Vísir - 19.01.1973, Blaðsíða 5
5
Visir. Föstudagur 19. janúar 1973
AP/INITB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
Fjöldamorð í Washington:
5 börnum drekkt og
fullorðnir skotnir
Fimm börn og þrír full-
orðnirvoru myrt í einum af
samkomustöðum
Múhameðstrúarmanna i
Washington i gærdag.
Börnunum hafði verið
drekkt í baðkerjum, en hin
höfðu verið skotin til bana.
Tvennt var flutt með alvar-
leg skotsár á sjúkrahús.
Morðingjarnir eru ófundnir og
er reyndar ekki vitað, hverjir
þarna hafa veriþ að verki.
Morðin voru framin i húsi, sem
er i eigu körfuboltaatvinnu-
mannsins Kareem Abdul Jabber,
en hann er sjálfur múhameðs-
trúar. Hafði hann leyft „Black
Muslims” félagsskapnum afnot
af húsinu.
Lögreglan getur litlar upp-
lýsingar veitt um málið, en fólk i
nágrenninu skýrði frá þvi, að það
hefði heyrt skothvelli um kl. 5 sið-
degis ( aðstaðartima) og sá siðan
nokkra menn hlaupa út úr húsinu.
En þeir, sem þar voru á ferð, hafa
horfið sporlaust.
Jabber, sem áður hé Lew Alcin-
dor, áður en hann breytti um nafn
um leið og hann gerðist félagi i
„Black Muslims”, sagði við
fréttamenn, að þarna hlytu að
hafa verið brjálæðingar að verki,
sem gengið hefðu alveg af
göflunum. Sjálfur var hann
staddur i bænum Miluakee, þar
sem körfuboltalið hans hefur
haldið sig siðustu daga.
Bretatogari reyndi að
sigla ó norskan bót
r
Atroðningur brezkra togara á norskum miðum
Hre/.kir togarar
sópuðu með sér
tveimur lóðum af
linum frá norskum
linuveiðara á Norður-
hankanum i fyrrinótt.
Voru fjórir brezkir
togarar aö veiðum á
jiessuin slóðum og
sýndu linuveiðaranum
,,Stig ívar” frá Berð-
I u v o g i m i k i n n
vfirgang.
Einn togaranna, „Macbeth H
201”, reyndi meira að segja að
sigla „Stig Ivar” i kaf, en for-
maður bátsins gat með naum-
indum sveigt undan stefni
togarans.
„Þetta var ekkert annað en
illvirki,” sagði einn af áhöfninni
maður að nafni Hammer, i við-
tali við norska blaðið, Finn-
mörk. „Við höfðum fengið
strandgæzluna á staðinn, þegar
átroðningurinn keyrði fram úr
hófi, og meðan varðskipið var
hjá okkur, héldu þeir aftur af
sér. En um leið og það fór af
svæðinu, byrjuðu þeir á nýjan
leik”.
„Við gáfum þeim merki um, að
þeir væru að eyðileggja fyrir
okkur veiðarfærin og færu of
nærri okkur, en þeir hunzuðu
allt. Við settum ljósbaujur á
bólin en það varð bara til þess
að vfsa þeim, hvernig þeir gátu
togað yfir þau”.
Svo þegar „Stig Ivar” fór að
draga linuna til þess að forða
henni, hafði Macbeth nær keyrt
bátinn niður.
Bátsverjar náðu aðeins nafni
eins hinna togaranna þriggja,
en það var „Lady Parks H 397”.
Tjónið á veiðarfærunum og
afla var metið á nær 200 þúsund
krónur.
—------------------------—4
Ein af sprengjum hermdarverkamanna á N-lrlandi lagði i rúst upp-
boðshöll og blaðasölu i miðborg Belfast á dögunum, — en húsið hafði
verið rýmt áður.
IRA REYNDI
BANKARÁN
samtökin skortir orðið fé til vopnakaupa
Irski lýðveldisherinn stóð-
að misheppnuðu bankaráni
i Belfast i gær, og lét einn
ránsmannanna lifið í til-
rauninni.
„IRA skortir orðið til-
finnanlega fé til þess að
kaupa vopn og skotfæri, og
þess vegna ákváðu samtök-
in að reyna ránið," fullyrti
talsmaður öryggissveit-
anna á N-irlandi.
