Vísir - 21.11.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 21.11.1972, Blaðsíða 3
Visir. Þriðjudagur 21. nóvember 1972 Klias Kliasson. — „Þær misstiga sig á þessu". Þessi tizka er sannarlega heppileg þeim sem eru af minni gerðinni af mannfólkinu. En tixkan hefur þó ókost i för með sér íyrir þann sem kaupir. Nú fer hættan aftur að aukast á þvi að hællinn detti undan eða fætur snúist og brákist.En nóg um það, á dansstöðunum i vetur verður liklegast ekki algengt að sjá mjög svo smávaxinn kven- mann. — EA. Ámundi isfeld, fyrrv. skósmiður — ..Maður liefur séð þá svona háa áður". kilómetrarnir eru brátt grafnir og gleymdir, niður brekkuna i átt til Reykjavikur á 75-80, og út á aðal- veginn til Reykjavikur yfir brúna og heldur bætt við. Siðan yfir á gömlu Reykjanesbrautina. Upp öskjuhlið og enn tryllist Volvo- tigrisdýrið, og ég reyni að halda i við kennara minn. Niutiu, segir mælirinn á minum bil, þegar leikurinn stendur hæst, en það er alveg á toppi öskjuhliðar. Frá Valsheimilinu yfir að Eskihliðinni er göngubraut fyrir reykvisk ungmenni, sem þurfa að fara yfir veginn til að geta notið iþróttakennslu á vegum skóla sins. Þar biða þrir ungir piltar og nú geri ég mig kláran að stöðva, þvi væntanlega gefur kennari minn þeim eftir sinn sjálfsagða rétt á götunni, enda sebrastrik. En nei, það á vist ekki að stöðva við þessi strik, kennarinn á tigrisdýrinu klóraði sig áfram á sama hraða inn á Miklatorg á ytri akgrein (sem fyrri kennarar hafa ekki ráðlagt — alltaf lærir maður eitthvað nýtt), og siðan vestur Hring- brautina. Ég missti af manninum inn við Laufásveg, átti ekki leng- ur samleið og veit ekki hvernig áframhaldið var. En er þetta ekki eitthvað öfugt, þegar hægt er að fylgja eftir sjálfum umferðarkóngunum, sem árlega þeysa um öll byggðarlög landsins til að boða speki sina og standa þá að fjölda umferðar- lagabrota, þvi varla hefur maðurinn brotið umferðarlög fyrir minna en 2-3 þúsund krónur þessar 3-4 minútur, sem við áttum samfylgd? Maður þessi á tigrisdýrsbakinu hefur áður verið gagnrýndur i lesendabréfi i einhverju blaðanna fyrir það sem einhverjum fannst ógætilegur akstur. Óneitanlega skýtur þetta skökku við, úr þvi maðurinn boðar „öruggan akstur" landshornanna á milli. Jón Birgir Pétursson. íbúar í Mos- fellssveit mótmœla „valdníðslu" Aðalfundur l.andeignafélags Mosfellssveitar var haldinn 11. nóvember, og kom þarfram mikil gagnrýni á skipulagslögin frá 19(>4 og var talin mikil nauðsvn að endurskoða þau. 1 fréttabréfi, sem stjórn félagsins sendi frá sér eftir fundinn , segir, að i ljós hafi komið að vissar greinar þeirra laga, leiða til valdniðslu og ógna réttaröryggi. Þá lét fundurinn i ljós megna óánægju með þá stefnu, sem gætir i æ rikari mæli af hálfu Alþingis og'stjórnvalda um ágengni á eignarrétt og þrengingu athafnafrelsis einstaklinga, er hefir leitt til þeirrar ofstjórnar óhófslegs embættismannavalds, sem nú rikir i landinu. Blaðið hafði samband við Jóhannes Bjarnason verkfræðing, sem er einn af stjórnarmeðlimum félagsins og spurði hann út i þetta mál. Jóhannes sagði, að i 31. grein skipulagslaganna stæði: „Óheimilt er á skipulagsskyldum stöðum, að skipta löndum og lóðum eða breyta landar- merkjum og lóðarmerkjum, nema samþykki sveitarstjórnar komi til og getur hún kralizt þess, að gerður sé fullnægjandi upp- dráttur af landi sem skipta skal . Jóhannes sagði að þessa grein hafi sveitarstjórnir reynt að túlka þannig, að þær gætu bannað mönnum að selja land og þannig að ráðstafa eignum sinum. „Það teljum við tvimælalaust vald- niðslu” sagði Jóhannes. „Á sama hátt teljum við, að þessi 31. grein ógni réttaröryggi, þvi þetta getur freistað manna til þess að reyna að fara á bak við lögin, með þvi að kaupa eða selja land, vissan hundraðshluta úr óskiptu landi, og gera siðan baksamning um skiptingu landins en þinglýsa ekki þeim samningi”. „Lögfræðingar segja mér að þetta sé gert og að mörg dæmi séu til um þetta”, sagði Jóhannes ennfremur. t fréttatilkynningu þeirri sem fundurinn sendi frá sér, segir, að fundurinn hvetji til þess að allir landsmenn þjappi sér saman gegn valdniðslu og ágengni