðsins. bakverðirnir Magnús og Bjarni komust einnig vel frá leiknum, svo og Jón Ólafs- son. sem litið hefur leikið i sumar. Þá áttu framverðirnir Gunnar og Guðgeir skinandi leik báðir — en það voru framlinu- mennirnir, sem ekki beint náðu sér á strik. í liði Pólverja eru margir góðir leikmenn, en enginn þó betri en Nowak. sem er stór- hættulegur leikmaður vegna hraða sins. — hsim. Heppnissigur norskra gegn Vestmannaeyjum! Ásgeir Sigurvinsson bezti maður á vellinum í Stafangri Páll Björgvinsson átti sinn bezta leik með Viking og crfitt var fyrir pólsku lcikmcnnina að komast framhjá honum. Hér stöövar hann sókn hezta inanns Pólverja, hins eldfljóta Nowak — eins þeirra sem var í 01 ympiuliðinu — og Magnús Þorvaldsson, sem einnig átti ágætan leik, er viðhúinn ef cilthvaö bregður útaf. Bjósmynd BG. Sannkallaðir Víkingar u vel í Pólverjum — en Legia, Varsjó, sigraði þó með 2—0 í Evrópubikarleiknum í gœr Þetta var heppnissigur og Vestmannaeyingar hafa göða möguleika í heima- leik sínum siðar í mánuðin- um. Bezti leikmaðurá vell- inum var vinstri útherji Vestmannaeyinga, Ásgeir Sigurvinsson. Þetta segir í AP-skeyti um leik norska liðsins Viking í Stafangri og Vestmannaeyinga i UEFA- bikarkeppninni, sem leik- inn var á flóðlýstum leik- vellinum i Stafangri i gær — fyrsti leikurinn, sem leikinn er þar á flóðlýstum velli. Viking sigraði 1-0. Hins vegar er norska fréttastof- an NTB söm við sig þegar fs- lendingar keppa við Norðmenn i knattspyrnu. Sem áður sér frétta- maður hennar allt með öðrum augum en aðrir. Hann segir með- al annars: Ekki tókst Viking að notfæra sér yfirburði i leik til ör- uggs sigurs. Vestmannaeyingar voru ekki betri en það. að Viking átti að ná tryggu forskoti fyrir siöari leikinn á íslandi. Það kanna að vera að 1-0 nægi þar ekki. Viking tók i notkun flóðlýs- ingu sina og heppnaöist hún mjög vel og var tilmestraránægju fyrir 8881 áhorfanda. sem mætti á leik inn. Leikurinn var heldur lélegur. En svo kemur allt i einu þessi setning hjá NTB. islendingarnir léku friskan sóknarleik og voru fljótari en norskir eftir þvi, sem leið á leikinn. Þetta varð tíl þess \ að Viking varð að leika hraða. sem leikmenn valda ekki. og það setti leikaðferð liðsins úr skorð- um. En þetta hefur verið eitthvað óvart hjá fréttamanninum, þvi strax i næstu setningu bætir hann við. Viking var samt sem áður betra liðið og hefði á heimavellin- um átt að sigra með meiri mun. Mark Norðmanna var mikið klaufamark. Svein Kvia sendi langa sendingu — af 30 metrum — að marki Vestmannaeyinga og virtist engin hætta. Páli Pálma- Heimsmet- hofi vann 01-meistara Ileimsmethafinn i 400 m hlaupi, Lee Evans, Banda- rikjunum, sem aðeins var varamaður f bandarfska Olympiuliöinu, gerði sér litið fyrir á aiþjóðlegu frjáls- iþróttamóti i Rómaborg i gærkvöldi og sigraði Olympiumeistarann i 400 m hlaupi, landa sinn Vince Matthews auðveldlega. Evans hljóp á 45.0 sek., en Matthews fékk 45.2 sek. ■ Fyrir Evrópuleikinn i