Vísir - 21.11.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 21.11.1972, Blaðsíða 6
6 Vísir. Priðjudagur 21. nóvembcr 1972 vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Móta nýja viðreisn Viðreisnar var þörf eftir valdatið fyrri vinstri stjórnar og allt bendir til, að hennar verði ekki siður þörf, þegar núverandi stjórn kveður, Það er almennt viðurkennt, að mikil og uggvænleg umskipti hafa orðið i tið núverandi vinstri stjórnar. Eftirfarandi staðreyndir, sem bent er á i stjórnmálayfirlýsingu flokksráðs- og formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins, orka ekki tvimælis: Dregið hefur úr vexti þjóðartekna i ár og gert ráð fyrir, að sú ógæfuþróun haldi áfram næsta ár. Viðskiptahallinn við útlönd verður væntanlega um fimmtán milljarðar króna á árunum 1971- 1973. Rikisbúskapurinn er rekinn með halla bæði 1971 og 1972. Fjárfestingarsjóðir eru fjárþrota. Sparifjár- söfnun fer minnkandi. Skuldasöfnun erlendis fer hins vegar geigvænlega vaxandi og nemur nú um 17 milljörðum i lánum til langs tima. Útvegurinn er til bráðabirgða rekinn með uppbótum úr varasjóði. Iðnaður og annar at- vinnurekstur berst i bökkum vegna vaxandi til- kostnaðar. Viðbrögð rikisstjórnarinnar við vandanum i efnahagsmálum hafa verið þau ein að velta honum á undan sér. Hann hefur vaxið i höndum stjórnarinnar likt og snjóbolti, en stjórnar- flokkarnir hafa ekki getað orðið sammála um nein úrræði. Ólafur Jóhannesson gæti tekið sér i munn orð fyrirrennara sins Hermanns Jónas- sonar frá haustinu 1958 um efnahagsöngþveiti og úrræðaleysi rikisstjórnarinnar. Hermann baðst lausnar að svo búnu. Reynslan af vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar veitir engar vonir um raunhæf úrræði við vandanum. 1 stjórnmálayfirlýsingu sjálfstæðismanna er bent á þá stefnubreytingu, sem óhjákvæmilega þarf að verða, eigi að sporna við þeim samdrætti sem rikjandi stefna leiðir til. Draga verður úr eyðslu og gæta þess, að jöfnuður riki i viðskiptum við útlönd til að treysta gengi islenzku krónunnar og stuðla að jafnvægi i þjóðarbúskapnum. Keppa ber að þvi að leysa þjóðina undan óhóf- legri byrði erlendra lána. Forðast verður ofþenslu af völdum hins opinbera, sem hefur valdið þvi, að þær tekjur, sem almenningur i landinu hefur til ráðstöfunar, fara sifellt minnkandi. Hætta verður hallarekstri rikisbúskaparins. Sjálfstæðismenn leggja til, að eyðslan verði skattlögð, en beinir skattar á tekjum lækkaðir. Hófs verði gætt i álagningu skatta á fasteignir og aðrar eignir og samþykkja beri tillögu sjálf- stæðismanna um skattfrelsi elli- og örorkulif- eyris. 1 stjórnmálayfirlýsingunni segir: „Flokksráð Sjálfstæðisflokksins felur þingflokki, miðstjórn og málefnanefndum flokksins, að halda áfram rækilegum undirbúningi að mótun nýrrar við- reisnarstefnu. Sú stefna verði grundvöllur lög- gjafar og stjórnsýslu, þegar núverandi stjór- málastefna, sem einkennist af eyðslu og úrræða- leysi, auknu miðstjórnarvaldi og rikisafskiptum, hefur gengið sér til húðar.” j) Æfiminningar dóttur Trumans: VAR ROOSEVELT HJARTVEIKUR SÍÐUSTU VALDAÁRIN? ((Truman tregur í varaforsetaembœttið vegna veikinda Roosvelts forseta Franklin Roosevelt þjáðist af hjartasjúkdómi siðasta æviár sitt og veikindi hans hrelldu Truman. * I ..llarry S. Truman streittist II gi'g1' l*v' uð verða útnefndur [f varaforseti Randarikjanna 1944, jl vegna þess að hann vissi, að [I Franklin D.Rooseveltforseti var il maður sjúkur, og Truman vildi I ekki komast inn illvita húsið um l „bakdyrnar”, segir dóttir hans. i sjálfsævisögu sinni, sem kem- ur út á næstunni, segir Margrét Truman Danicl um föður sinn að Truman liafi hcimsótt forsetann, eftir að Truman hafi tckið útnefn- ingu —eftir simtöl við forsetann, sem gekk fast á — og i þeirri heimsókn, 18. ágúst 1944, hefði faðir hennar orðið miður sin vegna heilsufars forsetans. „Forsetinn var nýkominn úr kynnisferð til Kyrrahafslanda”, skrifar Margrét i úrdrætti, sem / birtist i Life Magazine i þessari i og næstu viku. / „Það hafði verið mjög þreyt- i andi ferð fyrir hann, og við vitum / nú orðið, að hann hafði að i