Vísir - 03.10.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 03.10.1972, Blaðsíða 5
Visir Þriðjudagur :!. október 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Mótmœlafólk gekk berserks- gang eftir kosningaúrslitin Stuðningsmenn aðildar að Efnahagsbanda laginu unnu mikinn sigur í Danmörku Mótinæiafók gekk berserks- gang i Kaupmannahöfn i nótt, þegar ijóst var orðið, að Danir liefðu með yfirgnæfandi meiri- liluta samþykkt i þjóðaratkvæða- greiðslu að taka þátt i Efnahags- bandalagi Evrópu. 150 manns, aðallega ungt fólk, fór að þinghúsinu, æpti vigorð og brenndi fána á tröppum þess. Einn lögreglumaður slasaðist, er hann fékk bjórflösku i höfuðið. Annars skipti lögreglan sér ekki af mótmælunum. Ráðherrar og þingmenn fóru um hliðardýr úr þinghúsinu. Lögrelguvörður var i nótt hafður við heimili Jens Otto Krag for- sætisráðherra og á ýmsum fleiri stöðum. þar sem búizt var við vandræðum. Viða um borgina voru framin skemmdarverk. Framar öllum vonum Aldrei hefur stærri hluti dönsku þjóðarinnar tekið þátt i atkvæða- greiðslu. Þátttakan var 90%. Þar af greiddu 57% atkvæði með aðild en 33% gegn. Hinir bjartsýnustu stuðningsmenn Efnahagsbanda- lagsins höfðu ekki búizt við slikum stuðningi. Eftir úrslitin sagði Jens Otto Krag, að þau væru söguleg ákvörðun. Danmörk hefði nú ákveðið tekið boðinu um að vera með i Evrópu og mundi nú vera tilbúin til að bjoða á móti það, sem hún gæti lagt af mörkum til að móta framtið evrópskrar sam- vinnu. Danski seðlabankastjórinn, Erik Hoffmeyer, sagði eftir úr- slitin, að gengi dönsku krónunnar yrði ekki fellt, úr þvi að niður- staðan var aðildinni i hag. Óttinn við gengislækkun er sagður hafa vegið þungt á metunum, er Danir gengu að kjörborðinu. Norsku úrslitin höföu öfug áhrif. Eftir úrslitin er þvi haldið fram, að ,,nei” Norðmanna við aðild að bandalaginu hafi haft öfug áhrif i Danmörku. Kraftar ,,já’’-manna þar hafi leystst úr læðingi, þegar þeir sáu, að nú var að duga eða drepast. Utanrikisráðherra Belgiu sagði i nótt, að hann væri ánægður með dönsku kosningaúrslitin. Hann sagði. að bæði Danir og Efna- hagsbandalagið mundu hafa gagn af þessum úrslitum. Utanrikis- ráðherrann, Pirre Harmel, sagðist nú harma meira en áður, að norskir kjósendur skyldu hafna aðild að bandalaginu. Innlegg í flokksþing brezkra krata Brezkir verkamannaflokks- menn, sem styðja aðild Bretlands að bandalaginu, og eru i minni- hluta i flokki sinum, urðu mjög glaðir yfir úrslitunum. Þeir sendu skeyti frá landsþingi flokks sins i Blackpool með hlýjustu hamingjuóskum til d.önsku stjórnarinnar. i skeytinu segir, að úrslitin muni efla sósialisma i Efnahagsbandalaginu. Undir skeytið rituðu Roy Jenkins, fyrrum varaformaður flokksins og efnahagsráðherra, en nú i ónáð, Michael Stewart, fyrrum utanrikisráðherra, og George Thomson, sem samdi við bandalagið á sinum tima, þegar Verkamannaflokkurinn var i stjórn. Ríku þjóðirnar verða að breyta lífsvenjum sínum Hinar iðnvæddu þjóðir heims verða skjótt að breyta lifsvenjum sinuin, sagði umliverfisverndun- arráðherra Bretlands i gær eftir fund með bandariskum embættis- mönnum. Þær