Vísir - 21.11.1972, Blaðsíða 16
Þriöjudagur 21. nóvember 1972
Á bragðið líkt
og bandni, en
í laginu eins
og pera!
„Vift höfum flutt ávöxtinn
avocado inn undanfarin misseri,
en þessi ávöxtur er nýjung fyrir
fólki, og þaft þekkir hann litið.
Okkur hcfur lundi/.t litili áhugi
rikja fyrir honum, en hann virðist
ákaflega vinsæll i öðrum löndum,
scrstaklega sem forréttur”, sagði
Hjörgvin Schram, stórkaupmað-
ur, þegar blaðið hafði samband
við liann, en nú hefur Sambandið
einnig liafið innflutning á þessum
nýja ávexti, fyrir isiendinga,
avocado.
Ávöxturinn hefur ekki alltaf
fengizt i verzlunum til þessa, en
svo mun þó verða nú. Er hann
mjög svipaður peru i laginu, en
nokkuð stærri. Bragðið er sagt
dálitið sérstakt, likist banana-
bragði nokkuð en það tiökast
nokkuð að gera úr honum salöt og
fleira og bera fram i hýðinu. Hýð-
ið er ekki borðað, en ávöxturinn
er grænn eða brúnn á lit.
Að þvi er Þorbergur Eysteins-
son hjá Sambandinu tjáði blað-
inu, kemur einnig til greina að
hefja innflutning á svokölluðum
kiwi ávexti frá Nýja-Sjálandi. Er
sá ávöxtur mjög frisklegur og
nokkuð svipaður appelsinu. Er
hann nokkuö stærri en plóma.
Avocado er fluttur inn frá
Israel og að þvi er Þorbergur
sagði, verður hann fluttur inn
mest allan ársins hring.
— EA
Ófœrt síðan
á laugardag
Hefill sex tíma frá
Staðarskála
að Laugarbakka
„Það er ekki liægt að segja, að
hér sé ófært gangandi mönnum,
en ástandiö er slæmt, veður hefur
vcrið mjög vout, og hér er allt á
kafi I snjó. Allt er gjörsamlega
ófært biluin, og hér liefur engin
uinferð verið þvi á laugardag”.
Svo sagði Sigurður Sigurðsson
i Mjólkurstöðinni á Hvamm-
stanga i viðtali við blaðið i morg-
un, en þá hafði barna- og gagn-
fræðaskólanum verið lokað vegna
ófærðar og veðurs.
„Snjórinn er allt upp undir 2-3
metra sums staðar en það er þó
mjög misjafnt, sem veður hefur
verið hvasst og mikið hefur
skafið. Hér er sem sagt ekki fært
nema fyrir gangangi fólk og jarð-
ýtur”.
„Mjólk höfum við ekki fengið
frá þvi á laugardag, en við erum
vön að fá mjólkursendingar sex
daga vikunnar. Ekki er orðinn
mjólkurskortur ennþá, en það má
búast við, að það gangi á birgð-
irnar, ef ekki fer að lagast
færðin”.
„A sunnudag ætlaði hefill að
reyna að komast hingað til
Hvammstanga frá Staðarskála i
Hrútafirði. Sú ferð gekk mjög
illa og var hefillinn sex tima á
leiðinni frá Staðarskála að
Laugarbakka, en sú ferð tekur
hálftima til þrjú korter fyrir
venjulega bila i ágætri færð. Allt i
allt held ég, að þeir hafi verið
tæpan sólarhring á leiðinni að
brjótast i gegn til Hvammstanga
með hvild að Laugarbakka”.
Sigurður sagði að lokum, að
vonast væri til, að hægt yröi að
hefjast handa viö að ýta, svo að
vegir opnuðust, en sem stendur er
allt ófært i kringum Hvamms-
tanga.
—EA
„Belgi" hér með ólög-
lega möskvastœrð
Möskvastærð veiöarfæra
belgiska togarans Caesars
rcyndist ekki fullkomlega lögleg
við skoðun i Keykjavikurhöfn
um helgina. Auðunn Auðunsson,
skipstjóri, kærði skipiö fyrir
Landhelgisgæ/.lunni og fóru
skoöunarmenn hennar á vett-
vang. Þeim ber ekki saman við
Auöunn hversu miklu munar á
löglegri stærð pokans.
Auðunn var á vakki við
höfnina þar sem togarinn lá og
sá ekki betur en möskvastærð
trollsins væri undir löglegri
stærð. Þótti honum það benda til
þess að togaramenn hyggðu á
humarveiðar, en Belgir hafa
ekki leyfi til slikra veiða innan
50 milna samkvæmt samningn-
um við islenzku stjórnina. Tveir
menn frá gæzlunni fóru um'borð
i Caesar og framkvæmdu
mælingar á möskvastærð poka
stjórnborðsvörpunnar. Lögleg
stærð á að vera 120 millimetrar
en reyndist nokkuð undir þvi
marki á sumum stöðum, en
annars staðar af löglegri stærð
og yfir.
