Vísir - 26.10.1972, Blaðsíða 7
Vísir Fimmtudagur 26. október 1972.
cTVIenningarmál
Bœkur í haust:
Eins og fyrri dag
Úr því komið er fram yf ir
miðjan október, ekki nema
tveir mánuðir til jóla, má
víst fara að vænta þess að
hið árlega þókfaflóð taki að
falla að. En fáar bækur
hafa komið út það sem af
er haustinu, og fyrri hluta
ársins i ár var bókaútgáfa
eins og endra nær lítil.
Þetta er allt eins og fyrri
dag: næstu 6-8 vikurnar
kemurá markað allur þorr-
inn af bókaútgáfu ársins.
En þótt fátt sé komið út af bók-
um enn sem komið er hefur
undanfarið verið sagt all-ræki-
lega frá væntanlegum bókum i
haust. Mjög lauslega talið sýnist
Gunnar Gunnarsson
mér að þannig sé búið að geta um
það bil 150 bóka — og eru þá
frátaldar nokkrar bækur sem út
komu fyrri hluta ársins, nokkrar
endurútgáfur og nokkrar skóla-
og handbækur sem varla eru
ætlaðar né fara á almennan
markað. Þá hafa flest heldri for-
lögin gert grein fyrir útgáfu sinni.
En þar fyrir er áreiðanlega sitt-
hvað vantalið, og varla hafa öll
forlög enn gert grein fyrir sér.
Skyldi ekki mega ætla að til
viðbótar þvi sem talið hefur verið
sé enn ógetið svo sem 50-100 bóka
sem út eiga að koma fyrir jólin?
Kaupskapur og verðlag.
Þetta sýnist kannski mikið. En
það er samt ekki meira en fyrri
daginn og undanfarin ár. Aftur á
móti er gert ráð fyrir að bókaverð
hækki eins og annað i haust, talað
um allt að 30% verðhækkun að
meðallagi.
Það má leiða getum að þvi
hversu mikið fé það kosti að fylgj-
ast nokkurn veginn til hlitar með
þvi sem út kemur frá ári til árs og
máli skiptir, t.a.m. af nýjum
Jóhannes úr Kötlum
skáldskap, eða i hverri þeirri
grein bókmennta, sem menn
kjósa. Min gáta er sú, að þetta
kosti furðu litið á við margt ann-
að, ef menn kaupa bækur sinar af
smekk og fyrirhyggju, þótt ekki
sé vogandi að nefna neinar tölur
að sinni i miðri verðbólgunni. Og
það stafar einfaldlega af þvi að
þótt bókaútgáfan sé mikil að
vöxtum eru það jafnan fáar bæk-
ur og höfundar, sem verulegu
máli skipta. Þetta hygg ég að eigi
jafnt við allar greinir bókmennta.
Dæmið mun ganga upp með sama
móti hvort sem menn lesa og
leggja rækt við kerlingasögur og
danska herragarðsrómani i út-
leggingu, eða islenzkar bók-
menntir i venjulegri merkingu
þeirra orða: ný skáldrit, verk
þjóðskáldanna og aðrar sigildar
bókmenntir og rit um þær, eða
þjóðlegan fróðleik, sagnaþætti og
æviminningar, eða andarit og
aðrar nútima-draugasögur, eða
hverjar aðrar greinir bókmennta,
sem menn kjósa sér að áhuga-
efni.
En bókakauptið jólanna er ekki
skipulögð né rakin fyrir þennan
markað áhugasamra lesenda,
fólk sem kaupir og les bækur að
staðaldri. Þvert á móti er hinn
glysfengni gjafamarkaður jól-
anna til þess fallinn að villa um
fyrir mönnum, torvelda þeim
raunverulegt val — þótt ekki væri
af öðru þá af þvi hve timi hans er
naumur, en allt kapp lagt á
hasarsölu bóka fram að jólunum.
