Vísir - 31.10.1972, Blaðsíða 8
8
Visir Þriðjudagur 31. október 1972.
Visir Þriðjudagur 31. október 1972.
9
FH sigraði Danmerkurmeist-
arana með fimm marka mun!
- en leikurinn í
Aldrei fór þaö svo, að
danska meistaraliðið í
handknattleiknum, Stadi-
on, tapaði ekki leik hér á
landi. i gærkvöldi lék FH
gegn Dönunum i Laugar-
dalshöllinni og sigraði með
fimm marka mun 22-17 —
verðskuldaður sigur — en
aö vísu aðeins i aukaleik
eftir að danska liðið hafði
náð markmiði sínu með is-
iandsförinni — komizt í
aðra umferð Evrópukeppn-
innar. FH-ingar náðu góðri
forustu í fyrri hálfleiknum,
13-8, þar sem Viðar
Símonarson lék aðalhlut-
verkið og skoraði sjö af
mörkunum. Síðan fóru
Daniraðsaxa mió en
i lokin sprungu þeir alveg
— leikur þeirra var þá lík-
astur qr *■ ;öi
leikahúsi og FH skoraði
fjögur siðustu mörkin í
leiknum.
Það sást ýmislegt skemmtilegt
hjá FH i þessum leik — þó svo
Geir Hallsteinsson eigi enn langt i
sitt bezta form, en Viðar tók i þess
stað að sér að leika aðalhlutverk-
ið. Hann skoraði jafnt og þétt —
og þar til honum var kippt út af
langan leiktima i siðari hálfleik
og þá fóru Danirnir heldur betur
að saxa á forskotið. Margir ungu
mannanna lofa góð. hjá FH —
einkum Gunnar Einarsson, en
Hörður og Sæmundur eru at-
hyglisverðir leikmenn. t vörninni
var Auðunn klettur — og skoraði
svo al' og til falleg mörk af linu.
Birgir Björnsson lék sinn 450. leik
lokin var eins og grófur farsi í fjölleikahúsi
i meistaraflokki FH og fékk
blómvönd fyrir leikinn og Birgir
stóð vel fyrir sinu i vörninni i
þessum leik.
FH byrjaði mjög vel i leiknum.
Viðar skoraði fyrsta markið — að
venju getur maður sagt, þvi það
bregst varla, aö Viðar skori ekki
fyrsta mark FH i leik — en hann
gerði betur en oftast áður, skoraði
einnig tvö næstu. Eftir átta min.
var staðan orðin 4-2 fyrir FH — og
eftir aðeins rúmar 10 min. var
staðan orðin 7-2, eða sá fimm
marka munur, sem var i lokin.
Stadion var með varamarkmann
sinn inn á upphafsminúturnar, en
honum var snarlega kippt út af,
þegar svo mjög hallaði á liðið.
Stadion tókst fljótt að minnka
muninn i 7-5 meö tveimur vita-
köstum Gunnars Nielsen og
marki Frandsen og um stund var
nokkuð jafnræði með liðunum. í
lok hálfleiksins tók FH góðan
sprett — skoraði þrjú siðustu
mörkin og staðan i leikhléi var
13-«
Stadion skoraði tvö fyrstu
mörkin i siðari hálfleik. FH skor-
aði ekki fyrr en á 5 min. og var
Viðar þar að verki. Eftir það fékk
hann að hvila sig lengi, en fimm
marka munur hélzt fram á 10
min. Geir skoraði tvivegis — ann-
að markið úr viti — en i fyrri hálf-
leiknum öllum skoraði hann eitt
mark.
Svo kom slæmur kafli hjá FH —
liðið skoraði ekki mark i niu
minútur, en Danir hins vegar
fjögur á þeim tima og leikurinn
var allt i einu orðinn spennandi
16-15. Þá lpks, á 19 min. tókst
Gunnari að skora fyrir FH með
fallegu lágskoti, en Gunnar Niel-
sen svaraði enn með viti á 20 min.