gær á Laugardalsvelli afhentu leikmenn Vfk- ings hinum pólsku mótherjum sinum „lukkutröll” f Vfkingsbúningum. Hér er Bjarni Gunnarsson að afhenda einum Pólverjanum gjöfina og er sá pólski greinilega mjög ánægður með hana eftir svipnum að dæma. Ljósm. BG. Ásgeir Sigurvinsson son greip knöttinn, en missti hann svo frá sér og hann rann i markið. Ekki var mikið um marktækifæri i leiknum og^iðari hálfleikur var svo slakur hjá norska liðinu. að áhorfendur piptu á það, og það lék varnarleik undir lokin. Framverðir Vestmannaeyinga Kristján Sigurgeirsson og Óskar Valtýsson náðu góðum tökum á miðjunni. en framlinumennirnir fylgdu þvi ekki nógu vel eftir. Stórskyttunnar Tómasar Páls- sonar var vel gætt og var undir sérstakri gæzlu Valen allan leik- inn. Ásgeir Sigurvinsson var mjög fljótur, en var ekki eins hættulegur eftir þvi sem leið á leikinn. Varnarleikur Keflvík- inga ógœtur í Madrid — en Real sigraði þó með 3-0 í flóðljósaleik í gœrkvðldi Diðrik ólafsson varði nokkrum sinnum af hreinni snilld I marki Vfkings — hér kemur hann fingurgómunum á hörkuskot og bægir hættunni frá. Frá Bjarnleifi Bjarnleifs- syni, Madrid: Með ágætum varnarleik tókst Keflvíkingum að koma i veg fyrir mikið tap gegn frægasta knatt- spyrnuliði Evrópu — Real Madrid — hér á Bernabeu- leikvanginum i Madrid. Að vísu sigraði spánska liðið með 3—0 og síðasta markið var skorað á siðustu sek- úndum leiksins — en ég gat ekki betur séð en að þar væri um hreint rangstöðu- markaðræða. En línuvörð- ur gerði enga athugasemd og heldur ekki dómari og sigurinn 3—0 kom þvi á Ijósatöfluna. Real Madrid tókst tvivegis að skora i fyrri hálfleik. en samt sem áður voru Keflvikingar aldrei yf- irspilaðir i þessum leik i Evrópu- keppni meistaraliða. Vörnin hafði þó reyndar nóg að gera — Grétar Magnússon var mjög sterkur og það er sama sagan, þegar Þor- steinn Óiafsson leikur gegn stór- liðum á erlendri grund — hann átti einn snilldarleikinn i marki Keflvikinga i Evrópukeppni. Markvarzla hans vakti mikla að- dáun hinna 15 þúsund áhorfenda, sem voru eins og dropi i hafinu á griðarstórum leikvanginum, sem rúmar talsvert á annað hundrað þúsund áhorfendur. Nýliði i Iiði Real Madrid, San- tillana. skoraði fyrsta markið i leiknum á 34. min. með skoti sem Þorsteinn réð ekki við, enda leik- maðurinn frir inn undir markteig. Það var i eitt af fáum skiptum sem Spánverjar voru óvaldaðir svo nærri marki, enda var hrað- inn þarna mikill og fyrirgjöfin snögg og óvænt. Annar nýliði i liði Real-Madrid. Andres, skoraði annað mark liðsins með skálla nokkru fyrir hlé og það var einnig hann. sem skoraði rangstöðu- markið undir lok leiksins. Keflvikingar áttu sin tækifæri i fyrri hálfleik og var Ólafur Júli- usson. hávaxni bitillinn, hættu- legastur. Hann átti tvivegis góð skot á markið, sem spánski markvöröurinn varði vel og litlu munaði aö Keflvikingum tækist að skora eftir aukaspyrnu, þar sem skemmtileg leikflétta var út- færð, en knötturinn straukst