Nokkrar nýjar bækur
i haust.
Af þeim bókum, sem þegar hef-
ur verið getið að út komi i haust
sýnist mér að ný skáldrit inn-
lendra höfunda verði svo sem 30-
40 talsins, skáldsögur liklega ivið
fleiri en ljóðasöfn.
Það á varla við að fara að spá i
ókomnar bækur. En fyrirfram er
að sjá að i ár ætli að verða for-
vitnilegt skáldsagnaár. Fyrir
utan Guðsgjafarþulu Halldórs
Laxness hjá Helgafelli er von á
nýju verki, Foldu, eftir Thor
Vilhjálmsson, sem Isafold gefur
nú út ásamt með nýrri skáldsögu,
Járnblóminu, eftir Guðmund
Danielsson, og i haust kemur hjá
Máli og Menningu seinni hluti af
sögu Vésteins Lúðvikssonar frá i
fyrra, Gunnar og Kjartan, sem
margir munu biða með eftirvænt-
ingu. Nýtt smásagnasafn er sagt
væntanlegt eftir Ólaf Jóh.
Sigurðsson, Seint á ferð, en
Menningarsjóður gefur út. Og
getið hefur verið um óvenju
margar skáldsögur eftir unga og
nýja höfunda sem væntanlegar
eru fyrir jólin þótt hér verði ekki
taldar.
Það er eins og minna sé um að
vera i ljóðagerðinni þótt mikið sé
ort. Haft var eftir forráðamönn-
um Almenna bókafélagsins á
dögunum að forlaginu hefðu bor-
izt hvorki meira né minna en 50
ljóðahandrit til álita, en út munu
koma einar 6 nýjar ljóðabækur
hjá AB. Af væntanlegum ljóða-
bókum i haust leikur mér annars
mestur hugur fyrirfram á
Veðrahjálmi eftir Þorstein frá
Hamri, sem Mál og menning gef-
ur út. Þar kemur einnig út stórt
safn norrænna ljóða i þýðingu
Hannesar Sigfússonar, bók sem
mikils má af vænta, en Almenna
bókafélagið gefur út úrval trúar-
ljóða cftir ung skáldsem þeir Er-
lendur Jónsson og Jóhann
Hjálmarsson taka saman. Það
verða vissulega nokkur tiðindi ef
bókmenntagagnrýnendum Morg-
unblaðsins tekst að sýna fram á
það með þessu safni að trúarefni
skipti verulegu máli i ljóðlist og
ljóðagerð samtimans.
Mjög lauslega talið sýnist mér
að af öðrum væntanlegum bókum
i haust séu a.m.k. 30 bindi þjóð-
legur fróðleikur, ævisögur og
endurminningar, sem jafnan eru
vinsælar bókagreinar. Frum-
samdar og þýddar bækur um
ýmiskonar andaspeki, sem þegar
hefur verið getið eru 8-10 talsins.
Jafnan koma út nokkur bindi
fornrita og þjóðsagna, þar á með-
al i ár nýtt bindi af hinni myndar-
legu útgáfu Skuggsjár á
islendingasögum með nútima
stafsetningu, og Almenna bóka-
félagið gefur út annað bindi af
þjóðsagnaúrvali Sigurðar Nor-
dals, Þjóðsagnabókinni. Allténd
ein 10 ritgerðasöfn og frumsamd-
ar og þýddar bækur um bók-
menntir og sögu koma út fyrir jól,
þar á meðal Af skáldum, úrval
úr ritgerðum Halldórs Laxness
um bókmenntir sem Hannes
Pétursson tekur saman en
Menningarsjóður gefur út, og hjá
Almenna bókafélaginu saga blaða
og blaðamennsku á Islandi eftir
Vilhjálm Þ. Gislason.