Staðan 17-16 fyrir FH og Danir
náðu svo knettinum og tveir
þeirra geystust fram völlinn gegn
Birgir Björnsson — 450 leikir i
meistaraflokki — og hann fékk
blómvönd að launum. Ljósmynd
Bjarnleifur.
Vm
WfiPii
Hjalta. En Hjalti gerði sé litið
fyrir og varði skot Svend Lund.
Eftir það snérist leikurinn aftur
FH i vil — enda var erfitt fyrir þá
dönsku að koma knettinum fram-
hjá Hjalta það, sem eftir var
leiks.
Geir skoraði strax á eftir úr viti
og á 24 min. skoruðu Danir sitt
siðasta mark i Islandsförinni —
* Rene Christiensen sendi knöttinn
framhjá Hjalta. Gunnar svaraði
nær samstundis og mikið los var á
leiknum lokaminúturnar. Úthald
þeirra dönsku algjörlega búið —
þeir köstuðu knettinum tvisvar-
þrisvar beint út af i sendingumiog
i eitt sinn komust þrir FH-ingar
upp völlinn án þess nokkur Dani
gerði tilraun til að elta þá. Leik-
leysa — en FH hlóð inn mörkun-
um og sigraði 22-17.
Þetta verður ekki minnisstæður
leikur, þó svo sigur FH hafi verið
sætur — alltof mikill Lii sahragur
á honum af og til. En eitt kom þó
fram — lið FH verður gott i vetur,
hraðinn, leiknin aðall liðsins og
ungu mennirnir efnilegir. Mörk
FH skoruðu Viðar 8, Geir 5 (2
viti), Gunnar 4, Auðunn 2, Þórar-
inn 2 (1 viti) og Ólafur Einarsson
1. Fyrir Stadion skoruðu Gunnar
Nielsen 6 (4 viti), Agger 3 (2 viti),
Lund 2, Jörgensen 2, Christiensen
2, Frandsen 1 og Staffensen 1.
Dómarar voru Karl Jóhannsson
og Sigurður Hannesson og hefðu
mátt vera strangari. —hsim.
Peters enn á
skotskónum!
Enski lands-
liðsmaðurinn hjá
Tottenham Hotspur,
Martiii Peters, var enn á
skotskónum i deilda-
bikarleiknum gegn
Millvall i gærkvöldi og
skoraði þá sitt fimmta
mark á tveimur dögum.
Það varð til þess, að
Tottenham hélt jöfnu
gegn Middlesbro eftir
venjulegan leiktima. í
framlengingu tókst
Tottenham svo að
tryggja sér sigur 2-1.
Þetta var þriðji leikur
Tottenham gegn 2. deildarliði
Middlesbro i 3. umferð deilda-
bikarsins og var leikið á White
Hart Lane, leikvelli Tottenham i
Lundúnum.
Middlesbro sýndi mikla hæfni
og góðan baráttuvilja þó svo
fyrirliði liðsins, Nobby Stiles,
áður framvörður með Peters i
enska landsliðinu, gæti ekki leikið
vegna meiðsla.. Liðið skoraði á
undan og var John Hickton, mið-
herji harði, þar að verki og
Middlesbro reyndi svo að verja
þetta mark. En það tókst ekki —
Martin Peters skoraði jöfnunar-
markið i siðari hálfleik. Eitt af
þessum „skuggamörkum” hans.
Það er eins og hann komi eins og
skuggi inn i vitateig mótherjanna
og svo liggur knötturinn allt i einu
i markinu.
Eftir venjulegan leiktima var
staðan 1-1, og var þá framlengt i
15 minútur á mark. Þá tókst
skozka landsliðsmanninum Alan
Gilzean að skora sigurmark
Tottenham, en hann hafði komið
inn sem varamaður fyrir Pratt
Alan hefur ekki leikið að undan-
förnu vegna meiðsla — var meðal
annars ekki með gegn Manch.
