Vísir - 21.11.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 21.11.1972, Blaðsíða 4
4 Visir. Þriðjudagur 21. nóvember 1972 Sumir orðnir langeygir eftir komu okkar 14 daga frá Reykja- vík til ísafjarðar Það vap orðin löng lerðin hjá þeim Gunnari Féturssyni og Ármanni Leifssyni, þegar þeir loks komust til ísa- íjarðar á laugardags- nóttina, en þá voru þeir húnir að vera 14 daga á leiðinni frá Ileykjavik til ísafjarðar. „Sumir hér á Isafirði voru orðnir langeygir eftir, að við kæmum hingað”, sagði Gunnar, þegar blaðið hafði samband við hann i morgun. „Fyrir utan matvörur og grænmeti og ýmsar áðrar vörur vorum við með tölu- vert magn af vini og sumum farið að lengja eftir þvi. Ferðin frá Flateyri hingað gekk ágætlega, enda var þá búið að moka, Við vorum um þrjá tima hér á milli og lentum ekki i neinum vandræðum”. Vorið þið ekki fegnir að vera komnir á leiðarenda? „Jú, óneitanlega vorum við það, enda var þetta þreytandi ferð. Við lentum að visu ekki i neinum vandræðum með bilana, en við þurftum að biða.stundum lengi, eftir þvi, að veður batnaði og tæki vegagerðar innar kæmust til okkar og gætu rutt okkur leið. Lengsta biðin var á Mýrum i Dýrafirði þar biðum við i 6 daga”. „Var eitthvað af vörunum farið að skemmast eftir þessa löngu ferð”? „Nei, að minnsta kosti ekki af þeim vörum, sem ég var með i minum bil. Ég veit ekki um það, sem Armann var með”. „Þið takið ykkur sjálfsagt eitthvaö fri núna eftir þessa erfiðu ferð”? „Ég býst ekki við, að við komumst neitt héðan i bráð. Strax á laugardagsmorgun var Breiðadalsheiði orðin ófær aftur. Ég hef enga trú á þvi, að það verði mokað suður á bóginn á næstunni. Það er mikil snjór hér, og siðan á laugardagskvöld hefur verið hér leiðinlegt veður, snjókoma og skafrenningur. Svo að ég býst ekki við, að við förum langt. Ég man bara ekki nokkurn tima eftir eins miklum snjó á þesssum tima. Enda er þetta langlengsta ferð, sem við höfum farið. Sú lengsta hingað til tók eina 9-10 daga, en núna vorum við 14 daga á leiðinni. Við reynum þvi ekki að komast aftur suður fyrr en snjor minnkar”. —ÞM r Mjólkurvörur til Isafjarðar Sex tonn á viku Skortur undanfarin ár „llér varð mjólkurskortur um (lagimi. vegna þess að sam- gönguleiðir lokuðust. Þá varð að skammta mjólkina og cinn daginn fékk hvcr maður 1/2 litra af mjólk, cn þegar skammta þarf, er yfirleitt skammtur einn litcr” Svo sagði Gestur Hjartarson, kaupfélagsstjóri á Isafirði, i við- tali við blaðið, en svo sem áður hefur komið fram i blaðinu, hefur nú verið mynduð nokkurs konar mjólkurbrú á milli Reykjavikur og tsafjarðar. Gestur sagði ennfremur, að mjólkurskortur færi fyrstaðgera vart við sig i byrjun október- mánaðar og stæði fram i marz- mánuð. Hei'ur mjólk verið flutt til lsafjarðar siðastliðin þrjú eða fjögur ár, bæði frá Akureyri og Ileykjavik, en nú er hún eingöngu flutt flugleiðis frá Reykjavik. Sex tonn af mjólkurvörum verða flutt til tsafjarðar á viku, og sagði Gestur að það magn ætti i flestum tilfellum að vera fylli- lega nægilegt til að fylla upp i það sem á vantar. Auk hreinnar mjólkur, verður flutt til Isafjarðar súrmjólk, rjómi og skyr. Gestur sagði að ekki væri hægt að segja að skorturinn hefði verið „mikill”, en „fólk ætlast til að fá mjólkurvörur og hefur auðvitað fulla heimtingu á þvi”. Mjólkurvörumagn það sem flutt verður, nýtur forgangsflutn- ingsréttar hjá Flugfélagi Islands, og verður flogið á hverjum degi, einu sinni á