Vísir - 20.11.1972, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur 20. nóvember 1972
3
Svona kom hver á fætur öðrum,
fólk, sem engan efa hefur um
sannleiksgildi andalækninga:
,,Já, ég hef reynslu af þvi að
læknar haldi áfram lækningum
eftir dauðann. Það eru virkilega
góöir andar. ” — ,,Já, ég trúi á
kraftaverk, — áttu ekki við aðstoð
frá verum úr öðrum heimi?
„Nei, ég get ekki sagt ég trúi á
þær, þar sem ég hef ekki kynnzt
þeim persónulega. En ég segi
ekki heldur, að andalækningar
geti ekki verið til.” — „Nei, en ég
trúi mörgum þeim sögum. sem
heiðarlegt fólk hefur sagt mér um
reynslu sina af öndum”. —
Þannig slógu flestir i nei-hópnum
varnagla um leið og þeir svöruðu
eftir beztu sannfæringu. Viðhorf
þeirra markaðist mjög af þeim
anda, sem einn spurðra orðaði
þannig: „Nei, ... og þó annars”.
Fæstir þeirra, sem voru
óákveðnir, leiddu hjá sér spurn-
inguna, vegna þess að þeir vildu
ekki svara henni. Ekki vegna
þess að þeim finndist of nærri sér
gengið með spurningunni, sem
óneitanlega er nærgöngul. Það er
i sjálfu sér aðdáunarvert, hve fúst
fólk er til að ræða svona viðkvæm
mál við ókunna i sima. Viðhorf
hinna óákveðnu einkenndist fyrst
og fremst af efasemdum : „Segðu
að ég trúi 90% á andalækningar.
Sjálf hef ég ekki notið þeirra og er
þvi ekki reiðubúin til að taka gall-
harða afstöðu”.
Ekki var unnt að merkja neinn
verulegan mun á afstöðu manna
eftir búsetu á landinu. Þannig var
hlutfall t.d. svo til jafnt eftir þvi
hvort hinir spurðu voru úr dreif-
býli eða þéttbýli. Aðeins var unnt
að merkja mun á afstöðu
kynjanna, en hann var þó ekki
það mikiíl, að varlegt væri að
draga mikinn lærdóm þar af. Þó
virtust konur heldur trúaðri en
karlar.
Eftir þessa skoðanakönnun
þarf ekki að koma á óvart hinn
feikilegi áhugi, sem fram kemur
jafnan i jólabókaflóðinu á bókum
um yfirnáttúrleg efni, en oft
hafa heyrzt raddir, sem undrast
allar þessar bækur um þessi efni.
Mönnum kann að lika þetta illa og
telja tslendinga vera frumstæða
að þessu leyti, þ.e. andstæðinga.
Hinir, sem eru i miklum meiri-
hluta, telja þetta þó eflaust bera
akkúrat vitni um hið gagnstæða,
þ.e. mikinn andlegan þroska
þjóðarinnar. Erfitt er að dæma,
hvorir hafa á réttu að standa. Trú
á yfirskilvitlega hluti virðist vera
jafn rikjandi i öllum stéttum,
háum sem lágum, hjá mennt-
amönnum jafnt sem öðrum. —
Kannski trúa þó læknar siður en
aðrir á samkeppnina að handan.
Þeir kvarta að minnsta kosti ekki
um aðgerðarleysi.
— VJ
fyrir óliðlegheit og þar fram eftir
götunum. Ég vil mótmæla svo-
leiðis skrifum. Ég hef ferðazt með
strætó i fjölda mörg ár og mér
finnst þjónustan stöðugt hafa
batnað.
Vagnstjórar sýna undantekn-
ingarlitið lipurð og þægilegheit
við farþega, sem oft á tiðum sýna
nokkuð tillitsleysi. Ég vil hér með
koma þökkum minum á framfæri
til hinna ágætu vagnstjóra
strætó.”