Utd. s.l. laugardag og tók Peters
þá stöðu hans i framlinunni. Og
árangurinn var f jögur mörk. Þess
vegna vildi Billy Nicholson ekki
breyta liðinu i gær, þó svo Gilzean
væri orðinn heill.
1 fjórðu umferðinni i deilda-
bikarnum leikur Tottenham gegn
Millvall - Lundúnaliðinu frá
dokkunum niður við Thames-ána.
Millvall hefur ekki staðið sig vel i
2. deild i haust — en er harðskeytt
lið og það eru ekki mörg ár siöan
það sló Tottenham út úr bikar-
keppninni. Jafntefli fyrst á White
Hart Lane og siðan sigur á The
Dell, leikvelli Millvall.
Auðunn Óskarsson skoraði tvö ágæt mörk af linu I gærkvöldi — Hér er hann alveg laus við dönsku variiarmemiiiia. Ljósmynd Bjarnleifur.
FH-ingar róða yfir mun
meiri tœkni en Fram!
- sagði danskur blaðamaður eftir leikinn í gœrkvöldi
— Það fer ekki á milli
mála — FH-ingar ráða
yfir mun meiri tækni í
handknattleiknum en ís-
landsmeistarar F'ram
og leikur þeirra er
skemmtilegri, sagði
sessunautur minn i
Laugardalshöllinni i gær
— danskúr blaðamaður
frá Politiken, sem verið
hefur hér undanfarna
daga vegna leikjanna i
Evrópukeppninni. En,
bætti hann við, það
hefðu orðið allt aðrar
lokatölur i þessum leik
FII og Stadion ef um
Evrópukeppni hefði
verið að ræða.
— Ég er ekki með þvi að halda
fram, að Stadion hefði sigrað FH,
en keppni hefði verið mjög tvi-
sýn. Strákarnir i Stadion eru hálf-
þreyttir núna. Þeir hafa verið að
ferðast i allan dag — fóru austur
að Gullfoss og Geysi, auk þess,
sem vakað var s.l. nótt. Það var
sigurhátið eftir að Stadion var
komið i aðra umferð i Evrópu-
keppninni.
En hvað sem þvi liður var
gaman að sjá leikmenn með
tækni eins og Viðar Simonarson
og Geir Hallsteinsson og mark-
mann, sem getur sýnt slika
snilldarmarvörzlu er Hjalti
Einarsson átti á köflum.
Já, þaö var gaman að sjá
Hjalta i gærkvöldi. Þegar
Danirnir voru alveg að vinna upp
hið mikla forskot FH frá fyrri
hálfleiknum lagði Hjalti
áhorfendur beinlinis að fótum
sér. Tvivegis komust dönsku leik-
mennirnir þá einir friir upp, en
Hjalti gerði sér litið fyrir og
varði. Einkum var það frábært i
siðara skiptið. Það var á 20. min
og staðan 17-16 fyrir FH. Svend
Lund komst þá einn frir upp að
vitateignum hjá Hjalta og ætlaði
að vippa knettinum yfir hann, þvi
Hjalti var framarlega i markinu.
En hvilik snerpa. Hjalti kastaði
sér aftur og upp og varði — hreint
ótrúlega snöggur. Eitthvað það
bezta, sem maður hefur séð til
hans gegnum árin og hefur Hjalti
þó oft sýnt mikla hæfni. Mark-
varzla hans eftir þetta atvik var
frábær — hann fékk aðeins á sig
eitt mark siðustu 10 minúturnar.-
Klögumálin á víxl og
bikarmeistari án leiks
Eins og skýrt var frá
hér i opnunni nýlega
varð Ungmennafélagið
Vikingur, Ólafsvik,
bikarmeistari HSH i
kanttspyrnu án þess að
leika leik. Hér á eftir fer
grein eftir fréttaritara
Visis i Ólafsvik, Rún-
ar Marvinsson, þar er
hann skýrir frá þessu
undarlega máli.