Þýdd skáldrit töldust mér hins
Þórbergur Þórðarson
vegar ekki nema svo sem 20 i
fréttunum, og eru þá margir
þýddir reyfarar áreiðanlega
vantaldir ennþá. Og þar við bæt-
ast svo sem 30-40 barna- og ung-
lingabækur, sem þegar hefur ver-
ið getið, mikils til þýtt efni, en
jafnan koma einnig út nokkrar
frumsamdar unglingasögur og
barnabækur hjá Æskunni, Leiftri,
Setbergi, Prentverki Odds
Björnssonar og öðrum þeim for-
lögum sem einkum leggja stund á
þessa bókagrein.
Og i haust ætlar Isafold að hef ja
Guðmundur Danielsson
nýja heildarútgáfu á sögum
Stefáns Jónssonar með fyrstu
unglingasögum hans, 'Vinum
vorsins og Skóladögum. Þar er
tilhlökkunarefni, að rifja þessar
sögur upp að nýju.
öræfi og örlög.
Almenna bókafélagið reið á
vaðið i haust með þremur bókum
sem áður hefur verið getið hér i
blaðinu. Ásamt þeim kom
Heiðaharmur eftir Gunnar Gunn-
arsson, þriðja bindi i nýrri útgáfu
AB á skáldsögum hans, hver saga
fyrir sig i handhægum bókum.
Áður eru Vikivaki og Svartfugl
komnar út i sömu sniðum, báðar i
þýðingu Gunnars sjálfs i þetta
sinn. Það var annars einkennilegt
hve litinn hljómgrunn leikgerð
Þjóðleikhússins eftir Svartfugli
fékk um árið: skyldi það stafa af
llalldór I.axness
þvi að lesendur og leikhúsgestir
séu almennt ókunnugir sögunni?
Það er þá þeirra skaði: Svartfugl
er ótvirætt einhver mesta skáld-
saga okkar á öldinni. Það er hætt
við að færri hafi smekk fyrir Viki-
vaka með öllum sinum ólikindum
— en þeim sem þann smekk hafa
verður Vikivaki lika ógleymandi
saga. Það er ég hins vegar efins
um að hinar nýju þýðingar
höfundarins megni eða eigi að
ryðja úr vegi fyrir sér prýðilegum
þýðingum Magnúsar Ásgeirsson-
ar og Halldórs Laxness á þessum
sögum sem fyrir eru. En sögur
Gunnars Gunnarssonar ætla seint
að rata út úr myrkviði tungumál-
anna: frumritaðar á dönsku, sið-
an misjafnlega þýddar á móður-
mál sitt af ýmsum þýðendum,
margar hverjar loks endurþýdd-
ar af höfundi sjálfum áseinniár-
um. Þar fær einhver verk að
vinna áður en lýkur að bera sam-
an gerðir og stilsmun þeirra i leit
að beztum texta.
Um Heiðaharm er þessu ekki til
að dreifa, fyrstu sögu sem Gunn-
ar Gunnarsson frumritaði á
islenzku eftir heimkomu sina, og
mun hún á þeim tima hafa orðið
með útbreiddustu sögum Gunn-
ars á islenzku. Má vera að öðru
gegni um framhald sögunnar
Sálumessu, einu stóru skáldsög-
una sem Gunnar hefur siðan sam-
ið — þekkja margir hana? Sálu-
messa er samt ekki miður áhrifa-
mögnuð skáldsaga en Heiða-
harmur. En hún kann að gjalda
þess meir en fyrri sagan að verk-
inu var ætlað framhald, sem ekki
hefur komið út, þyngri i vöfum og
myrkara yfir henni en Heiða-
harmi.
En einkennilega sár saknaðar-
blær hvilir yfir þessum sögum
báðum, vegsömun fornra lifs-
hátta bændafólks, islenzkrar
öræfadýrðar og sveitasældar,
hinna rammslungnu örlaga sem
þær mála svo áminnilegri mynd.
Breytingarnar
i timanum.