minnsta kosti einu sinni fengið / hjartaáfall. i Faðir minn sagði nokkrum nán- um vinum sinum frá þvi, hvernig forsetinn hefði verið svo skjálf- hentur, að hann gat ekki einu sinni hellt rjómanum út i kaffi- bollann, heldur lenti mestallt á undirskálinni. Hann átti erfitt með að tala. — „Ekki að hann virtist neitt veill /, andlega, heldur virtist hann i likamlega vera að falla saman”, sagði pabbi. „Ég hef miklar áhyggjur af honum”. Forsetinn spurði pabba, hvern- ig hann ætlaði að haga kosninga- baráttunni og pabbi sagðist ætla að fara á milli i flugvél. Forsetinn lagði blátt bann við þeirri hug- mynd. „Annar okkar verður aö lifa”, sagði hann við pabba”, skrifar Margrét. I Roosevelt lézt af hjartaslagi 12. I april 1945 i Warms Springs i Georgiu. Læknir hans sagði, að Roosevelt hefði þjáðst af hjarta- sjúkdómisiðasta ár ævi sinnar. Sá * kvittur komst upp, aðRoosevelt hefði fengið hjartaslag i júni 1944, en synir hans báru það til baka. Margrét segir, að tiu dögum fyrir fiokksþing demókrata i júli, hafi faðir hennar skrifað henni bréf. þar sem hann skýröi henni frá þvi, að hann vissi um veikindi lorsetans og að þau legðust illa i liann „Já”, skrifaði Truman. „Þeir rotta sig allir saman gegn föður þinum. Sérhver fréttaskýrandi stjórnmáladálkanna er að reyna að gera hann að varaforseta gegn vilja hans. Það er skritið, hvernig sumt fólk mundi vilja greiða fúlgur fjár til þess að komast eins nærri þvi og ég er, en ég kæri mig ekk- ert um það... Vonandi kemst ég hjá þvi. 1600 Pennsylvania er snoturt heimilis- llllllllllll mmm Umsjón Guðmundur Pétursson fang, en ég vildi helzt ekki flytja þangað inn i gegnum bakdyrn- ar”. Margrét segir, að faðir hennar hafi haft veikindi Roosevelts i huga, þegar hann sagði við frétta- mann: „Manstu, hvernig farið hefur fyrir flestum varaforsetum, sem komust i forsetastólinn? Vana- lega hefur verið gert gys að þeim i embættinu, þeir voru rændir allri gleði eða hamingju og glöt- uðu þeirri virðingu, sem borin var fyrir þeim áður. — Ég vil ekki verða fyrir þvi”. Roosevelthafði ákveðið að láta Henry A. Wallace, varaforseta, sigla sinn sjó, þegar skoðana- kannanir sýndu, að munurinn á vinsældum Wallace og repúblika- ans, Thomas E. Dewey, i heima- riki þeirra var aðeins 51 á móti 49, segir Margrét. Wallace og James F. Byrnes, fyrrum rikisst jóri i Suður- Carolina, kepptust báðir um varaforsetaembættið, meðan Truman færðist allur undan Margrét segir, að Bob Hanneganj formaður demókrataflokksins, hafi reynt að sannfæra Truman mn, aðRoosevelthefði valið hann, þótt Roosevelt forðaðist að segja slikt opinberlega af ótta við að styggja aðra, sem sátu á vonar- bekknum. Eitt sinn fékk Hannegan lloose velt til þess að krafsa á umslag: „Bob, ég held, að Truman sé rétti maðurinn”. — Hannegan lét Tru- man hafa umslagið, en Truman benti á, að engin dagsetning væri á umslaginu. Þar kom þó, skrifar Margrét, að Hannegan fékk kallað Truman til fundar við sig i hótelherbergi i C’hicago og hringdi til Roosevelts i Hvita húsið. „Hann vildi fá föður minn til að tala sjálfan við FDR”, skrifar hún. „En pabbi neitaði. En hann sat og hlustaði furðulostinn, með- an rödd FDR, sem var alltaf sér- lega skýr i sima, glumdi frá sim- tækinu: „Bob ertu búinn að fá þennan náunga á okkar band?” „Nei”,sagði Hannegan. „Hann er einhver sá þverasti Missouri- múlasni, sem ég hef nokkurn tima átt við”. „Jæja, þá máttu segja honum, að ef hann vilji kljúfa Demókrata- flokkinn meðan landið er i miðri styrjöld, þá beri hann ábyrgð- ina”.- „Siðan heyrðist klikk i siman- um, og loks rikti alger þögn. Fað- ir minn stóð upp, gekk fram og aftur um gólfið smástund og sagði siðan: „Jæja, ef málin standa svona, þá er ég neyddur til að segja já. En hvi i fjáranum sagði hann mér þetta ekki •strax?” Harry Truman var mikill tónlistarunnandi og þótt hann væri boöinn og Ibúinn til þess að koma fram i góögeröarskyni meö grinleikaranum Jack Benny á hljómleikum K.C. Philharmoniu-hljómsveitarinnar — var hann afár tregur að gefa kost á sér sem varaforsetaefni með Roosevelt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.