Vísir - 13.01.1973, Page 8
8
Visir. Laugardagur 13. janúar 1973
##
Hœttum að naga blýanta
##
urinn orðinn svo ljótur ásýndum,
að á sama tima, sem forsætisráð-
herra ólafur Jóhannesson, lýsir i
nýársræðu harmi sinum yfir
auknum loftárásum Bandarikja-
manna i Norður-Vietnam segir
forsætisráðherra og leggur þunga
áherzlu á
að engin þjóð hafi reynzt
islendingum betur en Bandarik-
in.
i hverju hafa Bandarikjamenn
reynzt islendingum betur en aðr-
ar þjóðir?
Það kom ekki fram i ræðu for-
sætisráðherra, en ef ég ætti að
svara þvi, myndi svarið vera eitt-
hvað á þessa leið:
i fyrsta lagi:
Bandarikin voru fyrsta stór-
veldið til að viðurkenna lýð-
veldið tsland árið 1944. Hafði
það ómetanlega þýðingu.
i öðru lagi:
Bandarikin tóku að sér vernd
islands i siðustu heimstyrjöld.
An nokkurs vafa hefur það ráð-
ið úrslitum, að íslendingar dró-
ust ekki inn i hörmungar mik-
illa hernaðarátaka. Fáar þjóðir
1 Evrópu sluppu jafnvel út úr
hörmungum striðsins og ís-
lendingar.
i þriðja iagi:
Við aðild íslands að Atlants-
hafsbandalaginu og með sér-
stökum samningi við Banda-
rikin, tóku þau enn á ný að sér
varnir isiands og vernduðu
þjóðina fyrir ásælni harðstjórn-
arafla.
i fjórða lagi:
Bandarikjamenn hafa veitt
tslendingum ómetanlega efna-
hagsaðstoð i gegnum árin og
gera enn.
i fimmta lagi:
islendingum hefur staðið opið
að selja og flytja út ótakmark-
að magn af vörum tii Banda-
rikjanna 1 staö hindrana hefur
allt verið gert til að auð-
velda þessi viðskipti, sem eru
hin hagkvæmustu sem
Islendingar hafa nokkurn tim-
ann átt við aöra þjóð.
Þessu til sönnunar má nefna að
2 fyrirtæki tslendinga, sem
selja þar hraðfrystar sjávaraf-
urðir, voru með samanlagða
veltu að verðmæti 8500 milljón-
ir króna á síðasta ári. Er það
um 50% miðað við verömæti
heildarútflutnings landsmanna
á sama ári. Fleira mætti nefna.
Það er engum til sóma og þjón-
ar ekki þjóðarhagsmunum að
niða niður vinveittar þjóðir, hvort
sem þær eru i austri eða vestri.
Það er þýðingarlaust fyrir
ákveðinn hóp manna að halda, að
þeim muni með illmælgi takast að
koma tslendingum út úr húsi hjá
þeim þjóðum, sem hafa reynzt
þeim bezt.
Sá hópur islendinga, sem veit
hvað þjóðinni er fyrir beztu, og
hvar vinir eru fyrir i reynd, er
fjölmennari og siðferðilega sterk-
ari. i þvi felst sú vernd sem
dugar.
Ég þakka þeim, sem hlýddu.
Erindi Guðmundar H. Garðarssonar Um daginn og veginn
byggt upp meö tilliti til þess að
styrkja vinnustofn þeirra þeirra
atvinnugreina, sem lifsgrundvöll-
ur þjóðarinnar byggist á.A sama
tima gera nemendur þessa kerfis
enn haröari kröfur til þess fólks,
sem með vinnu sinni og striti
leggur þvi til fjármagn. Hér er
um hreina öfgaþróun að ræða.
Þá er þaö ekki sfður alvarlegt
mál, hvernig ósvifnir undirróð-
ursmenn öfgafullra stjórnmála-
skoðana, sitja um óharnaða ungl-
inga og hræra i viðkvæmu tilfinn-
ingalifi þeirra. Þetta er gert á
lymskulegan en skipulagðan hátt.
Á villigötum
Svo langt er gengið i þessari
starfsemi, að i nafni helztu
menntastofnunar landsins Há-
skóla tslands var 1. desember á
siðasta ári vegið að islenzku þjóð-
skipulagi, sem hefur gert þessu
fólki kleift að njóta Ókeypis náms
og algjörs frelsis.
Vitað er, að i stjórnmálum eru
oft notuö óvönduö meðul, en
þegar gripiö er til unglinganna
með þeim hætti, sem nú er gert i
Háskólanum og menntaskólun-
um i þágu málstaðar, sem hvar-
vetna hefur brotizt áfram með of-
beldi og blóðugri byltingu, er timi
til kominn að segja hingað og ekki
lengra.
Og við hina ungu háskólastú-
denta, sem slá um sig meö kenn-
ingum Maos, Marx og Lenins og
ráðast gegn því þjóðskipulagi,
sem hefur fóstrað þá vel við mikið
frelsi, vil ég segja þetta:
Góðir stúdentar,
Kynnið þið ykkur af eigin raun
lif og störf þess fólks, sem hefur
reynt i rúma öld að öðlast lifs-
hamingjuna með þvi kommúnska
þjóöskipulagi, sem Marx-Lenin-
sinninn býður upp á.Það getið þið
gert með þvi að ferðast til Sovét-
rikjanna eða Austur-Evrópu.
