Vísir - 04.11.1972, Blaðsíða 16
Laugardagur 4. nóvember 1972
Með kaffikönnu
í hlýjuna hjá ná
nrtmnn Þe'r s°tu ■ rofmogns
og símaleysi fyrir norðan
„Það var farið yfir til nágrann-
ans sem hlýjast var hjá með
kaffikönnuna” Þetta sagði Þor-
finnur Bjarnson sveitastjóri i
Höfðahreppi, þegar Visir taiaði
við hann i gær. Hann var að tala
um ástandið, sem skapaðist þann
eina sólarhring, sem Ibúar á
Skagaströnd voru rafmagnslaus-
ir.
Rafmagnið fór sem kunnugt er
víðast á vestari hluta Norður-
lands s.l. laugardag. A Skag-
strönd fengu þeir þó rafmagn
daginn eftir, þvi að þeir hafa
disilstöö og gátu skammtað raf-
magn til ibúanna. Sveitirnar i
kring héldu þó áfram að búa við
rafmagnsleysi þar til á miðviku-
daginn.
Simasambandslaust var á
þessum slóðum þar til i fyrradag,
en menn gátu haft samband sin á
milli eftir einni linu á miðviku-
daginn.
Vinnu gátu menn að mestu
stundað á meðan bjart var, nema
i fyrstihúsinu og á nokkrum öðr-
um stöðum.
Bliðviðrið bjargaði
milljónum.
,,Ef ekki hefði komið til óvenju
gott veður miðað við árstima,
hefði orðið hér stórkostlegt tjón af
völdum frosta”, sagði Brynjólfur
Sveinbergsson, oddviti á
Hvammstanga.
Fyrir utan fólkið i sveitunum
hafa ibúar Hvammstanga farið
einna verst út úr isingarveðrinu.
Þeir voru rafmagnslausir frá þvi
á miðnætti á laugardagskvöld og
til þriðjudagskvölds. Þá fengu
þeir disilrafstöð senda frá
Reykjavik. Brynjólfur sagði að
þeir á staðnum hefðu reynt að fá
að halda rafstöðinni, til að geta
mætt slikum vanda, ef hann hefði
komið upp öðru sinni, en disil-
stöðin var ekki föl.
í þá þrjá sólarhringa sem raf-
magnslaust var, sátu margir
heima hjá þeim sem kynda hibýli
sin með oliu, svonefndum sólóvél-
um og sú-hiturum. Fólk varð að
elda sér mat á primusum og gas-
tækjum.
A sama tima og rafmagnið
hvarf misstu Hvammstangabúar
einnig simasamband við um-
heiminn. 1 tvo sólarhringa gátu
menn þó haft símásamband sin á
milli,þvi að rafhlaða sá fyrir
nægri orku til þess. En þegar raf-
hlaðan var þrotin rofnaði allt
simasamband i fimmtán klukku-
stundir, en þá komst simasam-
band á við umheiminn. Ekki var
þó hægt að hringja sin á milli á
Hvammstanga strax, þvi að raf-
hlaðan átti eftir að endurhlaða
sig.
Hvammstangabúar munu
reyna að fá sér vararafstöð, ef
svona skyldi koma fyrir aftur.
Ekki eru likur að þeim verði jafn-
kalt á ókomnum tima, þvi að nú
standa yfir hitaveituframkvæmd-
ir, sem endanlega mun lokið við
um jól. Byrjað var á þessum
framkvæmdum i ágúst siðastliðn-
um og verður vatnið leitt átta
kilómetra leið frá Laugabakka.
Áætlaður kóstnaður er um tutt-
ugu milljónir króna. Hitaveitan
mun ná til 80—90% allra ibúa á
þessum slóðum.
Birgir Sigurjónsson hjá Lands-
simanum kvað tjón það sem af ill-
viðrinu hlauzt ekki fullkannað, en
tjónið af brotnum simastaurum
eingöngu væru um þrjár og hálf
til fjórar milljónir króna.
Fróðir menn segja okkur að is-
ingin, sem sums staðar fór upp i
tuttugu sentimertra á sima- og
rafstrengjum, hafi aðallega verið
á linum, sem sneru þvert á vind-
áttina.
