Vísir - 19.10.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 19.10.1972, Blaðsíða 2
2 Visir Fimmtudagur 19. október. 1972 visrcm Teljiö þér að of margar nefndir starfi hér? Stcfán Ilöróur (irímsson, rit- höfundur. Jd, ég lel aft til sé mjög mikill fjöldi nel'nda, sem eru óþaríar. Kg hef nú reyndar ekki kynnt mér þetla mál nægilega vel, en ég held aft þær séu ol' margar. (iuömundur I’ctursson, liig- fræöincmi. Kg geri ráö fyrir aö þa'r séu allt ol' margar. Kg tel, aö þaö mætti l'ækka þeim verulega. Kltir þvi, sem ég hel' komi/.t næst, er óhcmju neíndalargan til hér. Danicl Dórhallsson. I>aö má guö vita. Kg er alllal' aö heyra talaö um. aö nel'ndirnar séu allt ol' margar Sennilega mætti lækka þeim eitthvaö. Ilermann llcrmamisson. sund- hallarforstjóri. Já. ég veit ekki. Kf þ;er eru launaöar. held ég aö þær séu of margar. Menn eiga aö vinna svona nel'ndarstörl' sem amatörar, ólaunaö. Jón (■uömundsson. yfirlögrcglu- þjónn.Kg veit ekki neitt um þaö. hvort nel'ndirnar eru ol' margar. l>aö getur vel veriö aö þa>r mættu vera færri. Sjalfsagt má fella þær. eitthvaö saman. Kriörik Adolfsson. bankastarfs- maöur. Allt of margar. Alþingi byrjar alltaf á að skipa i nefndir. Hver nefndin á fætur annarri skýtur upp kollinum. Þaö ætti að fækka nefndunum stórlega. t>að verður að koma þessum nefndar- málum betur fyrir. Þeir bero höfuð og herðar yfir aðra! Rœtt við 3 menn um tvo metra ó hœð t»egar mcnn eru komnir yf'ir tvo metra á hæð er óhætt að segja, aó þeir heri höfuö og heröar yfir flesta aðra. t»aö er ekki mjög al- gengt, aö menn séu svo háir, en þó eru þeir nokkrir til á islandi, sem eru um tvo metra á hæö. <)g þaö er augljóst, aö maimkyniö viröist l'ara hækkandi ef'tir þvi sem árin liöa. 99% möguleikar eru sagðir á þvi, aö barn verði stærri en for- eldrarnir, og áður fyrr þótti maður, sem var 1,80 m á hæð, mjög hávaxinn. Nú kippum við okkur ekki upp við það, þó við sjáum mann, sem er 1.90 m á hæð, enda er það ekki óalgengt. t>eir sem eru hæstir geta notað sér stærðina á margan hátt, og það er ekki amalegt að hafa mjög hávaxinn mann i körfuboltaliði. Þeir þrir hávöxnu menn, sem viö höföum samband við, hafa lika allir tekið þátt i iþróttum að meira eða minna leyti. ,,Mer hefur verið sama um stærðina”, segir Sigurður Helga- son húsgagnabólstrari, sem er 2,10 m á hæð. „Fatnaðurinn hefur skapað mesta vandamálið, og hann verð ég að fá úr ýmsum heimsálfum eða þá að láta sauma á mig. En ég fæ engin föt, sem hæfa mér, hérna á tslandi. Þó er ég heppinn hvað viðkemur skó- tauinu, þvi að ég féll alveg inn i þá stærð, sem hægt er að fá i Bandarikjunum. Kg varð þó að láta smiða á mig sérstaka skó hér áður fyrr, og þá var ekkert tækifæri til þess að velja úr einhverjum „moderne” skóm, heldur varð ég aðeins að láta það nægja, sem hægt var að fá. Kg van einu sinni eftir þvi að haí'a gengið inn i verzlun og fengið á mig hæfilega stóran frakka. Það var i Hollandi og það er liklega vegna þess hve Hol- lendingar eru stórir. Reyndar þurfti að sikka ermarnar aðeins”. Kkki kvaðsi Sigurður vilja nefna númerið á skótauinu sem hann notar, en hvernig skyldi það vera að sitja i kvikmyndahúsum eða leikhúsum. þar sem þröngt er milli sæta? „Við erum yfirleitt á ákveðnum stöðum i bióum og leikhúsum, en ef við fáum ekki ákveðið sæti, nú þá sitjum