Vísir - 03.10.1972, Blaðsíða 6
6
VÍSIR
Útgefandi: Heykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
^ Fréttastjóri: Jón Birgir Fétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverlisgótu J2. Simar 11660 Hfifill
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriítargjald kr. 225 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Fréttir af smákóngum
Alvarlegur klofningur er nú i röðum Samtaka Y
frjálslyndra og vinstri manna. Hannibalistarnir 1
urðu að visu ofan á með miklum meirihluta á y
fiokksþinginu um helgina. Bjarni Guðnason féll /(
bæði fyrir Hannibal og Magnúsi Torfa, þegar kosið
var i stöðurformannsog varaformanns flokksins. En
vinstri mönnum hér á landi er gjarnt að sætta sig
ekki við lýðræðislegar niðurstöður og má þvi reikna
með, að Bjarni og stuðningsmenn hans, Þjóð-
varnarliðið i Reykjavik, verði Hannibalsliðinu ekki
sérlega hollir. Þeir halda aðalblaði samtakanna i
sinum höndum og virðast ekki liklegir til að gefa
það eftir.
Þetta er dæmi um þá smákonungastefnu, sem
lengi hefur fylgt framámönnum vinstri flokkanna
og valdið þvi, hve margir og smáir flokkar eru á
þeim vængnum. Og helzt litur út fyrir, að fjórir
flokkar nægi ekki vinstri mönnum. Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna eru klofin i Hannibalista
og Þjóðvamarmenn, sem eru á öndverðum meiði i
afstöðunni til Alþýðuflokksins, frammistöðu ráð-
herra samtakanna i rikisstjórn, varnarliðsins og
Atlantshafsbandalagsins, svo að dæmi séu nefnd. í
Framsóknarílokknum vill meirihluti ungliðanna
stefna að samruna við aðra vinstri flokka, en
flokksforustan er andvig slikum ævintrýrum, og
veldur þetta nokkurri úlfúð i flokknum. í Alþýðu-
bandalaginu berjast þeir Magnús og Lúðvik um
sviðsljósið og safna um sig fylkingum. Loks eru að
spretta upp fámennir hópar ofsatrúarmanna til
vinstri við Alþýðubandalagið.
Hannibal virðist ekki vera sá Haraldur hárfagri,
er geti rutt smákonungunum úr vegi og sameinað
þetta þrasgefna lið. Að visu hefur hann nú aldrei
þessu vant lent ofan á i þeim flokki, sem hann er i
um þessar mundir. En flokksbræður hans munu þó
ekki vera ýkja hrifnir af frammistöðu hans sem
ráðherra. Þykir þeim bæði hann og Magnús Torfi
vera helzti aðgerðalitlir, meðan menn eins og Lúð
vik og Magnús Kjartansson eru sifellt i sviðs-
ljósinu. Og hætt er við, að margir kjósendur flokks-
ins frá siðustu kosningum hafi búizt við meiri
arnsúg við innreið hans i stjórnmálin og hertöku
tveggja valdastóla.
Það er einmitt eitt einkenni vinstri flokka hér á
landi, hve miklu sýnna þeim er um gaspur og
loftkastala en athafnir og framkvæmdir. Hannibal
hefur sjálfur meðhöndlað húsnæðismálin með ein
stökum sofandahætti og valdið með þvi hús-
byggjendum vandræðum. Lúðvik hefur tvisvar flúið
úr landi, er hann hefur átt að leysa alvarleg vanda-1
mál, sem komin voru i eindaga. Þegar siðustu
forvöð voru að ákveða fiskverð og finna lausn á
taprekstri frystihúsanna fyrir 1. október, stökk
hann vestur til Bandarikjanna. Og Ólafur forsætis-
ráðherra á við svipað vandamál að striða. Hann
hefur t.d. ekki enn, svo vitað sé, komið þvi i verk að
skipa formann i samstarfsnefnd almannavarna og
björgunarsamtaka þótt það ætti að vera einföld
stjórnarathöfn. Og hann hefur loks nýlega vaknað
upp við það, að á fjárlögum i fyrra hefur láðst að
gera ráð fyrir uppbyggingu landhelgisgæzlunnar,
svo að nú verður að gera það með landssöfnun.
Þetta er náttúrlega sofandalegt.
Smákóngar vinstri flokkanna eru greinilega betur
til þess fallnir að vegast á en stunda hversdagsleg
stjórnarstörf.
Visir Þriftjudagur 3. október 11)72.
Bandarískur frétta-
maður í Hanoi
Peter Arnett, bandarísk-
ur fréttamaður frá AP sem
hefur hlotið Pulitzer verð-
laun fyrir fréttagreinar um
Indó-Kína, kom með
bandarisku sendinefndinni,
sem kom til Hanoi í síðustu
viku að sækja bandaríska
stríðsfanga, sem voru látn-
ir lausir fyrir nokkrum
dögum. Lýsir hann við-
leitni Norður-Víetnama að
auglýsa þennan atburð sem
mest og hafa áhrif á
bandariskt almenningsálit.
Arnett, sem hefur skrifaö um
Vietnam s.l. 10 ár, kvaö Hanoi-
menn hafa veriö vel kunnuga
greinum sinum og hafa notaö
margar þeirra i eigin dagblööum,
einkum þær þar sem hann benti á
þaö sem miður fór i Saigon.
