Vísir


Vísir - 31.10.1972, Qupperneq 3

Vísir - 31.10.1972, Qupperneq 3
Visir Þriðjudagur 31. október 1972. 3 „REYKJAVIK ER AÐ LEGGJA UNDIR SIG NÁGRANNABÆINA" — segir Eggert Steinsen, maðurinn sem felldi bœjarstjórnarmeirihlutann í Kópavogi „Hitaveitumálið var kannski punkturinn yfir i-ið”, sagði Egg- ert Steinsen, verkfræðingur, þriðji maður á lista Sjálfstæðis- flokksins i siðustu bæjarstjórnar- kosningum i Kópavogi, sem felldi „Það hefur verið ákveðin stefna min frá þvi ég tók við for- ■nennsku i F.Í.H., að spyrna á móti innflutningi á hljóðfæraleik- urum. Og fyrr þarf að bylta mér úr fonnannssæti en þeirri reglu verði breytt,” sagði Sverrir Garðarsson i viðtali við VIsi. En blaðið snéri sér til hans vegna ágreinings þess, sem kominn er upp á milli hans og hljómsveitar- innar Rifsberja, sem fengið hefur brezkan trommuleikara til starfa i hljómsveit sinni. ,,Ég trúi þvi ekki, að strákarnir i Rifsberja séu svo góðir, að þeir geti ekki gert sér einhvern hinna atvinnulausu islenzku trommara að góðu,” sagði Sverrir næst. „Nú, einhver verður að vera lé- legastur i hverri hljómsveit, og þvi þá ekki trommuleikarinn?” „Annars er ég ekki svo viss um, að Rifsberja hafi leitað svo vand- lega að manni hér heimafyrir,” hélt hann áfram. „I það minnsta leituðu þeir aldrei til félagsins, en ég teí; miklar likur til þess, að okkur hefði tekizt að útvega þeim hæfan trommuleikara.” „Það er eins vist, og að við er- um að tala saman,” segir Sverrir, „að Rifsberja kemur aldrei til með að starfa með trommuleik- ara sinum i Bretlandi. Bretar hafa i það minnsta ekki tek- ið fagnandi á móti erlendum hljóðfæraleikurum inn i landið til þessa. Til þess eru fjöldamörg dæmi.” meinhlutann þar í bæ á föstudag- inn. Eggcrt sagði i morgun að ýmislegt fleira en Hitaveitumálið syði undir, það hefði löngum verið svo að „ákveðin Mafia” hefði reynt að gera upp á milli manna i „Og ég vil minna á”, segir Sverrir, „að á fundi norrænna hljómlistarmanna, sem haldinn var hérlendis fyrir sjö árum, vakti formaður danska félagsins athygli á þvi, hversu atvinnu- möguleikar hljóðfæraleikara á íslandi væru litlir. Bar hann fram þá tillögu, að þeir fengju óhindrað að leita hófanna á hin- um Norðúrlöndunum, en aftur væri tekið fyrir, að hljómlistar- menn þaðan leituðu inn á mark- aðinn á íslandi, nema með leyfi F.f.H.” „Og að lokum, Sverrir: Hvert er viðhorf þitt til undirskriftalist- ans, þar sem keppinautar Rifs- berja i poppinu mælast til þess, að hljómsveitin fái að halda trommuleikaranum brezka?” „Um þann lista get ég litið sagt, þar sem ég hef ekki séð hann. En ég hef trú á, að umsögn þeirra tveggja meðmælenda, sem ég hef haft tal af, túlki nokkuð viðhorf hinna á listanum,” svarar Sverr- ir. „Þeir tveir sögðust gera sér ljósa þá hættu, sem væri þvi fylgjandi að flytja inn hljómlist- armenn. En þeir hefðu verið á undirskriftalistanum til að halda friðinn innbyrðis.” Að lokum upplýsti Sverrir, að það væri hérlendis, eins og viðar, að trommuleikarar væru fjöl- mennastir hljóðfæraleikara. Þvi næst kæmu gitarleikarar og bassaleikarar og svo þar næst pianó- og orgelleikarar. — ÞJM flokknum og svo væri enn. Eggert kvaðst vera þeirrar skoðunar að leita bæri að þvi heita vatni, sem sérfræðingar Orkustofnunar teldu sannað að væri i Kópavogslandi. Ein borun hefði verið framkvæmd og hefði þá verið komið niður á hita, en vatn hefði ekki verið i þeirri holu og hún fallið saman. „Það sem er að gerast er ein- faldlega það að Reykjavik er að leggja bæjarfélögin hér i kring undir sig. Við eignumst ekki nein 5% i hitaveitunni, það er