Vísir - 12.01.1973, Page 5

Vísir - 12.01.1973, Page 5
Visir. Föstudagur 12. januar 1973 AP/IMTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson HEIMTAÐI AÐ RÉTTVÍSIN HEFÐI SINN GANG Dómarinn aftók að fella niður ókœruliði gegn Hunt, sem jótaði Héraösdómarinn, John Sirica, sem dæmir í Water- gatemálinu, aftók í gær, að felldir yröu niöur þrír ákæruliðirnir af sex á hendur Howard Hunt, sem játaöi á sig hina þrjá. Dómarinn sagði, að hið opinb. hefði það sterk gögn i höndunum, að réttvisin krefðist þess, að mál- ið yrði sótt að fullu til saka. Játaði þá Howard Hunt, fyrrum starfsmaður CIA og ráðgjafi Nixons forseta, alla ákæruliðina, og tók dómarinn þá játningu gilda. — En áður hafði dómarinn gengið hart að sakborningnum og’ spurt hann itarlega um, „hvernig hatin hefði lent i þessu?” Kom þá fram, að Hunt hafði þegið 250 þúsund dollara greiðslu fyrir njósnirnar og önnur verk- efni, sem Jeb Stewart Magruder hafði falið honum, en Magruder var næstæðsti maður þess hóps, sem vann að endurkjöri Nixons forseta. Hann er fyrir þeirri nefnd, sem undirbýr núna um þessar mundir athöfnina, þegar Nixon verður settur aftur inn i forsetaembættið 20. jan. En þegar dómarinn þjarmaði að Hunt, gripu verjendur hans og hinna sex sakborninganna fram i og mótmæltu, þvi að þeir óttuð- ust, að yfirheyrslurnar gætu spillt málstað og réttri meðferð á máli hinna sex, og lét dómarinn sér það lynda. Dómarinn krafðist 100.000 doll- ara tryggingu, ef láta ætti Hunt lausan, áður en dómur verður kveðinn upp, og afhenti hann lög- reglunni til varðveizlu á meðan verjendurnir reyna að útvega trygginguna. Aðalverjandi Hunts mótmælti svo hárri tryggingu og benti á, að Hunt, sem vann i 21 ár fyrir CIA, hefði alla ævi sina starfað i þágu þessopinbera og væri ekki maður auðugur. Auk þess vakti hann þó allt saman athygli á þvi, að Hunt hefði ný- lega misst konu sina i flugslysi i Chicago, væri auk þess heilsutæp- ur, en heima biðu hans fjögur börn. Sirica dómari benti aftur á móti á það, að Hunt hefði i starfi sinu oft og tiðum notað fölsk nöfn, oft ferðazt erlendis, þar sem hann ætti fjölda vina og hefði auk þess farið i felur, þegar innbrotið i aðalstöðvar demókrata i Water- gate-byggingunni komst upp, og þá flogið undir fölsku nafni til Kaliforniu. Hafði FBI-mönnum veitzt erfittað hafa uppi á honum. Þvi væri áhættu bundið að láta hann lausan. Norskir námsmenn fara á vertíðina Fiskvinnan i Lófoten á vertið- inni i vetur kemur sér vel fyrir hundruð atvinnulausra norskra unglinga, sem rétt eins og is- lenzkir námsmenn á vorin hafa lent i erfiðleikum með að fá sér vinnu. Þeir hafa ekkert fengið að gera, og vertiðin i Lófoten er eina von þeirra um atvinnu. En það er lika aftur á móti allnokkuð, þvi að i Lófoten er uppgripavinna á ver- tiðinni. Táningarnir gripa fegins hendi hvaða starf sem þeim býðst, hvort það er um borð i bátunum eða i fiskiðjuverunum. — Góðar tekjur, sem verkafólk hefur haft á Lófotenvertið, hefur laðað marga þangað að, og viðsvegar i Noregi eru táningar farnir að láta skrá sig hjá ráðningarstofum. Nefndpáfans athugar fjöl- skyldumálin — Hjónaskilnaði, fóstureyðingar | og getnaðarvarnir Páll páfi VI hefur skip- sérstaka ,,fjölskyldu- 1 $ aö $ nefnd" til þess aö taka til j athugunar ýmis hjóna- * bands^ og fjölskyldu- $ vandamál. $ Meöal þess, sem nefnd- $ in mun taka til umræðu, $ eru fóstureyðingar, jhjónaskilnaðir og j getnaöarvarnir, sem ka- * þólska kirkjan hefur i aldrei veriö sátt viö. ý ^ ,,Við munum athuga öll þessi j vandamál,’' sagði Alain Gali- $ con, lögmaður þessarar 25 J manna nefndar, sem skal vinna $ að rannsóknum sinum næstu 3. t árin. $ I tilkynningu frá Vatikaninu j segir, að nefndin verði vett- J vangur umræðna og rannsókna, j jafnt prestlærðra sem lög- ★ ★ I ★ ★ 1 ★ ★ I + JÍL fróðra. 