Vísir - 19.10.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 19.10.1972, Blaðsíða 6
6 Vísir Kimmtudagur 1!). október. 1972 vísm Útgefandi: Keykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn K. Eyjólfsson Kitstjóri: Jónas Kristjánsson F'réttastjóri: Jón Birgir Fétursson Kitstjórnarfulltrúi: Valdimar H Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 22. Simar 11660 Ktifill Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Siini 8661 1 Kitstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 <7 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Cegnsœir sökudólgar Samkvæmt upplýsingum forsætisráðherra má búast við þvi, að sjávarafli verði 7-8% minni i ár en hann var i fyrra. Þar á móti kemur, einnig sam- kvæmt upplýsingum ráðherrans, að útflutningsverð sjávarafurða hækkar um sama hlutfall eða 7-8%. Þegar tekið er tillit til birgðabreytinga, er heildar- niðurstaðan sú, að söluverðmæti sjávarútvegsins er hærra á þessu ári en i fyrra. Allt þetta kom fram i hásætisræðu forsætisráðherra á þriðjudaginn. Það er þvi meira en skritið, að ráðherrann skyldi skömmu siðar i ræðu sinni halda þvi fram, að önnur aðalorsök vandræðanna i efnahagsmálunum væri ,,stórkostlegur aflabrestur”. Fyrir nokkrum árum, þegar viðreisnarstjórnin var við völd, þótti honum ekki mikið, þegar útflutningstekjur sjávar- útvegsins minnkuðu skyndilega um helming. Nú er það stórkostlegur aflabrestur, sem veldur vand- ræðunum, þótt tekjur sjávarútvegsins séu meiri i ár en i fyrra. Hvernig er hægt að kalla 7-8% samdrátt ,,stór- kostlegan aflabrest”, þegar verðmæti aflans hækk- ar jafnframt um 7-8%? En forsætisráðherra virðist meina þetta i fullri alvöru, og dagblaðið Timinn leggur sérstaka áherzlu á þetta atriði i leiðara i gær. Kenningin um hinn stórkostlega aflabrest er svo þunn og vonleysisleg, að það er varla hægt að kalla hana óheiðarlega. Rikisstjórnin gat áreiðan- lega fært sér eitthvað haldbetra til afsökunar. Hin orsök ófaranna i efnahagsmálum er ,,til- kostnaðarhækkun af völdum gengisbreytinga er- lendis” að sögn forsætisráðherra. Þar á hann við þá 8% dulbúnu gengislækkun krónunnar, sem fólst i þvi, að hún fylgdi Bandarikjadollar, meðan myntir Vestur-Evrópu hækkuðu i verði. Þessi gengislækk- un hefur vitanlega aukið útflutningstekjur atvinnu- veganna og bætt aðstöðu þeirra til að mæta innlend- um kostnaðarhækkunum. Hún er ekki orsök ófar- anna, heldur hefur hún þvert á móti dregið litillega úr áhrifum þeirra. Svo merkileg eru talin þessi atriði úr ræðu for- sætisráðherra, aö leiðari Timans um ræðuna fjallar eingöngu um þau. Aflabresturinn og erlendi til- kostnaðurinn eru þar feitletraðir til áherzlu. Það er ekki auðvelt að átta sig á þessu. Atriðin eru svo fráleit, aö enginn reyndur stjórnmálamaður mundi reyna að blekkja með þeim. Og forsætisráðherra er ekki trúandi til þess. Liklega er hér um að ræða ein- hvern kjánaskap af hálfu þess, sem safnað hefur saman upplýsingum fyrir ráðherrann vegna ræð- unnar. Og þessi kjánaskapur nægir siðan sem hald- reipi fyrir Timann, sem ekki er góðu vanur. Kaupfélag Eyfirðinga hefur sagt um efnahags- ástandið, að ,,syrt