Vísir - 20.09.1972, Page 6
6
Visir Miðvikudagur 20. september 1972
Milljarðadæmið
vísm
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 <5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Hinir visu menn, sem rikisstjórnin skipaði i sum-
ar til að finna lausn á öngþveiti efnahagsmálanna,
starfa sleitulaust að verkefni sinu. Menn biða i of-
væni eftir tillögum þeirra, þvi að menn vænta góðra
ráða úr þeirri átt.
Ef rikisstjórnin fer að ráðum þeirra, jafngildir
það stefnubreytingu hjá henni i meðferð efnahags-
mála. Brjóstvitsstefna rikisstjórnarinnar hefur þá(
gengið skeið sitt á enda og við taka visindalegri úr-'
ræði, svonefnd „ihaldsúrræði”.
Rikisstjórninni hefði búnazt betur, ef hún hefði
strax farið inn á þá braut að hlita ráðum sérfróðra
manna á sviði efnahagsmála. Þá hefði hún ekki
hafið feril sinn með þvi að tæma vel stæðan rikis-
kassa. Þá hefði hún ekki ýtt undir verðbólguna með
óvarkárri bjartsýni um miklar kjarabætur á
tveggja ára timabili. Og þá hefði hún ekki hækkað
útgjöld rikisins um helming, né lagt út i þá einstæðu {
skattheimtu, sem almenningur sýpur nú seyðið af.
En rikisstjórn hinna „vinnandi” stétta vildi
spreyta sig. Sú tilraun hefur orðið þjóðinni óbæri-
lega dýr. Það var ekki fyrr en allt var að sigla i
strand, að stjórnin gafst upp og afhenti vandann i
hendur sérfræðinganefndarinnar. Sú ákvörðun var
hin skynsamlegasta, sem rikisstjórnin hefur tekið á
ferli sinum.
Hinir visu menn eru ekki öfundsverðir af hlut-
verki sinu. Vandamálin i fyrrahaust voru barna-
leikur i samanburði við þau vandamál, sem nú
blasa við. Þrjú atriði eru erfiðust: Stóraukning
hinna kosnaðarsömu umsvifa rikisvaldsins.
Hrikalegur herkostnaður við að halda visitölunni
niðri. Og fyrirsjáanlegur kostnaður til stuðnings út-
flutningsframleiðslunni.
Rikisvaldið gæti nú reynt að draga úr spennunni i
atvinnulifinu með þvi að draga sjálft saman seglin.
Slikt mundi bæði draga úr útgjöldum rikisins og
beina meiri kröftum að atvinnulifinu, þar sem nú
vantar menn á ótal sviðum.
Kostnaðurinn við fölsun visitölunnar er orðinn allt
of hár. Rikisstjórnin átti raunar þegar i fyrrahaust
að koma sér út úr þeim vitahring og vinda smám
saman ofan af verðstöðvuninni og þeim niður-
greiðslum, sem henni fylgdu. En nú er ekki seinna
vænna að hefjast handa, þvi að skattgreiðendur
munu á næsta ári ekki geta staðið undir hundruðum
milljóna viðbótarálaga til að kosta ört vaxandi visi-
tölustrið.
Loks er nú að verða ljóst, að útflutningsatvinnu-
vegirnir eru hættir að geta staðið undir auknum til-
kostnaði við framleiðsluna. Hin bjartsýna kjara-
bótaspá frá þvi i fyrra hefur ekki staðizt. Frystihús-
in eru rekin með rokna tapi, einmitt á þeim tima, er
þau þurfa sem mest fé til að kosta þær endurbætur,
sem þarf til þess að við getum haldið Bandarikja-
markaðinum. Hinn aukni tilkostnaður hefur einnig
haft slæm áhrif á aðrar greinar útflutningsfram-
leiðslunnar, svo sem hinn unga og veikburða iðnað.
Gengislækkun verður varla talin ánægjulegt úr-
ræði, en ella eru horfur á mjög kostnaðarsömum út-
flutningsstyrkjum.
Þessi þriþætti vandi er dæmi upp á milljarða
króna, sem engin leið er að kreista út úr almenn-
ingi, þótt rikisstjórnin telji hann hafa breitt bak.
Hér er þvi raunveruleg alvara á ferðinni. '
Schumann — litið tóm til máiamiðlunar á Islandi, þótt hann gjarnan vildi.
SAMNINGAMAÐURINN
MAURICE SCHUMANN
Hingað eftir refskók í Róm
Kcmur hann hingað til að miðla
málum i landhelgisdeilunni?
Varla, nema hann hafi ,,patcnt-
lausnina" i vasanum. Maurice
Schumann . utanrikisráðhcrra
Frakklands. gefst ekki tóm til
inikillar málamiðlunar þennan
sólarhring, sem hann dvelst hér,
þótt liann muni vcrja töluvcrðum
tima mcð starfsbróður sínum,
Kinari Agústsyni, og þótt honum
væri vissulega i mun að stilla til
friðar i þorskastriðinu. Frakk-
land, cr. ásamt Vestur-Þýzka-
landi. forysturiki i Efnahags-
bandalagi Kvrópu, og þangað er
Krctland komið rúmlega hálft inn
um gættina.