stjórnvalda og embættismanna. Stjórn Landeignafélags Mosfellssveitar skipa nú Elias Hannesson, formaður, Hörður Jónsson, Tryggvi Einarsson, Grimur Norðdahl og Jóhannes Bjarnason, en varamenn eru Haukur Nielsson og Hreinn Ólafs- son. —ÞM Veturliði: „Búinn að selja 26 mólverk" Boðið til Bandaríkjanna „ÍCg er búinn að selja 2(1 mál- verk, sem mér finnst mjög óvenjulegt, en sýning min var opnuð á laugardag”, sagöi Vetur- liði Gunnarsson i viötali viö hlaöiö i morgun. „Og þrátt fyrir 'vont veöur licfur veriö góö aösókn. Það er gifurlegt, livað fólk leggur á sig, og eilifar sýuingar, enginn friöur hjá. saklausu fólkinu”, sagði hann ennfremur. Vetprliði opnaði, sem fyrr segir, sýningu sina á laugar- daginn, og sýnir hann 85 oliumál- verk og 50-60 vatnslita- og pastel- myndir. „Þið megið lika bæta þvi við, að mér hefur verið boðið til Banda- rikjanna eftir áramótin með 30-40 myndir”, sagði Veturliði, „nánar tiltekið til New York, og þar mun ég þá halda sýningu. Þetta er óvenjulegt tilboð og ævintýri, sem mig langar til að prófa en það verður þá i febrúar eða marz, sem ég held utan.” Veturliði hefur áður haldið sjö eða átta málverkasyningar hér i Reykjavik, en tekið þátt i fjölda samsýninga hér og erlendis. —EA Barnakerra datt af bíl - og var hirt á Margir cru ótrúlega handfljótir aö gripa upp eigur náungans þegar færi gcfst á förnum vegi. Maöur uokkur fékk að kenna á þvi, 'þegar hann missti barna- kerru ofan af bil sinum. Á meðan hann sneri viö kom maöur akandi á mikilli ferö, kippti kerrunni upp i bil sinn óg ók á brott, allt hvaö af tók. Atburður þessi skeði um kl. 11 á 3 HARÐORÐ ORÐSENDING í LANDHELGISMÁUNU Brezkir verkamenn á Lundúnaflugvelli fylltust heift, þegar þeir handlönguöu kassa, scm innihélt silfur, til fyrirtækis i Keykjavik. I>rifu þeir upp penna og krotuöu skilaboö til Eski- móanna á islandi á lok kassans. Viötakandi lylltisl undrun, þegar hann fékk sendinguna i hendur og sá orösendinguna sem fylgdi. „I.eave our cod alone you exkiino”,, „Látiö þorskinn okkar vera, Eskimóar” mátti þar lesa ásamt smáviöbót. Stafsetningin viröist ekki vera hin slerka liliö þessara baráttumanna, en viljinn bcrsýnilega nógur. Meö orösendingunni fylgdi leikning af fiski. Ekki er vitaö til, aö hliöstæöar nólur hafi borizt frá brczku rikissl jórninni. —SG augabragði limmtudagskvöld. Maður, sem búsettur er í Breiðholti, bauðst til að ná i barnakerru fyrir mágkonu sina niður i bæ og var kona hans i för með honum. Ekki segir neitt af ferðum þeirra fyrr en þau eru komin i Blesugróf á leið i Breið- holtið. Á móts við húsið Heiði dettur kerran ofan af bilnum, en hún var óbundin. Vegna umferðar þurfti maðurinn að aka smáspöl i viðbót til að snúa við. En þar sem hann er að þvi kemur litill fólksbill á móti á mikilli ferð. Hann stoppar við kerruna eitt andartak en heldur siðan áfram ferðinni. Þegar hjónin komu á staðinn var kerran á bak og burt og fannst ekki i grenndinni, þrátt fyrir leit. Er þvi bersýnilegt að bilstjórinn hefur kippti henni með sér i snar- heitum. Ef hann hefur áhuga á að koma henni til skila þarf hann aðeins aö hafa samband við Visi, og mun blaðið þá koma henni i hendur réttra aðila. —SG MIKIÐ VERZLAÐ í BREIÐHOLTI „Hér hefur verið enn meiri verzlun siöan við opnuöum, lieldur en reiknaö var með. Mest er salan i mjólk og matvöru” sagði Elis R. Helgason verzlunar- stjóri KRON i Norðurfelli i samtali við Visi i gær. KRON opnaði stóra og glæsi- lega kjörbúð i nýju húsi við Norðurfell i Breiðholti 3 fyrir helgina. Húsið er á tveim hæðum og gólfflötur samtals 1300 fermetrar og þar af er sölu- gólfrými 550 ferm. Kæli- og frystiborð er eitt hið stærsta sem gefur að lita i verzlunum i borginni, enda 30 metrar á lengd. Innréttingar eru frá sænska samvinnusambandinu, en það veitti einnig aðstoð við skipu- lagningu kjörbúðarinnar. Matvörur af öllu tagi eru mest áberandi i hinni nýju verzlun, en auk þess er þar hægt að fá bús- áhöld, skólaritföng, leikföng, fatnað og nokkrar tegundir skófatnaðar. —SG | -Sj : V Þessi mynd var tekin, þegar verzlunin opnaöi fyrir helgina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.