Vísir - 26.10.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 26.10.1972, Blaðsíða 3
Vi'sir Fimmtudagur 26. október 1972. 3 Pípureykingar kvenna orðnar algengar HAUSTKVEF EÐA VEIRUSJÚKDÓMUR? Tóbakssala eykst Það er áreiðanlega óhætt að segja að pipureykingar kvenna eru nú orðnar mikið tizkufyrir- brigði, sagði okkur einn af tóbakssölunum i borginni. Hann sagði, að i fyrstu eftir siðustu tóbakshækkun hefðu pipureyk- ingar aukizt en nú væru þær meira tizka, og „svo finnst sum- um það sýna meira jafnrétti.” En pipureykingar kvenna hafa aukizt mjög mikið. En þrátt fyrir hækkanir og annað eykst tóbakssalan. Tóbakssala i Reykjavik 1971 fyrir mánuðina júli, ágúst, september 154.215.511 en fyrir sama tima 1972 208.845.034. Tóbakssala virðist þó mjög stöðug allt árið þó að um jólin og hátiðarnar sé keypt meira en venjulega, þegar t.d. mörg fyrirtæki hafa þá venju að gefa starfsmönnum sinum vindla- kassa eða annað. í landhelgissjóðinn hafa nú safnazt um 19 milljónir króna. Hafa framlög streymt i sjóðinn að undanförnu og nú er verið að senda út söfnunarlista til opin- berra starfsmanna. Allt fé sem safnast i sjóðinn, rennur til kaupa eða smiði á nýju varðskipi. Meðal þeirra framlaga, sem borizt hafa að undanförnu má nefna að öldruð hjón i Reykjavik gáfu 100.000 krónur. Sömu upp- hæð gáfu Fjórðungssamband Norðlendinga og BSRB. bá gáfu þeir Kristinn Sveinsson og Gisli Tóbakssalan virðist þó minnka ákaflega við hverja verðhækkun og einnig eftir hverja herferð sem farin er gegn reykingum. Að undanskildum okkur Reykvikingum virðast Akur- eyringar og þeir fyrir norðan hafa verið iðnir við reykingarn- ar. Fyrir júli, ágúst og septem- ber 1971 nam salan 22.659,991.00 en fyrir sama tima á þessu ári 31.297.858,00. Annars staðar á útsölustöðum landsins, sem alls eru sex að tölu hefur sala hækk- að um 2-4 milljónir. Eftir þeim upplýsingum, sem við fengum hjá tóbaksverzlun- um ber ekki meira á táningum i verzlunum nú en áður, og ekki var hægt að segja annað en að karlmenn og konur stæðu jöfn að þessu leyti. Albertsson, verkamaður, báðir i Reykjavik, 50 þúsund krónur hvor. Steingrimur Samúelsson i Búðardal, sem kominn er hátt á niræðisaldur gaf 29 þúsund ásamt konu sinni og þannig mætti halda áfram að telja. Breti nokkur sendi 500 krónur i sjóðinn. Jón Asgeirsson, framkvæmda- stjóri landssöfnunarinnar, sagði i samtali við Visi, að haldið væri fast við fyrri ákvörðun að taka ekki við gjöfum, sem skilyrði fylgdu. I útvarpinu hefur söfnun- arlisti verið i gangi, þar er menn A ýmsum vinnustöðum hefur fólk ekki komið til vinnu vegna hafa lýst þvi yfir að þeir gæfu 1.000 krónur, þegar fyrsti land- helgisbrjóturinn yrði handtekinn. A þennan lista höfðu 28 manns skráð sig, en siðan hafa sjö óskað eftir að nöfn þeirra verði strikuð út af þessum lista. Ekki hefur verið ákveðið hvort heldur verði keypt skip til efling- ar landhelgisgæzlunni eða nýtt smiðað. Ef ráðizt verður i ný- smiði tekur undirbúningur langan tima, mun lengri en smiðatiman- um nemur. —SG kvefpestar, scm virðist vera að ganga i bænum. Ekki virðist þó vera um neina inflúensu að ræða, að þvi er Jón Sigurðsson tjáði blaðinu. „Okkur er ekki kunnugt um að flensa sé að ganga i bænum, en við höldum að einhver veirusjúk- dómur hafi stungið sér niður, sem ekki er kannaður til fulls. Fleira en eitt gæti þó komið til greina, en þetta er kvilli sem við kunnum ekki skil á . Þessu hefur fylgt kvef og jafn- vel verkir i brjóstkassa, og við höfum heyrt um dæmi á við og dreif um bæinn þó að þau séu ekki mörg. En óskaplega erfitt er að rannsaka veirur, og það má jafn- vel segja að þetta sé haust- kvefið”. 