Vísir - 04.11.1972, Blaðsíða 8
8
Visir. Laugardagur 4. nóvember 1972
Litagleði í eldhúsinu!
Það nýjasta ó
markaðnum
á sýningu í
Byggingaþjónustunni
Það er vlst óhætt að
segja, að litagleði riki i
nýjustu eldhúsinnrétt-
ingunum. Eldavélar,
skápar, pottar og pönn-
ur, allt er i litum, græn-
um, rauðum, appelsinu-
gulum o.s.frv.
Ilckla hf.: Uppþvottavélin er fyrir ca. 12 manns og kostar 31.500. Strau-
vélin kostar 12.749, en með tveimur elementum 14.094.
Ilaíbúð Sainbandsins: Innrétting frá Trésmiðju K.A., og meðaleldhús
með slikri innréttingu kostar um 90—120 þúsund. Með meðaleldhúsi er
átt við þessa innréttingu sem á myndinni sést og aðra sambærilega á
móti. tsskápur: 35.824. Uppþvottavél: 36.700. Ofn: 40.300. Hella: 16.681.
Ileimilistæki sf :Uppþvottavélin, sem þvær eftir 10—12 manns kostar:
36.400. Tveggja dyra Isskápur: 29.100. Þvottavél: 39.950. 240 litra ís-
skápur: 25.200.
Það kemur fram á sýningu
þeirri, sem nú stendur yfir á eld-
húsbúnaði og eldhústækjum i
húsnæði Byggingaþjónustunnar
að Laugavegi 26. Þar sýna niu
fyrirtæki það allra nýjasta á
markaðnum, og þó að ekki sé
hægt að segja, að þarna sé um al-
gjörar nýjungar að ræða, kemur
margt skemmtilegt fram i eld-
húsbúnaðinum á þessari sýningu.
Sjálfsagt getur sýning þessi
lika hjálpað þeim, sem eru að
hefja búskap, eða þeim, sem ein-
hverra hluta vegna hafa áhuga á
að endurnýja húsbúnaðinn eða
kaupa nýtt inn.
Þau niu fyrirtæki, sem sýna á
þessari sýningu eru: H.G. Guð-
jónsson, Hekla hf., Gunnar Ás-
geirsson hf, Rafbúð sambandsins,
Bræðurnir Ormsson hf, Ofna-
smiðjan,Orka hf, Heimilistæki sf
og Rafha.
Þarna eru sýndar allar þær vél-
ar, sem hver getur hugsað sér i
eldhúsið eða þvottahúsið, t.d.
þvottavélar. Sýndar eru eldavél-
ar, uppþvottavélar, hrærivélar,
strauvélar, isskápar, frystikistur
og eldhúsinnréttingar.
Það er áreiðanlegt, að hviti
ltirurinn er að hverfa fyrir hinum
sterkari litum. Bæði á veggjum
stofunnar og einnig i eldhúsinu.
Allt virðist haft i litum og engin
takmörk gilda. Þó skiptir það
miklu máli, að litirnir fari vel
saman, og þeir verða að vera
valdir af smekkvisi, annars vill
mesti glansinn fara af innrétting-
unni.
Veggfóður á skáphurðum hefur
ekki tiðkazt, en á þessari sýningu
er sýnd innrétting, þar sem vegg-
fóður er sett á skápa. Veggfóðrið
þekur þó ekki allan skápinn,
heldur er það aðeins sett á miðja
hurðina, þannig að sú tegund við-
ar, sem skápurinn er smiðaður
úr, kemur i ljós sem nokkuð breið
rönd meðfram veggfóðrinu yzt á
brúnunum. Veggfóður er þá notað
á alla skápa i innréttingunni,
hvort sem þaö eru veggskápar
eða skápar i borði.
Yfirleitt eru eldhúsgólf dúk-
lögð, eða þá að á þau eru sett flis-
ar, mósaik eða jafnvel teppi,
einna helzt nylonteppi, þunn og
ekki loðin. I einni þeirri innrétt-
ingu, sem sýnd er, er þó parket-
gólf. Er parketgólfið bæði þægi-
legt til þess að hreinsa það, og
einnig er það glæsilegt.
Hvitar eldavélar eru algeng-
astar, og þvi er það stór nýjung i
augum margra, þegar eldavélar i
litum koma á markaðinn. Nú er
hægt að fá t.d. grænar eldavélar
og geta þær þess vegna fallið
mjög vel inn i innréttingu, þar
sem litagleði rikir, ef hægt er að
fá eldavélina i svipuðum lit.
Flestar húsmæður hekla,
prjóna eða suma hlífar yfir hell-
urnar á eldavélum sinum. Það
prýðir vissulega, en eldhætta
stafar oft samt sem áður af slik-
um hlifum. Þær eru ekki lengi að
brenna, ef hiti er á hellunni. Slikt
er þó hægt aö foröast, þvi að á
eldavélar er hægt að fá hlifar i
ýmsum litum úr þunnum og fin-
gerðum málmi. Þær skapa ekki
siður prýði en hekluðu og hand-
unnu hlifarnar.
Orka: tsskápur: 32.138 með ein-
um dyrum. Með tveimur dyrum:
44.550. Frystikista, 195 litrar:
23.914. Þurrkari: 24.831.
Uppþvottavél er sennilega
draumur hverrar húsmóður.
Enda er það ekki amalegt að geta
sett allt óhreint leirtau inn i vél-
ina, raðað þvi á réttan hátt og
látið vélina sjá algjörlega um að
þvo og þurrka. Uppþvottavélar er
hægt að fá i ýmsum stpræðum.
tsskápar koma sifellt fram i
nýrri og nýrri gerðum, og völ er á
isskáp, sem inniheldur stóran
skáp og svo minni frystikistu, eða
þá öfugt, stór frystikista og litill
skápur. Hægt er að fá tvo isskápa
og setja þá saman, þannig að þeir
verða sem einn.
Þannig mætti sjálfsagt lengi
telja upp fullkomnari og full-
komnari eldavélar, sjálfvirkari
þvottavélar og fleira, en sjón er
sögu rikari, og sýning þessi i
Byggingaþjónustunni er opin til
sunnudags 12. nóvember.
—EA
II.G. Guðjónsson: Eldavélarnar
sem sjást á myndinni bjóða upp á
ýmsa möguleika og er verðið á
þeim 25.900, og 20.400.
Bræöurnir Ormsson: Þvottavél: 44.800. Þurrkari: 30.916. Uppþvotta-
vél: 45.800. Eldavél: 30.740. Vifta: 12.800.
Gunnar Asgeirsson hf.: Þessi innrétting er einnig frá Trésmiðju K.A.
Þessi innrétting i meðaleldhús, kostar um 100—110 þúsund. Edlavél:
43.700. Uppþvottavél: 58.200. Vifta: 14.350.
Itafha -.Eldavélin á gólfinu i þessari innréttingu: 21.700, önnur eldavél:
18.100, Eldavélasamstæða: 15.250 m/bakarofni Hella i innréttingunni
kostar: 8.650. ísskápurinn: 20.490 og viftan 13.770.,
Ofnsmiðjan: Innrétting i meðaleldhús mun kosta um 70—100 þús
und. Viftan kostar: 14.350. Hella: 12.350. Ofn: 23.430, en hann er ekki i
innréttingunni á myndinni.