Vísir - 19.01.1973, Side 6

Vísir - 19.01.1973, Side 6
Vísir. Föstudagur 19. janúar 1973 6 VÍSIH Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson ^ Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (7 iinur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Sporðreisist landið? „Jafnvægi i byggð landsins” var orðið nánast spaugilegt hugtak. Svo höfðu stjórnmálamenn út- jaskað þvi i innantómum áróðri. Fyrir frum- kvæði manna viða um land hefur hugtakið i sinni nýju mynd, „byggðajafnvægi”, rutt sér til rúms. Fáir mununúhafnakenningunum um nauðsyn á dreifingu fólksfjöldans á landinu með lifvænleg- um byggðakjörnum i öllum landshlutum. En i reynd er meira um orð og minna um athafnir. Stór-Reykjavik er ekki stór borg á heimsmæli- kvarða. En hér gildir að miða við hlutfall. Rúmur helmingur landsmanna býr nú á höfuðborgar- svæðinu. Á Suðvesturlandi, frá Eyjafjöllum upp i Borgarfjörð, búa yfir 70 af hundraði landsmanna á landsvæði, sem er minna en tiundi hluti Islands. Sú þróun gerist hér sem annars staðar, að iðnað- ur og úrvinnsla eflist hlutfallslega en tiltölulega færri starfa við frumframleiðslu, svo sem land- búnað og fiskveiðar. Þessi þróun hlýtur að halda áfram með vaxandi styrk. Hún er forsenda þess, að lifskjör batni að marki. Iðnaður og úrvinnsla verður að geta tekið við fólksfjölguninni á land- inu, og sú ramma taug, sem dregur fólkið til Stór- Reykjavikur, er jafnsterk og áður. Eðlilegt er, að iðnaðarfyrirtækin hafa verið reist á höfuðborgar- svæðinu, þar sem markaðurinn er nálægur og ennfremur vinnuafl og sú þjónusta, sem til þarf. Reykjavik er einnig miðstöð utanrikisviðskipta. Eitt iðnfyrirtækið laðar annað til sin, sem nýtur góðs af framleiðslu þess eða selur þvi þjónustu. Þannig verður samþjöppunin sifellt öflugri, nema hið opinbera, riki og sveitarfélög, breyti forsendum með fyrirgreiðslu við ný fyrirtæki i dreifbýlinu. Það nægir þó ekki að styðja fyrirtæk- in, heldur þarf að skapa þeim raunveruleg skil- yrði, svo að þau geti staðizt. Ennfremur þarf að skapa fólki, sem við fyrirtækin starfar, nægileg þægindi, menntunarskilyrði, heppilegt umhverfi og aðstæður til að njóta fristunda. Árið 1910 byggðu 63 prósent landsmanna aF komu sina á landbúnaði og fiskveiðum, en nú tæpur fimmtungur. Nú byggir um heímingur landsmanna afkomu sina á úrvinnslugreinum, iðnaði, byggingarframkvæmdum, samgöngum o.s.frv., og rúmur þriðjungur á þjónustugreinum, viðskiptum og annarri þjónustu. Þetta er sú þró- un, sem hefur orðið i nágrannalöndum okkar, en hér hefur hún verið i mynd fólksflótta frá hinum dreifðu byggðum og til suðvesturhluta landsins, svo að hætta er á, að landið sporðreisist, ef ekki er að gert. Það er að segja, að landsins gæði verði ónýtt, en fólkið striti i einni kös við að viðhalda lifskjörum, sem auðfengnari yrðu með þvi að nýta landkosti íslands alls. Við bætast vandamál borgarlifsins, sem við kynnumst æ betur með stækkun Stór-Reykjavikur. Landshlutasamtök krefjast um þessar mundir, að stofnanir hins opinbera verði fluttar i dreifbýl- ið eftir þvi sem kostur er. Þetta hefur verið reynt i mörgum löndum að undanförnu, til dæmis á Norðurlöndum