Vísir - 27.12.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 27.12.1972, Blaðsíða 16
MiAvikudagur 27. desember 1972 Safnað fyrir Managua Jóladagarnir ellefu sem enn lifa, verfta notabir af KauAa krossi íslands og Iljálparstofnun kirkjunnar til aA safna fé til lianda hágstöddum f Managua. Káftar stofnanirnar sendu fé strax um jólin, IIKÍ 7.r> þús. og lljálpar- stofnunin 150 þús., en vonir standa til afl skyndisöfnunin um jóladagana muni ganga vel svo unnt verfti aö bjálpa enn frckar. Enn er beöiö nánari frétta frá fulltrúa Rauða krossins á staðnum, en beiðni hefur bori/.t um að senda ekki meiri vörur á staðinn, þar sem flugvellir séu orðnir fullir. Þá mun einnig komið yfrið nóg af hjálparliðum frá Mið-Ameriku og Bandarikj- unum, en fariö fram á fjárhags- aðstoð. Söfnunarfé má senda til RKI i póstgiró 90000 eða til Hjálpar- stofnunarinnar i póstgiro 20001 eða á skrifstofur viðkomandi stofnana og eins til sóknarpresta. Mínútan kostar þó 5000 krónur — skátarnir sýna fiugelda frá Bretiandi á Ártúnshöfða l>að er dýr hvcr mínútan sein liður, þegar IIjálparsveit skáta sýnir borgarbúum Reykjavikur flugeldaúrval sitt. „Þetta kostar okkui' r> þúsuiul krónur á niinútu,” sagði Tryggvi Páll Friðriksson, forinaður hjálparsveitarinnar i niorgun. Ilanii kvað þá félaga lial'a keypl upp mikið magn af tivoliflugeldum, sólum og eld- fossum, auk annarra gamlárscld- færa frá Bretlandi að þessu sinni. i kvöld kl. 21 hefst flugelda- sýningin á uppfy llinguniii við niynni Klliðánna. Aborfendum er lu’ut á. að mjög gott verður að fylgjast moð frá Súðarvoginum, frá gamla Artúnsveginum upp líHiðaárbrekkur og eins úr Artúnsliöfðaiium. I.okað vcrður svæðinu þar'sem skátarnir verða með elda sina. —JBP- Fimm árekstrar í morgun vegna hálku llálka er nú að skapast á vcgum bæði i Reykjavik og nágrenni, og var vitað til að fimni bilar hefðu lent i árekstri i morgun. Það voru þó smávægilegir árekstrar og ongin slys urðu á mönnum. t Árbæ sagði lögreglan að hætta væri á meiri hálku er liða færi á dag, en tveir árekstrar urðu þar i morgun. 1 Kópavogi varð einn árekstur i morgun, en i Reykjavik urðu 6 árekstrar frá þvi klukkan átta i gærkvöldi, þar af tveir i morgun. Nokkrir smávægilegir árekstr- ar urðu um jólin, en engin slys urðu á mönnum og bilar skemmdust litt. Það óhapp skeði þó á aðfangadag, að maður sem var á leið úr Reykjavik og austur á Selfoss, stanzaði bifreið sina út við vegarkant og ætlaði að setja á hana keðjur. Annar bill sem kom þar að, lenti á bilnum og ók um leið á manninn sem var að koma keðjunum fyrir. Slasaðist hann nokkuð, og var fluttur á Slysa- varðstofuna, en siðan á Borgarsjúkrahúsið. ökumaður hins bilsins slapp ómeiddur og bilarnir skemmdust ekki mikið. — EA. örugglega tugmilljóna tjon — segir Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSAL Þaö er alveg óhætt aö segja, aö þetta verði tugmilljónatjón. Ég vil ekki fullyrða meira í bili, sagöi Ragnar Halldórs- son, forstjóri íslenzka álfélagsins i viðtali við Vísi i morgun. i morgun haföi tekizt að koma fjór- um kerjum af áttatiu og f jórum i gang aftur. Þetta hefur gengið heldur stirt hjá okkur að koma kerjun- um aftur i gang, en ekki er óhugsandi að takast megi að koma mörgum af þessum 80 