Varalestur í
sjónvarpi
Lydia Guðjónsdóttir hringdi:
„Ég vildi gjarnan beina þeirri
spurningu til sjónvarpsmann-
anna, hvort ekki er hægt að beina
alltaf myndavélinni að þeim sem
er að tala hverju sinni i sjónvarpi.
Þá yrði greiði gerður heyrnar-
daufu fólki i landinu, og sjálfsagt
fleirum, þvi að þeir heyrnardaufu
geta ekki fylgzt með samtali
nema að sjá einhvern tala, svo
hægt sé að lesa oröin af vörum
viðkomandi.
Þegar umræður eru i sjónvarpi
er þetta sérstaklega heppilegt, i
stað þess að sýna allan þann hóp
sem er saman kominn i sjón-
varpssal. Þetta á þó einnig við um
viðtöl og samtöl, þegar þvi verður
við komið.”
Reynt að fá Shirley
Temple á pressuball?
Sú hugmynd hefur komið fram
að reyna að fá fyrrverandi barna-
stjörnu, Shirley Temple, til þess
að vera heiðursgestur á hátíö
blaðamanna, hinu svokallaða
pressuballi. Að þvi er Hörður
Bjarnason hjá Upplýsinga-
þjónustu Bandarikjanna tjáði
blaðinu i morgun', er þó alls
óvist, að hún komi og ckki hcfur
verið rætt við hana sjálfa. Temple
hefur nylega verið skorin upp og
liggur á sjúkrahúsi ennþá.
Án efa myndi koma hennar
verða ánægjuefni margra, sér-
staklega þeirra, sem kannast við
hana úr hinum eldri kvikmyndum
hennar, er hún sló allt i gegn og'
hreif hjörtu flestra, sem á horfðu.
Fleiri hafa þó komið til greina
sem heiðursgestir, og má þar
nefna Hubert Hum-phrey og
Edward Kennedy, en þeir menn
eru mjög uppteknir og útilokað,
að Kennedy heimsæki landið. EA
Shirley Temple Black var nýlega
skorin upp vegua æxlis i brjósti.
Frost
og sumar!
Frost og sumar hétu þau
módelin. sem hvað mesta athygli
vöktu á sýningu Félags snyrtisér-
fræðinga i gærdag. Tvær stúlkur
voru fengnar til þess að seljast i
stól snyrtisérfræðinga á sýn-
ingunni, og með förðum og lyfjum
máluðu þær Þyri Dóra Sveins-
dóttir og Kagnheiður lfarvey svo-
kallað „Fantasy make-up” á and-
lit þeirra tveggja.
Kölluðu þær andlitssnyrtinguna
frost og sumar, en þetta er i
fyrsta sinn, sem slikur farði er
sýndur á tslandi. Erlendis ryður
hann sér þó mjög til rúms.
Að skreyta andlit kvenna svo
mjög tekur langan tima, en
sýningarstúlkurnar höfðu verlð
undirbúnar áður og aðeins átti
eftir að setja frostrósir og sumar-
blóm, ásamt örlitlum lit, á and-
litið. Var ennið málað blátt á
þeirri stúlku, sem bar andlits-
snytinguna frost....(Sjá nánar
Innsiðu á morgun.)
—EA
ÞEIR OTTAST JAFNVEL AÐ
KOMA Á ALMENNA SUNDSTAÐI
— nýtt félag berst fyrir málefnum exem- og spœringssjúklinga
Liklega eru ekki færri en 4-5000
manns haldnir ýmsum ofnæmis
og spæringssjúkdómum á islandi,
a.m.k. cf dæma má eftir reynslu
Færeyinga þar sem milli 2 og 11%
landsmanna eru haldnir þessum
sjúkdómum. Félag sjúklinga
með sjúkdóma þessa hefur nú
verið stofnað i Reykjavik, og var
stofnfundur félagsins einn hinn
stærsti sent menn minnast.
„Og margir hringdu utan af
landi og aðrir sem komust ekki
vegna lasleika”, sagði Hörður
Ásgeirsson fulltrúi hjá Gunnari
Ásgeirssyni h.f., en hann er for-
maður félagsins.