Fleiri ritsöfn og safnrit eru á
Eftir:
Ólaf Jónsson
döfinni i haust.Mál og menning
byrjaði i vor, litlu fyrir andlát
Jóhannesar úr Kötlum, nýja
útgáfu á Ijóðasafnihans, og eru
tvö bindi komin út i ár. Þar eru
fyrstu fjórar ljóðabækur hans,
fram að Samt mun ég vaka, 1935,
ásamt hátiðarljóðum Jóhannesar
tfrá alþingishátiðinni 1930._
Reyndar eru hátiðarljóðin
ranglega sett niður i safninu i lok
annars bindis, en ættu aldurs sins
vegna heima i fyrsta bindi. Þau
eru lika að efni og brag eins konar
lokahnykkur hinnar ættræknu,
þjóðræknu, guðræknu og fjarska-
lega hagmæltu ljóðagerðar Jó-
hannesar úr Kötlum i fyrstu
tveimur bókum hans. Vafalaust
hefurmargurlesandigaman af að
rifja upp að nýju fjölbreyttan feril
hins marglynda skálds i þessu
safni. Það verður samt að segja
eins og er að hin yfir sig hátiðlegu
hátiðarljóð frá 1930 orka fyrst og
fremst broslega á lesanda sem nú
til dags kemst i tæri við þau, og
svo er reyndar um fleira i fyrstu
bókum Jóhannesar. Þau kvæði og
bækur eru aldeilis ekki verri fyrir
það. En timarnir breytast og
mennirnir i timanum — og Jó-
hannes úr Kötlum fór aldrei var-
hluta af breytingum timans.
Hann skipti sem kunnugt er
skjótt og gagngert um skap og átt
þegar kreppan fór i hönd, að af-
lokinni þjóðminningarvimu al-
þingishátiðarinnar. Skeið hins
blóðrauða bolsévisma, sigursælu
byltingar sem fór i hönd i kvæð-
um hans eftir 1930 var jafnframt
timi formlegrar fjölbreytni og
margskonar tilrauna. Jafnframt
hinni hátiðlegu mælsku, inn-
blásna ræðustil margra kvæða
hans á þessum árum leitaðist
hann til við nýtt raunsæi i kvæð-
um eins og Karl faðir minn, skop
og einhvers konar hermistil i
Villidýr, nýtt einfalt ljóðmál i
órimuðum kvæðum eins og hinu
nafntogaða Sovét-Islandi. Form-
leg nýbreytni varð ekki ofan á i
ljóðstil Jóhannesar fyrr en siðar.
En þessi upprifjun leiðir meðal
annars i ljós hve margra kosta
hann átti miklu fyrr völ, og þess
má spyrja hvort hin eldlega boð-
un, byltingarmóður Jóhannesar a
þessum árum hefði ekki einmitt
þurft á formlegri endurnýjun að
halda til að öðlast flug og vængja-
tak.
Og þess má spyrja hvort ekki
hefði verið maklegra minningu
Jóhannesar úr Kötlum,,að láta
nægja að gefa út rýmilegt, fjöl-
breytt úrval kvæða hans frá fyrri
árum. Minnsta kosti yrðu lifvæn-
leg ljóð hans frá þessum tima að-
gengilegri nýjum lesendum með
þvi móti en i hefðbundnu ritsafni
þjóðskáldsins. En þetta er ekki
einasta spursmál um útgáfusiði
og tækni i bókagerð heldur einnig
um lestrar- og neyzluvenjur les-
enda á markaðnum.
Liv sokkabuxur hafa
® áunnið sér viðurkenningu
• vegna útlits og gæða, og
^ standa jafnfætis beztu
sokkabuxum sem fást.
• Kaupið Liv i næstu
0 verzlun i 20 eða 30 den.
þráðarþykkt.
SOKKABUXUR
UMBOÐSMENN
ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. HF.
HAGA V/ HOFSVALLAGÖTU