Vísir - 03.10.1972, Blaðsíða 16
l>riðjudagur :t. október 1972.
Vonlaust
að gera út
— segja útvegsmenn
ó Suðurnesjum
,,Það eru allir til i það að hætta
og sumir hafa reyndar þegar gert
það. Engin lcið að gera út við nú-
verandi ástand” sagði Huxley
Ólafsson forstjóri Útvegsmanna-
félags Suðurnesja i samtali við
Visi i morgun
Hann sagði að það væri erfitt að
hætta á þennan hátt ef svo yrði
farið af staö aftur eftir skaraman
tima. Ahöfnin færi þá ef til vill
annað og þar fram eftir götunum.
En hins vegar væri vonlaust fyrir
útgerðarmenn að taka á sig
áhættuna af hinum nýju lögum
um slysatryggingu sjómanna.
Einnig væri fiskveröið ekki
komið og allt væri i óvissu.
borsteinn Arnalds forstjóri
Bæjarútgeröarinnar sagði að
fjórir togarar félagsins væru úti
aö veiðum/ en Þorkell Máni i við-
gerð. Hann sagöi að ekki væri
búið að taka ákvörðun ennþá um
aö leggja skipunum. Beðið væri
eftir viðbrögðum stjórnvalda,
Aörir útgerðarforstjórar, sem
blaðið hafði samband við voru
sammála um að ekki væri unnt
fyrir útgeröina aö halda
skipunum úti þegar trygginga-
félögin vildu ekki tryggja eftir
hinum nýju lögum. Stjórnar-
fundur er i Útgerðarfélagi Akur-
eyringa i dag og þar verður tekin
ákvörðun um, hvort togarar
félagsins verða kallaðir i höfn eða
ekki. —SG
Klám
fyrir
luktum
dyrum
i Sakadómi Keykjavikur var
flutt i gær ntál ákæruvaldsins
gegn piltunum tveim, sent stóðu
að útgáfu veggspjalda, er á voru
kynlifsmyndir merktar stjörnu-
mcrkjunum. En piltarnir voru
kærðir fyrir útgáfu, prentun og
drcifingu klánts.
Verjandi piltanna flutti mál sitt
i gær fyrir dómnum, sem skipað-
ur er þrem dómendum: Þórði
Björnssyni, yfirsakadómara, sem
er dómsformaður, og tveim með-
dómendum, listfræðingi, og
deildarstjóra úr menntamála-
ráðuneytinu.
begar málið var tekið fyrir i
gær, var enn hafður sami háttur
á, að réttarsalnum var lokað fyrir
áheyrendum, án þess þó, að
réttarhöldin væru úrskurðuð lok-
uð.
Byggðu hinir kærðu vörn sina á
þvi, að ákvæði laganna um klám
væri frá þvi 1869, tekið orðrétt
upp i hegningarlögin 1940, en það
bæri að túlka þau með tilliti til
viðhorfa i dag. Til þess að sýna
fram á, hvað viðgengist að birt
væri opinberlega átölulaust af
djörfum myndum, lagði verjand-
inn fram blöð og timarit, eins og
„Extrabladét” og Playboy”, sem
hann taldi, að gengu miklu lengra
i kynlifslýsingum heldur en
veggspjaldið með myndunum 12.
Ennfremur vakti hann athygli á
þvi, að eitt skilgreiningaratriði
ólöglegs kláms væri t.d. það, að
það höfðaði til lægri hvata,
ónáttúru eða vekti mönnum við-
bjóð. En jafnframt benti hann á,
að myndirnar, sem ákæran
byggðistá, væru listræns eðlis, og
gætu ekki fallið undir þessa skil-
greiningu kláms.
Að lokinni ræðu verjanda var
málið tekið til dóms, seint i gær.
„Búum við hútimbrað
efnahagskerfi"
„Ef fiskverðið fer fyrir yfir-
nefnd og annar aðilinn verður
óánægður með úrskurð odda-
manns, mun hann stoppa eins
og dæmin sýna. Þá kemur upp
sú spurning hverjir stjórna
þessu landi og hvort eigi að
leyfa stöðvun á sjávarútvegin-
um. En hagkerfi okkar er svo
hátimbrað að það nötrar allt ef
smáhreyfing verður I undir-
byggingunni.”
Þetta sagði bröstur Ólafsson
hagfræðingur i samtali við Visi i
morgun. Þröstur á sæti i efna-
hagsmálanefd rikisins, sem nú
vinnur að útreikningum i sam-
bandi við þann efnahagsvanda
sem nú blasir við.einkum vegna
erfiðleika sjávarútvegsins.
„Ef samið verður um fisk-
verðið i verðlagsráði er vel
hugsanlegt að gengið veröi i
verðjöfnunarsjóðinn eða lögum
hans breytt þannig að hann
verði notaöur til að greiða mis-
muninn fram að áramótum,”
sagði Þröstur.
Hann sagði að i lok vikunnar
lægju fyrir tölur um hve háar
upphæðir þyrfti til sjávarút-
vegsins. Hækkun á loönumjöli
bætir dæmið nokkuð og ef sam-
komulag næst um fiskveröið i
verðlagsráði kvað Þröstur unnt
að halda óbreyttu ástandi meö
þvi að nota veröjöfnunarsjóð.en
i honum eru nú 1100 milljónir
króna. Hann sagði aö vandinn
fram að þeim tima væri mörg-
um sinnum minni en tölur hefðu
verið nefndar um. Væri hins
— segir Þröstur
Olafsson
hagfrœðingur
vegar miðað við óbreytt ástand
allt næsta ár, hækkun á fram-
leiðslukostnaði, t.d. með 6%
grunnkaupshækkun i marz, en
svotil óbreytt afurðaverð, væri
vandinn stór. Yrði þá að gera
ráðstafanir i samræmi við það.
