Vísir - 12.10.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 12.10.1972, Blaðsíða 4
4 "VfSIR Fimmtudagur 12. október 1972. FORD TRANSIT VINSÆLASTUR í BANKARÁNIN Lögreglumönnum i þjónustu Scotland Yard hefur verið til- kynnt að þeir eigi að hafa sér- staka gát á öllum Ford Transit sendiferðabilum i framtiðinni, vegna þess að þeir séu notaðir i 95% allra bankarána i Bretlandi. Sé einhverjum Transit bil stolið er það umsvifalaust sent út og jafnframt er fjöldi bila af sömu gerð stöðvaður til athugunar. Astæðan fyrir þessum vin- sældum Transit bilanna er mest sú, að um 300.000 bilar af þessari gerð eru á vegunum i Bretlandi (og um 600.000 i öllum heiminum) og einnig þykja þeir liprir i snúningum. Og nú er brezka lögreglan farin að fá sér þessa bila lika. Y * BÍLASÝNINGIN í PARÍS Hér gefur að lita hluta af sýningarsvæðinu á 59. alþjóðie'gu bila- sýningunni, sem opnaði dyr sfnar fyrir fólki I Parls á föstudaginn I síðustu viku. BÍLAR UMFERÐ TÆKNI mÍ». * ‘iFgfr_ÍS8& & Æ_ Við flytjum búðina (nokkur hænufet) að Nybýlavegi 8 Frá gömlu búðinni þarf aðeins að fara undir fínu umferðabrúna og smáspöl af Nýbýlaveginum (rennisléttum með nýlagðri olíumöl) að númer 8. Þar höfum við opnað svo stóra sölubúð að við getum sýnt yður allar búðarvörur okkar við góðar aðstæður — og það er meira en við gátum stært okkur af í gömlu búðinni. BYGGINGAVÚRUVERZLUN >1^ KÓPAVOGS /y BYKO NÝBÝLAVEG 8 SÍMI:41000 SKRUM OG ÓNÓG- AR UPPLÝSINGAR Bandarískir bílaframleiðendur á hálum ís með auglýsingar 65% þess sem bila- auglýsendur láta koma fram i auglýsingum sínum og ætlast til að væntanlegir kaupendur trúi, eru annað hvort ónógar upplýsingar eða eru viðkomandi bíl alls óviðkomandi. Þetta kemur fram i skýrslu, sem lögð var fram á landsfundi bandarisku neytendasamtakanna i siðustu viku. Fengu samtökin sérfræðinga til að fjalla um þetta mál fyrir sig og sannreyna inni- hald auglýsinganna. Rannsóknin sem gerð var að til- hlutan verzlunarnefndar rikisins lauk i júli, en var ekki gerð opin- ber fyrr en nú. Sérfræðingarnir tóku fyrir 54 auglýsingaatriði, sem var talið að þyrftu frekari skýringa viö. — I 20 atriðum var innihaldið ófullnægjandi, óviðkomandi og jafnvel i mótsögn við sjálft sig. — I 15 atriðum, þó svo að þau ættu við, þá voru þau samt sem áður ófullnægjandi hvað snerti fullan skilning á texta auglýsing- arinnar. — 1 3 atriðum reyndist aðeins unnt að sannreyna innihald aug- lýsingarinnar i mjög þröngum skilningi. — t 16 auglýsingum reyndist vera um nægar tæknilegar upplýsingar að ræða til sönnunar innihaldi auglýsingar. Samkvæmt bandarisku neytendalöggjöfinni er hægt að refsa fyrirtækjum fyrir að veita rangar upplýsingar i auglýsing- um, en rannsóknarnefndin lagði áherzlu á, að i þessu tilfelli hefði aðeins verið um að ræða að sann- reyna innihald auglýsinganna frá tæknilegu sjónarmiði. Meðal þeirra atriða sem nefndin fjallaði um var: — Staðhæfing Chrysler verk- smiðjanna að snúniiígsfjöðrun yki þægindi, öryggi og auðveldaði akstur. — Staðhæfing General Motors aö framhjóladrif Toronado gerði hann mýkri og þægilegri i akstri. — Einnig frá General Motors að ' Chevelle væri 109 kostum búinn sem gerði það að verkum að hann yrði ekki „gamall fyrir timann.” — Staðhæfing Toyota og General Motors að Corollu og Opel þyrfti aldrei að smyrja. — Staðhæfing Volkswagen að „Super Beetle” þeirra hafi meira farangursrými, endist lengur og stöðvist fljótar. — Og staðhæfing Ford að Pinto þurfi aldrei að bóna, og að hann sé hljóðlátari en margir af dýrustu bilum heims. Það sakar ekki að geta þess, að þessi skýrsla á við um aug- lýsingar bilaframleiðendanna innan Bandarikjanna, en við hér uppi á tslandi erum blessunar- lega lausir við kapphlaup bila- seljendanna, allavega hvað inni- hald auglýsinganna snertir. —jr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.