Vísir - 31.10.1972, Side 1
62. árg. — Þriðjudagur 31. október 1972. — 249. tbl.
Thieu að gefa sig
BÚIZT VIÐ LOKASAMNINGUM
UM VÍETNAM UM HELGINA
SJÁ BLS. 5
„Reykjavík leggur
undir sig
nágrannabœina,,
segir Eggert Steinsen
bœjarf ulltrúi
í Kópavogi Sjá bls. 3
Kópavogur
auðveldar
„stóra stökkið"
Sjá bls. 16
Leiknir FH-ingar
sigruðu Danina!
Ekki fer danska
meistaraliðið Stadion
ósigrað af landi brott.
Fljótir, ieiknir FH-ingar sáu
til þess á fjölum Laugardals-
hallarinnar i gærkvöldi.Þeir
sigruðu Stadion með fimm
marka mun 22-17, og i lokin
var ieikurinn eins og grófur
farsaleikur i fjölleikahúsi.
Sjá iþróttir i opnu.
. Skipt um nöfn
ó vegum við hver
stjórnarskipti?
Fara vegir og orkuver
kannski að skipta um nöfn i
hvertsinnsem stjórnarskipti
verða? i rabbi á bls. 3 er bent
á hættulega braut.
Boðuðu
og afboðuðu
kosningafundi
andstœðinganna
Þeir afboðuðu fundi and-
stæðinganna, sendu út fölsuð
bréf með nöfnum fram-
bjóðenda, gáfu fram-
bjóðendum viliandi upp-
lýsingar og sendu menn á
fundi með óþægiiegar
spurningar.
Þctta eru nokkur atriði úr
kosninganjósnunum i
Bandarikjunum, sem koma
sifellt betur i ljós.
SJA BLS 6.
Eru litlu búðirnar
ó förum?
Sjá bls. 2
Kvikmyndahúsin
virðast telja
„listrœnt" sama
og „leiðinlegt"
Sjá bls. 7
Hverjir eru
„sérfrœðingar"
í huglœkningum?
Sjá bls. 7
fsland efst í norrœnu sundkeppninni
AKUREYRI SIGRAR HÉR
„Þreytandi? Nei, en það vœri annað að synda 2000 metra daglega"
— Vísir rœðir við sundkappana á síðasta spretti norrœnu sundkeppninar
,,Það er vist alveg óhætt að
scgja að við séum búin að sigra i
Norrænu sundkeppninni,” sagði
Guðmundur Harðarson i viðtali
við blaðið i morgun. Guðmundur
sagði ennfremur að hann áliti að
búið væri að synda um það bil
1100.000 sund samtals, en þá á
eftir að margfalda þá tölu með
11,34, sem er miðuð við ibúa-
fjölda. Kemur þá út stigatala.
,,Um mánaðamótin ágúst-
september, að þvi er mig minnir,
sendum við út til formanns Nor-
ræna sundsambandsins töluna 620
þúsund. Þeir sendu bréfið með
tölunni til baka og trúðu þvi ekki
að þetta væri talan yfir sundin, án
þess að búið væri að margfalda
með 11,34.”
Af kaupstöðum landsins eiga
Akureyri og Vestmannaeyjar
heiðurinn af mesta sund-
fjöldanum. Þar eru átta sund á
hvern ibúa á Akureyri en 7 sund á
hvern ibúa i Vestmannaeyjum.
Reykvikingar eru þó allra hæstir,
og sundkeppnin hefur sennilega
átti sinn þátt i þvi, að um
mánaðamótin siðustu voru rúm-
lega 100 þúsund gestum fleiri á
sundstöðum en á sama tima i
fyrra.
Þá má geta þess að 1000
trimmkarlar hafa nú verið af-
hentir, en sumir landsmenn hafa
þó synt 200 metrana 200 sinnum.
