Vísir - 31.10.1972, Síða 6
6
Visir Þriðjudagur 31. október 1972.
vísm
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
F>éttastjóri: Jón Bifgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (7 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Heitt vatn og heitar tilfinningar
Sú var tiðin, að hreppapólitikin lifði góðu lifi á )
Islandi. Þá var það lenzka, að hvert sveitarfélag (
,,sá um sin mál”. Það þótti heldur ófint að leita út (
fyrir sin hreppsmörk að lifsbjörginni. )
En höfum við nokkuð við hreppapólitik að gera á (
þeirri öld framfara, sem við lifum á? óneitanlega )
skýtur þessu smáskrýtilega fyrirbæri stjórn- )
málanna upp öðru hverju og i ýmsu formi. (
Næststærsti bær landsins, Kópavogur, á til \
dæmis erfitt með að losna úr viðjum hreppapóli- (
tikurinnar. Þar hafa löngum barizt um völdin /
klikur og flokkarnir jafnvel verið flisaðir niður inn- )J
byrðis.. óneitanlega hefur þetta þó minnkað siðari \\
árin og málefnalegri afstaða tekin til hlutanna, (
enda hafa Reykvikingar og fólk utan af landi flutzt /
til Kópavogs þúsundum saman, og aðkomumenn \
nenna yfirleitt ekki að setja sig inn i flókin persónu- (
vandamál þeirra, sem fyrir sitja. /
Hitaveitumálið er siðasta og frægasta dæmið um \
hreppapólitik i stóru sveitarfélagi á íslandi 20. y
aldarinnar. Það virðist eins og sumir skilji ekki, að /
milli sveitarfélaga á Reykjavikursvæðinu eru ekki )
lengur neinir sálrænir múrar. \
í Reykjavik og næsta nágrenni búa um 120 )
þúsund manns. Hvort menn búa innan borgartak- \
marka Reykjavikur eða ekki, þá er það staðreynd, (
að sum vandamál svæðisins i heild verða helzt leyst /
með allsherjar átaki, en ekki með þeim hætti, að )
hvert sveitarfélag sé að bauka i sinu horni. \
Nú vill svo til, að Hitaveita Reykjavikur er orðið )
gróið fyrirtæki og mjög sérstætt og á sér engar \
fyrirmyndir, hvar sem leitað er. Það hlýtur þvi að (
, hafa verið kærkomið Kópavogsbúum að komast )
sem eignar- og viðskiptaaðili við slika stofnun. Það \
lætur þvi dálitið ankannalega i eyrum, þegar böl- (
sótazt er yfir þvi, að Reykjavik sé að gleypa /
nágrannasveitarfélögin, að á sama tima eru múr- )
arnir milli heilu landanna að hrynja og ein stór \
Evrópa að verða til á viðskiptasviðinu. Fossvogs- (
lækurinn er i hugum sumra svo magnaður veggur /
milli Kópavogs og Reykjavikur, að engu lagi er )
likt.
Vitaskuld er ástæðulaust, að Kópavogur og )
Reykjavik sameinist. Kópavogur heldur uppi sér- \
stöku menningarstarfi i sinni byggð og fer með (
eigin stjórnunarstörf. En hvers vegna skyldu /
sveitarfélögin, sem búa svo þétt s.aman, ekki vinna )
að stórframkvæmdum saman og gera sér verkið \
léttara? (
En hreppapólitikin getur leitt menn á villigötur og )
þannig var það með bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- (
flokksins, sem afsagði samstarf við félaga sina i /
meirihluta bæjarstjórnar, þegar hann varð að láta i )
minni pokann i hitaveitumálinu. Áreiðanlega hefur \
sitthvað fleira kraumað undir niðri, en heldur er (
það þó ólýðræðislegt að geta ekki látið i minni /
pokann fyrir algjörum meirihluta án þess bókstaf-)
lega að snúa öllu við i kringum sig. Og sannarlega \
er það spurning fulltrúi hvers slikur maður getur (
verið eftir yfirlýsingar þær, sem bæjarfulltrúinn )
gaf i bæjarstjórn Kópavogs. )
WATERGATE-MÁLIÐ
,,Þess konar aðferðir
eru ekki viðhafðar i okk-
ar undirbúningi fyrir
kosningarnar — né held-
ur i stjórnarstarfi okkar.
