Vísir - 04.11.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 04.11.1972, Blaðsíða 2
2 Vísir. Laugardagur 4. nóvember 1972 vfentsm-- Trúið þér á andalækn- ingar? Torfi Einarsson, benzinaf- greiöslu m aóur : Nei, ég veit reyndar ekkert um þetta, ég held samt aö þetta sé vitleysa. Pétur Þorvaldsson, lagermaður Já. ég held að það geti verið eitt- hvað til i þessu. Ég veit um tilfelli slikar lækningar. Ég hef samt aldrei orðið fyrir slikri reynslu sjálfur. Kósa Sigurðardóttir, nemandi Já, ég hef orðið fyrir reynslu á þessu sviði sjálf. Ég er alveg viss um að þetta er til. Jóhanna B jörnsdóttir, lækna nemi. Nei, ég hef enga sönnun fengið fyrir þvi að þetta sé til. Þess vegna get ég ómögulega trúað á andalækningar. Helgi Viborg, nemandi. Nei, ég held aö þetta sé bara vitleysa. Ég hef heyrt dæmi um slikar lækn- ingar en ég er ekki sáttur við þetta. Hannes Jóhannsson, málari. Ég hefekkiorðið fyrir neinni reynslu á þessu sviði. Það getur samt vel hugsast að eitthvað sé til i þessu. Ég þori ekki að segja mikið um það. Það kostar Gullfoss 4 milljónir að liggja — en Eimskip sparar sér þó 21 milljón í vetur með því móti Líklega mundi ekkert fyrirtæki á islandi hugsa sig um tvisvar ef því stæöi til boða aö spara sér 21 milljón á einum vetri. Þetta gerir Eimskipafélag íslands i vetur með þvi að láta Gullfoss liggja í Reykjavíkurhöfn. Að sögn óttars Möller, forstjóra Eimskipafélags islands kostar það um 4 milljónir að hafa skipið i höfn, — en fyrirsjáanlegur rekstrar- halli hefði annars orðið um 25 milljónir yfir vetrar- mánuðina. Um borð í skipinu verða i vetur þrir vélstjórar, sem munu sjá um að vélum verði haldið við, en auk þess þrir hásetar og vaktmenn. Visir tók öttar Möller og nokkra forráðamenn Eimskips tali i gærdag, en hjá fyrirtækinu er mikið um að vera eins og oftast, enda okkar stærsta skipa- félag með 16 ,,fossa” auk Hofs- jökuls, sem er á timaleigu hjá félaginu og öskju, sem er eign Eimskipafélags Reykjavikur, sem rekið er af Eimskipafélagi tslands. „Reksturinn i ár hefur verið mun verrien áður”, sagði Óttar. „Astæðan fyrir þessu er augljós- lega sú að rekstrarkostnaður er- lendis hefur stórhækkað, laun hér heima hafa hækkað um ca. 40% og allur kostnaður hér stór- hækkað”, sagði forstjórinn, en kvartaði jafnframt undan þvi að farmgjöld hefðu ekki hækkað svo mikið sem um eina krónu á tveim árum, nema frystar afurðir að meðaltali um 4%. Algjör verð- stöðvun hefði átt sér stað gagn- vart fragtgjöldum skips- félaganna þessi 2 ár. „Þessu höfum við hreinlega orðið að mæta með enn aukinni hag- ræðingu, t.d. að leggja Gullfossi”, sagði Óttar. Þá sagði Óttar að gengið hefði verið frá sölu á Ljósafossi, en það skip hefur félagið átt i rúm 3 ár og er það selt til Frakklands og verður væntanlega afhent i Ham- borg i mánaðarlokin. Ljósafoss var seldur fyrir 51.7 milljónir króna, er var keyptur fyrir 46.2 milljónir króna. Skiðið var smiöað 1961 og tekur um 1800 tonn af vörum. Óttar kvaðst ekki trúaður á að kaupandi fengist að Gullfossi. Skiðið hefði verið sett á sölu- lista, en það yrði þvi aðeins selt að mjög hagstætt tilboð kæmi, og alls ekki fyrr en haustið 1973. En Gullfoss tekur stefnuna út úr Reykjavikurhöfn snemma næsta vor. Fyrst er stefnan tekin á Isafjörð i fjölskylduferð um páskana, en siðan fylgja þrjár vorferðir. Sú fyrsta er til Cork á trlandi, San Sebastian á Spáni, til Jersey, sem er eyja milli