50.000 snjódekk, 5.000.000 ísnaglar Nú þegar vetur konungur er áþreifanlega búinn að láta vita af nærveru sinni, rjúka menn upp til handa og fóta við að væða bifreið- ar sinar snjódekkjum. Allar hjól- barðavinnustöðvar urðu yfirfull- ar daginn sem fyrsti snjór kom úr lofti, og eru raunar enn. Liklega verða nálægt fimmtiu þúsund snjódekk sett undir islenzka bila nú i vetur og i þau verða negldir nálægt fimm milljónum isnagla. — LÓ. t>að er nóg að gera hjá honum þcssum, þó að hann hafi gefið sér tima til að setja upp sparisvipinn smá stund fyrir Bjarnleif ljós- myndara. lfann er eins og sjá má að ncgla isnagla i dekk, en hann og slarfsbræður hans þurfa lik- lega að negla nálægt fimm milljón sinnum áður en þessi vetur er úti. —EA 19 MILLJÓNIR HAFA SAFNAZT Framkvœmdanefnd byggingaóœtlunar svarar húseigendum MOTMÆLIR SKRIFUM UM FYRSTU BREIÐHOLTSHUSIN Hvetur húseigendurna til að annast sjólfir viðhald húsa sinna og lóða Vegna skrifa i blaði yðar dag eftir dag um ýmsa „galla” sem eiga að vera á fyrstu 260 ibúðum sem F.B. byggði á árunum 1967 og 1968, er rétt að benda á nokkrar staðreyndir i þessu máli. Samkvæmt afsali sem hver ibúðarkaupandi hefur skrifað undir stendur: „Kaupandi hefur kynntsérástand eignarhlutans og sætt sig við að öllu leyti.”Er það að sjálfsögðu fráleitt að koma nú eftir fjögur ár og óska eftir grundvallarbreytingum á gerð húsanna, þar á meðal að uppfylla auknar kröfur um eldvarnir i húsum þeirra eða breyta lóðum. Um það leyti sem ábyrgðarári verktaka var að ljúka eða nánast 2.12 1969 var gert svofellt sam- komulag: „Fjölbýlishús, 1. áfangi. Viðgerðir: Framkvæmdanefnd byggingar- áætlunar lætur fara fram loka- yfirferð i blokkunum þar sem ábyrgðarári verktaka er nú um það bil að ljúka. Akveðið er að eftirtalin atriði verði lagfærð þar sem gallar hafa komið fram, enda stafi þeir ekki af óeðlilegri umgengni eða viðhaldsskorti. Einstakir gallar, aðrir en þeir sem taldir eru upp hér á eftir, verða teknir til athugunar og lag- færðir eftir þvi sem tilefni gefst til. Verkinu verður hraðað eftir þvi sem veður og aðstæður leyfa. Formanni hvers húsfélags verður gefinn kostur á að fylgjast með lagfæringum og haft verður samráð við hann um meðferð ágreiningsefna.” Siðan eru 8 greinar og nánar sundurgreint hvað eigi að fara yfir. Undir þetta samkomulag skrifa nefndarmenn F-. B. ásamt formönnum fjölbýlishúsanna. Þetta er bókað i gerðarbók F. B. um samkomulagið: „Fundur nr. 38, 2. des. 1969. Fulltrúar húsféiagana i 1. áfanga mættir á fundi. Formaður skýrði frá sam- komulagsdrögum um viðgerðir sem fyrir liggja. Óskar Friðriksson, blokk 4, lýsti yfir ánægju sinni með samkomulags- drögin og taldi að ekki yrði gert meira