Ekki væri hægt að una þvi að
alltaf kæmi upp sama vand-
ræðaástandið ef einhverjar
sveiflur yrðu i útvegi.
—SG
„Meiningin er að hafa hér allt
scm fólk þarfnast til heimilis
sins”, sagði Þórarinn Jónsson
einn af stjórnarmönnum fyrir-
tækisins. „Hér verða bæði inn-
lend og erlend húsgögn.”
A annarri hæð verður liklega
komið fyrir kaffiteriu svo fólk
geti fengið sér kaffibolla á rölti nokkurri tölu.
sinu um bygginguna og einnig
er ráðgert að listamenn fái að-
stöðu til þcss að sýna á veggjum
hússins málverk sin og mvndir.
Kostnaður við þessa
upphyggingu hefur að sjálf-
sögðu verið gifurlegur, en ekki
vildi Þórarinn þó kasta fram
STÓRVERZLUN Á FJÓRUM
HÆÐUM VESTAST í VESTURBÆ
Það ætti ekki að verða
amalegt fyrir þá sem
standa í húsgagnakaup-
um og kaupum á öðru sem
við kemur stássinu á
heimilinu að geta gengið
um 4000 fermetra
húsnæði/ á fjórum hæðum
og líta á hverri hæð eitt-
hvað sem á heima í
stofunni. islendingum
gefst kostur á þessu fyrr
en varir, því að á Hring-
braut 171 hjá Jóni Lofts-
syni er nú verið að leggja
siðustu hönd á þessa
margra hæða verzlun.
Tvær hæðir hússins voru
opnaðar á laugardag siðast-
liðinn. A þeim hæðum eru hús-
gögn og rafmagnsljós/ en 25.
nóvember er áætlað að hinar
tvær hæðirnar, 1. og 2. hæð verði
opnaðar, en þar munu einnig
vcrða byggingarvörur og
húsgögn.
Einnig er fyrirhugað að opnað
verði ris, en það er nú verið að
innrétta og mun það hafa að
geyrna rúm. Hver hæð er 1000
fermetrar.en nú hefur húsgögn-
um verið komið fyrir á 1500 fer-
metrum. —EA
Alþingismenn eru jafn-
vel með kartöflugarða
óliklegt má telja, að nokkur
borg i heiminum eigi sér eins
marga kartöf luræktendur og
Beykjavik, sem kannski er ekki
nema eðlilegt vegna ólikra að-
stæðna. En staðreyndin er sú, að
úr landi stór-Rcykjavikur kemur
liðlega tiu prósent allrar kartöflu-
uppskeru landsmanna.
En mikið megum við höfuð-
borgarbúar bæta okkur ef við ætl-
um að komast með tærnar þar
sem þeir i Rangárvallasýslunni
hafa hælana. A siðasta ári fengu
þeir samtals 56.600 tunnur af
kartöflum úr jörð sinni á meðan
við fylltum aðeins 8.400. En
borgarbúar stunda nú vist kart-
öfluræktina mest upp á sportið.
Hafa aðeins litla skika og borða
hver sina uppskeru, en litið eða
ekkert er selt.
„Það er mikill fjöldi höfuð-
borgarbúa, sem á kartöflugarða
og er það fólk úr öllum stéttum.
Alþingismenn eiga sér jafnvel
skika sumir hverjir, en áberandi
er áhugi ungs fólks á kartöflurækt
upp á siðkastiö, en skrifstofufólk
hefur lika alla tið verið áberandi
iðið við ræktina,” upplýsti Hafliði
Jónsson garðyrkjuráðunautur i
viðtali við Visi i morgun. Kvaðst
hann hafa fylgzt með kartöflu-
ræktuninni all náið siðastliðin 17
ár og enn væru margir þeir sömu
að og þegar hann byrjaði að fylgj-
ast með.
Flesta kartöfluræktendur, sagði
Hafliði, að væri að finna á
Korpúlfsstöðum, en þar væri ekki
lengur hægt að bæta fleirum við.
Aftur á móti væri eitthvað laust af
garðlöndum i Reykjahliðarlandi,
en þangað væri visað núna.
„Þessir garðar geta ekki
kallazt dýrir,” sagði Hafliði.
„Með jarðvinnslu eru þeir
stærstu leigðir á 450 krónur fyrir
árið, en flestir eru garðarnir
þetta eitt til þrjúhundruð fer-
metrar.” —ÞJM
Arne Nordheim við upptöku i útvarpinu i morgun (Ljósmynd Vfsis
BG)
Nordheim í
Norrœna húsinu
Nú er staddur hér á landi i boði
menntamálaráðuneytisins,
norska tónskáldið Arne
Nordheim, en hann er meðal
kunnustu tónskálda Noregs. Arne
Nordheim hlaut Norðurlanda-
verðlaun í febrúar s.l. fyrir tón-
smiði sin á síðasta ári.
Þetta er þriðja heimsókn tón-
skáldsins til Islands og hafa verið
flutt nokkur verka hans hér á
landi t.d. Response, Solitaire og
Dinosaurus, svo að eitthvað sé
nefnt. Siðast kom hann til lands-
ins i för með Trio Mobile, sem lék
þá i Norræna Húsinu. Arne
Nordheim mun flytja og skýra
verk sin i Norræna Húsinu mið-
vikudaginn 4. okt. kl. 20.30. Mun
hann þá einnig bregða upp
ýmsum tóndæmum. Pláss mun
verða fyrir 40-50 manns, og eru
aðgöngumiðar ókeypis. Héðan
mun Arne liklega halda til
Bandarikjanna.
—m