kerjum aftur i gang, sagði Ragnar. Þeim er haldið heitum, þannig að þau skemmast ekki frekar en orðið er. Þrátt fyrir bjartsýni um að unnt verði að gera mörg kerj- anna brúkleg aftur, er alveg vist að mörg kerjanna eru algjör- lega skemmd, eftir að storknaði i þeim. Þar sem hvert ker kost- ar hátt á aðra milljón, er tjónið fljótt að hlaupa upp i umtals- verðar upphæðir. Þar fyrir utan má gera ráð fyrir tjóni einnig á þeim kerjum, sem koma má aftur i gagnið, þar sem gera má ráð fyrir þvi að lifstimi þeirra hafi verið skertur, sagði Ragnar. Eins og alltaf, voru gengnar vaktir i álverinu yfir jólin. Vegna rafmagnsleysisins urðu vaktir heldur fleiri en ella, sér- stakiega hjá yfirmönnum tæknimála. — VJ. Vestfirzki jólaglaðning urinn síðbúinn Megnið af jólapóstinum frá Vestfjörðum til Reykjavikur náði ekki að komast á áfanga- stað fyrir jól. Hekla fór frá Isafirði 21. des. og kom til Reykjavikur á Þor- láksmessu, en með henni var un tonn af bögglapósti og nokkrir pokar af bréfapósti að auki. Þá um morguninn átti eftir að greina póstinn sundur og senda út tilkynningar til þeirra, sem áttu bögglapóst, svo að mjög litið af póstinum komst til skila i tæka tið. Einhverjir ættu þvi að fá uppbót á jólaglaðninginn i dag eða á morgun og nokkur jóla- bréf ættu að vera býsna siðbúin lika. Visir fékk eitt éxpress- bréf i morgun en það var póst- stimplað i Hnifsdal fyrir rúmri viku. ló Sjúklingunum, scm urðu aö dvelja á sjúkrahúsinu I Keflavik um jólin var sýndur mikill vinarhugur eins og reyndar á öðrum sjúkrahúsum þar sem eins var ástatt. Stúlknakór kom á sjúkrahúsiö og söng, lúðra- svcit barna lék jólalög, — og svo kom sjálfur jólasveinninn i hcimsókn og sést hér á myndinni við „starf' sitt. Að vonuin urðu sjúklingarog starfsfólk fegiö heimsóknum þessara aðila. (Ljósmynd EMM) ÓÐU MEÐ VÍRINN SÍÐASTA SPOTTANN YFIR HVÍTÁ ## ## • • • llún á svo sannarlega erindi á safn, hátkænan, sem var helzta hjálpartæki viðgerðarmannanna, sein komu Búrfellslinunni yfir Ilvitá — og björguðu þannig jól- uiium. Til hennar var gripið, þeg- ar þyrlurnar tvær, sem sendar voru á vettvang, brugðust. „Yfir ána þurftum við að kom- ast með forvir, sem svo raf- strengurinn var dreginn á. Það tókstokkur með hjálp bátsins. En hreint ekki átakalaust”, sagði Tryggvi Sigurbjarnarson, starfs- maður Landsvirkjunar, i viðtali við Visi i morgun. „Þetta var bara ósköp venju- legur plastbátur með utanborðs- mótor”, héit Tryggvi áfram. „Vegalengdin, sem koma þurfti virnum yfir, var 750 metrar og þurftum við að gera nokkrar at- rennur áður en yfir lauk. Mótor- inn bilaði i fyrstu tilraun og nýjan þurftum við að fá úr Reykjavik. Hvitá var ekkert sérlega skemmtileg yfirferðar. Bæði var, að isrek var talsvert á ánni og sandeyrar margar, sem laskað gátu og eyðilagt mótorinn. Svo fór lika, að báturinn komst ekki alla leið yfir. Hann átti þó ekki eftir nema um 50 metra i land, þegar hann sprakk á limminu. En það voru hraustir menn, sem unnu að viðgerðinni, og án frekari umhugsunar óðu tveir þeirra einfaldlega með for- virinn á leiðarenda. Einn úr bátn- um en annar úr landi, og stóðu þeir I ánni upp undir hendur, þeg- ar þeir mættust”. Tveir vinnuflokkar unnu hlifðarlaust að viðgeröinni. Stóð siðasti