Frá byrjun heimsóknar sinnar,
segir Arnett, fóru þeir Noröur-
Vietnam-menn ekki leynt með á-
huga sinn aö fá sem mesta heims-
auglýsingu af þessum viöburði.
Einkum var þaö til aö auka áhug-
ann hjá bandariskum almenningi
þegar N-Vietnam leyfði móður og
eiginkonu eins fangans að koma
til Hanoi.
()g þegar leiö á vikuna var það
ljóst, aö Hanoi leitaði áhrifa á
tveim sviöum. Fyrst: N-Vietnam
vildi sýna bandariskum almenn-
ingi að tæpir 400 striösfangar
i N-Vietnam fengju góða meðferð
og aö það gæti orðið stutt bið að'fá
þá alla heim---bara enda strið-
ið.
i öðru lagi voru fangarnir og
fjölskyldur þeirra notaðir til þess
að sýna á áhrifamikinn hátt tjón á
borgum. kirkjum og borgaraleg-
um mannvirkjum vegna banda-
riskra sprengjuárása. t þeim til-
gangi var þrædd sama leið og
Jane Fonda fór fyrir nokkrum
mánuðum. Þar voru teknar
myndir af þeim með rústir i bak-
sýn og flugmennirnir spurðir af
Jaiie Foiula — Fangarnir ferftuft-
usl um líkt og hún gerði á dögun-
u ni.
Illlllllllll
Umsjón:
Júlíus H. Loftsson
sveitaembættismönnum og þeim
sem sögöust vera fórnardýr
sprengjuárásanna spurninga eins
og: ..Hvernig lizt þér á þessa
auðn sem heimsvaldasinnaða
stjórnin þin orsakaði?” Arnett
kveöur fylgdarmenn sina hafa
heimtað að sjá og leiðrétta frétta-
bréf sitt, sérstaklega þar sem
hann segir að þeir hafi þvingað
flugmennina aö fordæma tjón á
mannvirkjum. Lét hann að lokum
undan.
Arnett hafði mikinn áhuga að
sjá N-Vietnam sem land, en það
hefðu verið mikil höft lögð á ferð-
ir hans. Honum var meinað að
tala við nokkra i sambandi við
herinn og fékk aðeins að tala við
sveitafólk og almenna borgara
undir ströngu eftirliti. Hann gat
ekki tekið neinar myndir úr biln-
um sem hann ferðaðist i, þar sem
vegirnir voru fullir af vörubilum
með vopnabirgðir. Einnig var
honum bannað að taka myndir af
brúm, ferjum og járnbrautarlin-
um.
bótt strið sé enn i Vietnam, hef-
ur afstaða norðanmanna gagn-
vart bandariskum föngum
breytzt mikiö.
Arið 196H höfðu bandariskir
flugmenn verið neyddir til að
ganga um götur Hanoi, svo að
ibúar borgarinnar gætu sýnt þeim
andúð og fyrirlitningu. En nú
gengu þessir þrir bandarisku
flugmenn, sem höfðu verið fangar
fyrir aðeins tveim dögum, hæg-
látlega um götur Hanois. Þótt
fólkið á götunum vissi hverjir
þeir voru (þeir höfðu verið aug
lýstir geysimikið), þá, fyrir utan
dálitla forvitni hjá börnum, sýndi
enginn þeim áhuga.
1 byrjun striðsins var litið á
fangana eins og hvert annað
striðsgóss, og var farið ruddalega
með þá, En þessi fangaleysing,
hin fyrsta siðan 1969, gefur til
kynna að fangarnir séu orðnir að
verðmætu vopni i höndum N-Viet-
nam til að hafa áhrif á banda-
riska almenningsskoöun og utan-
rikisstefnu.
Loforði um aö öllum föngunum
yrði sleppt var veifað fyrir fram-
an sendinefndina.
Pham Van Dong, forsætisráð-
herra Norður-Vietnams, sagði
þeim, að lausn fanganna úr haldi
væri merki um að allir flugmenn-
irnir mundu verða látnir lausir
þegar rétta augnablikið kæmi.
Rétta augnablikið? Það mundi
koma þegar striðið hætti og þegar
Bandarikin tækju betur undir sið-
ustu tillögur kommúnista i Paris.
Móftir \orris A. Charles tekur á Kdward K. Klias og kona hans á Sjóliftsforinginn Markham L.
nióti lioiium og konu hans, i New blaftaniannafundi. Gartlcy gengur frá flugvélinni
Vork eftir fimin daga ferftalag frá meft móftur sinni.
lianoi i gegnuin Peking, Moskvu
og Kaupmannahöfn.
Flugmennirnir þrír dregnir
fyrir herrétt?
AP Washingtoii. Forsetafram
bjóftandi American Party John
Schmitz, sagfti i gær að Nixon -
stjórnin ætti einskis úrkosta
nema aft athuga möguleika á aft
draga l'yrir herrétt flugmennina
þrjá sem voru látnir lausir fyrir
nokkrum dögum i N-Vietnam.
Hann sagði að athuga yrði
hvort þeir hefðu skrifað undir
nokkur áróðursskjöl eða tekið
þátt i áróðurskvikmyndum
meðan þeir voru fangar. Slikt,
kvað Schmitz, væri brot á banda-
riskum herreglum og gæti gefið
þeim bandariskum striðs-
föngum sem eftir eru þá hug-
mynd, að samvinna við gæzlu-
menn væri leiðin til frelsis.