dag. Skipaferðir eru óheppilegar til Isafjarðar, að þvi er Gestur sagði, og ekki gott að fá mjólk senda með skipunum, þar sem Esja og Hekla eru þar á hálfs mánaðar fresti, á sama tima bæði skipin. —EA llælt við mjólkurskorti ef veður leyfir ekki flug. fi tonn af mjólkurvörum til isafjarðar á viku. Fiskveiðisjóður tekur 900 millj. lán vegna skuttogara Fiskveiðasjóður mun taka cr- lent lán allt að 870 milljónum króna til að standa undir lánveit- ingum vegna skuttogarakaupa landsmanna erlendis frá. Hefur rikisstjórnin farið fram á að lienni verði heimilt að veita sjálfskuldaábyrgð á þessu láni. Fiskveiðasjóður mun endur- lánp þetta fé lil kaupenda nokk- urra togara, sem smiðaðir eru er- lendis, og kemur lán sjóðsins i stað þeirra erlendu lána til 8 ára, sem seljendur hafa yfirleitt látið i té. Er ráðgert, að hinu erlenda láni Fiskveiðasjóðs verði varið til greiðslu á 4/5 kaupverðs skip- anna. Hið erlenda lán Fiskveiðasjóðs verður til 15 ára, en endurlán til kaupenda skipanna eru ákveðin til 8 ára. Samtals er áætlað að kaupa um 50 skuttogara, sem kosta munu yfir sex þúsund milljónir króna. —SG „Snófaðu heim, Joe Cocker!!!!! Ileldur fékk hljóm- leikaíeröalag söngvarans Joe Cocker og hljómsveitar hans um Ástraliu snöggan endi. Ilann var staðinn að þvi að reykja hass og var þar af leiðandi stungið beint i steininn. „Lögreglan handlék mig rétt eins og ég væri bankaræningi eða eitthvað ennþá verra. Já, jafnvel, rétt eins og ég hafi komið með fangið fullt af napalmsprengjum til að gefa börnunum”, segir Cocker (sem við munum eftir úr myndinni „Mad Dogs and the Englishman”, sem Gamla Bió sýndi nýverið). „Mér var varpað i fangaklefa, þar sem fyrir voru tveir aðrir”, heldur Cocker áfram máli sinu. „Annar þeirra var sterklega grunaður um morð. Hinn hafði verið staðinn að bankaráni. Agætis náungi sá siðarnefndi. Heldur ræfilslegur greyið, en hann sagði mér, að hann ætti allar plöturnar með mér og hefði gaman af þeim. Gaman að kynnast „stráknum”. Einhverja sekt varð Joe Cocker að greiða fyrir reykingar sinar og úr landi var honum visað með hljómsveitina með þeim orðum, að þangað skildu þeir-aldrei koma aftur. „Mér fannst reglulega leiðin- legt, að geta ekki lokið hljóm- leikaferðinni”, segir Joe. „Við áttum þá eftir að fara til borg- anna Perth og Brisbane, en þar hafði forsala aðgöngumiða gengið vel og komu okkar beðið með óþreyju; að þvi er blöðin sögðu”. Það minnir okkur á önnur blaðaskrif um Joe Cocker. Raunar ekki eins hliðholl honum. Þar hélt á pennanum stúlka, sem lýsti hljómleikum söngvarans i Madison Squer Garden i New York. Hún sagði i New Musical Express: „Joe Cocker er ekkert stórnúmer. Hann er bara söngvari með hljómsveit og orkar það mjög tvimælis að auglýsa hann eitthvað fremur öðrum i hljómsveitinni.” Þannig skrif mátti svo sem lika lesa i pop-blöðum Ástraliu. Þar sagði t.d. annar kvenkyns pop- gagnrýnandi i blaði sinu: „Cocker er að minnsta kosti ennþá litið annað en skithærður sveitalubbi, sem kemur til Astraliu og telur sig geta orðið frægan þar á einni nóttu”. Það er ekki hægt að ljúka þessum fáu orðum öðru visi en að minna á, að i sumar hrökklaðist hann heim úr Amerikuferð vegna hassreykinga, sem yfirvöldin vestra litu óhýru auga. Eins og sjá mátti i myndinni, sem Gamla Bió sýndi okkur af kappanum, er hann greinilega maður, sem lifir á ekki mikið næringarikari fæðu en fikni- lyfjum — en söngur hans á sér engan lika. Það