Vísir - 27.11.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 27.11.1972, Blaðsíða 1
vísm <>2. árg. — Mánudagiir 27. nóvember 1972 — 272,tbl HVERNIG Á ÓSKARÍKIS- STJÓRNIN AÐ VERA? H v e r n i g m u n d i óskarikisstjórnin lita út ef þér fengjuð að ráða. Visir efndi til skoðanakönnunar um óskastjórnina. Fjölmargir voru til- nefndir, en nokkrir sköruðu framúr og skipa óskastjórnina eftir þessa könnun. — Sjá bls. 2. — og óska- maðurinn? Bella skemmtir fólki stööugt á siðum Visis og i dag greinir hún frá þvi hvernig ( óskamaðurinn sinn eigi að vera. Gríman fundin, - grímumaður ekki — sjá frétt á bls. 3 ☆ Hafnfirðingar kátir þótt þeir svitnuðu! t>að var fjör i Firðinum i gærkvöldi. iþróttahúsið var svo troðfulit af áhorfendum, að sumir gripu til þess ráðs að kiifra efst i gluggana til að sjá eitthvað. Hitinn var óþol- andi og svitinn bogaði af leikmönnum jafnt sem áhorfendum. En þeim hefur þótt það þess virði, hafn- firzku áhorfendunum. Þeir sáu liö sin sigra. FH vann is- landsmeistara Fram 18-16, Haukar unnu KR 21-16. Sjá iþróttir i opnu. (þróttafólk í það heilaga! Sjá íþróttir bls. 9, 10, 11 og 12 ☆ MacStiofain nœr dauða en lífi af hungurlegu í 9 daga hefur ÍRA-foring- inn, Sean MacStiofain, hvorki bragðað vott né þurrt, eftir að liann var handtekinn, og hann hótaði að svelta sig til bana, innan 6 daga, þegar hann var dæmdur i 6 mánaða fangelsi á laugardag. í gær var hann mjög að- framkominn, og lögfræðing- ur hans telur hann ekki eiga meira en einn eða tvo daga ólifað. En irski lýðveldisherinn gerði tilraun til þess að ná MacStiofain út af sjúkrahúsi i Dublin i gærkvöld, svo sem sjá má nánar um á bls. 5. Othello inn til Seyðisfjarðar með lík Brezka eftirlitsskipið Othello kom inn til Seyðisfjarðar i gærkvöldi með látinn mann af einum brezku togaranna, sem stunda ólöglegar veiðar úti fyrir Austuriandi. Ekki var vitað af hvaöa völdum maðurinn lézt. Likkista var send frá Reykjavik austur og verður maðurinn kistulagður þar og kistan send með fyrstu flugferð til Reykjavik- ur og siðan utan. —JBP— „LOFAÐ AÐ STUGGA EKKI VIÐ TOGURUM" Lafðin glettist við Lúðvík með breitt bak Fulltrúar voru vinsamlegir hver við annan, þegar fundur hófst klukkan ellefu. Lafðin talaði „létt” við Lúðvík og Einar. Menn sögðu, að fundinum heföi veriö frestað um hálftima vegna „langra umræðna i báðum hópum”. HNÍFAÁRÁS OG OFBELDISRÁN í ÞINGHOLTUNUM Maður var stunginn hnifi og eldri kona rænd af grimuklædd- um manni i Þingholtunum i gær- kvöldi um ellefuleytið. Vist er tal- ið. að sami maðurinn hafi verið að verki i bæði skiptin. Það var um klukkan ellefu i gærkvöld, að hringt var i lögregl- una og tilkynnt að kona hafi verið rænd i Þingholtunum. Lögreglan brá skjótt við og fór á staðinn. Skömmu seinna er tilkynnt, að vegfarandi hafi séð mann liggja i blóði sinu i Þingholtsstræti. Þegar hugað var að þessu kom i ljós, að maður einn lá á götunni alblóðugur og hafði hnifsstungu i andliti. Skammt frá lá hluti af hnifsblaðinu, sem veitt hafði áverkann. Maður