Vísir - 19.01.1973, Side 2
2
Visir. Föstudagur 19. janúar 1973
vbnsm:
Væruð þér fús að styrkja
Hafstein fjárhagslega?
Halldór Halldórsson, nemandi í
Stýrimannaskólanum : Það er
sjálfsagt að styrkja svona menn,
það eru ekki allir, sem myndu
leggja sig i hættu eins og hann til
þess að bjarga lifi annarra.
Reynir Gunnarsson, bóndi: Já,
mér fyndist rétt að styrkja hann.
Annars ætti þjóðfélagið að sjá til
þess, að hann fengi skaða sinn
bættan og hann þyrfti ekki að liða
fjárhagslega fyrir þetta.
Kristján Daviðsson, listmálari:
Ég myndi styrkja hann, ef ég
fengi tækifæri til. Mér finnst
reyndar lika, að það opinbera ætti
að gera ráð fyrir þessum mögu-
leika.
Ásta Lúðviksdóttir, starfs-
stúlka i Landsbankanum: Já, það
væri ég alveg hiklaust, en það er
lika slæmt, að hið opinbera skuli
ekki bæta fólki svona lagað.
Bergþór Jóhannsson, grasa-
fræðingur: Já, ég gæti vel hugsað
mér það, eftir þvi, sem maður
hefur heyrt, þá eru bætur ekki
nærri nógar i svona tilvikum.
Oddný Grétar, húsmóðir: Já,
og mér finnst sjálfsagt fyrir fólk i
heimahúsum að taka sig saman
og safna, þvi maðurinn getur
áreiðanlega ekki unnið næsta ár-
ið. — Ég sæi ekki eftir þvi!
Lombardy gekkst fyrir
leynipartíum við sundlaugar"
Séra Lombardy,
aðstoðarmaður
Fischers, fær talsvert á
baukinn i skákbókinni,
sem Skáksamband
Islands stendur að.
Hann er sagður hafa
gengizt fyrir
„partium” við sund-
laugar og háðulega
fjallað um klæðnað
hans. Um Fischer er
fjallað i hálfkæringi
viða, og telja sumir sig
lesa níð út úr þvi.
„Lombardy verndar Bobby,”
segir i bókinni. „Kannski
geðjast honum ekki of vel að
skrýtnum hugmyndum
Fischers um trúmál...
Presturinn telur heldur
ekki, að stelpurnar, sem hanga
yfir skákmeistaranum, séu i
samræmi við trúarbrögð
skákarinnar. Kaþólska frétta-
blaðið kallaði föður Bill Lom-
bardy, „þöglan, hógværan og
sjálfstilltan”, en þetta er ekki i
samræmi við harðan sann-
leikann. Gengst maður, sem er
þannig gerður, til dæmis fyrir
leynilegum „partium” við
sundlaugar? Eða stýrir hann
blaðamönnum inn i læst her-
bergi, meðan hann skammast út
i „blaðamannaóféli”?
,,Við hvað aðstoðar
Ijombardy Fischer?”
Greinin heldur áfram sinum
nokkuð duldu glósum: „Lom-
bardy er „aðstoðarmaður”
Aðeins örfá eintök af skákbók-
inni hafa borizt hingað til lands,
þótt langur tfmi sé liðinn, sfðan
hún kom út i Bandarikjunum.
Fischers. Menn getur aðeins
rennt grun i, við hvað hann
aðstoðar. Kannski geta þessi
huggulegu smá-gáfnaljós, sem i
endalausri röð dilluðu sérframan
i Fischer, leyst þá gátu?...
Lombardy er bæði nokkurs
kon'ar þjálfari Fischers
og höggdeyfir fyrir hann.
Hugmynd hans um stjórn er i
samræmi við hugmyndir
Fischers, en tizkuhugmyndir
hanseru þaðekki. Meðan Bobby
var að máta ný föt, sem tfma-
ritið Life gerði ódauðlegan at-
burð með ftarlegri myndatöku,
voru brækur prestsins annað-
hvort of siðar eða of stuttar. Ef
maður sat nógu lengi í „snyrt-
ingunni”, og svipaðist um eftir
svörtum skálmum og svörtum
skóm, og ef brækurnar eru of
siðar eða of stuttar, þá er lik-
legast, að þar sé komin hans
hátign, Bill Lombardy”,
„Bragðaði á tannkremi
h'ischers”
„Bandarisk stúlka i kaffistof-
unni,”segirigreininni, -segist
hafa komið nógu nálægt Fischer
til að bragða á tannkreminu
vera, að orðrómurinn um sendi-
menn frá kvikmyndaverum hafi
verið sannur. „Tannkrems-
stúlkan” segist til dæmis sverja
og sárt við leggja, að hún hafi
heyrt tvær framreiðslustúlkur i
veitingahúsi i Reykjavik tala á
dulmáli, sem hljóðaði svona:
„Fingur hans á þessari
DROTTNINGU”, „Kaupum
hans.....Það var erlent. Vel má
,0*'. G*° G*°
V'
s<
ST
oVe<’ 1 o'% 0’e . , r,e»VC
. <ke^*<V <A»''
Flumbruhátturinn við samningu bókarinnar kemur viða fram,
til dæmis í nafnalista yfir Skáksambandsmenn og forráðamenn
einvigisins. Skáksamband íslands las aldrei próförk.
mmm
MÖÖ)
DAUFIR AROÐURSVIKINGAR
Ein herská hringdi:
„Manni leiðist að horfa upp á
þá deyfð, sem er i Islendingum og
islenzkum yfirvöldum I áróðurs-
baráttunni vegna landhelgis-
málsins. Það má heyra það á öll-
um Bretum, sem verða á vegi
manns — og greinilegt á brezku
lesendabréfunum, sem þið hafið
birt i Visi — að fólk erlendis bygg-
ir sina þekkingu á málinu á áróðri
andstæðinga okkar.