er vist ábyggi- legt. Bióhúsin sem fengið hafa hingað til sýninga pop-biómyndir i æ rikari mæli, eiga miklar þakkir skilið. Pop-þyrstir unglingar sem ekki fá svo mörg tækifæri til að sjá hetjur pop- heimsins i eigin persónu, þiggja það með þökkum, að fá þó að sjá þær á hvita tjaldinu. Það var mikið stórvirki, að fá WOODSTOCK-kvikmyndina hingað svo til nýja. Myndin með JOE COCKER og LEON RUSSEL var lika vænn biti og nú siðast GIMME SHELTER með Rolling Stones, — þó erfitt sé raunar að fylgja músikinni i svoddan gauragangs- myndum, sem þeim tveim siðustu, eru þær mjög ásjálegar. En næst væri fengur i að fá hingað myndina KONSERT FOR BANGLA DESH. Undirritaður hefur hvorki fyrr né siðar litið aðra eins ágætis-mynd frá hljómleikum. — Nú, ogsvoer lika til mynd, sem fæst ódýrt (miðað við gæði) Sú heitir DON’ T LOOK BACK og rekur fyrstu ár frægðarferils Bob Dylans á mjög snilldarlegan hátt. Ekki í úrslit l’erð þeirra Jónasar og Einars á söngvahátíðina miklu i Tókió i siðasta mánuði varð raunar ekki til að koina þeim I sæti sigurvegara, þó likur bendi til, að liún hafi orðið þeim til nokkurs ávinnings samt. Dómarar i keppninni hafa kveðið upp dó'rp sinn. Þeir völdu 22 lög, þar af fjögur frá Englandi, i úrslit, en samtals voru flutt á hátiðinni 46 lög frá 37 löndum. Þau höfðu áður verið valin úr 1000 lögum, sem keppninni hafði borist Þeir Englendingar, sem komust lengst landa sinna i keppninni voru Timothy Frazer, Les Reed, Harbie Flowers og Neil Sadaka. Aðrir höfundar voru hvaðan- æva að úr heiminum. Japanir höfðu eðlilega ekki talið eftir sér sporin. En þrir Japanir voru meðal þeirra 22ja, sem sigruðu og fara á hljómplötu með lög sin. Við hér á íslandi þekkjum vist fæst höfundanöfnin, en þarna vöktu athygli hljómlistarmenn með nöfnin Christian Gobert (Frakkland) Peter Rober (Sviss), Leszek Bogdanwics (Pólland), Gerhard Siebholz (Austur-Þýzkaland) og Akis Skamagas (Grikkland). Kannski við eigum eftir að raula einhver laga þessara ágætu manna, þegar platan með þeim kemur i verzlanir Reykjavikur — jafnvel fyrir jól. VINSÆLDALISTAR NEW MUSICAL EXPRESS þessa vikuna ENGLAND CLAIR . .GObert O'SulKvan (MAM) MY DING-A-LING Chuck Berry (Chess) MOULDY OLD DOUGH I ieutensnt Pioeon (Decca) LEADEROF THEPACK Shangrí-Las (Kama Sutra) WHY ......Donrry Osmond (MGM) DONNA..............10 c.c. (UK) LOOPDILOVE ..........Shag(UK) CRAZY HORSES Oimonds (MGM) GOODBYETO LOVE Carpenters (A & M) HALLELUJAH FREEDOM Junior Campbel (Deram) IN A BROKEN DREAM Python Lae Jackson (Young Blood) ELECTED Afice Cooper (Wamer Brothers) LET'S DANCE Chris Montez (London) CROCODILE ROCK Ehon John(DJM) l’M STONE IN LOVE WITH YOU Styfistics (Awco) HEREIGO AGAIN Archie Befi & The Drefis (Atiantic) Hl HO SILVER LINING Jeff Beck (Rak) AMERIKA I CAN SEE CLEARLY NOW l'LLBE AROUND l'D LOVE YOU TO WANT ME GARDENPARTY BURNING LOVE FREDDIE S DEAD Johnny Nash SpWwers Lobo Rick Nolson Ehrts Pro»J«y Curtis Mayffteki IF YOU DON'T KNOW ME BY NOW Haroid Mehón & Blue Notes I AM WOMAN Helen Reddy PAPA WAS A ROLLING STONE Temptations CONVENTION '72 Delegetes NIGHTS IN WHITE SATIN Moody Blues IF I COULD REACH YOU 5th Dimension WITCHY WOMAN Eagles SUMMER BREEZE Seals & Croffts THUNDER AND LIGHTNING Chi Cohrane YOU OUGHTTO BE WITH ME Al Groen LISTEN TOTHE MUSIC Doobie Brothers ELECTED Alice Cooper CLAIR Giibert O’Sultivan VENTURE HIGHWAY America

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.