i matsgjörðum meðan að málinu væri' unnið. Ragnar Björnsson tók undir ummæli óskars og þakkaði gott samstarf við gerð samkomu- lagsins. Formaður þakkaði góðar undirtektir formanna hús- félaganna. Samkomulagið undirritað af nefndarmönnum og formönnum húsfélaganna.” Rétt er að undirstrika að i nefndu samkomulagi er ekkert rætt um að auka eldvarnareftirlit eða auka malarfyllingu i bila- stæðum. Siðan vinnur F.B. að desember samkomulaginu eftir föngum. Vegna frágangs lóða varð að samkomulagi við ibúðareigendur að fá álitsgerð frá Þórarni Inga Jónssyni skrúðgarðameistara og Bjarna Helgasyni, jarðvegs- fræðingi, og á fundi F. B. 21. júli 1970 er það bókað um álitsgerð sérfræðinganna, að meginorsök ástands lóða sé ágangur. Þótt ibúðareigendur láti tveimur árum siðar fara fram mat á nefndum lóðum er það engan veginn dómur, enda hefur nefndu mati verið mótmælt. Þann 2. des. 1970 kemur bréf frá blokkaráði þar sem óskað er eftir að lokið sé við viðgerðir. Þetta bréf er lagt fyrir fund hjá F.G.15. des. 1970 og gerð svofelld bókun: „Lagt fram bréf frá ibúum Hjaltabakka 2-16 og 18-32, Grýtu- bakka 2-16 og 18-32, þar sem kvartað er undan þvi að ekki hafi verið staðið við yfirlýsingar F.B. um viðgerðir á meintum göllum á ibúðum. Samþ. að svara bréfinu og gera grein fyrir þeim atriðum sam- komulagsins, sem ólokið er, svo og þvi hvenær viðgerðum verði lokið. Jafnframt ákveðið að gefa formönnum húsfélaganna kost á að koma á framfæri við F.B. at- hugasemdum ef einhverjar eru, varðandi þau atriði sem þegar hafa verið framkvæmd.” Siðan er hver liður samkomu- lagsins rakinn lið fyrir lið og þá þegar flestir liðir búnir eða lögð drög að þvi að ljúka þeim. Þetta bréf er sent öllum blokkaráðs- mönnum þeim: Ragnari Björns- syni, Hjaltabakka 2-16, Þorvaldi Þorvaldssyni, Grýtubakka 2-16, Friðþjófi Friðþjófssyni, Hjalta- bakka 18-32 og Erni Egilssyni, Grýtubakka 2-16. Niðurlag þessa bréfs hljóðaði svo: 8. LODIR. „Væntum þess að ofanritaðar upplýsingar skýri málin og takast megi að leysa þessi vandamál i friðsemd.” Þessu bréfi hefur aldrei verið svarað. En nú hér um bil tveimur árum seinna skrifa þeir hverja upphrópunargreinina á fætur annarri i Visi. Mikið af þessum upphrópunum eru svo fráleitar að ef ætti að framfylgja þeim, ætti að rifa allar lóðir upp, rifa öll þökin af húsunum, allt timbur af útveggjum, gler úr gluggum, parket af gólfum, eða nánast að rifa húsin. Allar teikningar af húsum F.B. voru samþ. af opinberum aðilum og farið eftir þeim reglum sem þá voru i gildi. I F.B. húsunum var unnið undir stjórn viðurkenndra meistara og verktaka. Nú i árslok hefur F.B. lokið við að byggja 707 ibúðir og vona ég, að fyrstu eigendur F.B. ibúða hætti þessum árásum á nefndina og beini kröftum sinum að þvi að sjá um viðhald á húsum sinum og lóðum, þannig að til fyrirmyndar verði. Nefndin mun ekki taka þátt i frekari blaðadeilum um þetta mál, nema sérstakt tilefni gefist. Reykjavik, 25. október, 1972. Eyjólfur K. Sigurjónsson, formaður F.B. AOatoO varOur vsltt vlO lAOarlðgun aO vorl neO þv( aO leggja fraa nold tll varkalna. 3Z3SZ3T (/• (,‘M. \ ' ' i Q

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.