viðbara með hnén uppi við höku!” Hvað bifreiðir snertir þá átti ég einu sinni litinn Renault, og ég lét ekki hreyfa við sætinu eða öðru til þess að komast betur fyrir. Kg hef þó látið gera það nú i nú- verandi bifreið, en maður varð að láta hitt nægja sér áður, þvi ég átti ekki fyrir Cadillac, og á ekki enn! ” —Menn, sem eru svo hávaxnir, þurfa að borða meira, er ekki svo? „Ja, ég man eftir þvi, þegar ég var á sild, þá var með mér maður, sem var 1.70 m á hæð og átti að vera frægur fyrir að borða mjögmikið i togaraflotanum. Við borðuðum ósköp svipað. En stærðin er ekki orðin vandamál á við það, sem áður var. Nú er hægt að breyta litlum og stórum og feitum og mjóum, ef nógu snemma er farið til læknis”. Matthias Matthiasson er 1,99 m á hæð, og hann stundaði iþróttirn- ar hér áður fyrr, þó hann geri það reyndar ekki svo mikið núna. „Maður gerir sér ekki grein fyrir þvi jákvæða við stærðina, en af þvi neikvæða má nefna það, hve þröngt er á milli sæta i bióum og i einstaka flugvélategundum. Einnig er þröngt að standa i strætisvögnum, það er satt að segja alveg útilokað. I flug- vélunum reynir flugfreyjan að setja niður sætið fyrir framan, ef ekki situr einhver i þvi, en ef ekkert er hægt að gera, þá bitur maður bara á jaxlinn og biður lendingar. Bilarnir eru lika þröngir, og þeir nyjustu eru alltaf að verða lægri og þrengri. Kg verð til dæmis að hafa sætið frekar aftar- lega og mér er næstum ómögu- legt aö setjast með hatt inn i suma bilana. En svo má nefna það, að ég hef aldrei lent i slags- málurn frá þvi ég var 12 ára gamall, og maður sér mjög vel, ef horft er á eitthvað. Yfirleitt er álitið, að hávöxnum mönnum gangi betur i lifinu en öðrum, en ég veit ekki hvað til er i þvi. Kg geri mér til dæmis ekki grein fyrir þvi, bvort mér gengur betur i minu starfi vegna þess, ég held það sé meira persónan, sem máli skiptir.” —Hvað um fatnað og skótau? „Kg get ekki keypt á mig föt hér, en hef keypt þau i New York. Þaö er þó kannski ekki svo mikið atriði, en það er verra með skyrt- urnar og skóna. Kg hef ekki keypt skó hér heima siðan 1957. Kg neyddist að visu til þess einu sinni að kaupa skó, sem voru of litlir, en það þýddi bara hælsæri”. „Mestu erfiðleikarnir eru með skóna”, sagði Jóhann Svarf- dælingur. Guðmundur Þorsteinsson er tveir metrar á hæð. og keppti með körfuboltaliði áður fyrr. „Kg er mjög ánægður með að vera svona stór”, segir hann. „Annars er það neikvætt að vaxtarhraðinn nú seinustu árin hefur farið fram úr skilningi fataframleiðenda, bilfram- leiðenda og forstjóra kvik- myndahúsanna. Það hefur þó aðeins skánað með nýrri kvik- myndahúsin”. Fatnaðurinn er sama vanda- mál hans og hinna. „Maður á ekki kost á þvi að ganga i verzlanir og kaupa sér föt, en verður að fara eftir krókaleiðum, sem auðvitað er fyrirhöfn, og ekki er völ á jafn- miklu úrvali. Fataframleiðendur ættu sérstaklega að koma til móts við þá hávöxnu. „Kg er þó ekki svo óheppinn að fá ekki á mig skó, ég er svo voða- lega fótnettur! Agætt er að ferðast i strætisvögnum, þvi þeir hafa hækkað, en það getur verið anzi óþægilegt að ferðast með flugvélum, þó það hafi ekki bakað mér nein sérstök óþægindi. En þróunin i bilum er öfug við það, sem hún ætti að vera. Það er helzt gamli, góði Fólksvagninn sem er rúmgóður. En það getur verið gott að vera stór, það