Vísir - 27.11.1972, Blaðsíða 13
\ isir. Máiiudagur 27. uóvrmber 1!I72
13
Þessi niynd var tekin, þegar Elisabet drottning liélt upp á silfurbrúðkaup sitt og Fiiippusar prins i fyrri
viku. Frá vinstri: Karl prins, Edward prins, Elisabet drottning, Filippus prins, Andrew prins og Anna
prinsessa.
Mestu hátíðahöld frá
krýningunni árið 1953
— Lundúnabúar skemmtu sér „konunglega" í
tilefni silfurbrúðkaups drottningarinnar
Fyrir Elisabetu II. Bretadrottn-
ingu og Filippusi drottningar-
111 a n n i var siðasti mánudagur
eiiginn vcnjulegur mánudagur
beldur áttu þau þá tuttugu og
fimm ára bruðkaupsafmæli.
Dagurinn byrjaði á fremur
rólegan hátt, þau tóku á móti
gjöfuni frá fjölskyldu sinni. en þvi
næst mátti scgja að þcim væri
drckkt i heillaóskaskeytum og
bréfum um það leyti sem þau
hugðust setjast að inorgunverði
Að morgunverði loknum ók hin
46 ára drottning ásam Filippusi og
yngsta syni sinum Edward i við-
hafnarbil til Westminster Abbey,
en þar voru þau gefin saman i
hjónaband árið 1947.
Drottningin veifaði til mann-
fjöldans sem safnazt hafði við
fánum prýdda götuna sem liggur
frá höllinni. Enn stærri mann-
fjöldi hafði safnazt saman við
þinghústorgið fyrir athöfnina, og
börnin, sem fengið höfðu sérstakt
fri úr skólunum, veifuðu brezka
fánanum.
Tekið var á móti þeim með
lúðrablæstri við komuna til West-
minster Abbey.
Filippus prins, sem nú er
fimmtiu og eins ár, gekk við hlið
konu sinnar til kirkjunnar, á eftir
komu þau Karl prins, erfingi
krúnunnar og systir hans Anna
prinsessa, og, virtist hún litið
áhyggjufull yfir fyrirsögnum
Lundúnablaðanna, en þar stóð að
hún hefði tekið þátt i refaveiðum,
og þar með brotið óskrifuð lög
konungsfjölskyldunnar og fengið
dýraverndunarfélög upp á móti
sér. En að þessu er vikið annars
staðar á siðunni.
Miklar öryggisráðstafanir voru
gerðar i kirkjunni fyrir athöfnina,
lögreglumenn með sérþjálfaða
hunda til að þefa uppi sprengi-
efni fóru um alla kirkjuna.
Hin ellefu alda dómkirkja, þar
sem brezkir þjóðhöfðingjar hafa
verið krýndir og oft gefnir saman
siðustu eitt þúsund ár var listi-
lega skreytt. Lá dregill eftir
henni endilangri i hinum konung-
lega bláa lit.
Það var augljóst að athöfnin
hafði mikil áhrif á drottninguna
og minningarnar sem bundnar
voru við hana. Og þegar maður
hennar og börn tóku undir með
kirkjugestum i lok athafnarinnar
og sungu brezka þjóðsönginn, þá
horfði hún beint fram fyrir sig
bersýnilega mjög hrærð.
Fjórir nú- og fyrrverandi for-
sætisráðherrar Bretlands voru
viðstaddir, þeir Edward Heath,
Harold Wilson, Alec Douglas-
Home og Lord Avon, fyrrum
Anthony Eden.
Um tuttugu meðlimir brezku
konungsfjölskyldunnar voru við-
staddir, einnig voru þarna með-
limir ýmissa konungsfjölskyldna
i Evrópu, þar á meðal Haraldur
prins frá Noregi, Konstantin út-
lagakonungur Grikklands ásamt
konu sinni, önnu Mariu og Jean
stórhertogi frá Luxemburg.
Að athöfninni lokinni sneri
drottningin aftur til Buckingham
hallar til stuttrar hvildar áður en
hún ók i opnum vagni um götur
miðborgarinnar.
Þúsundir fólks voru við götur-
nar sem ekið var um áleiðis til
Guildhall, en þar snæddi drottn-
ingin hádegisverð ásamt borgar-
stjóra Lundúna og ýmsum fyrir-
mönnum rikis og kirkju. Að
honum loknum kom að þeirri
langþráðu stund er hún fékk sér
göngu innan um fólkið fyrir utan.
Aðeins einu sinni heíur það komið
fyrir að þjóöhöfðingi Bretlands
hafi haft svo náin samskipti við
almenning, en það var i ferð
drottningar til Ástraliu, en þetta
var i fyrsta skipti sem þetta
gelur gerzt á Bretlandi — JK
ANNA PRINSESSA SÖKUÐ UM
GRIMMD GAGNVART DÝRUM
— en hún gaf blaðamönnum orð í eyra og sakaði þó um tvískinnung
Anna Bietapiinsessa liefur þótt
einstaklega lagin við að konia sér
i blööin upp á siðkastið, og þaö
ekki fyrir skemmtilegar fréttir,
að minnsta kosti ekki i augum
konungsfjölskyldunnar.