Landhelgisgæzlan gerði skip-
stjóra togarans þetta ljóst, en
skipið hafði enn ekki hafið
veiðar. „Okkar menn voru með
löggiltar mælistikur og þetta er
aðeins þáttur i venjulegu eftir-
liti” sagði Hafsteinn Hafsteins-
son hjá Landhelgisgæzlunni.
Kvað hann farið um borð i öll
erlend veiðiskip, sem hér kæmu
til hafnar og veiðarfæri þeirra
skoðuð. í þessu tilfelli var
pokinn á stjörnborðsvörpunni
mældur og reyndist ekki full-
komlega löglegur.
Auðunn Auðunsson sagði, að
togarinn hefði verið með fótgrip
undir vörpunni og styrkti það
þá trú hans að togarinn ætlaði
að reyna við humar. Hafsteinn
sagði, að öllum skipstjórum
væri það ljóst, að væru þeir
með ólögleg veiðarfæri ættu
þeir á hættu að verða kærðir.
Gilti það bæði um erlend og inn-
lend veiðiskip.
Auðunn sagði i samtali við
Visi , að mælingamenn Land
helgisgæzlunnar heföu mælt
möskvastærðina 117 millimetra.
Honum þótti þetta ótrúlegt og
Irvn^ct o f o m al*
* u VOV OJCtlllil UUIU UllVll
pokann. Hefði möskvastærðin
verið 105 millimetrar á stjórn-
óorðspoka en aðeins 80 á
varatrolli á bakborða.
Hafsteinn Hafsteinson sagði
aðeins stjórnborðspokann hafa
verið mæidan og itrekaði að þar
hefðu verið að verki vanir menn
með löggiltar mælistikur.
Togarinn er nú farinn á veiðar
, og mun Landhelgisgæzlan
fylgjast með honum eins og
öðrum skipum.
—SG
l.itill áhugi viröist hafa rikt hjá tslendingum fyrir avocado, en erlendis er ávöxturinn vinsæll.
Hœttir leitarstöðin?
Starfsfólki hinnor almennu leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sagt upp
Starfsliði leitarstiiðvar A, hinn-
ar almennu lcitarstöövar
Krabbameinsfélagsins, hefur
verið sagt upp störfum.
Mál þetta er enn á frumstigi, og
vildu viðkomandi aðilar ekki tjá
sig um það, eins og mál standa
nú.
Hér munu valda fjárhags-
örðugleikar hjá Krabbameins-
félaginu, en þar sem ekki er búið
að fullkanna áframhaldandi
rekstrargrundvöll, er ekki enn út-
séð um, hvort þessi starfsemi
leggist niður.
Hin almenna leitarstöö hefur
haft þvi hlutverkiaðgegnaað taka
á móti fólki, sem vill láta rann-
saka sitt likamlega ástand, hvort
sem það hefur kennt sér einhvers
meins áður eða ekki. Þar sem
krabbamein er þannig sjúkdóm-
ur, að hann gerir oft ekki vart við
sig fyrr en hann er kominn á
ólæknandi stig, hljóta allir að sjá,
að hér er um hina þröfustu starf-
semi að ræða. Oft hefur það einn-
ig komið fyrir, að fólk hafi verið
með aðra sjúkdóma en krabba-
mein, sem fyrst hafa komið i Ijós,
þegar það var rannsakað á leitar
stöð A, þvi að við krabbameins-
rannsóknina er gerð heildar at-
hugun á heilsufarinu. Þó er þar
ekki farið út i þær sérstöku
hjarta- og æðarannsóknir, sem
fram fara á vegum Hjartavernd-
ar.
Starfsfólkið, sem sagt hefur
verið upp, er fimm manns, og
vinnur það allt þarna hluta úr
degi. Afganginn af deginum vinn-
ur það svo annaöhvort á vegum
Krabbameinsfélagsins eða ann-
ars staðar. —Ló
„Jesús gefur kannski
ekki eins mikið af sér
^ M # # Náttúra samþykkir undirleikinn
Enn er hlutverkaskipan i
Súperstar Leikfélagsins ekki með
öllu ráðin, cn þess vænzt, að þar
verði allt komið á hreint áður en
þessi vika er öll. Aftur á móti er
hljóinsveitin Náttúra nú þcgar
búin aö samþykkja aö annast
undirleikinn og farin að búa sig
undir þá framreiðslu.