er til dæmis ágætt, þegar maður er að mála, þá þarf maður ekki neinar tröppur, og ég er bara eins og ég segi mjög ánægður með að vera svona stór”. Það má svo bæta þvi við, að eftir þvi sem Sigurður Helgason tjáði okkur, eru til samtök hávax- inna manna i Kaupmannahöfn og er félagsmerki þeirra gíraffi. Sigurður hefur haft i huga að fá send hingað plögg um starfsemi samtakanna og gæti það jafnvel orðið til þess, að hávaxnir menn á fslandi gætu stofnað slik sam- tök, sem jafnvel gætu auðveldað þeim útvegun fatnaðar eða annars, sem ekki er auðvelt að fá á menn fyrir ofan meðallag hér- lendis. —EA Yaudainál allra þriggja cr fatnaðurinn og svo skórnir. Frá vinstri (iuömiindur Þorslcinsson, Signröur Hclgason og Matthias Matthiasson LESENDUR HAFA ORÐIÐ r Osanngjarnt að „augnayndin" ein fái ferðalögin X og C' skrifa: „Þrátt fvrir að skrif bréf- ritarans i þætti ykkar 13. okt. ættu að mæla bót fegurðarsam- keppnum. speglaðist þó greini- lega einmitt þar eitt aðalsjónar- mið þeirra. sem hafa andstyggð á þvi fyrirbæri. Bréfritarinn leggur þar út af þvi m.a., að einungis þær stúlkur. sem sigra i slikum samkeppnum. eigi kost utanferða. Hvernig standa þá þær stúlkur, sem hafa ekki likamleg skilyrði til að taka þátt i slikum keppnum? — Fá þær að sitja heima? Eftir þvi að dæma kemst engin stúlka áfram. nema á fegurðinni. Við vildum miklu frekar vinna hörðum höndum fyrir okkar utan- landsferðum — og hafa þá fylli- lega unnið til þeirra. Svo viljum við slá ögn á þann róg. að það liggi einungis öfund á bak við andúð fólks á þessum feg- urðarsamkeppnum. Ef það er einhver ástæða til öfundar. þá er það helzt i garð þeirra. sem gæddar eru góðum eða framúr- skarandi gáfum. en hinar aumkar maður. sem eru galtóm kyntákn og taumlaust sjálfsálit. Við þökkum svo sérlega fyrir skemmtilega mynd. sem birtist með bréfinu og sýndi fallegt og uppstillt kúastóð”. Af tilcfni þcssa bréfs, sem við geröum undantckningu á að birta — þótt við fengjum ckki nöfn bréfritara — þá viljum við taka það fram, að slikt gerum við yfir- leitt alls ckki. Það þvkir ævinlega bera vott um það, að ckki þvki bréfriturum sjálfum crindi sin merkileg. ef þcir vilja ckki láta nöfn sin vera bendluö við þau. En sumir ei*u svo hlédrægir, að þeir geta ekki einu sinni spurt um. hvaö klukkan sé, nema undir dulnefni. Þeim til þægðar látum við það eftir þeim. en þó ekki nema að vita sjálfir, frá hverjum bréfið er. Hvítvínsdrykkja á Hressó Jón I. Arnason skrifar: „Þær eru frekar daufar við að lita eftir gestum Hressingar- skálans, stúlkurnar sem vinna þar i grillinu. Kg rak þarna inn nefið um daginn og fékk mér hamborgara, sem ekki er i frásögur færandi. Hins vegar fékk ég litinn matfrið fyrir drukknum unglingum. sem fylltu staðinn. Vildu þeir endilega veita mér hvitvin af rausn sinni og urðu illir, þegar ég afþakkaði. Höfðu þeir flösku á borðinu hjá sér án þess að við væri amazt og skemmtu sér við að senda gestum tóninn. Mér finnst algjör óþarfi að láta slikt liðast, fyrir utan það. að ekki er leyfilegt að neyta þarna áfengis. Það virðist tiðkast mjög á sumum kaffihúsum borgar- innar, að gestir sitji þar að sumbli. Einna haröastir i þessu eru framhaldsskólanemendur og þarf þvi enginn að undrast kröfur þeirra um hærri styrki".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.