Schumann er einnig tvimæla-
laust maður samninganna. Það
sýna til dæmis fréttir seinustu
daga frá ..refskákinni i Róm", og
er ekki nýtt. Schumann hefur ver-
ið fulltrúi Pompidous Frakk-
landsforseta i þeirri utanrikis-
stefnu. sem grundvallast á að
..þynna út" gaullismann, halda i
miklu stefnu de Gaulle um
„sterkt Frakkland” en sýna
sveigjanleika, meiri en de Gaulle
treysti sér til. Með fráhvarfi frá
Gaullismanum hefur Frakkland
meðal annars opnað Bretlandi
Jeið inn i Efnahagsbandalagið og
stuðlað að þvi, að Evrópa
..stækki" að öðru leyti með inn-
göngu annarra og viöskipta-
samningum vitt og breitt. En af-
staða Frakka er miklu flóknari en
þetta getur til kynna, og Pompi-
dou hefur i siynar hegað sér á
þann veg. að stundum virtist de
Gaulle endurborinn.
Schumann
kom á óvart
Sumarlangt hefur Pompidou
angrað bandamenn sina i EBE og
Breta fyrst og fremst meö þvi að
halda fram sérhagsmunum
Frakklands. Menn vildu. að æðstu
menn EBE kæmu saman og
semdu um vandamálin. Pompi-
dou var þver fyrir. Utanrikisráö-
herrarog fjármála’ráöherrar EBE
hittust i Róm i fyrri viku. og þar
kom Schumann á óvart:
Skyndilega voru Frakkar reibu-
búnir til samninga. Vegurinn var
loks greiður til ..toppfundarins”.
Það varð aðeins gert með
samningum. sem skildu litið eftir
af róttækustu hugmyndunum um
Evrópu framtiðarinnar.
Hægri hönd
Pompidous
„Sameiginlegur gjaldeyris-
sjóður” fyrir EBE verður vænt-
anlega stofnsettur, en Frakkar
sætta sig við, að hann verði fyrst i
stað aðeins til að jafna reikninga.
Frakkar vildu, með stuðningi
Þjóðverja, gera baráttu við verð-
bólguna aðalmál EBE, en sættu
sig við að fresta aðgerðum.
Engin samstaða varð um sam-
eiginlegar aðgerðir gegn hermd-
arverkamönnum og varnir gegn
hermdarverkum.
IIIIIIIIIIII
m
Umsjón:
Haukur Helgason
Frakkar vildu, meö stubningi
Itala, beita sér fyrir hækkun gull-
verðs og knýja Bandarikjamenn
til þess. enda gullverð komiö úr
skorðum. Þvi var frestað.
Frakkar hindruðu hins vegar,
ab EBE hefði sameiginlega
stefnu i þrefinu um öryggisráð-
stefnu Evrópurikja.
Þeir hindruðu framgang til-
lagna Belgiumanna um samráð
við Bandarikin i helztu málum.
Frestað var að gera umbætur á
stofnunum Efnahagsbandalags-
ins.
1 aðalatriðum vildu Frakkár
ganga lengra i eflingu EBE sem
pólitiskrar heildar. útti de Gaulle
við að taka Breta inn i bandalagið
byggðist á sinum tima á þvi, að
þeir mundu hindra að bandalagið
yrði traust innbyrðis og einhuga.
Schumann hefur verið i farar-
broddi i tilraunum Pompidous til
að stækka bandalagiö með inn-
göngu Breta og annarra, jafn-
framt þvi sem innviöir þess yrðu
treystir.
Þetta hefur Frökkum ekki tekizt
eins og þeir vildu. Þvert á móti er
fyrsta reynslan af stækkuðu EBE
sú, að málamiðlunin sé enn
lengra sótt og enn erfiðara en áð-
ur að gera „eitthvað raunhæft”.
Kemur það auðvitað ekki á óvart.
Frelsishetja
Schumann hefur verið utan-
rikisráðherra Pompidous siðan
1969, en Pompidou var þá kjörinn
forseti, eftir að de Gaulle sagði af
sér vegna ósigurs i þjóðarat-
kvæðagreiðslu um sveitarstjórn-
armál. A Schumann hefur þvi
hvilt þunginn af „útfærslu” á
tefnu Pompidous gagnvart um-
heimilinu.
Maurice Schuman er fæddur
1911, kvæntur og þriggja barna
faðir.
Hann gerðist blaðamaður að
loknu magisterprófi árið 1932. Þá
varð hann einn helzti forystumað-
ur stjórnmálahreyfingarinnar
„ungt lýðveldi” flokks kristilegra
demókrata i Frakklandi.
Hann gerðist sjálfboðaliði i
brezka hernum árið 1939 i upphafi
heimsstyrjaldarinnar og var tek-
inn höndum af Þjóðverjum i júni
1940. Honum tóks að flýja til Bret-
lands. Frakkland var fallið i
hendur Þjóðverja og banda-
manna þeirra i Frakklandi sjálfu.
De Gaulle varð foringi „frjáls
Frakklands” og stýrði frá Bret-
landi baráttunni gegn Þjóðverj-
um og fylgifiskum þeirra.
Schumann varð talsmaður
frjálsra Frakka i útvarpssending
um frá London á striðsárunum.
Hann tók þátt i innrásinni i
Normandie og hlaut æðsta
heiðursmerki Frakka, lausnar-
krossinn, „La Croix de la
Liberation” fyrir frammistöð-
una.
Hann var skipaður formaður
kristilegra „sósialflokksins strax
daginn eftir freslun Frakklands,
en það er frjálslyndur flokkur,
ekki tiltakanlega til vinstri i
frönskum stjórnmálum.
Hann var kosinn þingmaður
héraðsins Armentiéres i Norður-
Frakklandi þá, og hefur hann
haldið þvi þingsæti siðan.
Schumann varð aðstoðarutan-
rikisráðherra 1951-1954, visinda-
ráðherra 1967 félagsmálaráð-
herra 1968 og utanrikisráðherra
siban 1969.
Hann hefur ritað skáldsögu,
„Stefnumót við einhvern”, og
fjölda sagnfræðilegra bóka.