framhjá stöng eftir spyrnu Harð- ar Ragnarssonar. Spánverjar sóttu mun meira i siðari hálfleik, en tókst alls ekki að rjúfa sterkan varnarmúr Kefl- vikinga, sem greinilega léku upp á að fá á sig sem fæst mörk. Skyn- samlegt á útivelli við eitt bezta lið Evrópu og þetta tókst þeim prýði- lega — það var hrein gjöf þetta siðasta mark hins spánska Andresar i lokin. Keflvikingar geta verið ánægð- ir með þessi úrslit — mörg fræg lið hafa fengið verri útreið en þetta á hinum fræga velli Real Madrid. Eins og áöur segir voru varnarmennirnir mjög góðir, þó mér þætti mest til Þorsteins og Grétars koma, áttu þeir Guðni Kjartansson og Ástráður Gunn- arsson einnig prýðilegan leik. Sóknarlinan fékk ekki mörg tæki- færi til að sýna snilli sina — en Ó- lafur Júliusson var þó oft hættu- legur. Á annað hundrað íslendingar horfðu á leikinn og heyrðist tals: vert til þeirra á vellinum — þeir voru ósparir að hvetja sina menn, en hins vegar varð maður einnig var við það, að spánsku áhorfend- urnir voru ekki beint ánægðir með leik sinna manna. Þeir eru kröfuharðir og vildu fá fleiri mörk — en þau tvö sem skoruð voru — þar til lokasekúndurnar og það voru ekki allir, sem sáu það mark. Margir voru farnir að hugsa sér til hreyfings þá. Siðari leikur liðanna verður á Laugardalsvelli miðvikudaginn 27. september og verður fróðlegt að sjá hvernig Keflvikingum tekst þá upp — hvattir af islenzk- um áhorfendum. Mikið fjðr í Osló! Hörkuskemmtilegum leik Osló-liðsins Lyn og Tottenham í UEFA-bikarkeppninni i Osló i gærkvöldi lauk með sigri Lundúnaliðsins. Niu mörk voru skoruð — Tottenham vann 6-3. Tæplega 11 þús. áhorfend-ur sáu leikinn og spennan var i hámarki, þegar stóð 4-3 og norska liðið hafði unnið upp að mestu 4-1 forustu Tottenham. En þá juku ensku atvinnu- mennirnir hraðann á ný og Martin Chivers skoraði tvö mörk. Lyn skoraði fyrsta markið i leiknum við mikil fagnaðarlæti (Austnes) á 7. min, en aðeins 40 sek. siðar hafði Martin Peters jafnað fyrir Tottenham. Svo skoraöi Pratt og Alan Gilzean næstu tvö. En Christofersen og Birkeland löguðu stöðuna áður en „Herkúles” skoraði tvö mörk Tottenham undir lokin. Pólskir sigruðu 0-5 Pólverjar eru harðir i knattspyrnunni — það sýndi Gornik Zabre á Möltu I gær, þegar liðið vann Slima Wanderers 5-0 og það eru fá lið, sem ná slikum árangri i „sandgryfj- unni á Möltu”. Einn úr ólympiuliðinu, Lubanski, skoraði þrennu. t UEFA-bikarnum vann pólska liðiö Ruch Chorzov hið kunna lið Eenerbache, Tyrklandi, með 3-0, svo Pól- verjar unnu á öllum vigstöðvum i Evrópukeppninni I gær. Vikingur slapp sem sagt bezt frá þeim. Gott hjó Rosenborg! Glasgow Celtic, eitt albezta knattspyrnuliö Evrópu átti í miklum erfiðl. meö norsku meistarana, Rosenborg frá Þrándheimi, i meistarakeppninni i Glasgow i gærkvöldi. Að visu var pressan mikil á mark Norðmanna, en þeir vörðust vel, það svo, að Celtic vann aðeins með 2-1.30 þúsund áhorfendur sáu leikinn og Celtic skoraöi bæði sin mörk i fvrri