1 henni eiga sæti fimm *. konur. ♦ „Fjölskyldulifið hefur mótazt * æ meira af þvi, að á siðustu tim- J um hefur ýmislegt það leyfzt, * sem áður var forboðið,” segir i j tilkynningu Vatikansins, ,,en y. hingað til hefur engin alþjóðleg ♦ stofnun verið sett á laggirnar til J að kanna vandamál fjöl- J skyldunnar.” *. En það er tekið sérstaklega J fram, að þessi nefndarskipan *. tákni ekki breytta afstöðu ka- * þólsku kirkjunnar til mála eins *. og hjónaskilnaða, getnaðar- j varna eða fóstureyðinga. + „Þetta frumkvæði hans j heilagleika hefur ekki annan til- * gang en þann, að sameina við- j horf klerka og sjónarmið og .*. þarfir fjölskyldunnar,” segir j Vatikanið. *. Nefndin mun starfa sjálfstætt j og rannsóknir hennar fara fram *. i ýmsum löndum. j — sagði þingsflokksleiðtogi republikana ,,Ég eroröinn þreytturog leiöur á sænska forsætis- ráöherranum, Olof Palme, sem aldrei sér neitt rangt viö launmorð og slátranir Noröur-Víetnama, en sér sig knúöan vegna naums meirihluta sins til þess að sefa þá róttækustu i liði sinu meö því að æpa á Bandarikjamenn." Þannig komst Hugh Scott, þing- maður, að orði á fundi i öldunga- deild Bandarikjaþings i gær, en það er i fyrsta skipti sem á góma ber þar sú stirðni, sem orðið hefur i samskiptum Svia og Banda- rikjamanna að undaníörnu. Eftir að bandariska utanrikis- ráðuneytið hafði staðfest, að Svi- ar hefðu verið beðnir um að láta vera að senda ambassador til Washington fyrsta kastið, eftir harðorða gagnrýni Olof Palme, Enn hefur ekkert frét/.t af lcyniskyUunum, sem menn héldu, að hefðu veriö þrjár uppi á hótclþakinu i New Orleans. Svo er komiö, að margir halda, að þar hafi ver- ið aðeins einn að verki, sá, sem þyrlan (hérna á mynd- inni) felldi uppi á þakinu. sem einnig hefur staðið fyrir f jár- söfnun og fjárstyrkjum til handa Norður-Vietnömum — þá hefur málið legið mikið til niðri og litið verið á það minnzt. Þar til Hugh Scott, sem er leið- togi þingflokks republikana i öldungadeildinni, vakti máls á þvi i gær,” vegna þess að honum fannst timi til kominn, að það yrði drepið á það i þinginu,” — eins og blaðafulltrúi Scotts sagði. „Mér finnst gerðir Olof Palme móðgun við sænskættaða menn hér i okkar landi, og persónulega hef ég sagt, að ég sé orðinn þreyttur og hundleiður á honum,” sagði Scott og bætti við: „Ég er þvi feginn, að það skuli enginn sendiherra vera frá Svi- þjóð i Washington núna. — Þegar timi er til kominn — og að þvi til- skyldu, að forsætisráðherrann beiti skynsemi sinni — munum við bjóða nýjan sendiherra vel- kominn.” i fyrri friðarviðræðunum í París sáust þeir Kissinger og Tho jafnan brosandi sainan, en það var annar Le Duc Tho, sem Kissinger hitti að þessu sinni — miklu kuldalegri — enda hefur ekki heyrzt að mikið hafi miöað nær undirritun vopnahlés. Hússar voru farnir aö kviða þvi að gróður yrði kalinn viða i héruðum i vor vcgna snjóleysis i vetur, sem hefur verið með mildara móti. En þeir lengu snjóinn, og ekki aðeins nóg til að skýla jiirð fyrir frostum, hcldur of mikinn svo að létta varð þyngslunum af ökrunum, eins og sést gert á þessari mynd frá Borovsky-samyrkjubúinu i Ka/akhstan. „ORÐINN ÞREYTTUR OG LEIÐUR Á OLOF PALME"

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.