blekk- ing. Eignarhluturinn verður nær einu prósenti”, sagði Eggert Steinsen. Ekki kvaðst hann hafa ákveðið enn hvort hann mætti á almennan borgarafund annað kvöld þar sem hitaveitumálin verða rædd. Engar viðræður um nýjan meirihluta munu enn hafa farið fram, en frambjóðendur Sjálf- stæðismanna i bæjarstjórnar- kosningunum siðast hafa undir- ritaðplagg þarsém fyllsta trausti er lýst yfir afgreiðslu hitaveitu- málsins. Undir þetta rita 11 af 18 frambjóðendum, en 2 eru fluttir úr bænum og Eggert og annar til eru andsnúnir afgreiðslunni. Talið er liklegt að núverandi stjórnarflokkar taki inn i meiri- hlutasamstarfið Asgeir Jó- hannesson fulltrúa Alþýðuflokks- ins og Huldu Jakobsdóttur full- trúa frjálslyndra og vinstri manna i stað Eggerts Steinsen. Hinsvegar munu Alþýðubanda- lagsmenn gera sér góðar vonir um að fá settan saman starfhæf- an meirihluta og ná þannig að nýju valdastöðu i bænum. Brátt skíðafœrt í Blá- fjöllum Það liður liklega ekki á löngu áður en tækifæri gefst til að renna sér á skiðum i Bláfjöllum en enn er snjórinn ekki nógu djúpur til þess að hægt sé að iðka skíða- iþróttina, hann er ekki nema 10-15 sm á dýpt. Það þýðir að upp úr snjónum standa viðast hvar steinar þvi að þarna er ekki slétt- Icndi. Öðru máli gegndi, væri gras þarundir, þá væri sennilega kom- ið skiðafæri. Vegurinn upp i Bláfjöll hefur verið hinn ágætasti að undan- förnu og er nýlokið við að hefla hann. Fært er á öllum bifreiðum þangað upp eftir, og verður þvi liklega margt um manninn þegar skiðafærið gefst. — EA —JBP Hausinn af Sokka er var óvenju gott naut hefur nú verið settur á plötu og á að hengja hanii upp á vegg i viðurkeiiningarskyni fyrir mikil og góð áhrif sem Sokki hafði á nautgripastofninn i Eyjafirði. Búnaðar- félag islands stóð fyrir þvi að hausinn af Sokka fékk þennan virðingarsess, en þetta var gert i tilefni af 25 ára afmæli Sæðingarstöðvarinnar á Akureyri. „Með ólíkindum, að Rifsberja fái að starfa í Bretlandi" — segir formaður F.Í.H. um nöfn á mannvirkjum og tiltekt skáta Hvernig ber að þakka mönnum vel unnin störf i þágu lands og þjóðar? Um þetta vandamál spinnast umræður og deilur við og við. Einfaldast er, að menn fái umbun i eigin starfi og finni til hæfilegrar ánægju yfir hverjum áfanga eða að dagsverki loknu. En einstaklingar og samherjar vilja einnig láta aðra meta verkin að verðleikum, og þá vandast stundum málið. Orður kom tíl greina, en drýgri er góður orðstir og vinsamleg afstaða samferða- mannanna. 1 sumum löndum er annar hátt- ur á hafður, þegar mikið þykir við liggja, en þá eru mannvirki, götur og stundum jafnvel heilar borgir skirðar eftir þeim, sem þjóðinni er ætlað að minnast. Verst er þó, þegar nýir valdhafar vilja ekki láta minnast gamalla á þennan hátt og skipta um nöfn. Gott dæmi um þetta er Stalingrad, sem nú er kennd við ána Volgu, sem borgin stendur við. Mörg önnur dæmi mætti nefna. Á dögum Hoovers, forseta Bandarikjanna á árunum 1928 til 1932, var byrjað á mikilli stiflu og raforkuveri i Colorado- gljúfrum. Þá þótti stjórnvöldum góð hugmynd að kenna mann- virkið við forsetann og kölluðu Hoover-Dam, en þegar ný stjórn var setzt að i Washington þótti þeim, sem þá réðu, hin mesta ó svinna að kenna hið glæsta mann virki við forsetann, sem hafði að minnsta kosti liðið kreppuna miklu, ef ekki beinlinis komið henni á. Nú munu flestir sam- mála um, að Hoover forseti hafi verið leiksoppur örlaganna og að hann hafi aðeins verið jafnráða- lausogflestiraðrirum kreppuráð stafanir á þeim tima en þá voru margir annarrar skoöunar og þótti litið vit i að frægja hann með nafngiftum. Þegar repúblik- anar komust til valda á ný 1952 var svo aftur skipt yfir i gamla nafnið. 