Kynnið þið ykkur ástæðurnar
fyrir fráhverfi valdamanna So-
vétrikjanna frá upprunalegum og
óraunhæfum kennisetningum
kommúnismans.
Látið ekki erlent menntaða
undirróöursmenn menga hugar-
far ykkar gagnvart ættjörðinni og
vinveittum þjóðum.
Og siðast en ekki sizt. Horfið til
ykkar eigin lands og gerið upp við
ykkur, hvort þið viljið i raun og
veru meö þeim möguleikum, sem
aukin menntun og þekking veitir
ykkur, þjóna islenzkri fósturjörð,
sem frjálst fólk.
Vinveittar þjóðir
Minnst var á vinveittar þjóðir.
Þcss gerist sýnilega þörf að
minnt sé á, hvað séu vinveittar
þjóðir, þvi ákveðinn hópur manna
iiefur iðkað þaö i áraraðir að niða
niður sinkt og hcilagt einhverja
mestu vinaþjóð islendinga,
Bandarikin.
Illu heillu virðist þessi iðja hafa
boriö nokkurn árangur, sem bezt
má sjá af ýmsum fundarhöldum i
Reykjavik nýverið, ummælum
manna i útvarpi og sjónvarpi og
skrifum I dagblöðum.
Svo langt var gengið og ávöxt-
,.Það virðist eins og nokkuö stór hluti nemenda i æðri skólum sé
algjörlega kominn úr sambandi við umhverfi sitt."
Vísir hefur fengið leyfi hjá Guðmundi H. Garð-
arssyni til að birta erindi hans Um daginn og
veginn i útvarpi 8. janúar sl. Eru helztu kaflar
erindisins þvi birtir hér á eftir vegna fjölda til-
mæla:
Byggðasjóöir
Þekktur áhugamaöur um
sjávarútvegsmál, Jóhann (J.E.)
Kúld, sem nýlega fyllti sjöunda
tuginn, hefur i fjölda ára skrifaö
afbragðsgóðar greinar i Þjóövilj-
ann um fiskimál. Drepur hann oft
á framfaramál i sjávarútvegi og
fiskiönaði, samtimis þvi, sem
hann kemur með jákvæða
gagnrýni á það, sem betur mætti
fara i rekstri útgerðar- og fisk-
iðnaöarfyrirtækja. öll skrif Jó-
hanns Kúld um þessi mál bera
vott um óeigingirni og einlægan
vilja til að láta gott af sér leiöa i
þágu mikilvægustu atvinnugrein-
anna, sjávarútvegs og fiskiðnað-
ar.
t grein, sem Jóhann ritaði ný-
verið um jafnvægi byggðarinnar
og byggðasjóði, komu fram mjög
athyglisverðar upplýsingar um
hlutverk byggðasjóöa i Noregi.
Vert er að vekja athygli á þessu,
vegna þeirrar þýðingar, sem hlið-
stæð skipan hérlendis gæti haft
fyrir fólkið i hinni strjálu byggð á
tslandi og landsmenn i heild. t
greininni segir m.a.:
„tslenzka rikið á framkvæmda-
sjóð, sem nefnist Byggðasjóður
og að sjálfsögðu er honum stjórn-
að al' mönnum, sem sitja hér i
Reykjavik. Um þetta væri ekki
nema allt gott að segja, ef jafn-
hliða væru til úti á landi byggða-
sjóðir, einn eða tveir i hverjum
landsfjórðungi, algjörlega óháðir
öllum.nema þeim byggðum, sem
þeim væri ætlað að þjóna. Frá
minum bæjardyrum séð, er
uppbygging slikra sjóða algjört
skilyrði, sem nú vantar hér, til
þess að heilbrigð uppbygging
utan þéttbýliskjarnans hér i
Faxaflóa fái notið sin.
Þegar ég segi þetta, þá hel'i ég,
segir Jóhann, i huga þá jákvæðu
reynslu, sem fengizl hefur al'
norsku byggðasjóðunum, sem eru
starfandi þar i hverju einasta
fylki landsins. Hve vel hefur tek-
izt um uppbyggingu norskra at-
vinnuvega á árunum siðan
heimsstyrjöldinni lauk telur Jó-
hann ekki hvað sizt vera hinum
sjálfstæðu byggðasjóöum að
þakka, og að hans mati telur hann
tslendinga tilfinnanlega vanta
sjálfstæða byggðasjóði, sem séu
engum háðir, nema þeim, sem
sjóðnum er ætlað að þjóna.”
Undir þessa skoðun er sterk-
lega hægt að taka.
Fólkið í strjálbýlinu
Fólkið i strjálbýlinu er þýðing-
armesti kjarninn, sem fæst við
gjaldeyrisskapandi störf. A
Faxafióasvæðinu eru hins vegar
stærstu gjaldeyrisnotendur
landsins. Það er þess vegna ekki
til of mikils mælzt, þótt óskað sé
eftir þvi vegna landsbyggðarinn-
ar, að settir séu á laggirnar sjálf-
stæðir byggðasjóöir og þeim
stjórnað af heimamönnum.