Fjórir vopnaðir menn stormuöu
inn i bankadeildina á Royal
Victoria-sjúkrahúsinu i gær-
morgun. Meðan þeir voru að
sýsla við að setja peningana i
sekki, tókst einum bankafulltrú-
anum að smjúga út um dyrnar, og
geröi hann brezkum hermönnum
viðvart, sem stóðu á verði i
sjúkrahúsinu.
Þegar hermennirnir komu að,
voru ræningjarnir einmitt á leið
út. Var skipzt á skotum, og einn
ræningjanna féll, en þrir komust
undan. Peningana misstu þeir þó
flesta á leiðinni.
I bænum Portadown fannst
kaþólskur verkamaður myrtur i
gær, skömmu eftir að honum
hafði verið rænt á krá einni.
Höfðu tveir vopnaðir menn komið
á krána og neytt hann til þess að
fara með þeim. — Maðurinn
fannst skotinn til bana i húsagarði
um 300 metra frá kránni.
Dánartala þeirra, sem týnt
hafa lifinu i óeirðunum á Irlandi
siðustu þrjú og hálft árið, er nú
komin upp i 688 manns.
Kviðdómurinn á leið úr
sjúkrahúsi I Vacaville, þar sem
Juan Corona liggur vegna
hjartasjúkdóms.
Lögðust undir
feld í viku
1 heila viku hugsuðu kviðdóm-
endurnir sig um i máli ákæru-
valdsins gegn Juan Corona, sem
grunaöur var um morð 29 land-
búnaðarverkamanna i Kali-
forniu, — og þá sögðust þeir ekki
geta komizt að niðurstöðu.
Dómarinn rak þá aftur til þess
að reyna betur, og eftir að hafa
legið sólarhring til viðbótar undir
feldi, komst kviðdómurinn á þá
skoðun að Corona væri sekur, og
voru þá allir sammála.
Hinir myrtu fundust uröaðir
hér og hvar á bújörðum i
Kaliforniu, en Corona var milli-
göngumaður um mannaráðning-
ar yfir uppskerutimann.
Harðnandi ótök í Víetnam
— meðan hyllir undir vopnahléð
Meðan stjórnmála-
menn og sendifulltrúar
leggja sig alla fram við
að ná samkomulagi um
vopnahíé i Vietnam,
fara átök harðnandi þar
suður frá.
Komið hefur til harðra
bardaga i nágrenni
bæjarins Quang Tri,
og i hæðardrögun-
um inni i miðju Suður-
Vietnam, en auk þess
lika á Mekong-svæðinu
og á franskri gúmmi-
plantekru i fiO km fjar-
lægð frá Saigon.
Bandariski flugherinn hefur
fariö allmargar árásarferðir og
varpað sprengjum á stöðvar
Norður-Vietnam á þessum vig-
stöðum. — En að sögn herstjórn-
arinnar i Saigon hefur ekki verið
flogið inn i lofthelgi Norður-Viet-
nam.
Bardagar þessir spretta upp i
kjölfar tiðindanna um, að vopna-
hlé sé alveg á næstu grösum, en
aðilar striðsins reyna, hver sem
betur getur, að ná á sitt vald sem
stærstum áhrifasvæðum, áður en
vopnahlé gengur i gildi.
Siðustu fréttir um vopnahlés-
samningana benda til þess, að
einungis sé eftir að ganga frá
skýrara orðalagi i samningunum,
áður en þeir verða undirritaðir.
Blaðafulltrúi Bandarikjaforseta
skýrði fréttamönnum frá þvi i
gær, að Henry Kissinger færi til
Parisar á þriðjudag, og álita
flestir, að það sé til þess að ganga
endanlega frá samningunum. —
Orðalag utanrikisráðherra Suður-
Vietnam, sem bar á móti þvi, að
Suður-Vietnamar séu andvigir
þvi samkomulagi, sem náðst
hefur, gefur til kynna, að Thieu
forseti Suður-Vietnam sætti sig
við samninganna.
En á meðan varð 1000 manna
herlið Suður-Vietnama, sem tekið
hefur sér stöðu við gúmmiplant-
ekru franska fyrirtækisins
Michelin, fyrir árás i gær, og
voru þar á ferð sérstakar sveitir
Norður-Vietnama. Herstjórnin i
Saigon álitur, að kommúnistar
hafi um 8000 manns undir vopn-
um á þvi svæði.
Bardagarnir nyrst i Suður-Viet-
nam, i nágrenni við Quang Tri,
hafa staðið i fleiri vikur, en þar
hafa hersveitir Saigonstjórnar-
innar reynt að hrekja Norður-
Vietnama norður yfir aðskilnað-
arlinuna.