„Það vildi svo vel til, að áður en
við þurftum að gefa endanlegt
svar við málaleitan Leikfélags-
ins, gafst okkur tækifæri til að sjá
Súperstar á sviði. Það var i Lond-
on, þar sem við vorum að vinna
að gerð LP-plötu i siðasta mán-
uði,” sagði Sigurður Arnason,
bassaleikari Náttúru i viðtali við
Visi i morgun.
„Óhætt er að segja, að sú leik-
húsferð hafi ráðið miklu um það,
að við féllumst á að taka þátt i
sýningum hér heima,” heldur
hann áfram. „Eins spilaöi þar inn
i reynsla okkar á þessu sviði. Við
önnuðumst undirleikinn fyrir
HAR á sinum tima, og likaði það
stór vel. Æfingar eru erfiðar fyrir
svona lagað, en af þeim má óneit-
anlega hafa nokkra skemmtun
lika.”
„En fjárhagslega....?”
„Trúlega gefur þetta kannski
ekki eins mikið i aðra höind. Við
verðum bundnir við sýningar að
minnsta kosti fimm kvöld i viku,
en þau tvö, sem aflögu verða höf-
um við i hyggju að spila á böll-
um.”
„Hefur þú trú á, að uppfærslan
hér muni takast eins vel og sú i
London?
„Það finnst mér ekki ótrúlegt.
Við höfum — held ég — alla
möguleika á að gera Súperstar
sömu skil. Það ætti ekki að þurfa
að hnika svo mörgu til, þó stærð
leiksviðsins sé ekki eins mikil.”
„Verður fjölgað i hljómsveit-
inni?”
„Það er ekki afráðið ennþá, en
likur eru til, að svo fari. Það á
eftir að sýna sig, þegar lengra er
komið i æfingunum....”
—ÞJM
Norðurlandsvegur ófœr
Kaffenntir
bílar tefja
snjómokstur
Allt er nú á kafi i snjó á Norður-
landi og flestir vegir ófærir.
Sæmileg færð var i morgun á
Snæfellsnesinu, og eru yfirleitt
allir vegir færir á Suðurlandsund-
irlendi.
Viða á Vestur- og Norðurlandi
var vonzkuveður og mun ekki
verða reynt að opna leiðina á
milli Reykjavikur og Akureyrar
eins og ráðgert hafði verið, að
gert yrði i dag. En það verður
byrjað að ryðja norður strax á
morgun, ef veður leyfir.
Á Akureyri var færð erfið i
morgun, en byrjað var að moka
götur þar. Standa þar viða bilar á
götunum, sem algjörlega hefur
fennt i kaf, og tefur það mokstur-
inn. Vegagerðin hefur aðstoðaö
mjólkurbila við að ná mjólk i ná-
grenni Akureyrar og er ekki búizt
við, að þvi verði hætt.
Þrátt fyrir mikla ófærð fyrir
norðan er ekki hætta á skorti á
matvörum eða öðrum nauðsynj-
um, þviað miklar vörubirgðir eru
til bæði á Akureyri og öðrum bæj-
um fyrir norðan. — ÞM
Útsölumenn ÁTVR
vilja firra sig ábyrgð
Þjónum óheimil
stórinnkaup
á áfengi
„Það vekur alltaf einhvern
grun, ef starfsfólk veitingahúsa
kaupir talsvert magn af áfengi.
Þess vegna er starfsmönnum út-
salanna bannað að afgreiða það,
þegar tilefni er til grunsemda”,
sagði Jón Kjartansson, forstjóri
ATVR, i samtali við Visi.
En þeir, sem vinna i útsölum
Áfengisverzlunarinnar, þekkja
alls ekki allt starfsfólk veitinga-
húsanna, eins og gefur að skilja.
Þvi hafa þeir ritað bréf, þar sem
þeir biðja um að verða leystir
undan þeirri ábyrgð að þurfa
að þekkja alla þjóna borgarinnar
og fleira kemur þar til. „Okkur
finnst það fyrir neðan allar
hellur, að við skulum alltaf vera
ásakaðir, þegar unglingur er
drukkinn, þegar menn eru kærðir
fyrir leynivínsölu eða þjónar fyrir
vinkaup”, sagði starfsmaður i
einni útsölunni i viðtali við Visi.
Sagði hann, að þess vegna hefðu
starfsmenn skrifað bréf og farið
fram á, að þeir væru undanþegnir
þeirri ábyrgð, sem þeim væri lögð
á herðar.
Þar sem Áfengisverzlunin
heyrir undir fjármálaráðuneytið,
hafði blaðiö tal af þvi ráðuneyti.
Vegna veikinda ráðuneytisstjór-
ans var ekki unnt að afla upp-
lýsinga um, hvort umrætt bréf
heföi hafnað þar eður ei. —SG