Vonandi verða gerðar ráð-
stafanir til þess að heilu
byggðarlögin verði ekki raf-
magns- og hitalaus lengi eftir
svona veður, þvi að slikt gæti,
eins og áður var bent á, valdið
stórfelldu tjóni á heilsu manna og
mannvirkjum.
íslenzk flugfreyja aðalsögu
hetja í erlendri skáldsögu
Islenzkar flugfreyjur og flug- og er eftir Richard Falkirk.
menn virðast vinsælar sögu- t þessari bók er flugfreyja hjá
hetjurum þessar mundirhjá er- Flugfélagi íslands söguhetjan.
lendum rithöfundum. Desmond Þá kom út i fyrra bók um ame-
Bagley fjallaði þannig um is- riska pilta, Frank og Jóa, leyni-
lenzkan flugmann i bók sinni lögregludrengi sem höfðu mikil
„Running blind” og nú er að samskipti við islenzkt flugfólk
koma út bók hjá Erni og örlygi hjá báðum félögunum.
sem heitir „Vegið úr launsátri” — JBP
Starfsemi AA kynnt:
y
„Enn gœtir
misskilnings
um AA"
A.A. menn kynna í dag i
Austurbæjarbiói þær aðgerðir,
sem þeir beita til að losna úr viðj-
um ofdrykkjunnar. Fundurinn er
opinn öllum.
A.A. samtökin taka ekki af-
stöðu til opinberra mála né
félagslegra deilumála, en of-
drykkja fer vaxandi hér á landi,
og æ fleiri verða henni að bráð,
meðal annars vegna þess að
þeirra nánustu þekkja enga leið
út úr vandanum.
Fundurinn er haldinn til að
benda á leið, sem oft hefur gefizt
vel.
Segjast A.A. menn með þvi
vilja gjalda þakklætisskuld fyrir
þann árangur, sem þeir hafi náð,
með þessum hætti en jafnframt
stuðla að þvi að eyða óæskilegum
misskilningi, sem enn verði vart
meðal almennings um eðli A.A.
samtakanna. — Fundurinn hefst
kl. 4.
— HH
Þórarinn
Sveinsson á
Eiðum lézt í
umferðarslysi
Þórarinn Sveinsson, fyrr-
verandi kennari á Eiðum, lézt af
slysförum á þriðjudaginn.
Þórarinn heitinn var á göngu
eftir vegi nálægt Eiðum á
svonefndum Eiðaöxlum, er
bifreið ók aftan á hann. Þórarinn
lézt nær samstundis.
—LÓ
Kona við skál
olli árekstri
Þrátt fyrir mikla umferð i gær-
dag gekk umferðin stóráfallalaust.
Arekstur varð þó á mótum
Laugavegar og Laugarnesvegar.
Einhver slys urðu á fólki, en ekki
voru þau talin alvarleg. Kona
sem ók öðrum bilnum er grunuð
um ölvun við akstur.
—LÓ
Rafmagnslaust
fimm sinnum á
10 mánuðum
Framleiðslan á fjórum dag-
blöðum stöðvaðist i gærkvöldi i
tvo klukkutima eða þvi sem næst,
þegar rafmagnið fór af hluta af
Iiáaieitishverfi. Eru þetta dag-
blöðin sem prentuð eru i Blaða-
prenti við Siðumúla.
Rafmagn kom fljótlega á hluta
hverfisins eftir að það fór
skömmu fyrir 10 en I Blaðaprenti
mátti starfsliöið sitja við kerta-
ljós og hafa ofan af sér með tafli
og spilamennsku.
Er reynsla Blaðaprents i 10
mánaða starfsemi sinni orðin
heldur dapurleg 1 rafmagnsmál-
um.þvi þetta er i fimmta sinn sem
rafmagnið fer og stöðvar setn-
ingu og prentun blaðanna á þess-
um tima.
Hefur þetta að vonum bakað
fyrirtækinu talsverðan auka-
kostnað, en liklega hefur sá
kostnaður veriö hvað mestur i
gærkvöldi, þegar um 30 manns
biðu aðgeröalausir. — JBP —
Vofa stríðsins hvilir stöð-
ugt yfir heiminum, enda
þótt þeir bjartsýnustu sjái
nú fram á endalok Víet-
namstríðsins, og menn
vona áreiðanlega um aII-
an heim að þær blikur
sem nú eru á lofti verði
ekki til þess að friðar-
samningar mistakist.