Þeirri þjóð sem sigrar, en það er
vist áreiðanlega tsland, verður
afhentur bikar frá Finnlandi. Að
öllum likdindum munu Sviar
verða i öðru sæti.
Visismenn brugðu sér niður i
Sundlaugárnar i Laugardal i
morgun og ræddu þar við nokkra
sundkappa i tilefni þess, að i
kvöld lýkur Norrænu sund-
keppninni.
„Syndum ekki aðallego
vegna keppninnar"
,,Við erum búnir að synda
eitthvað á annað hundrað skipti”,
sögðu þeir Hjörtur Hjartarson og
Indriði Pálsson. ,,Það má segja
að við syndum nánast á hverjum
degi, bæði vetur og sumar. Að
minnsta kosti fimm sinnum i
viku.”
— Er það keppnin sem veldur þvi
að þið syndið?
„Nei, það er ekkert endilega
keppnin sem veldur þvi að við
syndum. Reyndar höfum við
fengið trimmkarlinn. — en okkur
liður bara betur eftir að hafa synt
á morgnana áður en haldið er til
vinnu.”
Sundið er
heilsusamlegt
„Þetta er mjög heilsusam-
legt,”, sagði Guðmundur
Hjartarson, er við hittum hann að
máli. Ég hef komið hingað um
klukkan hálf niu á hverjum
morgni, syndi þá 200 metrana, og
fer siðan beint i vinnuna. Ég er
vist búinn að synda eitthvað á
annað hundrað skipti.”
70 ára, og búinn að
synda 154 sinnum
,,Ég hef synt 154 sinnum siðan
keppnin byrjaði,” sagði okkur
Davið Grimsson, sem er að verða
sjötiu ára gamall. „Ég syndi
vegna þess að þetta er heilsusam-
legt og svo er það að sjálfsögðu
keppnin sem á sinn þátt i.þvi. Ég
ætlaði að vera búinn að synda
oftar, en ég varð að fara úr
bænum og komst þá ekkert i
sundlaugar.”
— Er ekki þreytandi að synda 200
metrana á hverjum degi?
„Þreytandi? Nei, það er ekkert
að synda 200 metrana, en það
væri kannski annað að synda 2000
metrana á hverjum degi. En ég
verð miklu hraustari af þessu og
ég segi að sundið sé allra meina
bót. Þetta er miklu betra en að
leita lækna.”
Að lokum má svo geta þess, að i
morgun höfðu um það bil 150
laugargestir i Laugardalnum
< synt 200 metrana. -EA.
•'
ndið er allra meina bót, segir Davið Grimsson.
Samningaviðrœður liggja í loftinu
BRETARNIR ÆTLA AÐ
TOGA I „HALARÓFU'
i morgun lá i loftinu, að nýjar
samninaviðræður við Breta
vcgna landhelgismálsins yrðu
endanlega ákveðnar innan
tiðar. Unnið hefur verið að þvi
undanfarið, að kanna grundvöll
á f r a m haldandi viðræðna.
Starfsmenn utanrikisráðu-
neytisins vörðust allra frétta
um þetta i morgun.
Varðskipum hefur verið
fyrirskipað að halda áfram að
reyna aö stugga togurum út úr
landhelginni. Veður er nú sæmi-
legt á miöunum, en veðurspáin
fyrir miðin er heldur óvænleg,
þannig að búast má við þvi, að
landheigisbrjótarnir þurfi að
lcita vars aftur.
Heyrzt hefur, að Bretar hyggi
nú á ýmsar ráðstafanir til að
hindra varöskipin i þvi að klippa
vörpur aftan úr óhlýðnum
togurum. Auk þess, að draga
nctardæsur aftur úr togurunum,
hefur þeim hugkvæmzt það
snjaiiræði að toga i halarófu,
þannig að hver togarinn elti
annan og varðskip eigi erlitt
með að klippa á togvirana. Ekki
cr gctið um, hversu mikia veiði
aftasta skipið getur búizt við að
fá. -VJ.