Vísir - 12.10.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 12.10.1972, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Fimmtudagur 12. október 1972. vhiBsm: Ilvað finnst yður um atburðinn, sem átti sér stað við Alþingishúsið á þriðjudag? Viggó Bragason, simriti: Mér finnst mesti skandalinn vera hvaö lögreglan var sein að átta sig. beir stóöu frosnir með hendina við húfuderið á meðan maðurinn skvetti skyrinu. Baldvin Jónsson nemandi. Svona lagað er ekki sæmandi. Maðurinn hefur sjálfsagt haft sinar ástæður. Nema þá að hann sé geðbilaður. Vilhjálmur llafberg. sjóinaður. Svona framkoma er óskaplega fiflaleg. Maðurinn hlýtur að vera eitthvað veikur á taugum. T h e o d ó r (1 u ð m u n d s s o n . vélsmiðameislari. Maðurinn er brjálaður. Svona gera ekki heil- brigðir menn. Hann hefur ekki vitað hvað hann var að gera. t'llafur Sigurpálsson. sjómaður. Ég vejt eljki hvað á að segja um svona kárla. Maðurinn er ekki heilbrigður. Stefán Aðalsteinsson, afgreiðslu- maður. Mér finnst svona lagað •alls ekki viðeigandi. Svona at- burðurermjög vitaverður. Ég sá atburðinn i sjónvarpinu og mér fannst lögreglan fara of illa með manninn. Maðurinn er geðbilaður og hefur sýnt það áður, en samt er ástæðulaust af lögreglunni að fara svona harkalega að honum. Lesendur Jt hafa „OKKUR VANTAR SVR- FERÐIR..." Ililmar Olgeirsson liringdi og sagði: ..Okkur ibúum i Torfufelli og Unufelli uppi i Breiðholti finnst við vera algerlega utangátta við hringsól strætisvagna hér um hverfið. beir fara ekki hringinn hingað tii okkar, heldur aðeins uppeftir i ,,fina hverfiö”, — eins og við köllum það. Fyrir bragðið er það rúmlega stundarfjórðungs gangur fyrir okkur til þess að komast á næstu biðstöð, sem er fyrir vagninn ,,lllemmur-FeH”. Og sú leið er sannast erfið til gangs og meira að segja ekki hættulaus börnum og gamalmennum. Okkur leikur hugur á þvi að fá upplýsingar um hvort Strætis- vagnar Reykjavikur hafi á prjón- unum einhverjar ráðagerðir um að taka okkur inn i leiðakerfi sitt i náinni framtið, eða þá að láta „Hlemm—Fell” aka hringinn hingað til okkar.” „ÞÆR KOMA ( NÆSTU VIKU" SEGIR FORSTJÓRI SVR Við grennsluðumst fyrir um þetta hjá forstjóra SVR fyrir Hilmar: ,,Við höfum verið önnum kafnir við að skipuleggja mögulegar breytingar á ferðum vagnanna þarna i nýja hverfinu til þess að sinna þörfum þessa fólks. En það hefur verið ýmsum annmörkum háð að snúast þarna um götur með svo stóra vagna, þegar á götunum eru ýmsar torfærur vegna byggingaframkvæmdanna þarna upp frá,” sagði Eirikur As- geirsson, forstjóri. ,,En alveg á næstunni, hugsan- lega i næstu viku, munum við gera þá breytingu, að láta vagn- ana leggja Iykkju á leið sina úr Vesturbergi yfir i Norðurfell, þar sem þeim verður snúið við hjá biðstöð við Kron-bygginguna. bað verður bráðabirgðarlausn, þar til við endurskipuleggjum ferðir þarna að loknum helztu bygg- ingaframkvæmdum. Ég var einmitt að athuga að- stæður þarna upp frá i gær. Með mér var fulltrúi gatnamála- stjóra, en þeir hafa i hyggju að gera þarna á næstunni góðar gangbrautir, sem mundu jafn- framt leysa úr mesta vandan- um.” VAR SKYRVEIZLAN ERU HÚSEIGENDUR GEÐVEIKISVOTTUR FULLIR HARÐNESKJU l.oftur Ilanielsson skrifar: ,,Vegna skyrveizlunnar þarna utan viö Alþingishúsið i fyrradag, langar mig að koma þvi á fram- færi, að mér hrýs hugur við við- brögðum yfirvalda. barf það endilega að skoðast sem geðveikisvottur, þótt menn fái einhverjar þær grillur (eða hvað við eigum að kalla hug- myndir sem þykja óvenjulegar) sem fjöldinn ekki skilur almenni- lega eða til hlitar? begar maður frétti, að Helgi Hóseasson hefði verið gert að sæta geðrannsókn eftir tiltækið, komu manni strax i hug aðgerðir stjórnvalda i Ráðstjórnarrikjun- um sem dæma flesta andstæðinga rikisstjórnarinnar (t.d. rithöf- unda, liklega Nóbelskandidata) á geðveikrahæli. — Ef menn eru á möti þjóðkirkjunni hér á landi, á þá að dæma þá til dvalar á geð- veikrahæli? Eða er það geðveikisvottur, þótt menn feti i þær slóðir, sem á undanförnum árum hafa verið troðnar viða um heim, þar sem menn hafa viljað koma mótmæl- um sinum á framfæri? bá mega þeir aldeilis hraða stækkun Kleppsspitalans, ef þeir ætla að troða öllum andstæðing- um rikisstjórnarinnar þar inn. P.s. Mikið dáðist ég annars að hugarró lögreglumannanna, sem létu ekki skyrgéminn hagga kyrr- stöðuuppstillingu sinni fyrr en i fulla hnefana var komið. Og vænt þótti mér um að sjá, hve rösklega þeir gátu gengið til verks, ekki fleiri menn, við að koma sjúklingnum i járn