Eng- lands og Frakklands og loks til Glasgow. Þá er það vorferð til Þórshafnar i Færeyjum, Kaup- mannahafnar, Hamborgar, Am- sterdam og Leith. Og loks „Vikingaferð” til Noregs með viðkomu i Þrándheimi, Bergen, Stavangri og Tönsberg. A heim- leið er svo gert „strandhögg” i Þórshöfn i Færeyjum. Regluleg áætlun hefst svo 15. júni og stendur til 17. september. Verður nú siglt á 10 til 11 daga fresti i stað 14 daga áður. Sumar- áætlun lýkur svo með haustferð til Dublin, Rotterdam, Ham- borgar, Kaupmannahafnar og Leith. Sú breyting hefur nú orðið á að Ferðaskrifstofan úrval hefur tekið að sér alla farmiðasölu með skipum félagsins og verður far- þegadeildin þá lögð niður, en deildarstjóri hennar, Friðjón Ást- ráðsson, mun starfa áfram sem fulltrúi félagsins við skipulagn- ingu og umsjón farþega. En eins og önnur fyrirtæki á Eimskip sinn „óskalista” og enda þótt strikað sé árlega yfir ýmis atriði þess lista bætast önnur við. Um þessar mundir er eitt atriði óskalistans, aö verða að raunveruleika. Eim- skip er að byggja eitt stærsta hús landsins við Sundahöfn og miðar þvi verki svo vel áfram að reiknað er með að flutt verði þar inn um áramótin. Sagði Óttar Möller að þá væri hægt að bæta úr brýnustu neyðinni i geymslu- málunum, þvi stöðugt vantar geymslur við skipshlið, enda stefnt að þvi að öll vara verði flutt beint i geymslur á hafnar- bakkanum i stað þess að flytja þær um allan bæ eins og tiðkazt hefur i allt of rikum mæli. —JBP— Rœtt við Ottar Möiier forstjóra E.í. LESENDUR JIHAFA /Xm ORÐIÐ „Viljum engan náðarstyrk, — aðeins eðlileg lán" Margt hefur verið ritaö um mink og minkarækt á islandi, satt og ósatt, en grein sú er birtist i þessum iesendaþætti Visis sl. iaugardag, undirritub af Karli Gunnarssyni, jaörar viö hreina ofstæki i garð þessarar nýju at- vinnugreinar, loðdýraræktunar á tslandi. Maður þessi viröist ekki hafa tekið eftir þvi sem formaöur SÍL (sambands islenzkra loðdýra- ræktenda) Asberg Sigurðsson sagði i sjónvarpsþættinum „Sjón- aukinn” sl. föstudagskvöld, að þaö tjón sem búin urðu fyrir sl. vor, væru um 12—15 milljónir króna, miðað við verð á minka- skinnum sl. vetur, en ekki tjón upp á 100 milljónir króna, eins og sá visi maður Karl skrifar um i grein sinni. Getur þvi hver rétthugsandi maður séð að þetta tión, er þess- um nýja og óþroskaða atvinnu- vegi tilfinnanlegt áfall. Ég get upplýst það fh loðdýra- ræktenda, að við höfum ekki farið fram á neinn náðarsyrk frá hinu opinbera, heldur óskað eftir þvi að hið opinbera hlutist til um að okkur verði veitt lán, sambærileg við annan atvinnurekstur, sem skapar gjaldeyri. Til að útskýra málið frekar, hefur stofnkostn- aður þessara 8 minkabúa reynzt ca. 100 milljónir króna. Þar af hefur lánastofnun landbúnaðar- ins lánað 50% af byggingarkostn- aði, eða 33 milljónir kr. eða sem svarar 33% af heildarstofnkostn- aði búanna. Dýrin kostuöu um 25 millj. kr. og út á þau hafa ekki fengist nein lán. Eigendur hafa þvi orðið að standa undir þessum kaupum á dýrunum frá Noregi sjálfir. Greiðslufrestur á dýr- unum var i flestum tilfellum 50% lán til eins árs, og urðu eigendur að veðsetja sinar persónulegu eigur fyrir þessum lánum, eða setja persónulegar ábyrgðir i öðru formi. Sem sagt um 67 milljónir kr. hafa hluthafar minkabúanna orðið að leggja fram, eða setja sig i persónulega ábyrgð fyrir, til þess að koma þessum minkabú- um upp. Þegar við svo snúum okkur að sjálfum