hafi i álinn”, „holskefla kostn- aðarhækkana riði yfir” og að „Hrunadansi kostnaðarverðbólgu eigi að mæta með taprekstri fyrirtækja”. Efnahagssérfræðingur Alþýðubanda- lagsins segir um sama ástand, að atvinnuvegirnir ,,séu ýmist reknir með tapi... eða án gróða”, ,,fjár- festingarsjóðirnir séu tómir” og ,,bruðlið sé að sliga þjóðfélagið og skapa vitahring jafnvægisleysis.” Þessi ófögru orð lýsa heimatilbúnu ástandi, sem stafar af verðbólgunni, er rikisstjórnin kom af stað fyrir ári með léttlyndi sinu i fjármálum. Þetta létt- lyndi er nú að drepa sjávarútveginn, aðra atvinnu vegi og skattgreiðendur, án þess þó að rikið sé ná- lægt þvi að ná endum saman. Ástandið stafar ekki af aflabrögðum og gengislækkunum ársins. Flugmanninn skorti þjálfun Rannsókn vegna flugslyssins við ísbúðina llllllllllll l'Uit'maöui'inii á F-86 |>otumii, soni rakst á isbúðina i Sacra- inciito i Kalitorniu, virftist ekki liaía hlotift næj>ilcga þjálfun i nieðferð slikra flugvéla, enda hafi liaiin ncilað frekari tilsögn. I’etta kom Iram i vitnaleiðsí- ii in vcgna rannsóknar, sem National Transportation Safety Board (iiryggisráð flutninga- lækja) hclur gcngi/.t lyrir eftir slysið. Joseph Patrick, fyrrum flug- maður i flughernum, hafði veitt Richard Bingham, flugmanni þotunnar, tilsögn i notkun hennar, og var hann kallaður fyrir ráðið til þess að gefa skýrslu. ,,Ef ég hefði einhverju ráðið um það, hver hefði flogið vélinni, þá hefði ég aldrei látið þennan herramann koma nærri henni,” sagði leiðbeinandinn, þegar hann kom fyrir ráðið i fyrradag. „En ég var ekki spurður ráða, og það eru engar reglur til, sem gátu komið i veg fyrir, að hann fengi að fljúga þotunni,” hélt hann áfram. 22 fónist i fsbiíðiiini — þar á meðal nokkur börn — 26 slösuðust. Brakið af F-86 þotunni fyrir utan isbúðina. Umsjón: Guðmundur Pétursson Eins og menn muna, var Bing- ham að hefja fluglak á einni braut flugvallarins við Sacramento þann 24. sept. sl., þegar vélin skellti sér aftur niður á brautina og rann beint yfir götu, þar sem hún rakst á isbúð fulla af fólki.— 22 biðu bana og 26 særðust. Bingham átti aðeins eina 40 minútna flugferð að baki i F-86 þotunni, en hana fór hann i júni. Þá hætti hann við frekari æfingar, „vegna þess að hann vildi ekki eyða meiri tima i þetta,” sagði Patrick. Patrick sagðist sjálfur hafa 600 tima reynslu i flugi véla af gerð, en hann hefur að undan- förnu starfað sem leiðbeinandi hjá Spectrum-flugfélaginu, þar sem Bingham var framkvæmda- stjóri. „Hann er maður óþolinmóður að eðlisfari. Einn þeirra, sem vill ijúka hlutunum af á eins skömm- um tima og af verður komizt með — rétt aðeins til að fullnægja kröfum loftferðaeftirlitsins. — Nei, mér fannst þetta engan veg- inn nægileg þjálfun fyrir hann.” sagði Patrick i yfirheyrslunum. öryggisráðið yfirheyrði enn- fremur annan starfsmann Spectrum-flugfélagsins, fyrrver- andi yfirflugmann þess — Michael Jose — en hann lagði fram skriflega yfirlýsingu, þar sem hann gagnrýndi harðlega framkvæmdastjórn Binghams á Spectrum-flugfélaginu. Enn fremur áleit hann af og frá, að Bingham hefði verið nógu reynd- ur til að fljúga F-86 vélinni. „1 minum