verða að veita þróunarlöndunum meiri aðild að auðæfum jarðar eða búast ella við kynþáttastyrjöldum i framtið- inni. Þegar ihaldsflokkur Heaths komst siðast til valda i Bretlandi, var'búið til sérstakt og valdamik- ið ráðherraembætti umhverfis- verndunar. Peter Walker, við- skiptafélagi hins fræga Slaters, sem gaf fé til verðlauna i heims- meistaraeinviginu i skák, var valinn til starfsins og gegnir hann þvi enn. Walker stjórnar vegagerð i Bretlandi, almenningsflutninga- tækjum, mengunarvörnum, svæðaskipulagningu og borggr- skipulagningu. Hann segir árangurinn vera þann, að Bretar séu nú komnir lengst allra þjóða i að draga úr fyrri mengun. Hann sagði, að taka bæri alvar- lega viðvaranir visindamann- anna i Rómarklúbbnum svo- nefnda, þótt þeir hafi reynzt hafa rangt fyrir sér á mörgum sviðum. Viðvaranirnar fjölluðu um tak- mörkun fólksfjölgunar til að treina auðæfi jarðar. Hann kvað nauðsynlegt að finna nýjar leiðir til að endur- framleiða úr notaðri og ónýtri vöru. Hann sagði, að draga bæri úr áherzlu á framleiðslu skamm- lifra hluta, og i staðinn ætti að efla þjónustu og fristundaiðju. Leggja æt.ti áherzlu á hreinlæti — segir brezki umhverfis- verndunar- ráðherrann og friðsæld, og að sliku ætti hag- vöxturinn að beinast. Ljóst væri, að núverandi lffs- venjur iðnvæddra þjóða færðu þeim ekki þá hamingju, er búast hefði mátt við. Breyting yrði og hlyti að gerast á þessum áratug. Nýjar lifsvenjur yrðu að taka við. Hann sagði enníremur, að gjáin milli rikra og fátækra þjóða mundi leiða til kynþáttastyrjalda, nema auðæfum heimsins yrði skipt á nýjan leik. Moe flutti ræðu sina á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann kvað þróunarlöndin ekki fá hlut sinn i heimsverzluninni, né hið margfræga 1% af þjóðar- framleiðslu þróuðu landanna, sem lofað hafi verið að veita til þróunarlandanna. Mjög fá rik lönd hafa séð heiður sinn i að efna þetta loforð, sagði hann. Aðrir hafa bara lofað og lofað og bundið aðstoð sina svo harkalegum skilyrðum, að fá- tæku þjóðirnar hafa ekki haft efni að að ta.ka við henni. Moe sagði, að Efnahags- bandalag Evrópu gæti orðið að samsæri um yfirráð heims- verzlunarinnar vegna hinnar harkalegu stefnu, sem banda- lagið reki gagnvart rikjum utan bandalagsins. Loks sagði hann, að riku þjóð- irnar menguðu úthöfin, sem væru von fátæku þjóðanna um betra lif. KÓKOSHNETUTRÉN FELLD Nýlega skipaði héraðsstjóri i Ham Long i Suður-Vietnam svo fyrir, að kókoshnetutré við vegina skyldu felld til að gera óvinum erfiðara um vik að laumast um að næturþeli. Börnin voru ekki sein að ná sér i kókoshnetur. En þegar fram i sækir, getur þetta skógarhögg haft slæm efnahagsleg áhrif. Riku þjóðirnar framkvæma hermdarverk i efnahagssam- skiptum sinum viö fátæku þjóð- irnar, sagði George Moe, utan- rikisráðherra Barbados, i morgun. Riku þjóðirnar ráða verzluninni og koma henni svo fyrir, að bændurniri Asiu, Afriku og Suður- Ameriku verði að borga of mikið i samanburði við það verð, sem þeir fá fyrir vörur sinar, sagði hann. RÍKAR ÞJÓDIR SAKAÐAR UM HERMDARVERK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.