1 Frakklandi, einkum Paris, úir og grúir af götum skirðum eftir hetjum þeirrar þjóðar og jafnvel útlendingum lika, þegar þeir hafa verið að skapi Frakka. En þar hefur lika af og til verið skipt um nöfn, og oft hafa nafngiftirnar sætt mikilli gagnrýni. Er skemmst að minnast hneykslunar margra, þegar hið sögufræga Stjörnutorg var skirt upp i höfuð- ið á de Gaulle. Þetta er gert að umtalsefni vegna þess, að aðeins hefur bryddað hér á sambærilegum hugmyndum, sem verða að telj- ast varhugaverðar. Að visu er svo nokkuð yfirleitt fjarri okkur Islendingum, og til dæmis var þvi umsvifalaust hafnað fyrir nokkr- um árum, þegar Finnar fóru þess á leit, að gata i Reykjavik, sem og i öðrum höfuðborgum Norður- landa, yrði kennd við Jan Sibelius. Var bent á, að þetta samrýmdist hvorki islenzku máli né venjum. Hér hefur orkuver verið skirt á þennan hátt og imprað á þvi, að sama' mætti gera um nýlagðan veg. Þótt um ágæta menn sé að ræða, getur þetta ekki talizt rétt stefna. Fleiri mundu vilja koma sinum mönnum að öðrum til mik- illar gremju, og þannig koll af kolli. Gæti svo farið, að orkuver og vegir skiptu um nafn við hver stj.skipti, og má segja, að við höfum nóg grin i pólitikinni, þótt þetta bættist ekki við. • Nýlega var skýrt frá þvi i frétt- um. að skátar ætluðu að standa fyrir viðtækri hreinsun hér á landi i nóvember og desember næstkomandi. Munu 5000 skátar taka þátt i þessari hreinlætisher- ferð, sem efnt verður til vegna 60 ára skátastarfs á Islandi. Skátar, sem lengi hafa staðið i farar- broddi um ýmsa góða umgengis- hætti, gátu varla valið sér betra verkefni. Af öllu náttúruverndar- og um- hverfistalinu hefur ýmislegt gott leitt, þótt i þeim umræðum gæti öfga, eins og á mörgum öðrum sviöum. Almennt gerir fólk sér nú betri grein fyrir þvi en nokkru sinni áður, hve nauðsynlegt er að hreinsa nánasta umhverfi sitt og raunar allt landið. Að visu eru þeir i miklum minnihluta, sem beinlinis henda frá sér rusli út um hvippinn og hvappinn eða út- breiða óhreinindin á annan hátt. Hinir eru miklu fleiri, sem láta sér á sama standa um illa um- gengni annarra, eða gera að minnsta kosti ekkert til að beina þeim á réttari brautir, eða að laga það, sem aðrir hafa aflagað. Þegar um rusl er að ræða, þá eru unglingar að jafnaði skeyt- ingarlausastir og henda oft i allar áttir þvi sem búið er að nota þá og þá stundina. Af þessum ástæðum er framtak skátanna enn mikil- vægara vegna þess fordæmis, sem það gefur öðrum unglingum á þessu sviði. Margt eldra fólk hefur vissulega ekki alltaf verið betra. Nægir að nefna umgengni við marga vinnustaði i þvi sambandi. Ruslið hefur viða verið yfirgengilegt og óskiljanlegt, hvernig það hefur oft fylgt fólki, sem jafnvel býr i húsum og stofum, er gætu verið klippt út úr nýjustu myndablöð- um. Yfirleitt horfir þetta þó allt til bóta. Ruslið þykir skammar- legra en áður og nú er svo komið, að mörg framleiðslufyrirtæki verða á næstunni annaðhvort að hreinsa og snyrta umhverfi sitt eða þau hætta að geta komið framleiðslu sinni á markað. Þá verður umskiptanna ekki langt að biða. Og þegar sjávarsiðan hefur gert hreint fyrir sinum dyrum,, hlýtur að koma að þvi, að „um- hverfisumskiptingarnir” innan bændastéttarinnar hætti að dreifa bilhræjum og ónýtum heyvinnu- vélum um sveitir landsins. Valdimar Kristinsson. A þessari mynd sjást nokkrir ungir áhugamenn I Mosfellssveit sem þrifu ruslið meðfram þjóðveginum þar á siðastliðnu sumri.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.