og bera hann burt eins og sundurskorna belju.” EINS OG MYNDIRNAR ÚR BIAFRASTRÍÐINU S.b. hringdi: ,,Manni blöskrar hreint alveg þeir tilburðir, sem sáust i sjón- varpinu, þegar lögreglan tók manninn þarna við Alþingishúsið. Atburðir þeir sem blasa við á fréttamyndum dagblaðanna. betta jafnast alveg á við frétta- myndirnar, sem birtar voru af hrottalegri meðferð stjórnarhers- ins á föngum i Biafra-striðinu. Sennilega hefði ég hrokkið úr axlarliðnum við að vera tekinn upp svona á handleggjunum með hendurnar járnaðar fyrir aftan bak. bað þarf ekki að segja manni, að ekki sé hægt fyrir tvo fil- hrausta lögregluþjóna að leiða burt slikt gamalmenni, sem þarna var að verki — heldur þurfi 4-5 að koma til skjalanna og þjarma að manninum og setja hann i járn. beir hefðu þá mátt sýna sama röskleikann, þegar þeir komu að skemmdarvarginum i Sundlaug- um Vesturbæjar! — Nei, þeir létu hann sleppa!” Hvað eru almannavarnir? ,,Mig hefur lengi langað til að koma fyrirspurn a framfæri við hlutaðeigandi aðila varðandi Al- mannavarnir. Spurningin er: Hvernig á fólk að bregðast við ef merki er gefið um yfirvofandi hættu, þ.e. stutt hljóðmerki i 1 minútu. Ekki þar fyrir að þetta skipti mig svo miklu máli persónulega. Skilyrði fyrir þvi að ég heyri i flautunum eru i fyrsta lagi að allir gluggar séu opnir upp á gátt, i öðru lagi að börnin min þrjú steinþegi öll (sem sjaldan skeður samtimis) og i þriðja lagi að ekki sé i gangi útvarp eða önnur tæki sem gefa frá ser hljóð (ryksuga, hrærivél eða þvottavél) bar sem óliklegt er að þessi skilyrði verði fyrir hendi ef ein- hvern tima þarf að gera aðvart um hættu, þá spyr ég aðeins vegna almenns áhuga og býst ég við að fleirum þætti fróðlegt að fá svar við þessu” Kópavogsbúi. Pétur Andrésson, hringdi: „begar ég las um konuna, sem er i húsnæðisleit, en fær hvergi inni vegna þess að hún er með gaml- an, geltan siamskött, sem húseig- endum stendur einhver stuggur af — þá kom mér i hug sú spurn- ing: ,,Hvers konar ófreskjur eru manneskjurnar að verða eigin- lega?” betta finnst mér nú einum of langt gengið. Að geta ekki unað eldra fólki að hafa einn siamskött sér til upplyftingar i einverunni. Allir vita að svona siamskattar- grey gerir engu kvikindi mein. bessi dýrategund hefur verið gæludýr i gegnum aldir og vart komið út fyrir dyr. bað er ekki hægt að lesa annað úr svona andstöðu við að leigja gamalli konu ibúð eða herbergi, vegna þess að hún er með siams- kött — annað heldur en að það þyki sjálfsagt, að hún fari og láti skjóta greyið. bá geti hún fengið húsnæðið — alveg Guðvelkomið! bað fer blátt áfram hrollur um mig af tilhugsuninni um svona harðneskju, einkanlega ef maður i samhengi hugsar til þess að fólk með börn á i nákvæmlega sömu erfiðleikum með að fá húsnæði, vegna þess að húseigendunum er á sama hátt eitthvað i nöp við börn. Skyldi vera ætlast til þess, að barnafólkið fari út með börnin sin og...Nei! Nei! Ég má ekki hugsa það til enda!” SKEMMDARTRYGGÐIR SÍMASJÁLFSALAR Einn simalaus skrifar: „bar sem ég hef ekki sjálfur sima, hefur mér alltaf fundizt bráðnauðsynlegt, að simasjálf- sölum væri komið fyrir sem við- ast um borgina. bvi hefur mér fundizt um leið blóðugt, að maður skuli ekki eiga kost á svo einfaldri þjónustu, vegna skemmdarvarga sem aldrei geta séð nokkurn hlut i friði. Ekki alls fyrir löngu var ég staddur á biðstofu læknis og sá þá i timariti sagt frá þvi. að i Banda- rikjunum væru hafnar tilraunir með nýjungar á sviði simasjálf- sala. begar ég las lýsinguna á þessum nýju sjálfsölum, sýndist mér þeir vera alveg tilvaldir fyrir okkur, skrælingjana hérna á Is- landi. bessir simasjálfsalar voru nefnilega þannig úr garði gerðir. að það virtist varla hægt að spilla þeim, nema með verkfærum á borð við haka eða járnkarl. bað var enginn hlutur hreyfan- legur i simaklefanum. Ekkert simtól, sem hægt var að slita af. Engin talnaskifa sem snúa mátti af. — bað var bara talað við vegginn, en á bak við hann var hljóðnemanum og magnaranum komið fyrir. Og maður heyrði rödd þess, sem talað var við, koma úr veggnum. I stað skifu voru litlar plötur eða hnappar á veggnum. og á þær ýtti sá, sem vildi velja sér númer að hringja i. bað var ekki einu sinni skrúfa, sem hægt hefði verið að plokka út. bvi miður hef ég ekki timaritið, sem ég gluggaði þarna i á lækna- biðstofunni og get ekki visað til þess. en mér finnst endilega að bæjarsiminn okkar ætti að at- huga, hvort þetta er ekki einmitt fyrir okkur.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.