Vísir - 21.11.1972, Blaðsíða 2
2
Visir. Þriðjudagur 21. nóvember 1912
risntsm--
llvernig litist yður á að
fá jafnmikinn snjó hér
og er lyrir norðan?
Kafn Itagnarsson simastarfs-
maður. Mér litist nú hálf illa á
það. Ég vildi helzt vera alveg laus
við snjóinn.
Margrct Konráðsdóttir,
húsmóðir. Mér litist illa á það.
Það væru helzt börnin sem
myndu gleðjast. Mér er alveg
sama um snjóleysi þótt það sé
kalt.
olafur Sigurðsson, verzlunar-
maður. Mér væri bölvanlega við
það. Mér er illa viðsnjó. Ég á bil
og bý i Breiðholti og lendl i fer-
legum vandræðum þegar snjóar.
Klin l-’riðriksdottir, húsmóðir.
Mér litist ágætlega á það. Ég vil
hafa þungan vetur, en svo aftur á
móti gott sumar.
Kjörgvin Þóroddson.bóndi. Ég á
nú heima fyrir norðan. Ég veit
ekki nema að það væri gott fyrir
fólk sem býr hér að sjá einu sinni
snó eins og fyrir norðan. Ég býst
nú við að hann mundi valda
vandræðum hér eins og þar.
Þorbjörg Magnúsdóttir,
húsmóðir. Mér litist ágætlega á
það. Það væri að visu slæmt fyrir
umferðina, en ég held að það væri
ágætt að fá dálitinn snjó við og
við.
10 sm. upphefð!
„Þœr misstíga sig á þessu", segja karlmenmrnir
Vont að dansa á þessu", segja kvenmennirnir
l.inda Kóbertsdóttir sagði. að
það væri vont að dansa á
þcssuin skóm, einnig nokkuð
sla-mt að ganga á þeim.
K, 9, 10 cm háir hælar! Kkki
rákumst við Visismenn á þá
hærri á riilti okkar um miðbæ-
iun i gærdag, en okkur hefur þó
borizt það til eyrna að enn liærri
hælar sjáist hcr i höfuðborg-
inni. Kftir öllu að dæma virðast
annars þeir skór sem hvað vin-
sælastir voru á striðsárunum
//
vera að koma fram i dagsljósið
aftur. Nú litur kvenfólkið ekki
við öðru en skóm með að
minnsta kssti 2cm háum sója og
svo 10 cm háum hælum. Að
minnsta kosti þegar velja á skó
við samkvæmiskjólinn eða sam-
kvæmisklæðnaðinn.
Við litum við i einni af skó-
verzlunum bæjarins, og þar var
okkur tjáð að sérstaklega ungu
stúlkurnar vildu þessa gerð af
skóm. Og litaúrvalið er gifur-
legt. Hárauðir skór úr lakki,
kolsvartir eða skærgrænir.
„Eldri konur vilja þetta lika”,
sagði ein afgreiðslustúlknanna,
sem við röbbuðum við. „Og á ég
þá við konur á aldrinum 40-
50 ára. Þær kaupa sér margar
slika skó, ef að þær hafa granna
fætur”.
Hún tjáði okkur lika að þessir
skór og þessi hæð á hælum og
sólum verði rikjandi meðal
kvenfólksins i vetur. ,.En það cr
ekki gott að dansa á þessu”,
sagöi hún ennfremur.
„Það er hræðilega vont að
ganga á þessu”, sagði ein ungu
stúlknanna sem við sáum á göt-
um bæjarins i gær, Linda
Róbertsdóttir. „Hvers vegna
keypti ég þá? Ætli það sé nú
ekki vegna þess að mér fannst
þeir fallegir, og svo vissi égalls
ekki að það væri vont að ganga á
þeim áður en ég keypti þá.
Annars venst það að ganga á
svona háum hælum, en það
venst ekki að dansa á þeim. Það
er sko ekki gott”.
Og með það fór hún á hvitum
skóm með 10 cm háum hælum
skór eru vinsælastir hjá iingu stúlkunuin, en þó konia konur á milli fertugs
iinintui's oi! kauna bá
og áreiðanlega 2-3 cm háum sól-
um.
