Vísir - 31.10.1972, Page 5
Visir Þriðjudagur 31. október 1972.
AP/INITB I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND ! WIORGU
i
Umsjón: Guðmundur Pétursson
Frjálslyndir
töpuðu fylgi
í kosningun-
um í Kanada
Frjálslyndi flokkur Pierre sú að Frjálslyndir og ihalds-
Eliiott Trudeaus náði ekki menn yrðu jafnir að þingsætum
meirihluta fylgi i kosningunum i og að Nýi Lýðveldisflokkurinn
Kanada i gær. hcfði bætt við sig nokkrum þing-
sætum.
Talningu atkvæða var ekki um 12,8 milljónir voru á kjör-
lokið i ýmsum kjördæmum i skrá, nær tveimur milljónum
morgun, þegar siðast fréttist, en fleiri cn i kosningunum 1968,
þá þegar lá það ljóst fyrir, að þegar Trudeau vann glæsilegan
frjálslyndir höföu tapað fylgi, sigur og fiokkur hann hreppti
en íhaldsflokkurinn hafði bætt 152 þingsæti af 264. En á
s*8- jtimabilinu hefur kosningaaldur-
Virtist útkoman ætla að verða jinn verið lækkaður niður i 18 ár
Indíónar
fylkja liði
til Washington
Nokkur þúsund Indiánar Norð-
ur-Ameriku leggja í dag af stað i
göngu eftir „slóð svikinna lof-
orða” frá Potomac-þjóðgarðinum
til Washington.
Um þrjátiu sjúkraliðar og
læknar hafa slegið upp
indiánatjöldum i leiðinni. A hinn
bóginn mun þorri indiánanna
gista i kirkjum og á heimilum
velunnara sinna á leiðinni.
Indiánar gera sér vonir um að
ná til eyrna rikisstjórnarinnar, til
þess að ræða 371 samningsrof við
þá. Ennfremur til umræðna um
það, sem þeir kalla tilhneigingu
oliumanna, búhölda og fiskveiði-
manna til þess að reyna að græða
á Indiánum.
Ganga af þessu tagi á sér ekki
fordæmi i sögu Indiána. En fyrir-
liði göngunnar, Robert Burnett,
fyrrverandi formaður RoseBud
Sioux-ættbálksins, sagði, að nær
250 ættbálkar tækju þátt i göng-
unni I dag.
„Gangan gæti orðið upphaf
menningarbyltingar meðal
Indiána”, sagði Burnett, ,,sem
gæti svo aftur leitt til þess að
vekja menn til umhugsunar um
framtið Indiána i Ameriku. —
Bandarikin hafa fyrir skömmu
undirritað kjarnorkufriðarsamn-
ing við Ráðstjórnarrikin, og búa
sig undir að undirrita frið-
arsamning við Vietnam. — En
hversvegna virða þeir ekki samn-
inga við Indiána, eins og samn-
inga við þessi riki?”
Burnett fullyrti, að enginn
Indiáni hefði nokkru sinni rofið
eitt einasta af þeim 371
samningaatriðum, sem hvítir
hefðu margsinnis brotið á þeim.
Þessi mynd var tekin i Santiago i óeirðunum í Chile í lok sið-
ustu viku, en lögreglan dreifði mannfjöldanum með táragasi og
háþrýstislöngum Neins og fyrridaginn. — Siðustu fréttir herma,
að Slavador Allende, forseti, sé með flensu, en lfðan hans er þó
sögð sæmileg og mætti hann til starfa á skrifstofu sinni i gær.
Alls staðar um heim fylgjast menn af athygli með fréttum af samningatilraunum Bandarikjamanna
við Norður-Vietnam um vopnahlé á Vietnamstyrjöldinni — en þó hvergi af meiri andakt en i Vietnam.
Suður-vietnamskir borgarar skilja ekki útvarpstækið við sig, til þess að missa ekki af neinu i fréttunum.
VOPNAHLÉ EKKI SAMIÐ
r
I DAG
— en hugsanlega um nœstu helgi
„Sennilega mun Henry
Kissinger fara til fundar
viö Le Duc Tho, aðal-
samningamann Norður-
Víetnam í Paris, núna í
vikunni," höfðu erlendir
sendifulltrúar fyrir satt í
Washington í gær.
Þvi var lýst yfir, að Bandarikin
mundu ekki undirrita vopnahlés-
samkomulagið i dag, eins og
Norður-Vietnamar hafa krafizt.
En um leið var skýrt frá þvi, að
Kissinger hefði fariðframá nýjan
fund með Norður-Vietnömum til
þess að ganga frá 6-7 atriðum til
viðbótar, áður en vopnahlés-
samningur verður udnirritaður.
Og meðal diplómata i
Washington rikti bjartsýni um, að
vopnahléssamningarnir yrðu
hugsanlega undirritaðir um
næstu helgi.
Alvarlegasti þröskuldurinn i
vegi þess er þó afstaða Nguyen
Van Thieu, en að mati stjórnenda
i Washington er Thieu ekki ein-
dreginn i atstöðu, og þvi var
fleygt seint i gærkvöldi, að hánn
hefði þegar gengizt inn á sam-
komulagið um eftirlitsrikin
fjögur. Enn hefur engin opinber
tilkynning verið gefin út um það
ennþá, en aðilar ku þegar hafa
komið sér saman um, að
Indónesia, Ungverjaland, Pól-
land og Kanda haldi uppi eftirliti i
Vietnam með þvi, að aðilar virði
vopnahléð, þegar til kemur.
