Vísir - 04.11.1972, Blaðsíða 6
6
Visir. Laugardagur 4. nóvember 1972
vísir
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Bihgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannessön
Aifglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 < 7 linur)
Skipulagf flan
Á dögum viðreisnarstjórnarinnar var opinberri
áætlanagerð komið á traustan grundvöll. Komið
var á fót stofnun til að draga saman hagtölur og
gera spár og áætlanir á ótalmörgum sviðum.
Gerðar voru þjóðhagsáætlanir, framkvæmda
áætlanir fyrir rikið, landshlutaáætlanir og marg-
vislegar fleiri áætlanir.
Þessar áætlanir voru eins konar spár inn i
framtiðina, án þess að vera bindandi. Reynt var
að beina fjármagni til þeirra þarfa, sem spárnar
töldu brýnastar. Reynt var að hafa sveigjanleika
i áætlanagerðinni, þvi að sannleikurinn er sá, að
allar spár reynast meira eða minna rangar.
Á þeim árum voru markmið áætlanagerðar-
innar hin sömu og i öðrum nálægum löndum.
Litið var á þetta starf sem nytsamlega hjálp,
þegar taka þurfti mikilvægar ákvarðanir. En
hjálpartækið var ekki gert að trúaratriði, eins og
nú hefur verið gert, þegar stjórnvöld segjast vera
að koma upp áætlunarbúskap.
Athyglisvert er, hve stórlega áætlunum hefur
hrakað, siðan gerð þeirra varð að trúaratriði.
Gott dæmi um það eru kaupin á skuttogurum.
Viðreisnarstjórin fór varlega af stað á þvi sviði,
enda hafði útgerð togara lengi barizt i bökkum,
meðan önnur útgerð fiskiskipa blómgaðist.
Viðreisnarstjórnin taldi, að stuðla bæri að þvi,
að togarflotinn endurnýjaðist, þrátt fyrir erfið-
leikana. Hún átti frumkvæði að þvi að nokkrir
stórir skuttogarar yrðu pantaðir. Henni var þó
ljóst, að þetta var áhættusamt fyrirtæki vegna
skorts á sjómönnum og vaxandi rányrkju á
miðunum. Þess vegna vildi hún byrja með
nokkur skip og sjá, hvað reynslan leiddi i ljós.
Svo komst vinstri stjórnin til valda fyrir tæp-
lega hálfu öðru ári. Þá var áætlanabúskapur haf-
inn til skýjanna og meðal annars ákveðið, að
endurnýjun togaraflotans skyldi vera efst á lista
forgangsmálanna. Aukin aðstoð var veitt til
togarakaupa. Hin hagstæða fyrgreiðsla leiddi til
þess, að á skömmum tima voru nærri 50 togarar
pantaðir. Vinstri stjórnin barði sér á brjóst og
sagði? Sjáið muninn, þeir pöntuðu bara átta, en
við um fjörutiu. Við erum fimm sinnum duglegri
en þeir!
I ákafa hinnar nýju skipulagshyggju gleymdust
mikilvægar staðreyndir. Ein þeirra var sú, að
erfitt er að manna núverandi fiskiskipaflota og
enn erfiðara verður það, þegar hin nýju skip
koma. Það er ljóst, að mörg hinna pöntuðu skipa
munu ekki komast á veiðar vegna sjómanna-
skorts, og að þau, sem komast á veiðar, munu
taka menn frá öðrum skipum.
Einnig gleymdist að gera ráð fyrir rán-
yrkjunni. Það hefur komið á daginn, að útfærsla
fiskiveiðilögsögunnar nægir ekki til að tryggjá
framhald aflaaukningar. Við verðum að drágá úr
sókninni á miðin, þótt við sitjum einir að þeim.
Annars er hætta á, að fiskstofnarnir hverfi.
Við erum að ana út i ævintýri, sem kostar
marga milljarða króna og verður sligandi baggi
á þjóðfélaginu þennan áratuginn. Við hefðum
betur farið varlega og látið 6-8 nýja togara nægja
á ári.