Þessi mynd var gerð í
Kanada og gæti verið
táknræn um striðið í
heiminum, sem stöðugt
geisar, hvort heldur það
er í Vietnam þar sem tug-
um tonna af sprengiefni
er fleygt yfir lendur
manna á degi hverjum,
eða hið ógeðfeilda stríð
fyrirbotni Miðjarðarhafs-
ins, eða þá rósturnará ír-
landi. En myndin sem
fylgir talar sínu óhugnan-
lega máli um þennan ægi-
lega fylgifisk mannsins,
STRÍÐIÐ.
Glímuskfálftí fyrir ASÍ-þing
Hugmyndir um að fjölga varaforsetum ASÍ- — Hannibal varð að hlaupa í skarðið
þegar Björn veiktist
Undirbúningur er nú i
fullum gangi fyrir þing
Alþýðusambands island,
sem hefst að Hótel Sögu
20. þessa mánaðar. Tölu-
verður glímuskjálfti er
eflaust samfara þessum
undirbúningu hjá forystu-
mönnum verkalýðs-
hreyfingarinnar og jafn-
vel forystumönnum þjóð-
arinnar. Margt mun velta
á þvi, hvernig þessu þingi
lízt t.d. á persónulegar og
aðrar skoðanir ýmissa á
efnahagsmálunum.
Miklr umræður hafa átt sér
staö í haust um hugsanlegar
skipulagsbreytingar á mið-
stjórn samtakanna með hliðsjón
af þeirri reynslu, sem fengizt
hefur á þvi fjögurra ára tima-
bili, sem nú er að ljúka. M.a.
hefur Visir frétt, að Guömundur
Garðarsson, formaður Verzlun-
armannafélags Reykjavikur,
sem er fjölmennasta félagið
innan ASÍ, hafi gert það að til-
lögu innan miðstjórnar ASt, að
varaforsetum verði fjölgað.
Ábyrgum forystumönnum
innan ASÍ brá i brún i sumar,
þegar Björn Jónsson núverandi
varaforseti, sem gegnir forseta-
starfinu, eftir að Hannibai
Valdimarsson tók við embætti
félagsmálaráðherra,varð alvar-
lega veikur. Þá kom I Ijós að
ekki var unnt aö boða til löglegs
fundar i miðstjórn ASÍ, þar sem
aðeins varaforseti eða forseti
geta samkvæmt lögum samtak-
anna kallað saman fund.
i sumar var brugðizt svo við
þessum vanda, að leita til
Hannibais um að hann kallaði
saman og stjórnaði fundi, sem
og hann og ge'rði.
Það er m.a. með hliðsjón af
þessu og þvi veigamikla og si-
vaxandi hlutverki, sem ASi
gegnir, að tillaga um fleiri
varaforseta kom fram. Þá hafa
stjórnunarstörf samtakanna
einnig stóraukizt á undanförn-
um árum, enda er nú svo komið,
að félögin innan ASÍ hafa ekki
aðeins mikið pólitiskt og félags-
legt vald. heldur einnig fjár-
hagslegt með öilum þeim sjóð-
um, sem félögin hafa komið sér
upp. Þar má nefna lifeyrissjóði,
félagssjóði, sjúkrasjóði, orlofs-
sjóði, styrktársjóði o.fl. fyrir
utan sjálfan atvinnuleysis-
tryggingasjóðinn. — Allt þetta
virðist auka mjög á þörf fyrir
aukna verkaskiptingu innan
miðstjórnar ASt.
Helztu mál þingsins, auk
efnahags- og atvinnumáianna
og launamálanna, sem að sjálf-
sögðu munu skipa æðsta sess,
munu senniiega verða ýmsar
nýjar hugmyndir i sambandi við
atvinnulýöræði og stóraukin
fræðslumál. Þá verður senni-
lega verulegum tima varið i að
ræða aukið öryggi og bættan að-
búnað á vinnustöðum.
Hlutfalislega færri fulltrúar
sækja ASÍ-þingið núna, en fyrir
4 árum, vegna skipulags-
breytinga á vali fulltrúa. Þeir
verða þó um 300 talsins, en voru
töluvert á fjórða hundrað siðast.
— VJ
vísm