SUMIR GYÐINGAR VILJA
AFTUR TIL RÚSSLANDS
— aðrir bíða enn eftir því að komast af landi brott
Níutíu og tveir sovézkir
Gyðingar, sem seztir voru
að í israel, bíða nú í Vin
eftir heimfararleyfi aftur
til Sovétrikjanna.
Sex úr hópnum voru kynntir á
blaðamannafundi i gær i Vin, og
var þar skýrt frá þvi, að flestir
Gyðinganna væru búrtir að biða
svo lengi eftir svari við land-
vistarumsóknum þeirra, að þeir
hefðu fengið sér vinnu um
stundarsakir i Austurriki.
Mennirnir sex sögðu frétta-
mönnum, að þeir vonuðust til
þess, að Sovétrikin og sovézka
þjóðin mundi „fyrirgefa” þeim
landflóttann til tsraels. Og að
þeim yrði leyft að snúa aftur „til
ættjarðarinnar, sem veitti okkur
aðhlynningu og sósialistamennt-
un”.
Þeir töldu upp fjölda atriða,
sem bakað hefði þeim erfiðleika,
þegar þeir hófu búskap i tsrael,
og sögðust hafa orðið að skilja all-
ar eigur sinar eftir i Sovétrikjun-
um og greiða háar fjárhæðir til
þess að fá vegabréf.
Um leið fullyrtu þeir, að það
væru engar Gyðingaofsóknir i
Sovétrikjunum. Það hefðu verið
Læknar f jarlægðu i gær umbúð-
irnar frá auga George Banks,
enska markvarðarins, eftir upp-
skurðinn, sem gerður var á hon-
um fyrir 8 dögum. — En þeir
treystu sér ekki til að skera úr um
það enn, hvort auganu yrði bjarg-
að.
Banks, sem af mörgum er álit-
óskir um'að hitta ættingja, „þjóð-
erniskennd” og „áróður
zinóista”, sem hafði lokkað þá til
þess að flytja úr landinu.
Sovézkur blaðamaður, sem
staddurvar á fundinum, útskýrði
bið Gyðinganna eftir heimfarar-
leyfi á þann veg, ,,að útflytjendur
væru álitnir svikarar við föður-
landið” og þyrftu þvi nánari at-
hugunar við, áður en þeir fengju
heimfararleyfið.
Jafnframt þessum tiðindum
bárust i gær fréttir af þvi, að
rússneska lögreglan hefði hand-
tekið tölvusérfræðing að nafni
Vladimir Slepak i gær, en hann er
Gyðinga ættar. Var hann á leið til
fundar við 25 aðra Gyðinga i
Moskvu, sem ætluðu að bera fram
mótmæli við aðalstöðvar kommú-
nistaflokksins.
Sonur Slepaks var með honum
þegar handtakan fór fram, og
skýrði frá þvi, að þeir hefðu verið
á göngu, þegar fjórir óeinkennis-
klæddir menn komu upp að
Vladimir og um leið var bifreið
ekið upp að þeim. Kipptu
mennirnir Vladimir inn i bilinn og
hurfu að vörmu spori.
„Skemmtileg afmælisgjöf á 45
ára afmælisdegi pabba”, sagði
inn bezti markmaður heims eftir
70 landsleiki með enska landslið-
inu, lenti i bilslysi fyrir rúmri
viku og fékk þá glerflis i augað.
Eftir læknisskoðun i gær var
umbúðunum komið fyrir aftur, og
engin ákvörðun var tekin um,
hvað næst tæki við.
pilturinn.en hann fékk engin svör
við eftirgrennslan um handtöku
föður sins.
Slepak-fjölskyldan hefur i 2 ár
reynt að fá leyfi til þess að flytjast
úr landi, en hvað eftir annað verið
neitað, vegna þess að störf
Vladimirs væru „þýðingarmikil
rikinu”.
Hinsvegar hefur honum verið
meinað að vinna á sinu sérsviði
eftir að hann sótti um útflytjenda-
leyfi.
Þrátt fyrir hömlur á brottflutn-
ingi Gyðinga úr Sovétrikjunum
hafa um 30.000. Gyðingar flutzt
af landi brott, flestir til tsrael.
21 fórust í
jórnbrautar-
slysi í
Þýzkalandi
21 fórst og 70 slösuðust, þegar
tvær farþegalestir rákust á i gær
skammt frá Karl-Marx-Stadt i
Austur-Þýzkalandi.
önnur var Karola-,,hraðlestin”
á leið frá Leipzig til Karlovy Vary
i Tékkóslóvakiu og hin lestin var
að koma frá'Aue á leið til Berlin-
ar. Þær rákust beint framan á
hvor aðra, og eyðilagðist hver
einasti vagn.
Svartnættis þoka var, þegar
slysið vildi til og þykir upplýst, að
annar lestarstjórinn hafi ekki séð
stöðvunarmerki járnbrautar-
stöðvarinnar i Schweinsburg-
culten vegna þokunnar.
Tvísýnt um auga Banks