Vísir - 20.12.1972, Side 9

Vísir - 20.12.1972, Side 9
Illll Visir. Miðvikudagur 20. desember 1972 9 INN S ÍÐAN Umsjón: Edda Andrésdóttir Fljótgerð jólagjöf á síðustu stundu ★ En þar skjátlast mörgum. Það er eins og timinn til jóla liði svo ógnar hratt og næstum eins og ekkert komist i verk, þó að sumum finnist þeir alltaf þurfa að vera gera hreint, skúra, þvo þvotta og svo framvegis. Það kveður þó orðið all oft við hjá húsmæðrum og þeim sem þurfa að annast heimili, að nú skuli litið verða lagt á sig fyrir hátiðarnar. Rétt aðeins ryk- sugað yfir gólfin, en ekkert að vera að standa i hreingern- ingum á lofti og veggjum. Margir telja sig þó bregða út af fastri venju, ef ekki er tekið duglega til hendinni með tusk- unni. En burt frá öllum hreingern- ingum. Við skulum vikja að jólagjöfunum aftur. Og það er alveg óhætt að búast við þvi að einhver verði á siðustu stundu með að kaupa eða útbúa sjálfur jójagjöfina, og myndirnar hér á siðunni gefa hugmyndir um mjög fljótlegar jólagjafir. Bindið handa karlmanninum er mjög fljótgert, og það er til- tölulega einfalt að sauma það. Það þarf ekki annað en að kaupa fallegt og gott efni, og siðan má sniða bindið eftir ein- hverju gömlu. Efnið má lika hafa dálitið sérstakt, og engin hætta er á þvi að slikt fáist i fjöldaframleiðslu. Pottaleppar eru sigild jóla- gjöf, jafnt þessir ferköntuðu og svo þeir sem eru eins og vett- lingar i laginu. Þessir potta- leppar eru heklaðir úr bómullargarni, og skrautið er einnig heklað á. Ekki væri amalegt að hreppa sjalið sem við sjáum á einni myndinni. Veturinn á tslandi er alls ekki liðinn, þó að sólin fari senn að hækka á lofti. Og þetta sjal er tilvalið til þess að breiða yfir sig i frostinu og garranum. Nú eru aðeins eftir fjórir dagar til jóla. Vafalaust hefur verið vel og vandlega gengið frá öllum jólagjöfum og pökkum, sem fara til útlanda og flestum sem fara út á land, en liklegast er ekki sömu sögu að segja um þá pakka sem eiga að fara til kunningjanna. ★ Við efum það þó ekki, að ein- hverjir framtakssamir hafa fyrir þó nokkru, ef ekki fyrir löngu, keypt allar jólagjafir sem kaupa þarf og geymi þær til sins tima. Aðrir hugsa þó með sér: Ja, það eru nú alltaf fjórir dagar til jóla ennþá. Ég hlýt að hafa tima einhvern næsta dag til þess að skjótast i bæinn og kaupa eitthvað litið og ódýrt. eitthvað hart efni i endana svo taskan haldi sér, siðan er settur rennilás efst og höldin eru úr rúskinni eða þá einhverju skemmtilegu efni. Hægt er að gera slikar töskur mjög skraut- legar, ef valið er skrautlegt efni. ★ Ekki má svo gleyma litlu stúlkunni. Hún verður að fá sinn skammt, og þessi litli kjóll eða skokkur er tilvalinn. Hann er saumaður úr tvilitu flaueli, svörtu og rauðu og innan undir er höfð peysa eða blússa. ★ Einhverjum verður vist ekki skotaskuld úr þvi að koma nokkrum af þessum fyrrnefndu hlutum saman, enda tekur ekki lengri tima en eina kvöldstund að búa til suma hlutina. Það ætti ekki að .ve -a erfitt fyrir þær sem eru iðnar . höndunum að hekla slikt sjal. Sokkar og vettlingar eru einn- ig tilvalin gjöf i islenzku veðr- áttunni, þvi að áreiðanlegt er að vettlingar eru ekki teknir af höndunum, þrátt fyrir það að komiðséframi janúarmánuð. Sokkarnir og vettlingarnir á myndunum eru prjónaðir með sléttu prjóni, og eru svartir og hvitir að lit. Tilvalið fyrir KR - inginn! Stóru mynstruðu töskuna á einni myndinni væri tilvalið að hafa með sér i ferðalagið, svo ekki sé talað um innkaupaferð- ina. Ágætt er að setja pappa eða

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.