Höfuðstöð skipulagshyggju og áætlunarbú -
skapar, hin nýja framkvæmdastofnun, hefur ný
lega lánað 2,4 milljónir króna til að byggja
fullkomna skelfiskvinnslustöð. Það stóðst á
endum, að stöðin var tilbúin, þegar hörpudisks-
veiðarnar voru bannaðar vegna rányrkju. Slik
dæmi munu nú hrannast upp.
Bandarísku kosningarnar:
Líkur fyrir skriðu
Hvers vegna erMcGovern svona ,misheppnaður' frambjóðandi?
Nixon — Með merki embættisins að vopni.
I>að litur úr fyrir skriðu i for-
setakosningunum i Banda
rikjunum næstkomandi þriðju-
dag. t>að litur út fyrir að banda-
riskum kjósendum hafi aldrei á
öldinni veit/.t jafn auðvelt að velja
milli frambjóðenda og nú.
McGovern virðist hafa vcrið allra
„áskorenda" forseta aumastur.
Stuðningsmenn hans kunna að
lialda i þunnan þráð. Bandarikja-
menn munu aldrei gleyma for-
setakosningunum 1948, þegar
allir spáðu Dcwey sigri en
Truman vann en staðreyndin er
sú. að skoðanakönnunum i banda-
riskum forsetakosningum hefur
ekki skjátlazt að neinu ráði allar
götur siðan.
McGovern kann að fá eitthvað
meira hlutfallslegt fylgi en skoð-
anakannanirnar eigna honum
vegna þess vanda, sem vel
þekkist i stjórnmálum hérlendis
og alls staðar, að margir stuðn-
ingsmenn þess, sem talinn er
„öruggur” sitja heima á kjördag.
Það gæti einnig orðið lán
McGoverns, að sumir flokks-
bundnir demókratar, sem helzt
vilja hann ekki en eru ekki sann-
færðir af Nixon, muni láta sig
hafa það að kjósa McGovern,
einkum þegar kosningavél demó-
krata fer að hringja i sitt fólk á
kjördaginn. Demókratar eru
miklu fjölmennari flokkur en rep-
ublikanar, enda eru Nixon nú
eignuð nærri jafn mörg atkvæði
kjósenda, sem telja sig demó-
krata, og McGovern sjálfum eru
eignuð.
En allt þetta segja stjórnmála-
spámenn i Bandarikjunum, að
mundi verða sárabót ein fyrir
McGovern. Hann yrði þá ekki
..hýddur” en samt fengi hann
ráðningu.
Nixon hegöar sér eins og
barizt væri um sæti að
Bessastöðum
Sennilega er McGovern einhver
vonlausasti frambjóðandinn, sem
demókratar gátu valið. Þótt hann
sigraði óvænt i prófkosningunum
i demókrataflokknum, mátti telja
ósennilegt, að meðalkjósandinn,
sem auðvitað er hægra megin við
meðaldemókratann, yrði
ánægður með þennan frambjóð-
anda. sem er samband af Lenin
og Jóni Vidalin. McGovern boðar
meiri þjóðfél-agsbyltingu en
„alvöru" frambjóðendur i
Bandarikjunum hafa lengi gert,
og jaínframt er hann að berjast
við ..fjandann’’ sjálfan alla tið.
Hann er sonur predikara, sem
skelfdi áheyrendur með helviti og
skoraði á þá að frelsast, áður en
vitislogarnir sleiktu þá. Sjálfur
kom McGovern litilsháttar við
sögusem prédikari, áður en hann
sneri sér að stjórnmálum. Þeir
sem hafa heyrt McGovern, munu
hafa fundið i honum postulann.