hálfleik — Macari á 15,min. og John Deans á siðustu sekúndum hálfleiksins. Fyrra inarkið var skoraö beint úr hornspyrnu, og var það i eina skiptið sem landsliðsmark- vörðurinn norski gerði sig sekan um mistök, en Geir Karlsen átti að öðru leyti hreint stórkostiegan leik. Skiðakappinn frægi, Björn Wirkola, sem eitt sinn var heims- meistari i skiðastökki, skoraði eina markið i siðari hálfleiknum og voru Skotarnir sannarlega hissa á úrslitunum. Þeir verða þó varla i erfiðleikum 27. september i Þrándheimi. Þriðja norska liðið i Evrópukeppninni. Fredrikstad, stóð sig allvel i UEFA- bikarnum — tapaði aðeins 1-0 fyrir Hajduk Split og það i Júgóslaviu. Mikið var um stórar tölur i Evrópuleikjunum i gær. Magdeburg, Austur-Þýzkalandi, vann Palloseura, Finnlandi, 6-0. Feijenoord, Hollandi, sigraði Ruemelingen, Luxem- borg, 0-0 og Rauða stjarnan, Júgóslaviu, vann Lausanne, Sviss, 5-1. A óvænt kom, að Zúrick náði aðeins jafntefli gcgn 3. deildarliðinu Wrexham frá Wales 1-1 og það i Sviss, en leikurinn var i keppni bikarhafa, og Malmö vann Benfica 1-0 i meistarakeppninni. ísl. dómarar dœmdu Cork Hibernian sigraði Larnaca frá Kýpur 4—1 á irlandi í gær, en Einar Hjartarson dæmdi þann leik, sem var i keppni bikarhafa. Fyrri leikurinn var fyrr i vikunni einnig i Cork, sem þá vann 2—1. Guömundur Haraldsson dæmdi þann leik og eftir þvi, sem blaðið hcfur frétt, fengu þeir báöir góða dóma fyrir dómstörf sfn i leikjunum. trska liðið hcldur þvi áfram i keppninni — samanlagt 6—2. Nokkur dönsk lið voru i Evrópukeppninni í gær. Anderlecht vann Vejle með 4—2 I meistarakeppninni i Ilollandi, en i kcppni bikarhafa gerði Fremad Amager jafntcfli á hcimavelli I—1 við Besa frá Albaniu. Af öðrum úrslitum má nefna, að Zagora, Búlgariu, vann Austria, Austurriki, með 7—0 i UEFA-keppninni, Slovan, Bratislava vann Novi Sad, Júgóslaviu, 6—0 i meistara- keppninni, Spartak Moskvu, vann Haag, Ilollandi, 1—Oi keppni bikarhafa, og Galatas- raý, Tyrklandi, og Bayern Miinchen gerðu jafntefli 1—1 i meistarakeppninni. Liðin, sem talin eru á undan léku á heimavelli. Jafntefli hjó Leeds Ensku bikarmeistararnir, Leeds Utd„ léku í Tyrklandi i gær við Ankara og gerðu jafntefli 1—1: Jordan skoraði markið og voru Leedsararnir ánægðir með þessi úrslit, en það hefur reynzt mörgum liðum „ljónagryf ja” að leika i Tyrklandi. Derby County sigr- aði Sarajevo 2—0 i Derby i gærkvöldi i meistarakeppninni með mörkum Roy McFar- land og Archic Gemmill. Stoke sigraöi Kaiserlauten, Þýzkalandi 3—1 i UEFA-bikarn- um i Stoke og skoruðu Conrey, Hurst og Ritchie fyrir Stoke, en Hosic fyrir þýzka liöiö. 1 sömu kcppni gerðu Manc. City og Valencia, Spáni, jafntefli 2—2 á Maine Road. West Ham vann Chelsea óvænt i ensku knattspyrnunni á laugardag. Hér sendir Robson knöttinn i mark, en markið var dæmt af vegna þess, að Clyde Best — sá svarti á vellin- um — hafði stjakað við Bonetti, markverði Chelsea.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.