rekstri búanna, þá hafa þau lán sem fengizt hafa, hvergi nægt til rekstursins og enn hafa hluthafar orðið aö leggja fram meira fé, eða gangast i persónu- legar ábyrgðir til að standa undir rekstri búanna. Snúum okkur nú að hluthöf- unum sjálfum, en þeir eru nú um 500 i þessum 8 minkabúum, og eiga þeir að sjálfsögðu misstóra hluti. Ég get upplýst það, að fæstir hafa ætlað sér að verða á þessu milljónamæringar, en vilj- að með hlut sinum stuðla að bætt- um atvinnuvegum hér á landi. Væri bað þvi okkar yfirvöldum til ævarandi vanvirðu, ef þau sneru nú baki i þetta fólk, sem hefur bæði lagt peninga, vinnu og ábyrgöir til að byggja upp þennan nýja gjaldeyrisskapandi atvinnu- veg. Sem skattgreiðendur leggja þessir hluthafar og fjölskyldur þeirra ekki svo litinn hlut i rikis- kassann, ef vel væri að gáð i skattskránni. Þætti mér ekki ósennilegt, að þeir greiddu tölu- vert á annað hundraö milljónir króna i opinber gjöld, svo ekki væri með öllu ósanngjarnt, að þessir menn fengju einhvern ráð- stöfunarrétt með peningum sinum. Sem sagt þaö þarf litla lánsupp- hæð til að hjálpa þessum búum úr þessu óvænta tjóni, sem þau hafa orðið fyrir, en það yrði mörgum hluthöfum þungur róður að borga allar þær skuldbindingar, sem hann er i ábyrgð fyrir, ef svo illa tækist til, að sum búin yrðu að hætta rekstri sinum á öðru ári, og væri það mikiö óráð, vegna þess einfaldlega að verð á minka- skinnum hækkaði um 30—35% á sl. vetri, en eins og kunnugt er, féll verð á minkaskinnum árið 1970 i það lægsta verð sem það hefur farið i nokkru sinni. Þetta stafaði fyrst og fremst af þvi að Bandarikjamenn voru búnir að framleiða um ca. 9 milljónir skinna og metta þvi sinn markað. Þá hættu þeir að mestu að kaupa skinn i Skandinaviu, en þeir höfðu áður keypt um 67% af öllum skinnum i Skandinaviu. Tizkan stóð einnig á krossgöt- um, svo að skinnaframleiðsla minnkaði um 35% á 2 árum. Þar af mest i Bandarikjunum úr ca. 9 millj. skinna i ca. 2—2,5 millj. skinna. í vetur fór svo þessi skortur á skinnum að gera vart við sig, þvi nú hafa Bandarikja- menn aftur sézt i uppboðshúsum i Sk^indinaviu og keyptu þeir meðal annars upp öll skinn, sem á boðstólum voru nú i september- mánuði sl. Samkv. spám uppboðshaldara eru nú góðar horfur á enn frekari hækkunum á minkaskinnum i vetur vegna vaxandi eftir- spurnar. Með þessari grein minni, vil ég benda Karli Gunnarssyni og öðr- um skammsýnismönnum á, að minkarækt getur eins vel þróast hér á landi eins og i öðrum skandinaviskum löndum. Þau framleiða nú um 9 milljónir skinna árlega, eða um 55% af heimsframleiðslunni og samkv. verði á skinnum sl. vetur væru þetta ca. 10,8 milljarðar króna (isl.) Ætli frændum okkar Skandinövum þætti ekki mikill missir i þvi að missa þessar tekjur, þó stundum komi léleg ár inn i milli, þá eru þau fleiri árin, sem hafa gefið góðar tekjur i þjóðarbúið. Þetta vita skandinavisk stjórnvöld og bankayfirvöld, og lána þeir sinum minkabúum. Góð þriggja ára lán vaxta- og afborgunarlaus, til aö reka búin sin þegar illar árar hjá þeim. Við skulum vona Karl að okkar stjórnvöld feti i fótspor „kollega” sinna i Skandinaviu og hjálpi okkur að byggja upp okkar atvinnuveg, sem nú þegar hefur verið byggður upp á svo vand- aðan máta, að erlendir gestir hafa látið i ljós sérstaka hrifningu yfir vönduðum byggingum. Asgeir Pétursson, bústjóri Dalbús hf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.