Vísir - 20.11.1972, Blaðsíða 17

Vísir - 20.11.1972, Blaðsíða 17
Vísir. Mánudagur 20. nóvember 1972 |7 | í DAG | I KVÖLD | I PAB | í KVÖLD | í PAQ “1 Anna Kristin Arngrimsdóttir og Jón Aðils i hlutverkum sinum i ,,Hitabylgja”eftir Ted Wiilis. Sjónvarp í kvöld kl. 21.00 Ekki eins frjálslyndur og sýnist Á mánudagskvöld sýnir sjónvarpið leikritið ,,Hitabylgja”, en það var sýnt hjá Leikfélagi Reykjavikur 1970. Frumsýningin var 28. október 1970 en alls urðu sýningarnar 80 að tölu. Leikritið gerist i Bretlandi og fjallar um fjölskyldu eina i London. Eiginmaðurinn er verka- lýðsforingi og vel metinn hjá verkamönnum. Hann tekur mál stað nokkurra svertingja, sem eru látnir gjalda litarháttar sins á vinnustað. Einn þeirra á að hækka i tign en svo virðist, sem ekkert verði úr þvi vegna þess að hann er svartur. Verkalýðs- foringinn lætur i ljós, að hann hafi enga kynþáttafordóma, og honum sé alveg sama um litarhátt manna. Verkalýðsforinginn á unga dóttur, sem verður ástfangin af svertingjanum og tekur hann með sér heim og kynnir hann fyrir foreldrum sinum. Þá kemur i ljós að ekki er faðirinn eins hrifinn af svertingjunum, þegar útlit er fyrir að einn þeirra fari að tengj- ast honum sjálfum. Maðurim^ snýst nú alveg á móti svertingjunum, þótt hann hafi áður viljað vera frjálslyndur i þessum málum. Kona hans snýst einnig harðlega á móti þessum ráðagerðum dóttur sinnar. Dóttirin vill ekki hætta við að gift- ast svertingjanum og ætlar að strjúka að heiman. Kemur þá til uppgjörs á milli þeirra hjóna. Höfundur leikritsins er Ted Willis, en leikstjóri Steindór Hjör- leifsson. Með aðalhlutverkin fara Sigriður Hagalin, en hún hlaut verðlaun leiklistargagnrýnenda, Silfurlampann, fyrir þetta hlut- verk, Jón Sigurbjörnsson, Anna Kristin Arngrimsdóttir, Jón Aðils, Þorsteinn Gunnarsson, Margrét Magnúsdóttir og Jón Hjartarson. Þýðandi leikritsins er Stefán Baldursson. -ÞM. lítvarp kl. 21.20 Hver ber ábyrgðina? Oft kemur fyrir að nienn lenda i vandræðum með bila sina, einnig þegar þeir eru alveg nýjir. Menn kaupa nýja bila, og ætlast auðvitað til þess að þeir séu þá i fuilkomnu lagi. Oft er raunin þá önnur, og bílarnir meira og minna gallaðir þegar til kemur. A þessum göllum ber seljandinn ábyrgð, eða á að gera það. 1 útvarpinu i kvöld fjallar Björn Helgason, hæstaréttarritari, um þetta mál i þætti sem nefnist ,,Á vettvangi dómsmálanna ”. Fjallar hann þar um ábyrgð þá sem seljandinn á að bera á nýjum bflum sem hann lætur frá sér. Einnig fjallar hann um greiðsluskyldu tryggingafélaga, i sambandi við skemmdir á kaskó- tryggðum bil, ef annar en eigandinn ekur honum þegar skemmdirnareiga sér stað. Oft er það að tryggingafélögin telja sig ekki þurfa að borga skemmdir á bflum ef annar en eigandinn, eða náskyldir ættingjar aka honum og eitthvað kemur fyrir. -ÞM. ÚTVARP • MÁNUDAGUR 20. nóvember 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Þáttur um heilbrigðis- mál: Geðheilsa II. Gisli Þorsteinsson læknir talar um meiriháttar geðtruflanir (endt.) 14.30 Siðdegissagan: „Gömul kynni” eftir Ingunni Jóns- dóttur.Jónas R. Jónsson á Melum les (3). 15.00 Miðdegistónleikar: Frá vorhátið i Prag á þessu ári. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið.MagnÚS Þ. Þórðarson kynnir. 17.10 Framburðarkennsla i dönsku, ensku og frönsku. 17.40 Börnin skrifa.Skeggi Ás- bjarnarson les bréf frá börnum. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 21. nóvember: m m w Nt lirúturinn, 21. marz-20. april. Þú ættir ekki að undirbúa lengri ferðalög næstu daga, en skemmri ferðir geta orðið ánægjulegar. Peningamálin ef til vill i óvissu. Nautið, 21. april-21. mai. Þú hefur einhverjar áhyggjur i sambandi við kvöldið, einkum þeir sem eru af eldri kynslóðinni, en það mun koma á daginn að það er ástæðulaust. Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Láttu hlutina gerast sem mest af sjálfu sér, og varastu allt þras og vafstur, sem eflaust verður nóg af i kringum þig er á liður. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Þú virðist munu striða i ströngu i dag og þurfa að mörgu að hyggja. Fyrst og fremst ertu þurfandi fyrir að slaka á og hvila þig. I.jónið, 24. júli-23. ágúst. Farðu þér rólega og láttu aðra um að geisa og ráðgera furðulega hluti. Þetta getur orðið einkennilegur dagur, og skemmtilegt að ‘fylgjast með öllu. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Reyndu eftir megni að hafa taumhalda á skapi þinu og láttu ekki espa þig né æsa, þótt á ýmsu gangi i kringum þig, einkum er kvöldar. Vogin, 24. sept.-23. okt. Farðu gætilega i öllum reikningum og áætlunum og gerðu ekki ráð fyrir of riflegu framlagi eða aðstoð annarra i sambandi við mál, sem mun vera á döfinni. Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Það litur út fyrir að ekki muni allt standa heima i dag, sem aðrir hafa lofaðog þú reiðir þig ef til vill á, og þá helzt til lengi. Bogmaðurinn, 23. nóv. -21. des. Það litur út fyrir að einhver, sem ekki hefur látizt þekkja þig að undanförnu, komi nú fram á sjónarsviðið og þurfi á aðstoð þinni að halda. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Sennilegt er að þú komizt ekki hjá þvi að taka að þér stjórnina i vissu máli þótt þér sé það ekki allskostar ljúft eins og þvi hagar til. Vatnsberinn,21. jan.-19. febr, Vertu viss um að það sem þú ert krafinn um greiðslu á sé ekki of reiknað og eigi rétt á sér. Farðu yfirleitt gæti- lega i peningamálum. .’.V.V Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Þú hefur i mörgu að snúast i dag, og ættir þvi að sjá svo um, að þú gætir hvilt þig vel i kvöld, en vafasamt mun þó að svo takizt. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál* Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Björgvin Guðmundsson við- skiptafræðingur talar. 20.00 islenzk tónlist- a. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur Tilbrigði um frum- samið rimnalag eftir Árna Björnsson; Olav Kielland stjórnar. b. Ölafur Þ. Jóns- son syngur lög eftir Bjarna Þorsteinsson; Ólafur V. Al- bertsson leikur á pianó. c. Björn Ólafsson og Árni Kristjánsson leika þrjú lög fyrir fiðlu og pianó eftir Helga Pálsson. 20.45 Þrándur i Götu og Snorri goði.Gunnar Benediktsson rithöfundur flytur erindi (Áður útv. 30. april sl. 21.10 Samleikur á fiðlu og pianó.Christiane Edinger og Wilhelm von Grunelius leika Adagio i E-dúr (K261) eftir Mozart og Fjögur lög fyrir fiðlu og pianó op. 7 eftir An- ton Webern. 21.20 Á vettvangi dómsmál- anna.Björn Helgason hæsta- réttarritari talar. 21.40 islenzkt mál. Endurtek- inn þáttur dr. Jakobs Bene- diktssonar frá s.l. laugar- degi. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. útvarps- sagan: „útbrunnið skar” eftir Graham Greene.Jó- hanna Sveinsdóttir les þýð- ingu sina (13) 22.45 Hljómplötusafnið i um- sjá Gunnars.Guðmundsson- ar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÚNVARP • MÁNUDAGUR 20. nóvember 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 i fjalisölum Noregs. Kvikmynd um skiðaleiðangur inn á hálendi og jökla Noregs. (Nordvision - Norska sjón- varpið) Þýðandi og þulur Jóhanna Jóhannsdóttir. 21.00 Ilitabylgja. Leikrit eftir Ted Willis. Þýðandi Stefán Baldursson. Leikendur Sigriður Hagalin, sem hlaut verölaun leiklistargagnrýn- enda, Silfurlampann, fyrir þetta hlutverk, Jón Sigur- björnsson, Anna Kristin Arngrrmsdóttir, Jón Aðils, Þor-steinn Gunnarsson, Margrét Magnúsdóttir og Jón Hjartarson. Sýning Leikfélags Reykjavikur. I.eikstjóri Steindór Hjörleifsson. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. Upp- takan var gerð i sjónvarps- sal. 22.55 Dagskrártok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.