Hörður kvað verkefni félagsins
ótæmandi, m.a. að fá umbætur á
sjöttu deild Landspitalans,
húðsjúkdómadeildinni, en þar eru
skilyrði ekki upp á það allra
bezta, t.d. þarf að vekja sjúklinga
upp að næturlagi til að nýta
tjörubað, sem „sórfasis”-
sjúklingar þurfa að nota. Þá er
lyfjakostnaður óbærilegur fyrir
marga. Kvaðst Hörður hafa hitt
mann um daginn, sem færi með
30 þúsund krónur á ári i lyf, enda
þótt sjúkrasamlagið borgaði
helminginn.
Þá mun félagið berjast fyrir
auknum skilningi almennings á
húðsjúkdómum þessum. Það hef-
ur komið fyrir, að foreldrar yrðu
að taka börn sin úr sundkennslu
vegna þess, að þau höfðu exem
eða annað slikt. Hin börnin voru
hrædd við ummerkin sem exem-
börnin höfðu. Þá eru það margir
sem hreinlega láta ekki sjá sig á
almennum sundstöðum vegna
sára sinna að sögn Harðar. Sagði
Hörður að böð væru reyndar
bezta lækningin fyrir marga, sér-
lega sjóböð og sólböð. Þvi væri
það mörgum sjúklingum mikils
virði að geta komizt i hlýtt lofts-
lag við baðstrendur, og hefur
Dauðahafsströndin i Israel reynzt
bezt i þessu tilliti.
— JBP —
Vindsvalur
enn vindlaus
Loftbelgurinn Vindsvalur er
enn á jörðu niðri. Ekki hefur
komið lil þcss, að loftferðacftir-
litið skoðaði helginn, og þvi engar
likur til að af flugi verði i dag eða
á morgun.
Veðurguðirnir sýndu það glöggt
um helgina, að þeim er ekki
treystandi til að útvega hagstætt
flugveður eftir pöntun á þessum
tima árs, þvi fljótt skipast veður i
lofti.
—SG
23 erlendir í vari
i morgun lágu 23 erlcndir tog-
arar i vari undir Grænuhlið.
Versta veður cr á miðunum og
geta skipin ekki stundað veiðar.
Landhelgisgæzlan hefur látið
togarana afskiptalausa, en þeir
eru brezkir, þýzkir og færeyskir.
—SG
Engin jarðarfararstemning yfir EFTA
— segir Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri
Það hreint engin jarðarfar-
arstemning yfir ráðherrafundi
EFTA núna, þó að Bretland, Dan-
mörk og irland séu nú að ganga
inn i Efnahagsbandalagið. Eitt
stefnumark EFTA hefur verið að
eyða hindrunum i viðskiptum
með iðnvarning, koma á friverzl-
un iðnaðarvarnings. Og þvi mark
miði hafa aöildarlöndin, sem ekki
ganga í Efnahagsbandalagið ein-
mitt náð i samningum sinum við
bandalagið, sagði Þórhallur
Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri i
viðskiptaráðuneytinu, cn hann
sat ráðherrafund EFTA i fyrri
viku i Vin.
Fulltrúar Islands á fundinum
lögðu til, að allar sjávarafurðir
njóti friverzlunar innan EFTA
eins og iðnararvörur og var til-
lögunni visað til EFTA-ráðsins,
sem aftur mun skila áliti fyrir
ráðherrafund i mai. — Núna er
friverzlun með freðfiskflök, mjöl,
lýsi og lagmeti, en nýr fiskur,
saltaður og þurrkaður er undan-
þeginn friverzlun. — Þórhallur
Asgeirsson sagði, að það væru
alveg úrelt sjónarmið að flokka
sjávarafurðir með landbúnaðar-
vörum. Þær ætti að flokka með
iðnaðarvörum og þvi njóta toll-
frelsis.
-VJ