— Landsbyggðasjóðina á siðan
að fjármagna úr sameiginlegum
f járfestingarsjóðum lands-
manna, eins og t.d. Byggðasjóði
og Atvinnuleysistrygingasjóði og
með eigin fjárframlögum frá við-
komandi landssvæðum.
Atvinnuvegirnir í öndvegið
Að minu mati er fátt ofgert af
liálfu þjóðarheildarinnar vegna
þeirra landsmanna, sem búa utan
Reykjavikur — og Reykjanes-
svæðisins. Það er þctta fólk, sem
viöheldur hinni dreifðu byggð
landsins.
Það yrkir jörðina, dregur fisk
úr sjó og skapar hlutfallslega
mestu útflutningsverðmætin með
striti sinu.
Við, sem búum við hin miklu
lifsþægindi þéttbýlisins eigum aö
viðurkenna þessa staðreynd i
verki. Það er ekki hollt, ef
helmingur þjóðarinnar skyldi
gleyma uppruna sinum eða þvi, á
hverju lif þjóðarinnar og tilvera
byggist.
Það, sem mcstu máli skiptir i
lifsbaráttu hverrar þjóðar, cru
atvinnuvegir hennar, fólkið,
fyrirtækin og nátlúruauðævin.
Fólkið i atvinnulifinu, stjórnend-
ur og eigcndur, cr sá hluti vinnu-
aflsins, sem verðmætur cr.
Stöðvist hjól atvinnulifsins eða
hverfi hæfasti og dugmesti kjarni
vinnuaflsins frá þjóðnýtum störf-
um og fari yfir i þægindastörf rik-
iskerfisins, er vá fyrir dyrum.
Afleiðingarnar yrðu fijótlega
minnkandi þjóðarframleiösla,
lægri þjóðartekjur og fyrirsjáan-
leg almenn fátækt meginþorra
landsmanna.
íslendingar eiga að hcfja nýja
sókn. Snúa haki við kerfishug-
sjóninni og blýantanaginu. Mark
miöiö á að vera að hefja atvinnu-
vegina á ný til iindvcgis i mcðvit-
uikÍ þjóðarinnar.Tekju- og eigna-
skipting á fyrst að fara fram
meðal þeirra, sem starfa i at-
vinnulifinu. Þar á að skipta rif-
lega milli aðila, fólksins,
fyrirlækjanna, eigenda og stjórn-
enda. Svo vel á að búa að
íyrirtækjunum, að þar sé tekju-
vonin mest. Grundvöllur allra
lifsgæða hvilir á vinnu þessara
aðila.
Sú öfugþróun, sem rikt hefur i
þessum málum á tslandi er þjóð-
hættuleg og mun leiða af sér
mikla óhamingju, ef fólkið hristir
ekki af sér hlekki kerfisins og
segir á einfaldan og skýran hátt
við valdhafana:
Atvinnuvegirnir, fyrirtækin og
fólkið, eiga að hafa forgang i
tekju-og eignaskiptingunni, siðan
koma þarfir annarra þjóðfélags-
hópa, rikis- og sveitarfélaga.
Nemendur og umhverfið
Viðurkeunt er, að íslenzk börn
og unglingar þykja góður efnivið-
ur. islenzki stofninn hefur vcrið
sterkur. islenzkt þjóðlif og at-
vinnuhættir bera þess órækan
vott.
Siðustu árin hafa þó ýmsir at-
burðir gerzt i sambandi við skóla
landsins og nemendur þeirra,
sem vekja ugg hjá þeim, sem
bera hitann og þungan af þvi, aö á
tslandi er skipulagt samfélag
manna, þjóö, sem leitast við að
fullnægja eðlilegum þörfum sem
flestra.
Það virðist eins og nokkuð stór
hluti nemenda i æðri skólum
landsins, sé algjörlega kominn úr
sambandi við umhverfi sitt. Þeir
ráöast gegn og forsmá það, sem
vel hefur veriö gert og krefjast
þess, sem þjóðfélaginu, vegna
smæðar sinnar og takmarkana,
er um megn að láta i té.
Erfitt er að gera sér fullkomna
grein fyrir þvi, hvað veldur þess-
ari neikvæðu afstöðu hjá þvi
miðuralltof mörgum nemendum,
sérstaklega stúdentum. Mikið er i
húfi, að þessi mál séu tekin föst-
um tökum og þessum ágætu ungl-
ingum verði hjálpað til að finna
sjálfa sig og skilja umhverfi sitt.
Ef leitað er orsaka, staldrar
hugurinn fyrst við skólakerfið. An
nokkurs vafa á það, uppbygging
þess, markmið og framkvæmd,
mikla, ef ekki mesta sök á þvi,
hvernig komið er.
Skólakerfið er i algjöru
ósamræmi við þann eðlilega þjóð-
félagsramma, sem 200.000 manna
þjóð getur búið við nyrzt á hjara
veraldar. Þetta kerfi . er ekki