spretturinn látlaust frá klukkan átta að kveldi Þorláks- messu til klukkan liðlega sex á aðfangadagskvöld. ,,Og allan timann vorum við i kapphlaupi við klukkuna, vitandi álverk- smiðjuna biða vaxandi tjón með hverjum timanum sem liði, og jólahald annarra raforkuneyt- enda biða sömuleiðis nokkurt tjón af rafmagnsskortinum”, sagði Tryggvi. t stað hins 60 metra háa stál- masturs, sem féll, varreistum 16 metra hátt timburmastur. „Það er bara einföld samstæða”, útskýrði Tryggvi. „Tveir staurar hlið við hlið með þverslá. En frá henni eru strengirnir öllu strekkt ari en var frá stálmastrinu”. Þessi bráðabirgðaviðgerð á að geta haldið nokkuð dyggilega. Eða þangað til vitað er, hvernig fullnaðarviðgerð skuli háttað. En heldur þykir óliklegt, að nýja mastrið verði af sömu smið og það sem brást. — ÞJM. „Vorum sofnuð og köst- uðumst fram úr rúminu71 — segir ión Jónsson jarðfrœðingur í viðtali við Vísi „Það var um tuttugu minútur yfir tólf, aðfaranótt þess 22., að fyrsti kippurinn varð. Við hjónin sofnuð og köstuðumst fram úr rúminu við jarðskjálftann. Okkur varð fyrst fyrir að athuga, hvern- ig börnunum fjórum liði, og voru þau enn sofandi. Viö komum okk- ur út öll, og vorum i um 10 minút- ur úti. Veður var gott og tungl- skin. Þá fórum við inn aftur, en annar kippur varð, heldur veikari en sá fyrri en þó mjög harður. Þá var fólk komiö út úr húsunum i grenndinni. Viðbúum nokkrum kilómetrum utan við bæinn. Við sáum, að eldsbjarmi var yfir bænum. Við fórum niður i bæinn undir morg- un og höfðum verið úti nóttina. Þá kom Guðmundur Sigvaldason i bæinn um sexleytið. Einar Sveinsson og kona hans voru i húsi Sveins Einarssonar nokkuð fyrir utan borgina. Húsið stendur óhaggað. Kippir urðu alla nóttina og fram eftir degi. Allur bærinn stóð I ljósum loga. 1 mið- borginni stóð varla steinn yfir steini. 80 prósent af húsum virtist hafa hrunið þar, einnig sjúkrahús stórt, skólar og kirkjur. Hvar- vetna var ekkert nema rústir, tigulsteinahrúgur og spýtnabrak. Verið var að grafa fólk úr rústun- um. Margir voru þar sárir og lik viðsvegar. ,,Mikill dugnaður Einars Sveinssonar” Ég dáðist að þvi, hvað fólk tók öllu með mikilli ró. Ég viður- kenni, að álit mitt á þessu fólki hefur vaxið mikið við það. Við áttum fremur von á, að þetta fólk væri örgeðja,” segir Jón Jónsson. „Við söfnuðumst öll saman i húsi Sveins Einarssonar. Það var fyrir sérstakan dugnaö Einars Sveinssonar og vegna sambanda hans, að okkur tókst að komast burtúr landinu. Við Islendingarn- ir fengum tiu siðustu sætin i flug- vél, sem fór til San Salvador þá um morguninn. Okkur var efst i hug að komast burt eins fljótt og auðið væri. Hjálparstarfið þarna hófst ótrúlega fljótt. Klukkan um sex um morguninn komu flugvélar með vistir, lyf og læknishjálp, frá bandariska hernum i Panama. Flugvöllurinn i Managua fylltist af flugvélum. Hús Sveins Einarssonar i Managua hefur verið gert að bækistöð Sameinuðu þjóðanna þar, og samtökin stjórna þaðan hjálparstarfi sinu. Við ætlum ef til vill að reyna að fara til Managua stutta ferð til að sækja það helzta, sem okkur vanhagar um. Hér erum við i góðu yfirlæti. Við biðjum fyrir kærar kveðjur heim,” segir Jón Jónsson. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.