— Sennilega er það einsdæmi,
að lið verði bikarmeistari án þess
að leika eiijn einasta leik. Þetta
skeði nú samt i bikarkeppni
Héraðssambands Snæfells- og
Hnappadalssýslu i knattspyrnu.
Þar varð lið Vikings, Ólafsvik,
bikarmeistari án leiks.
Fyrst áttu að leika lið Snæfells,
Stykkishólmi, og Grundarfjörður,
og léku reyndar. Grundfirðingar
sigruðu. Snæfell kærði leikinn og
var ákveðið að leika hann upp
aftur. En þá — öllum á óvart —
gaf Snæfell leikinn.
Sama var ákveðið, að úrslita-
leikurinn skyldi háður i Ólafsvik
milli Vfkings og Grundarfjarðar
áttunda október.
Vikingar gerðu ráðstafanir til
að ná saman liði sinu, sem þá var
orðið nokkuð tvistrað — nokkrir
leikmenn komnir til Reykjavikur
i skóla og svo framvegis. En þó
tókst að ná saman mest öllu
liðinu, sem svo mætti við völlinn
hálftima fyrir leik. Envitimenn.
Boð kom um að Grundfirðingar
gæfu leikinn!! Hálftima fyrir
leik!!
Þótti mörgum þetta súrt i broti
— sérlega þeim, sem höfðu lagt af
stað frá Reykjavik klukkan átta
um morguninn og sumir sleppt
skóla til að komast til leiks i tæka
tið. Þetta er sennilega einsdæmi
og ekki til þess fallið að auka
áhuga á knattspyrnu innan HSH.
Vikingar urðu einnig héraðs-
meistarar (voru reyndar búnir að
vinna, en vegna kæru þurfti úr-
slitaleik) unnu lið Snæfells i
Ólafsvik i hörkuleik með 4-2.
Þar með lauk keppnistfmabili,
sem menn mega vera allánægðir
með, þó ekki tækist að vinna 2.
deild i þetta skiptið. -RM
IIjalti Eiiarsson lokar markinu eins og hann gerði svo oft i gærkvöldi.
Knötturinn fer af hæl hans — framhjá. Ljósmynd Bjarnleifur
Þetta er ekki
boðlegt - eða
er það . . . ?
Bikarkeppni KnaUspyriiusambands Islands er
annað merkasta kuaUspyrnumótið hér á landi
og sigurvegarimi i þvi hlýtur rctt til þátttöku í
Kvrópukeppni bikarhafa hinna ýmsu
Evrópulanda. Það er þvi fuil ástæða tii að
krcfjasl þess, að hoðlegar aðstæður séu á
völlunuin þegar keppt er i undanúrslitum.
Það var þó ekki s.l. laugardag i Vestmanna-
eyjum og llafnarfirði. Einar Hjartarson,
dóinari, tók af skarðið i llafnarfirði og frestaði
leiknum til sunnudags —i Vestmannaeyjum var
leikið við liinar aumustu aðstæður eins og með
fylgjandi myndir, sem fréttaritari Visis i Vest
maiinaeyjum, Guðmundur Sigfússon, tók á
lciknum, sýna vel. Varla hefur Erni Óskarssyni
liðið vel, liggjandi þarna i drullupollinum, sem
var aðeins cinn af mörgum. Og litið var það
skárra fyrir áhorfendur — litli drengurinn á cfri
myiidinni veður elginn á áhorfendasvæðinu, al-
varlegur á svip, en kippir sér ekki upp við
hleytuna. En nianna hefur kannski ekki verið
eins lirilin, þegar hann kom lieim.
Framkvæmdaaðili leiksins i Vestmanna-
eyjum gat ekki verið þekktur fyrir að bjóða leik-
mönnum IBV og Vals að leika eins og völlurinn
var útlitandi. Þar var allt of seint gripið til
hendinni. Það hefði hiklaust verið hægt að laga
völlinn meir en gert var , og dómari leiksins,
Guðmundur Haraldsson, hefði átt að taka af
skarið og jafnvel að fresta leiknum.