Vísir - 20.11.1972, Blaðsíða 11
Kostuðu mistök
dómara KR stig?
— FH sigraði KR 15-13 í leik, þar sem
upp úr sauð í lokin og leikmenn létu hendur skipta
Það sauð heldur betur
upp úr í leik KR og FH á
islandsmótinu í Laugar-
dalshöllinni í gærkvöldi, —
það svo, að um tíma virtist
sem leikurinn mundi leys-
ast upp. Leikmenn létu
hendur skipta — kjafts-
höggin gengu á víxl — og
voru leikmenn beggja liða í
sök. En með aðstoð liðs-
stjóra og nokkurra leik-
manna, sem „héldu höfði"
tókstað Ijúka leiknum, sem
lauk með sigri FH eftir
spennandi og harðan leik
15-13.
Annar dómari leiksins, Ey-
steinn Guðmundsson, átti mikla
sök á þessum ósköpum og furðu-
legir dómar hans hleyptu illu
blóði i leikmenn. Annað liðið, FH,
hagnaðist mjög á dómum hans i
leiknum — það svo, að það kostaði
jafnvel KR-inga stig.
Ég er ekki að halda þvi fram,
að Eysteinn hafi af ásettu ráði
sýnt hlutdrægni i leiknum — siður
en svo — en margir dómar hans
vöktu mikla furðu áhorfenda sem
leikmanna og þar var ekkert
samræmi.
Rúmri minútu fyrir leikslok,
þegar staðan var 14-13 fyrir FH
dæmdi Valur Benediktsson brot á
FH við Vitateig KR — KR-ingar
tóku aukakastið fljótt og gáfu
fram á Steinar Friðgeirsson.
Hann komst frir upp og Hjalti
Einarsson sá ekki annað ráð, en
hlaupa gegn honum og skella
Steinari — Vitakast!! Flauta
dómarans hljómaði, en þá skeði
einkennilegur hlutur. Eysteinn
breytti fyrri dóm Vals dómara —
dæmdi aukakast á KR — þegar
Valur hafði dæmt aukakast á FH
— og vitakastið, sem KR-ingar
höfðu reiknað með á lokaminút-
unni varð að engu. FH tók auka-
kastið — Gunnar Einarsson skor-
aði upp úr þvi og sigur FH var i
höfn, 15-13.
Eysteinn sýndi samdómara
sinum þarna mikla litilsvirðingu
— Valur var alveg við atvikið,
sem hann dæmdi á, Eysteinn
langt úti á velli — og það er ekki
vafi á þvi, að dómur Vals var hinn
rétti. Eftir leikinn sagði Valur að-
eins á sinn rólega hátt. „Útidóm-
arinn ræður algjörlega i sliku til-
viki”, en það var greinilegt, að
undir niðri þótti honum mjög
miður það,sem skeð hafði.
En þetta var ekki hið eina hjá
Eysteini i leiknum — hann dæmdi
vitakast á KR, sem eflaust var
rétt, en sleppti að minnsta kosti
tveimur vitum á FH fyrir verri
brot, þegar staðan var 10-9 fyrir
FH. barna var ekkert samræmi
— heldur ekki, þegar hann rak
KR-inginn Björn Blöndal af
leikvelli fyrir brot, sem var að-
eins barnaleikur miðað við margt
annað, sem skeði i leiknum. Þetta
eru aðeins dæmi af mörgum.
Greinilegt, að Eysteinn „lokað-
ist” alveg i leiknum, þvi hann
hefur áður margsýnt sig vera i
hópi betri dómara okkar. bað er
kannski hægt að afsaka „lokun”
dómara, ef það bitnar jafnt á
liðum. Þarna, illu heilli, urðu KR-
ingar aðeins fyrir barðinu á hon-
um.
bað kom á óvart hve KR-ingar
stóðu i FH, já, meira en það. Liðið
hefði alveg eins getað hlotið stigin
i leiknum. Þó var oft gaman að
horfa á FH-liðið — hraðinn gifur-
legur á köflum, en þó eins og að-
eins væri hraði hraðans vegna —
litið gert til að opna vörnKR með
honum. En kannski brást leikað-
ferðin vegna þess hve hinn ágæti
leikmaður, Viðar Simonarson,
átti slakan leik að þessu sinni og
var að auki óheppinn. Hann skor-
aði aðeins eitt mark i leiknum —
átti fjölmörg skot framhjá, i
stangir eða þá hinn snjalli mark-
vörður KR, ívar Gissurarson,
varði. Einstaklingsframtak Geirs
Hallsteinssonar bjargaði þvi, sem
bjargað varð hjá FH, og það skeði
þrátt fyrir ágæta markvörzlu
Birgis Finnbogasonar og Hjalta i
leiknum. Geir skoraði nær helm-
ing marka FH — sjö.