Hann hefur óspart likt Nixon
við Hitler og Vietnamstriðinu við
eyðingu gyðinga i útrýmingar-
búðum nasista. Slikur áróður
fengi takmarkaðan hljómgrunn
viðast hvar, þótt fólk viðurkenni
ógeð striðsins, og jafnvel meðal
flestra andstæðinga stefnu
Nixons i Vietnam er þessi
áróðursaðferð neikvæð. Það er
þvi óskiljanlegt, hvers vegna
McGovern beitir henni. Þvi nær
sem dregur kosningum þeim mun
meira vekur Nixon friðarvonir al-
mennings með samningum um
Vietnam sem kannski er mesta
llllllllllll
Umsjón:
Haukur Helgason
„kosningabomba” allra tima,
hvort sem hún reynist sönn eða
„púðurkerling” ein. En að frá-
taldri þessari stofupólitik forðast
Nixon að birtast kjósendum sem
fulltrúi eins eða neins. Hann vill
hafa alla góða. „Við viljum ekki
reka frá okkur demókratana,
sem styðja okkur”, segir hann.
Hann birtist sem landsfaðir,
eins og hann væri að berjast um
sæti að Bessastöðum en ekki i
Hvita húsinu i Washington.
Nixon byggir kosningabaráttu
sina að miklu leyti á mistökum
keppinautar sins. Hann treystir
þvi, að McGovern og stefna hans
„fari nægilega i taugarnar” á
meirihluta kjósenda til þess að
þeir kjósi Nixon,. Hann „felur sig
bak við merki embættis sins” i
miklu rikara mæli en bandariskir
forsetar hafa haft efni á að gera
fyrr á þessari öld.
McGovern er fórnarlamb
Skoðanakönnun timaritsins
Newsweek komst að þeirri
niðurstöðu, að Nixon mundi
sigra i 46 fylkjum og fá þar með
461 kjörmann kjörinn, en
McGovern mundi sigra i einu
(Kolumbiufylki, þar sem höfuð-
borgin Washington er) og fá þrjá
kjörmenn.
Jafnvel enn ógæfulegri fyrir
McGovern er könnun, sem
Gallupstofnunin gerði i sex
stærstu iðnaðarfylkjunum, Þar
yrði McGovern að geta unnið
verulega sigra, ætti hann að
halda i við Nixon. Þessi fylki hafa
löngum verið „úrslitafylki” i
kosningum og hlutfallið milli
frambjóðenda þar hefur verið
mjög nálægt hlutfallinu i Banda-
rikjunum öllum i forsetakosn-
ingum. Þarna er fólk flest, og
þarna eru miðstöðvar iðnaðar og
verkafólks. Þarna eru svert-
ingjar, gyðingar og aðrir minni-
hlutahópar, mikilvægir kjósenda-
hópar. En McGovern fékk ekki
mikið
i þessum fylkjum, Kaliforniu,
New York, Illinois, Ohio,
Pennsylvaniu og Michigan hafði
Nixon fylgi 55-61 af hundraði
kjósenda i þessari könnun og
McGovern aðeins fylgi 32-39 af
hundraði. Nixon mundi sigra i
þeim öllum leikandi lett, sam-
kvæmt niðurstöðum könnunar-
innar.
Newsweek setur dæmið þannig
fram: Fylki, sem Nixon sigrar
örugglegai: 295 kjörmenn, Fylki,
sem hallast að Nixon: 166 kjör-
menn. Þau sem eru örugg
McGovern: 3 kjörmenn. Óviss
fylki: 74 kjörmenn. Þessir kjör-
menn kjósa siðan forseta.
Vist er það, að McGovern hefur
komið á óvart áður, en nú fer þvi
svo l'jarri, að menn spái honum
sigri. Menn spá þvi yfirleitt ekki,
að hann fái nema örfáa kjörmenn
kjörna.
Vist er McGovern fórnardýr
demókrata, sem sættu sig við
hann, af þvi að ekki var um
auðugan garð að gresja i vali
frambjóðenda, og sá bezti,
Kennedy, eða kannski aðrir
skárri einnig, voru ekki kapp-
samir um að fara fram gegn
Nixon eins og stóð. Muskie og
aðrir, sem sóttust eftir framboði,
misheppnuðust, þegar á hólminn
kom, en McGovern hafði stuðn-
ing eldmóðugra ungmenna og
sigraði i öllum glundroðanum —
til að biða ósigur.
Ömur frú Jóni Vidalin — McGovern, frambjóðandi demókrata.