Og Hvita húsið er á eng-
an hátt tengt þessu at-
hæfi.”
Þannig komst Richard Nixon
að orði á blaðamannafundi, sem
haldinn var i sumar, eftir að Wat-
ergate-málið spurðist út.
Þetta mál hefur aldrei horfið af
forsiðum blaðanna, siðan uppvist
varð um innbrotið i aðalstöðvar
Dcmókrataflokksins i júni, þar
scm komið var fyrir hljóðnemum
og njósnabúnaði. — Sjö menn
voru handtcknir grunaðir um
innbrotið.
En menn hafa ekki látið sér
segjast við fullyrðingar Nixons og
nánustu samstarfsmanna hans
um, að þeir hafi ekki haft hug-
mynd um þessar njósnir. Blöðin,
einkanlega Washington Post,
hafa talið sig geta rakið tengsl á
milli þessa atburðar og svo nán-
ustu aðstoðarmanna Nixons for-
seta.
Það kom fljótlega i ljós, að tveir
mannanna sjö, sem handteknir
voru vegna innbrotsins, höfðu
báðir unnið um stundarsakir við
Hvita húsið sem ráðgjafar. Fjár-
magnið til njósnanna er talið hafa
komið úr kosningasjóðum Nix-
ons.
Stoðum hefur sérstaklega verið
rennt undir það siðarnefnda, eftir
að vitnazt hefur, að bein tengsl
séu milli Hvita hússins og Don-
alds nokkurs Segretti, lögfræð-
ings i Los Angeles, sem talinn er
hafa þegið 35 þúsund dollara fjár-
framlag úr kosningasjóði Nixons,
beinlinis til að stuðla að glund-
roða og öngþveiti i kosninga-
undirbúningi demókrata.
Washington Post hefur eftir
þremur lögfræðingum, að Seg-
retti þessi hafi komið að máli við
þá og viljað fá þá til að starfa fyr-
ir repúblikana i laumi. Haft er
eftir einum þessara lögfræðinga,
sem reyndar er núna nánasti
samstarfsmaður fylkissaksókn-
arans i Tennessee, að Segretti
hafi sagt honum, að um væri að
ræða njósnirog „hermdarverk” á
kosningaundirbúningi demó-
krata. ,,Hann nefndi einnig, að
það gæti verið nauðsyn á að nota
falsaða pappira,” hefur Washing-
ton Post eftir Alec P. Shipley,
fulltrúa saksóknarans i
Tennessee.
Lögfræðingarnir þrir segjast
hafa visaðSegretti á bug og fjórði
lögfræðingurinn hefur sagt i eið-
svörnum framburði, að stuttu eft-
ir að upp komstum Watergate-
málið, hafi Segretti komið að
máli við sig og sagt, að nærri hon-
um væri bent.
Blöð i Baridarikjunum, t.d.
Times, segjast hafa upplýsingar
um það frá dómsmálaráðuneyt-
inu, að Segretti, flokksbundinn
demókrati, hafi verið ráðinn á
mála hjá repúblikönum af
Dwight Chapin, sem er náínn að-
stoðarmaður forsetans. Og
Segretti hafi þegið laun sin úr
hendi Herberts Kalmbachs, sem
er einkalögfræðingur Nixons.
Þótt Segretti hafi viðurkennt
fyrir starfsmönnum dómsmála-
ráðuneytisins, sem unnið hafa að
rannsókns málsins, að hann hafi
verið ráðinn til þess að skapa
glundroða i kosningaundirbúningi
repúblikana, þá hefur hann þrætt
fyrir að hafa á nokkurn hátt átt
viðskipti við aðstoðarmenn for-
setans — eða stungið upp á ólög
legum aðferðum við lögfræðing-
ana þrjá.
Hann segist hafa hringt i fram-
bjóðendur demókrata og „aflýst
fundum” — sem átti kannski alls
ekki að aflýsa — eða gaf þeim
falskar upplýsingar og sendi á
framboðsfundi menn með óþægi-
legar spurningar fyrir demókrat-
ana.