sá, er fyrir árásinni hafði orðið, var nokkuð drukkinn er þetta átti sér stað. Ekki var hægt að fá nánari fregn- ir um tilefni þessarar árásar eða hvernig þetta gerðist. Eins og áður sagði, var maður- inn sem rændi konuna grimu- klæddur, nánar tiltekið með grimu fyrir andliti. Maður þessi þreif töskuna af konunni, svo að hún hélt bara hankanum eftir af töskunni, en ræninginn hljóp á braut hið skjótasta. Lögreglan hafði fljótlega ákveðinn mann i sigtinu og fannst hann ekki langt frá þeim stöðum sem atvikin áttu sér stað. Þegar siðast fréttist hafði maðurinn ját- að á sig bæði ódæðisverkin. —Ló Sagði blaðamönnum til syndanna! Anna prinsessa braut óskrifuð lög œttarinnar og fór á refaveiðar — sjá bls. 13 togara," meðan viðræður stæðu. Hún sagði, að þetta fyrirheit væri mjög mikilvægt. Atburðir að undanförnu hefðu valdið þvi, að andrúmsloftið yrði nokkuð þungt i byrjun viðræðnanna. Brezku togurunum hefði verið sagt að halda sig utan við föst linu- og netaveiðisvæði islenzku bátanna, meðan viðræður stæðu. Þetta þýddi, að báðir aðilar vildu leggja sitt að mörkum til að draga úr átökum. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, er hins vegar ósam- mála túlkun lafði Tweedsmuir. Hann segir, að islenzka stjórnin hafi margoft farið þess á leit við Breta, að þeir haldi sig utan 50 milna markanna meðan samn- ingar standi yfir. Þessu hafi þeir ekki sinnt. Islenzk varðskip hafa ekki fengið nein fyrirmæli varð- andi brezka togara, segir for- sætisráðherra. Landhelgisgæzlan muni haga aðgerðum sinum á sama hátt og endranær, alveg án tillits til samningaviðræðnanna. Lafði Tweedsmuir býst við „ákveðnum til- lögum” Lafði Tweedsmuir sagði i gær- kvöldi, að hún gæti ekki spáð þvi, hvaða möguleikar væru á sam- komulagi. Hún kvaðst vona, að íslendingar kæmu fram með „ákveðnar tillögur” í málinu, og hefði hún ástæðu til að ætla, sam- kvæmt fyrri viðræðum milli emb- ættismanna, að Islendingar muni núna koma fram með ákveðnar tillögur. Hún sagði, að það eitt að nefnd- in væri hingað komin og nýjar viðræður hafnar væri merki þess, að eindreginn vilji væri hjá báð- um að reyna að semja. Bretar væru tilbúnir að hliðra til frá fyrri afstöðu, en Islending- ar yrðu einnig að gera það. Bret- ar hefðu lagalegan rétt í málinu, sagði hún, en nefndin væri þó ekki komin til að ræða það, heldur til að finna bráðabirgðasamkomu- lag. —HH telur Tweedsmuir — „Engin fyrirmœli varðandi segir Ólafur „Við höfum hugsað málið og ályktað, að mikilvægast sé, hvort átök verða á miðunum, meðan samningafundir standa,” sagði brezki sendiherrann John Mc- Kenzie við Visi i morg- un. Bretarnir höfðu ihugað yfirlýsingu Ólafs Jóhannessonar, þar sem hann hafnaði túlkun lafði Tweedsmuir á „fyrirheitum” islenzku stjórnarinnar. Samningaviðræðum var frestað um hálftima i morgun, en hófust klukkan ellefu. Lafðin hafði i gær sagt, að islenzka stjórnin hefði heitið þvi, að landhelgisgæzlan mundi ekki stugga við togurum,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.