1 einni skóverzluninni var
okkur tjáð að það væri von á
skóm með þykkum sólum og
háum hælum fyrir karlmenn
lika. Tæpast verða þeir hælar þó
eins háir og hælarnir á skóm
kvenfólksins. En það veitir ef til
vill ekki af , þvi að karlmenn-
irnir virðast hálf lágvaxnir þeg-
ar næstum annar hver kven-
maður i bænum hækkar um 10
cm!
En hvernig skyldi þeim þá lit-
ast á blikuna? Við tókum tvo
karlmenn tali sem við hittum i
miðbænum.
„Mér finnst að hælarnir megi
alls ekki verða hærri en 7-8 cm”,
sagði ungur piltur Elias Elias-
son, þegar við hittum hann að
máli. „Ég held að sú hæð sé
alveg hámarkið. 10 cm er of
hátt, og svo getur þetta verið
stórhættulegt. Maður trúir ekki
öðru en að kvenfólk á svo háum
hælum misstigi sig eða hrasi á
göngu sinni. Það má eiginlega
segja að ég beri hag þeirra fyrir
brjósti, þegar ég segi þetta. En
mér lizt ágætlega á háa hæla, en
eins og ég sagði áðan, mega þeir
aðeins ekki verða of háir”.
„Þetta verður allt að fylgja
tizkunni”, sagði Ámundi tsfeld.
„Maður hefur svo sem séð háa
hæla áður og ekki nóg með háa
hæla. Skórnir eru margir hverj-
ir með gat á tánni lika. Þetta er
eins og var þegar bezt gerðist á
striðsárunum, en nú er farið að
bera þó nokkuð á þessu aftur
hér á götunum”.
„Satt at segja, þá finnst mér
þeir ekki beint ólaglegir, skórn-
ir með háu hælunum, en
kvenfólkið hækkar þó nokkuð
þegar það hefur klætt sig i þetta.
Það er þó svo sem allt i lagi, þvi
að segja þeir ekki að karl-
mennirnir stækki með
árunum?”
Þakkað fyrir lokun
Tómstundahallar —
og erindi Ólafs Þ.
Elin (iuniiarsdóttii' skrifar:
,,Það var gott að heyra að Tóm-
stundahöllinni var lokað. Gleði-
legt fyrir foreldra barna, sem
eyða þar öllum fristundum sin-
um. Fyrir utan sóðaskapinn fóru
margir unglingar með meiri pen-
inga á þessum stað en þeir höfðu
efni á. Urðu margir fátækir for-
eldrar að blæða óspart fyrir þá.
Miklar þakkir vil ég færa Ölafi
Þ. Kristjánssyni fyrir þátt hans
um daginn og veginn. Það erindi
átti svo sannarlega erindi inn á
hvert hemili, þótt það hafi sjálf-
sagt fengið misjafnan hljóm-
grunn. Mér finnst það vel þess-
virði að endurtaka það og er von-
andi að útvarpið sjái sér fært að
láta verða af þvi. Oft er það efni
sem sizt skildi endurtekið og
mætti verða breyting þar á.”
Hvimleiðar
sirenur í
Breiðholti
„Mig langar að koma á
framfæri óánægju minni og
margra nábýlinga minna vegna
sirenu einnar, sem glymur hér
sýknt og heilagt.
Þetta er hljóðmerki, sem kallar
menn i vinnu, i kaffi, úr kaffi og
svo framvegis.
Ég sagði að hljóðmerkin glymdu i
eyrum fólksins hérna sýknt og
heilagt. og eru það orð að sönnu,
þvi að kerfi þaö sem stjórnar
óhljóðum þessum virðist tengt við
klukku og þess vegna getur
maður átt von á að vera vakinn af
værum blundi á jóladagsmorgun
eða nýjársmorgun.
Það kann að virðast dálitið
öfugsnúið að við hér i Efra-Breið-
holti, sem höfum meira en nóg af
hljóðmerkjum daginn út og
daginn inn, heyrum ekki i hljóð-
merkjum almannavarna, nema
vindátt sé þvi hagstæðari. Auk
þess likjast flaut i stórum
flutninga- og vörubilum mjög
þessum merkjum almannavarna,
en af slikum bilum er mjög mikið
hér uppfrá, vegna allra
nýbygginganna.