Úti er gripið til alls konar ráða.
Eiginkonur brezkra togarasjó-
manna söfnuðu undirskriftum
undir kröfur um herskipavernd,
vegna þess að þær töldu lifi eigin-
manna sinna hætt. — Engar slik-
ar aðgerðir, sem vekja auðvitað
athygli, sjást hér. (Og sjáið,
Skipulagða söfnun fyrir Hafstein
A.ó. i Kópavogi hringdi:
„Að visu sér maður, að hafin er
fjársöfnun fyrir Hafstein , sem
varð fyrir haglaskotinu i Breið-
holti, en mér — og reyndar öllum,
sem ég hef fært þetta i tal við —
finnst, að eigi að gera gangskör
að þvi að hafa þessa söfnun
almennilega.
Við öll á Reykjavfkursvæðinu
eigum nánast skuld að gjalda
þessum fjögurra barna lágtekju-
föður, sem hikaði ekki við að setja
lif sitt i hættu til þess að bjarga
lifi granna sins.
Það heyri ég á öllum, að þeir
mundu láta fé af hendi rakna til
söfnunar, ef barið væri upp á hjá
þeim. Þess vegna finnst mér að
hefja ætti skipulagða söfnun, sem
einhver ábyrgur aðili tæki að sér
að hrinda i framkvæmd.
Það verður einhvern veginn
minna úr hinu, þegar fólk á að
leggja lykkju á leið sina til þess
að koma sinu framlagi til skila.”
hvaða áróður hefur náð helzt til
þessara eiginkvenna!)
Þetta er of dauft. Utanrikisráð-
herrann má ekki halda, að það
dugi að flytja einu sinni ræðu —
þótt hún hafi verið góð kannski —
á þingi Sameinuðu þjóðanna. Það
má ekki láta þar við sitja.
Við þurfum að senda fleiri mál-
hressa menn út til þess að slá á
mestu firrurnar. — Já, jafnvel
Jónas Árnason, sem ég held, að
hafi ekkert staðið sig illa, þótt þið
hjá Visi hafið gert litið úr hans
ferðum.
Hvar er vikingablóðið, þegar
við sitjum bara og höldum að
okkur höndum? Varðskipin fá
ekki einu sinni að taka landhelg-
isbrjótana fyrir öðrum togurum,
eftirlitsskipum og Ólafi Jó-
hannessyni.”
Atvinnubœtur koma
Saknar þóttarins
Hvað er í kassanum?
eftir dúk og disk
K. hringdi:
„Þáttinn, Hvað er i kassan-
um?,.sem sýndur var á gamlárs-
kvöld og allir voru á einu máli um
að hefði verið svo skemmtilegur,
verður endilega að endursýna.
Ófáir fóru á mis við hann, og
enn aðrir hefðu gaman af að sjá
hann öðru sinni — að minnsta
kosti kaflann um Lúlla langbrók,
sem var dýrlegur — og það er
margt annað endursýnt, sem
minni akkur er i.
Það er voðalegur vesaldómur
hjá sjónvarpinu, ef það timir ekki
að endursýna þetta stykki, sem er
nú nánast aðalmeistarastykkið
þeirra.”
H.P. i Vestmannaeyjum hringdi:
„Það verður einhver að beita
sér fyrir þvi, að komið verði á
einhverri reglu með greiðslu at-
vinnuleysisbótanna.
Það eru engin lög eða reglur til
um það, hvenær eigi að greiða
þær eða hvað langt skuli vera á
milli þeirra.
Þess vegna geta auðveldlega
liðið tveir eða þrir mánuðir frá
þvi að maður lætur skrá sig at-
vinnulausan, þar til hann fær loks
bætur.
Hér á minu heimili höfum við
t.d. ekkert fengið að gera lengi og
látum skrá okkur vikulega. En
við fengum fyrstu greiðslu 7 vik-
um eftir að við létum skrá okkur
fyrst, en það var á Þorláksmessu.
Og siðan ekkert meir.
Þetta kemur sér mjög illa fyrir
þá, sem virkilega þurfa þessara
bóta með.”
Fasteigna
Einar hringdi:
„Þegar ég ætlaði að greiða
fasteignagjaldið mitt, að venju
vel fyrir gjalddaga, var mér sagt,
að það væri væntanleg hækkun á
fasteignagjaldinu alveg á næst-
unni.
Ég reyndi að forvitnast um, hve
mikil hækkun og hvers vegna, en