Vísir - 31.10.1972, Síða 16

Vísir - 31.10.1972, Síða 16
vísm Þriðjudagur 31. október 1972. Rúm milljón í hjartabíl Ein milljón og fjögur þúsund krónur hafa nú safnazt til kaupa á sérstökum sjúkrabil, sem hentug- ur væri til flutninga á mjög vciku fólki. Pað er Blaðamannafélag islands, i samráði við Kauða kross íslands og Hjartavernd og til minningar um Hauk Hauksson, blaðamann, sem stcndur fyrir söfnunin ni. Bilinn mun kosta rúmlega tvær milljónir króna. 1 honum eiga að vera öll nauðsynlegustu tæki til að lifga fólk við úr dauðadái og til þess að unnt sé að gera sér grein fyrir liðan fólks áður en á sjúkrahús kemur svo og að gripa til þeirra læknisráða, sem geta gert útslagið, þegar aðeins minútur skilja á milli feigs og ófeigs. — Billinn verður þvi sér- staklega ætlaður til aö flytja hjartasjúklinga, fólk sem hefur fengið lost, drukknað eða lent i öðrum slysum. Öll blöðin taka á móti framlög- um i söfnun þessa, svo og Rauði krossinn. — VJ. Nemendum bœndaskólanna bannað að koma með bifreiðar í skólana Nemeudum beggja bændaskól- anna, að llólum og Hvanneyri, befur nú verið bannað að koma með vélknúin iikutæki sín þegar þcirseljastá skólabekk. I>að hef- ur viljað brenna við undanfarin ár að nemendur eyddu skólapen- ingum i viðhald iikulækja og þótti ekki gott. „Við settum þetta bann i sam- ráði við skólastjóra bandaskólans á Hvanneyri", sagði Haraldur Árnason skólastjóri á Hólum i samtali við Visi. Bannið á bænda- skólanum á Hvanneyri hefur ver- ið i nokkurn tima. Hins vegar hafa nemendur framhaldsdeildar þar, sem er nokkurs konar há- skóladeild, ennþá leyfí til að hafa bila sina með sér. Haraldur sagði nemendur oft hafa verið i vandræðum með að halda ökutækjum sinum úti. Hefðu þeir þá jafnvel gripið til skólapeninganna til bensinkaupa og viðhalds. Hefðu þvi komið upp vandræði þegar leið á veturinn. Auk þess stafaði nokkur ófriður af bilaakstrinu'm fyrir utan það að nemendur freistuðust til aö vera meira fjarverandi frá skólanum en góðu hófi gegndi. Skólastjórinn kvað engan nemanda hafa kvart- að undan þessu banni. Ein stúlka er meðal nemenda Hólaskóla og sagði Haraldur ekki draga i efa að nærvera hennar hefði góð áhrif á nemendur. Sætta þeir sig ef til vill betur við billeysið af þeim sökum. —SG Enn verið að kanna bókhald Hamraness Enn hefur Hamranesmálið ekki verið sent Saksóknara-rikisins til frckari ákvörðunar. Endurskoð- andi var fenginn til að kanna bók- hald útgcrðarinnar og hcfur það reynzt erfiðara verk en búizt var við i fyrstu. Samkvæmt uppíýsingum bæjarfógetaembættisins i Hafnarfirði er álitið að þessari bókhaldskönnun fari brátt að ljúka. Verða þá öll gögn málsins send aftur til saksóknara, þar sem endanleg ákvörðun verður tekin um, hvort ástæða sé til málshöfðunar á hendur eigendum eða ekki. — SG. KÓPAVOGUR AUÐVELDAR „STÓRA STÖKKIÐ" Ilagræðiö fyrir okkur Ileykvikinga af samn- ingum Ilitaveitu Ileykjavikur við Kópa- vog liggur i þvi, að við fáurn nú markað til að nýta betur nýju virkjunina að lieykjum og nýja aðfærslustokk- inn frá Ileykjum, sagði Jóhannes Zoega, hita- veitustjóri i viðtali við Visi i gær. Nýja virkjunin aö Reykjum var stórt stökk, sem við uröum að taka til að tryggja Reykja- víkurbúum nægilegt vatn, en af- kastagetan er hinsvegar miklu meiri en svo að við getum einir nýtt hana á næstunni. Með þvi að leggja hitaveitu um allan Kópavog getum við lækkað hlut- fallslegan rekstrarkostnað. Kópavogsbúar fá hitaveituna með alvcg sömu kjörum og Reykvikingar, greiða sömu hcimlaugagjöld og jafnt fyrir heita vatnið. Reiknað er meö þvi, að tekjur Hita veitunnar verði um 40 milljónir króna ár- lcga af sölu heits vatns til Kópa- vogsbúa, en til þcss að ná i við- skiptin, þarf Hitaveitan aö fjárfesta um 180 millj. króna i dreifikerfi og aðfærsluæðar, umfram um 80 milljónir króna, sem einstakir húseigendur munu greiöa i heimtaugagjöld. Samkvæmt samningum Hita- veitu Reykjavikur og Kópávogs er gcrt ráð fyrir að lokið verði við að lciða heitt vatn f öil þau hverfi, sem nú eru byggð, 1976 cða cftir rúm þrjú ár. Þetta er þó háð þcim skilyrðum, að Hita- veitan fái að hækka svo taxta sina, að tekjur