Mér er kunnugt um, að sirenur
eru bannaðar annars staðar en á
lögreglubilum og bilum slökkvi-
liðsins. Til dæmis má ekki setja
upp þjófvarnarkerfi, sem gefur
frá sér sirenumerki. Vegna þessa
er mér enn óskiljanlegra hvers
vegna einhverjum verktökum
liðst að nota þennan hljóðgjafa.
Það var nefnilega ekki að ástæðu-
lausu að sirenur voru nptaðar
sem loftvarnarmerki i striðinu,
þetta eru beztu aðvörunarhljóð-
merki, sem til eru. Tiðnisvið
þeirra er svo stórt, að þau fara
örugglega ekki framhjá neinum.
— Það er kannski afsakanlegra
að nota þessi merki til að kalla
menn i vinnu, en til að vernda eig-
ur og jafnvel lif hinna almennu
borgara, — þar á ég við þjófa-
bjöllukerfin.
Húsið sem ég bý i er um það bil
hundrað og fimmtiu metra frá
sirenunni, og standi vindátt að
húsinu er hávaðinn svo mikill að
hann gæti alveg eins verið inni i
ibúðinni. Þetta kemur sér þó ekki
eins illa fyrir mig eins og suma
nábúa mina, þvi að sumir þeirra
vinna á næturvakt á sinum vinnu-
stað og þurfa að sofa um daga.
Auk þess sem það er alþekkt stað-
reynd að hávaði hefur skaðleg
áhrif á andlega heilsu manna.”
ibúi i Efra-Breiðholti.
Enn vantar
skautasvell í
Kópavogi
Sveinn Sæmundsson hringdi:
„1 fyrra og hitteðfyrra kom ég
að máli við forráðamenn Kópa-
vogs viðvikjandi skautasvelli þar
i bænum. Ég benti á stað, sem ég
áleit heppilegan fyrir slikt svell.
Vonaði ég að eitthvað yrði gert i
þeim málum, til þess að börnin og
þeirsem á skauta vilja fara þurfi
ekki að fara niður á tjörn, eða þá
lengra.
En það er eins með það og allt
annað i Kópavogi, enn hefur ekki
verið hreyfð hönd né fótur til þess
að reyna að koma þessu i fram-
kvæmd.
1 Kópavogi er engin aðstaða
fyrir börn og unglinga til að fara á
skauta, og ég tel það nauðsynlegt
að skautasvelli verði komið upp,
þar sem ýmsir gallar eru á
stöðugum skautaferðum til
Reykjavikur.
Bæði kemur þar kostnaður inn
i, og svo er það alls ekki á færi
minni barna að þurfa að fara
alla þéssa vegalengd, aðeins til að
fá að njóta þeirrar skemmtunar
að renna sér á skautum!
„Öruggur
akstur"
á ofsahraða
„Mikil voru þau vonbrigði,
þegar mér veittist sá „heiður” að
aka næstur á eftir einni helztu
málpipu bættra umgengnishátta i
islenzkri umferð i gær eftir há-
degismatinn. Eftir að hafa fylgzt
með þessum atvinnumanni i þeim
fræðum, sem mest áherzla er nú
lögð á að troða ofan i óbreyttan
almúgann, kemur manni i hug að
það sem höfðingjarnir hafast að,
hinir ætla sér leyfist það.
Á Álfhólsvegi i Kópavogi er
leyft að aka á 35 km hraða, sem
ég reyndar gerði og var að koma
að horni Álfhólsvegar og Reykja-
nesbrautar, þegar Volvo-bill
rennur framúr mér á
þéttingsgóðri ferð og með háu
ljósin uppi við, enda þótt
hábjartur dagur væri. Sá ég að
þar var einn þeirra postula, sem
ætlazt er til að aðrir breyti eftir i
umferðinni. Meðfædd forvitni
min varð til þess að ég ákvað að
fylgja eftir, enda ekki á hverjum
degi, að maður getur fengið
„gratis” umferðarfræðslu frá svo
hæfum kennara. Þrjátiu og fimm