Það siðasta sem hún hefur af-
rekað á þessu sviði er að taka þátt
i refaveiðum og brjóta þar með
óskrifuð lög konungsfjölskyld-
unnar um að taka ekki þátt i slik-
um veiðum. Fara þær fram með
þeim liætti að reiðmenn á hestum
mcö hunda elta uppi refinn þang-
að til liann er uppgefinn. Dýra-
vcrndunarfélög hafa verið mjög á
móti veiðum sem þessum og nú
liefur reiði þeirra snúizt gcgn
önnu prinsessu fyrir að hún tók
þátt i veiðunum.
Voru stórar fyrirsagnir og
fréttir i ýmsum tóntegundum i
brezku blöðunum á mánudaginn.
Þótti mörgum nóg um þetta sið-
asta athæfi önnu. en hún hefur nú
nýverið verið i fréttum fyrir að
hafa komizt i kast við lögin með
þvi að aka sportbifreið sinni helzt
til of hratt. alla vega miðað við
hraðatakmarkanir brezkra um-
ferðarlaga.
Andstæðingar veiðanna voru
fljótir að benda á aö bæði móðir
önnu. Elisabet drottning og
amma hennar Elisabet drottn-
ingarmóðir eru verndarar kon-
unglegu brezku samtakanna gegn
illri meðferð dýra, en þau hafa
barizt gegn refaveiðum i fjölda
ára.
Faðir hennar, Filippus prins er
forseti World Wildlife Fund, sem
eru stærstu samtök á sviði dýra-
verndunar i heiminum.
Talsmaður Buckingham hallar
sagði þetta vera i fyrsta skipti
sem Anna tæki þátt i veiðum sem
þessum. Hann sagði ennfremur
að veiðarnar hefðu verið góð æf-
ing fyrir hana að láta hest sinn
stökkva yfir hindranir við ýmsar
aðstæður. Anna prinsessa er góð
reiðkona og kom mjög til' álita
sem keppandi Bretlands i hindr-
unarhlaupi hesta á Olympiuleik-
unum. Hins vegar sagði formaður
samtakanna gegn grimmilegum
iþróttum. Itamond Kowlxey.
,,Þessar fréttir munu skelfa
heiminn. Það er hneyksli að með-
limur konungsfjölskyldunnar taki
þátt i dráps iþróttum” Ennfrem-
ur sagði hann: ,,Hver sem þátt
tekur i veiðum er ábyrgur um
grimmilegt athæfi gegn dýrum
Anna prinsessa hefur með þessu
sett miður heppilegt fordæmi”.
Anna svarar fyrir sig
Anna preinsessa var heiðurs-
gestur i kvöldverðarboði brezkra
blaðamanna á miðvikudaginn.
Þar svaraði hún ýmsum spurn-
ingum blaðamannanna og sagði
meðal annars: ,,Þið eruð nú
orðnir býsna snöggir upp á
lagið”.
,,En ég myndi aldrei láta mig
dreymaumað gagnrýna ykkur þar
sem þið eruð aðeins að vinna
ykkar störf. Kitstjórarnir myndu
hreinlega drepa ykkur ef þið skil-
ið ekki frétt eða mynd á sóma-
samlegan hátt.” Anna sakaði
pressuna á kurteislegan hátt, að
hún fylgdi alls ekki þvi sem hún
boðaði.
Hún sagði: ,,Þegar ég gekk i
skóla eða ef ég tek þátt I keppni,
hamast blöðin við að benda á hve
áriðandi það sé að ég sé tekin eins
og ein af fjöldanum. En einhvern
veginn er það svo að þeim geng-
ur illa að framfylgja eigin ráð-
um.”
Hún benti ennfremur á i gam-
ansömum tón, að það hefði verið
kærkomin tilbreyting frá ofbeldi
og kynferðismálum að nafn
hennar kom á forsiðurnar. — Og
hún kom á forsiðurnar daginn
eftir. -
- JR
Tegund: 1430
Meö rennilás og
loðíoðruð,
rauðbrúnt rúskinn
og sterklegur botn
bæö 30 cm.
Verð aöeins: 2995-
kr.
Tegund: 3802
Með rennilás og
svampfóðruð,
vinrautt mjúkt skinn
og hrágúmmisólar
hæð 39 cm.
Verð: 3987- kr.
PANZL
Austurrísku kuldaskórnir
nýkomnir
Tegund: 3811
Með rennilás og
injög góðu loðfóðri
(Santos) dökkbrúnt,
m júkt skinn og
hrágúmmisólar
liæð 39 cm.
Verð: 4434- kr.
Tegund: 4012
lleimaðir og
loðfóðraðir
ú r m i 11 i b r ú n u
rúskinni
og sterkir hrufóttir
sólar
hæð 13 cm.
Verð: 2329- kr.
Póstsendum samdœgurs
DOMUS MEDICA Egilsgötu 3
Pósthólf 5050 Sími 18519