Auk tvars markmanns áttu
Haukur Ottesen og Bjarni Krist-
insson stórgóðan leik i KR-liðinu
— Bjarni skoraði þrjú gullfalleg
mörk af linu, og Haukur var
maður, sem FH var alltaf i erfið-
leikum með. Hann skoraði fimm
mörk.
Leikurinn var mjög jafn nær
allan timann — KR þó oftast yfir i
fyrri hálfleiknum. Bjarni skoraði
fyrsta mark leiksins og það liðu
sex minútur þar til FH komst á
blað. Auðunn Óskarsson skoraði.
Björn Blöndal skoraði fyrir KR,
en FH komst yfir með mörkum
Geirs og Viðars, 3-2 eftir 15 min.
Haukur jafnaði strax — og siðan
skoraði FH mark, sem vakti
mikla kátinu.
Geir kraup þá allt i einu niður á
hnén fyrir framan vörn KR —
Gunnar Stefánsson steig upp á
bak hans og skoraði fallega yfir
vörn KR. Geir og Gunnar voru
svo hrifnir af bragði sinu, að þeir
tókust innilega i hendur á eftir.
Þeir reyndu það ekki aftur i leikn-
um — kannski var þetta bara til-
viljun. Ekki sett á svið.
En KR-ingar voru harðir og
skoruðu næstu þrjú mörk — Stein-
ar og Haukur tvivegis og staðan
var 6-4 fyrir KR eftir 24 min. Geir
jafnaði með tveimur fallegum
mörkum á einni og sömu minút-
unni. Haukur náði forustu aftur
fyrir KR, en Arni Guðjónsson
jafnaði með miklu heppnismarki
FH i lok hálfleiksins.
Sama spennan var i siðari hálf-
leik. Fh oftast rharki yfir, en Kr
jafnaði. 8-8, 9-9, 10-10, 11-11, og 12-
12 kom á markatöfluna. Geir
skoraði þrjú falleg mörk i röð og
FH komst i 14-12. örfáar minútur
eftir, en vanhugsað skot Birgis
Björnssonar kom KR aftur á
bragðið — KR lék upp og Haukur
skoraði 14-13. Lokaminútunum er
áður lýst og þá lék Eysteinn dóm-
ari aðalhlutverkið.
Mörk FH i leiknum skoruðu
Geir 7, Gunnar 3, Auðunn 2,
Viðar, Arni og Þórarinn (viti) eitt
hver. Fyrir.KR skoruðu Haukur
5, Bjarni 3, Björn Blöndal 2, Björn
Pétursson 2 og Steinar 1.
Björn Blöndai var FH-ingum
oft erfiður i gærkvöldi. Hér
hefur hann sloppið frir inn á
linu, framhjá Viðari, Birgi
og Arná, og skot hans hafn-
aði i markinu. Ljósmynd
Bjarnlcifur.
Þrír heiðraðir
A ársþingi KSl voru þrir kunnir knattspyrnumenn heiðraðir. Eyleifur
Hafsteinsson, knattspyrnumaðurinn kunni frá Akranesi, hlaut gullúr
frá KSI fyrir að hafa leikið 25 landsleiki — ogþeir Jóhannes Atlason og
Guðni Kjartansson fengu fagrar styttur fyrir 20 landsieiki —- en báðir
eru þeir að nálgast 25 leikina. Guðni var ekki viðstaddur á þinginu á
laugardag — en myndin sýnir Albert Guðmundsson afhenda þeim
Eyleifi (til vinstri) og Jóhannesi hinar fögru gjafir. Ljósmynd Bjarn-
leifur.
TÍORIS
straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg-
um mynztrum og litum.
Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj-
um sem hlýtur.
Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og
lífgið upp á litina í svefnherberginu.
Reynið Night and Day og sannfærizt.
AUSTURSTRÆTI