hennar nemi a.m.k. 7% af óafskrifaðri fjár- festingu. Hitaveitan nær raunar hvergi nærri þessu lágmarki núna, sagði Jóhannes Zöega. Þar vantar 15-17%. Taxtar Hita- veitunnar höfðu staðið i stað sið- Kostar Hitaveitu Reykjavíkur 180 milljónir að leggja dreifikerfi um Kópavog an um mitt ár 1970 þar tii i marz sl. aö leyfi fékkst til að hækka taxtana uin 5%. A sama tima hafði kostnaður hækkað um 42%, sagði hitaveitustjóri. Samningaviðræður standa nú yfir við Garðahrepp og Hafnar- fjörð um hugsanleg viðskipti. Ekkert frásagnarvert hefur enn komið fram i þeim viðræðum. Af þessum sveitarfélögum var áliugi alltaf mestur hjá Kópa- vogi, sagði hitaveitustjóri. —VJ Tillögur efnahagsmólanefndar vart tilbúnar fyrir þing ASÍ „Gœti vantað þrjó millj- arða" — segir forsœtisróðherra Við áframhaldandi umræður um cfnahagsmálin á Alþingi hef- ur forsætisráðherra ckki neitað að efnahagsvandinn geti numið allt aö 3.000 milljónum. Kvaðst hann ekki hafa átt við efnahags- vandann i heild þegar hann ræddi um að 800 milljónir króna vant- aði, heldur aðeins staðreyndir sem fyrir lægju þegar fjárlaga- frumvarpinu sleppti. Þeir Magnús Jónsson og Geir Hallgrimsson hafa bent á það við umræðurnar, að 2.500—3.000 milljónir þurfi til viðbótar fjár- lögunum ef visitala og fram- færslukostnaður eiga að haldast i hendur. Þröstur Ólafsson hag- fræðingur, sem sæti á i efnahags- málanefnd rikisstjórnarinnar, hefur nefnt 2.000 millj., sem lik- lega upphæð. Rikisstjórnin hefur enn ekki látið uppi til hvaða ráð- stafana hún muni griða, að undanskildum yfirlýsingum for- sætisráðherra um persónulegar skoðanir hans á leiðum til úrbóta. Efnahagsmálanefndin hefur ekki ennþá skilað tillögum sinum til stjórnarinnar. Gert hafði verið ráð fyrir aö nefndin skilaði skýrslu upp úr miðjum nóvem- ber, en óvist er hvort sú áætlun stenzt. Þó kemur til mála að þá verði lagðar fram einhverjar bráðabirgðatillögur. Þing ASl hefst 20. nóvember og eru þvi all- ar likur á, að þá liggi ekki fyrir akveðin stefna i efnahagsmálum. Getur þvi svo farið að þetta þing verði all sögulegt. — SG. ÞRÍR SKUTTOGARAR í VIÐBÓT KOMA Á ÁRINU Von er á tveimur stór- um skuttogurum til landsins og einum minni íyrir áramót. Er hér um aó ræöa Spánartogarann Bjarna Benediktsson og ögra sem smiðaður er i Fóllandi. Ennfremur einn sem smiðaður er i Noregi fyrir Vestfirð- inga. Bjarni og ögri verða væntan- lega afhentir um miðjan nóvem- ber og Noregstogarinn i desem- ber. Þá var áætlað að Hafnar- fjarðartogarinn Júni yrði afhent- ur á Spáni i desember, en vegna breytinga sem ákveðið var að gera á honum er talið mjög vafa- samt að sú áætlun standist. Fyrsti Japanstogarinn er ekki væntanlegur fyrr en i marz eða april. Samkvæmt upphaflegu til- boði Japana átti að afhenda Krekar inun það fátitt að það taki mann sem býr á höfuð- borgarsvæðinu sólarhring að fara út i búð að kaupa kók. Visir fregnaði þó .af einum slikum. Sá var kominn hálfa aðra þingmannaleið út fyrir höfuð- borgarsvæðið, þegar lögreglan fyrir austan fjall stöðvaði bilinn, sem hann var farþegi i um helg- fyrstu 3-4 togarana á þessu ári, en vegna tafa á gerð samninga dregst afhending fram á næsta ár. Siðan tekur við heimsiglingin, sem mun taka 40-45 daga. — SG. ina. ökumaður bilsins reyndist vera ölvaður. Þegar lögreglan ætlaði að ræða eitthvað nánar við þá sem i biln- um voru, mátti áðurnefndur mað- ur ekki vera að þvi að tala við hana, þvi að hann þurfti aö flýta sér heim til konunnar með kók- flöskurnar tvær sem hann fór út til að kaupa morguninn áður.-Ló Honum dvaldist úti í búð — og lögreglan greip í taumana Samskipti kyjijanna eru með margvislegu móti, stundum blið og náin, á öðrum tima og öðrum stað eins og milli hunds- og kattar. Hlutleysis skal hér gætt og þvi verður ekkert um þaö sagt hvoru kyninu vegni betur eða hvors málstaöur sé háleitari. Hitt er svo annar handleggur aðá þessari mynd vegnar konunni betur og hennar málstaður er háleitari. Myndina tókBjaruleifur á æfingu á leikritinu Lýsiströtu, en i þvi leikriti heyja konur baráttu fyrir friði með margvislegum aðferðum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.