En rannsóknarmennirnir telja
sig hafa vissu fyrir þvi, að grip
ið hafi verið til óvandaðri meðaia
heldur en Segretti hefur viljað
vera láta. Eins og að falsa fyrir-
mæli á bréfseini frambjóðenda og
að lauma meiðandi upplýsingum
til fjölmiðla, spilla fundarboðum
og ferðaáætlunum frambjóðenda
og njósna um einkalif helztu
starfsmanna frambjóðendanna i
von um að finna þar veika bletti
og „hneyksli” til að fóðra fjöl-
miðla á.
Eitt árásarmarkið virðist hafa
verið ársþing demókrata á Miami
Beach i júli i sumar. Þegar James
W. McCord, sem talinn er hafa
verið fyrirliði Watergate-sjö-
menninganna, var handtekinn i
IIIIIIIIIEEI
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
aðalstöðvum demókrata, hafði
hann i skjalatösku sinni ýmis
skjöl og stimpla, sem misnota
mátti demókrötum mjög til baga.
Þar á meðal var listi yfir um-
sóknir blaðamanna um passa til
þess að sitja fundi demókrata, og
vegabréfsefni, viðeigandi stimpl-
ar og svo minnisblöð um fundar-
stað fyrir samtök ungra demó-
krata og skólafólk.
„Slikt hefði veitt ótakmarkaða
möguleika til þess að koma illu af
stað,” segir fyrrverandi CIA-
maður i viðtali við eitt blaðanna.
„Maðurinn gat sent boðsmiða til
sámtaka ungs fólks og stefnt
þeim á ákveðinn fundarstað, sem
átti kannski að vera lokaður.
Þegar unga fólkinu væri meinuð
aðganga, hefði allt sprungið i loft
upp, — og siðan var bara að sjá til
þess, að nægir blaðamenn væru
til staðar til þess að skýra frá at-
burðum.”
Grunur hefur vaknað um, að
hið illræmda „Canuck-bréf” sé
þannig til komið, en skömmu fyr-
ir forkosningarnar i New Hamps-
hire birti eitt dagblaðið bréf, sem
gaf i skyn, að Edmund Muskie
öldungardeildarþingmaður hefði
Donald Segretti, lögfræðingur: Sagðist ráðinn til þess að skapa
glundroða i kosningabaráttu demókrata.
Alex Shipley, fulltrúi saksókn-
ara: Reyndi Segretti aö ráða
hann til njósna og „hermdar-
verka”?
Dwight Capin, trúnaðarmaður
Nixons: Réð hann Segretti?
uppnefnt fransk-kanadisk-ættaða
Bandarikjamenn. Birting bréfs-
ins leiddi til þess, að Muskie
missti stjórn á sér og hellti sér
yfir blaðið, en það aftur á móti er
talið hafa leitt til þess, að hann
hlaut lélega útkomu úr kosning-
unum.
I annan stað fengu margir
demókratar bréf i umslögum,
sem sérstaklega voru merkt með
bréfahaus Muskies, en bréf þessi
gengu öll út á það, að skoðana-
könnun hefði leitt i ljós, að 51%
kjósenda teldu Edward Kennedy
óhæfan til forsetaframboðs.
Og svona mætti telja lengi, eins
og simhringing til CBS-sjón
varpsstöðvarinnar, þar sem mað-
ur i simanum þóttist vera einn
nánustu trúnaðarmanna McGov-
erns, sem keypt hafði útsending-
artima af sjónvarpsstöðinni. Fór
röddin i simanum, sem kynnti sig
með nafni trúnaðarmannsins,
fram á það, að útsendingunni yrði
frestað, þvi að ræða frambjóð-
andans um Vietnammálið mundi
henta betur siðar. Af tilviljun var
hringt aftur til höfuðstöðvar Mc-
Governs, meðan breytingin á
sjónvarpsdagskránni var til-
kynnt, og spurt um, hvaða tima
McGovern kysi heldur. Komst þá
upp um hrekkinn.
En núna i siðustu viku sagði
rikissaksóknarinn, Richard G.
Kleindienst, að dómsmálaráðu-
neytinu hefði ekki tekizt að „afla
neinna sönnunargagna” um, að
nein „lagabrot” hefðu átt sér stað
— umfram innbrotið i Watergate-
skrifstofur demókrata. Og sagði
hann, að engin sérstök rannsókn
færi fram á þessum meintu
„hermdarverkum”, né væri neitt
tilefni til slikrar rannsóknar.