Vísir - 12.10.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 12.10.1972, Blaðsíða 3
VtSIR Fimmtudagur 12. október 1972. 3 Vigtuðu ekki aflann og því sviptir veiðileyfi i siðustu viku voru 3 bátar frá Ólafsvik, sem stunduðu hörpu- diskveiðar sviftir veiðileyfum sinum. Höfðu bátarnir ekki skilað skýrslum um vigt aflans. Reglur Sjávarútvegsráðu- neytisins eru, að vigta verði aflann á löndunarstaö, en það hafði ekki verið gert. Aflinn var ekki vigtaður fyrr en h'ann hafði verið fluttur til Suðurnesja þar sem hann var verkaöur. Aðeins þessir þrir bátar hafa látið undir höfuð leggjast að vigta aflann á löndunarstað. bar sem skip- stjórar bátanna sögðust ekki hafa fengið tilkynningu þess efnis að vigta ætti aflann á löndunar- stað, var ekki tekið strangt á reglubroti þessu og eru nú allir bátarnir komnir á veiðar aftur. Ekki munu bátarnir hafa misst marga róðra vegna leyfis- sviftingarinnar, þar sem þetta bar uppá helgi og slæmt veður og þess vegna ekki róið. Munu bátarnir aðeins hafa misst einn eða tvo daga, sem þeir hefðu getað notað til veiða. -bM Eru íslenzkir unglingar yngri en annars staðar? Rœtt við Hinrik Bjarnason framkvœmdastjóra Æskulýðsróðs „Starfsemi okkar miðast við að sjá unglingum fyrir skemmtilegu og þroskandi tómstundastarfi,” sagði Hinrik Bjarnason i stuttu viðtali, sem Visir átti við hann i gær. Aðspurður kvað hann erfitt að afmarka hvað teldust vera ung- lingar, en unga fólkið, er notfærði sér þá aðstöðu, sem Æskulýðsráð skapaði þvi, væri helzt á aldrin- um þrettán til sautján ára. Hærri mörkin væru óvenju lág, miðað við það sem gerðist um svipaða starfsemi i nágrannalöndunum. betta taldi Hinrik stafa af þvi, að hér á landi tæki fólk á sig fjár- hagslegar skuldbindingar og festi ráð sitt fyrr en viðast annars staðar. Æskulýðsráð mun brydda á nýjungum og færa út kviarnar i vetrarstarfi sinu að þessu sinni. Staðið hefur verið fyrir ýmsum námskeiðum fyrir unglinga und- anfarin ár og mun svo einnig verða i vetur. Ný námsgrein verður tekin upp og er það kvik- myndun. Leiðbeinandi er Karl Jeppesen, en hann var styrktur af Æskulýðsráði til að fara utan og læra til slikra hluta. Verður hér um mjófilmugerð (8 mm) að ræða. Hinrik kvað skilning rikjandi á þvi hjá ráðamönnum að mennta þyrfti fólk til að starfa að æsku- lýðsmálum. t þvi skyni hafa þrir menn auk Karls verið styrktir til náms á þessu sviði. bessir menn eru Ómar Einarsson, Guðmundur Gunnarsson og Kolbeinn Pálsson. Tveir þeir fyrstnefndu fengu námslán úr borgarsjóði, vegna náms i æskulýðsleiðsögn við lýð- háskólann i Gautaborg, en Kol- beinn ferðastyrk til að fara til Bandarikjanna, þar sem hann kynnti sér hvernig þeim, er verst eru settir i þjóðfélaginu, má veita sem bezta félagslega aðstöðu. Nú i sumar hefur unglingum i Breiðholtshverfi og Langholts- hverfi verið gefinn kostur á að koma saman i þvi, sem nefnt hef- ur verið ,,opið hús” á föstudags- kvöldum, verður þvi haldið áfram i vetur og stefnt að þvi að koma upp slikri aðstöðu sem viðast. LÓ. Á þessu sumri, sem nú er liðið, námu um hundrað og fimmtiu ung menni reiðmennsku á vegum Æskuiýðsráðs i Saltvik. i vetur f.cr mestur hluti starfsemi ráðsins fram innan dyra. Slys í Slippstöðinni Nýtt og betra skoðunarkerfi: Rðntgen leysir manns- augun af hólmi „ilann las 11 doðranta á 19 dögum, — notaði dagana tii að gieypa það allt i sig, — og svo fórum við i allt þetta verklega á kvöldin”, sagði Bob Christian, röntgensérfræðingur frá National Airlines i Miami i Florida, þegar biaðamaður Visis rabbaði við hann suður i flugskýli 4 á Reykjavikurflug- velli i gærdag. bar var hann að hef jast handa ásamt nemanda sinum, Marvin Friðrikssyni, nýútskrifuðum röntgensérfræðingi með ágætan vitnisburð, við að röntgen- mynda Sólfaxa, aðra Boeing 727 þotu félagsins. bróunin i allri tækni við við- hald og skoðun flugvélanna fleygir ört fram, ,,þó sennilega aldrei eins hratt og á allra siðustu árum og mánuðum”, sagði örn O. Johnsson, forstjóri Flugfélags lslands, þegar