augum,” sagði Jose i yfirlýsingunni, ,,þá var þetta eng- in spurning um, hvort yrði slys, heldur aðeins hvar og hvenær.” Hann viðurkenndi þó i yfir- lýsingu sinni, að honum hefði ver- ið sagt upp störfum af Bingham eftir þrætu, sem spratt upp milli hans og Bingham út af þvi, hvernig Bingham fór með mál flugfélagsins. Bingham mætti einnig til yfir- heyrslu fyrir ráðinu og sat fyrir þvi i eina og hálfa klukkustund i hjólastól sinum með hægri hönd og fót enn i gifsi eftir slysið. Hann skýrði frá flugtakinu og svo hrapinu, en spurður af Gerald Bruggink, fulltrúa öryggisráðsins, sagði hann, að fyrri flugtök sin með þessari endurbyggðu her- þotu hefðu verið á 10.000 feta langri flugbraut i Oakland. „Varstu á nokkurn hátt tauga- óstyrkur vegna þess?” spurði Bruggink og hafði i huga, að flugbrautin i Sacramento var að- eins 5000 feta löng. „Alls ekki,” sagði Bingham. „Er möguleiki á þvi, að þú hafir tekið vélina of fljótt á loft, vegna þess að flugbrautin var svona miklu styttri?” spurði Bruggink. En Bingham þvertók fyrir það. Rússnesk gyðingahjón greiddu 5,5 milljón króna „lausnargjald „Sové/kii' gyðingar með æðri inenntuii greiða uin 2 til 3 miiljón iiibliir i hverjum mánuði til þess að flytja úr Káðstjórnarríkjun- um”, liefur AP-fréttastofan eftir þvi. sem liún telur áreiðanlegar licimildir i Moskvu. Lögin. sem sett voru með leynd 3. ágúst siðastliðinn — um að útflytjendur vrðu að endurgreiða rikinu menntunarkostnað þeirra hafa aðeins að litlu leyti stemmt stigu við landílótta fólks af gvðingaættum. i fyrstu eftir lagasetninguna neituðu margir útflytjenda að greiða þessi gjöld til þess að fá leyli til að flytjast alfari út. en eítir að i Ijós. kom. að ntargir gyðingar voru fúsir til. þá hefur skriður komizt á landflóttann aftur — i lok sept. sl. höfðu 22 þúsund sovézkir gyðingar yfir- gefið Ráðstjórnarrikin og flutzt til tsrael á þessu ári. Hæsta gjald. sem frétzt hefur af. að hjón hafi orðið að greiða. áður en þau fengu fararleyfi. nam 53.000 rúblum. en samkvæmt gengisskráningu rússneskra yfir- valda er það um 5.5 milljónir islenzkra króna. Konan var sál- lræðingur og maðurinn læknir. Sá kvittur hefur komizt á kreik, að yfirvöldin hyggist endurskoða þennan skatt, en það hefur verið borið til baka af þeim. sem bezt þekkja til. Á hinn bóginn segja gvðingar. sem sótt hafa um vega- bréf. að þeim hafi verið bent á að sa'kja heldur um vegabréfin eftir fáeinar vikur. Ljóst þykir, að þessi skattur, sem sumir hafa nefnt „lausnar- gjald". hefur aftrað mörgum menntamönnum af gyðinga- ættum frá þvi að flytjast úr landi, vegna þess að þeim hefur ekki tekizt að afla nægilegs fjár. Engum dylst heldur lengur, að þessi skattur er einungis lagður á gyðinga. þvi menn þekkja fjölda dæma um að fólki. sem ekki var gyðingaættar. en ætlaði að setjast að erlendis. var bent á að sækja um vegabréf til að heimsækja ættingja sina i viðkomandi landi. og jafnlramt var athygli fólksins vakin á þvi. að þegar það væri þangað koniið. mundu rússnesku sendiráðin i viðkomandi löndum hiklaust láta það fá vegabréf til langvarandi dvalar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.