hann kynnti þá nýju tækni, sem félagið tekur nú upp, fyrir flug- virkjum og flugliðum félagsins i gær. Félagið hefur ákveðið að taka upp skoðanakerfi National Airlines, sem talið er braut- ryðjandi og langfremst allra félaga i skoðun Boeing 727 þotanna, en félagiö á 40 slikar vélar. Röntgenskoðun og örbylgju- tækni er hluti hinnar nýju tækni og verða tæki keypt frá Banda- rikjunum i þessu skyni. Með tækjum þessum er hægt að skoða án verulegs rasks slitfleti vélanna og átakshluti.Klæöningu i farþegarými þarf t.d. ekki að fjarlægja lengur, en þaö var mikið verk. bað heyrir þvi liðinni tið til að „slátra” vélun- um gjörsamlega, en oft lágu þær i þúsund pörtum mánuðum saman i stórskoðunum. Orn O. Johnsson lagöi áherzlu á það við flugvirkjana, að ótti um að þessi nýju vinnubrögð mundu auka enn á atvinnuleysið i stétt þeirra, væri ástæðulaus. Miklu fremur mundi atvinna við flugvirkjun hjá félaginu aukast. Erlendis hefur ýmis vinna verið unnin undanfarin ár við skoöanir og viðhald á ýmsum hlutum vélanna. En stefnt er að þvi að taka nú sem mest af þeirri vinnu heim. Hins vegar mun vinna við skoöanir verða minni, enda spara hin nýju rönt- gentæki og örbylgjutækin stór- kostlegan tima, auk þess sem þau eru mun öruggari og skapa almennum flugfarþega enn meira öryggi en verið hefur, og hefur þó verið vandað mjög til . þeirrar hliðar hjá islenzku flug- félögunum. Tveir af yfirmönnum tækni- deildar National Airlines, þeir William Shell, yfirskoðunar- maður og Carl Shugars unnu við það i gær að kynna nýja skoðunarkerfið og munu starfa með flugvirkjum fram að helgi. Kvaðst Shell aldrei fyrr hafa hitt svo samvalinn hóp og flug- virkja Ft, en hann hefur fariö viða um heim sömu erinda- gjörða. Eitt af fyrstu verkum Shell hér var að afhenda yfir- skoðunarmanni Flugfélags Islands, Jóni N. Pálssyni, próf- skjöl Marvins Friðrikssonar, — og vitaskuld var náms- árangurinn með miklum ágæt- um, enda þótt hratt hafi orðið að fara i námið, eins og fyrr er getið. — JBP— ENN BROTIST SUNDLAUGAR bað er viðar brotizt inn i sund- laugar en aðeins i Reykjavik. t morgun, þegar starfsfólk sund- laugarinnar á Akureyri kom til starfa, kom i Ijós, að þar hafði óboðinn gestur haft viðkomu i nótt. Sá hafði þó ekki komið sömu erinda og skemmdar- INNÍ vargurinn i laugunum i Reykja- vik. i stað þess að svala skemmdarfýsn var þessi i leit að verðmætum. Ilann hafði upp Ur krafsinu 200 króna skiptimynd, 300 krónur úr peningaveski, sem var i geymslu, og 3 armbandsúr, sem voru i óskilamunageymslu. — GP Skólahljómsveit fer í póskareisu um Norðurlcnd Skólahljómsveit Kópavogs, sem skemmt hefur flestum lands- mönnum mcö blæstri og hljöðfæraslætti, hefur i nógu að snúast þessa dagana. Undirbúningur utanlandsferðar stendur sem hæst og er hafinn fyrir þó nokkuð löngu siðan. bað stendur til að hljómsveitin haldi til Noregs, Finnlands, Svíþjóðar og Danmerkur og jafnvel til Færeyja i páskafríinu og skemmti þar nágrönnum okkar. Hljómsveitin hefur leikið á landsleikjum, á sjómannadaginn og hefur haldið tónleika til þess að afla sér fjár til ferðarinnar, og þegar er kominn visir að sjóði. 1 hljómsveitinni eru nú 50 manns úr skólunum i Kópavogi og rikir geysilegur áhugi á ferömni. Reyndar eru meðlimir ekki alls ókunnir útlandinu, þvi fyrir tveimur árum siðan var farin ferð til Noregs, og þá ferð fóru nokkrir núverandi meðlimir. Eitt af þvi sem hljómsveitin hyggst gera fyrir þessa ferð er að halda hlutaveltu og má jafnvel búastviðhenniánæstunni. -EA. Maður slasaðist i Slippstöðinni á Akureyri i gærmorgun, þegar hann féll niður af 2ja metra hárri undirstöðu skips, sem er í smiðum i slippnum. Kom maður- inn nokkuð hart niður og meiddist á höfði, hendi og mjöðm. Varð að flytja hann til læknis á sjúkrahúsinu á Akureyri, en meiðsli hans voru þó ekki talin hættuleg. — GP NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ VELJA BORÐSTOFUHÚSGÖGNIN r>e» » l í8 Slml-22900 Laugaveg 26

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.