og i Frakklandi, til að spyrna gegn óheillavænlegri samþjöppun fólksins á fá- um stöðum. í þessum efnum yrði handahóf til ills eins. Eng- inn hagnast til dæmis á þvi, að námsfólki verði komið fyrir á stöðum, þar sem aðstæður eru slæmar til náms og kostnaður mikill. En mestu skiptir, að tregðulögmálið ráði ekki ferðinni. FÓTBOLTA- PÓLITÍK Ensku knattspyrnufélög- in búa sig nú undír að gera róttækar breytingar á ensku deildakeppninni fyr- ir næsta tímabil til þess að vinna aftur glataða hylli áhorfenda. Á ársþingi félagasam- bandsins í júní næstkom- andi er búizt við því, að eftirfarandi breytingatil- lögur verði bornar upp: 1. Aö fjölgaö veröi kappliöun- um, sem flutt eru á milli deilda. 2. Aö tekin veröi upp ný stiga- gjöf, þar sem þrjú stig fást fyrir vinning til þess aö hvetja til meiri sóknarleiks. 3. Aö keppnistimabiliö byrji i september I staö 15. ágúst. 4. Minnka knattspyrnuna i sjónvarpinu. Féiögin eru viss um, aö knattspyrna I sjónvarpi heldur áhugamönnum heima viö. Þessar róttæku breytingar þykja liklegar til þess aö sporna viö minnkandi aösókn á völlinn. En mörg deildafélögin hafa þungar áhyggjur af afkomu sinni, ef svo heldur áfram sem horfir. Flest félögin hafa þá sögu aö segja, aö áhorfendum hafi fækkaö um 10% frá siöasta keppnistima- bili — og hjá sumum jafnvel enn meira. Meira aö segja hefur fækkaö áhorfendum aö leikjum þriöju umferöar i ensku bikar- keppninni (i siöustu viku) — sem ævinlega hefur þó veriö eitt helzta aödráttarafliö — eöa svo sýndi reynslan i fyrra. Heildarfjöldi llllllllllll m\mm Umsjón: Guðmundur Pétursson áhorfenda á velli hefur allt i allt minnkaö um tvær milljónir, þeg- ar keppnistimabiliö er aöeins hálfnaö. En á meöan hækkar og hækkar allur kostnaöur af félagsstarf- seminni. Sumar þessar breytingatillögur hafa legið i loftinu I mörg ár. Allt frá striöslokum hafa félögin rætt um að breyta tölu þeirra liða, sem flytjast á milli deilda, þannig aö fjögur liö fari upp og fjögur falli niður á hverju keppnistlmabili. Eins og þessu er núna farið, fara tvö lið upp, meðan tvö falla niöur i næstu deild. Sambandið hefur haldiö fast viö þaö fyrir- komulag, þrátt fyrir allar kröfur um brevtinear. En að þessu sinni eru allar likur á þvi, aö þessi breyting nái fram aö ganga — eítir þvi sem heyra má á forráöamönnum félaganna. Margir úr hópi þeirra halda þvi fram, aö þaö mundi auka keppnisspennuna, ef fleiri liö gætu átt von á þvi aö flytjast upp i næstu deild. Formenn hinna 44 fyrstu og annarrar deilda félaga komu saman til fundar i London á þriðjudaginn og ræddu þar fram og aftur helztu tillögurnar. Fund- urinn var lokaöur, en það hefur þó kvisazt, að margar breytinganna veröi að likindum samþykktar á ársþingi félaganna. Á þinginu munu fyrstu og ann- arrar deildar félögin hafa eitt at- kvæöi hvert, en þriöju og fjóröu Slík sjón er nú orðin sjaldgœfari ó óhorfendapöllunum þegar knattspyrnu- kappleikir fara fram 0 <1 0 deildar félögin — 48 alls — ráöa samtals yfir fjórum atkvæöum alls. En ein hugmyndin, sem for- mennirnir höfnuöu algerlega á fundi sinum var sú, að fækka félögunum. Sumir vildu fækka i fyrstu deildinni úr 22 i 20 eöa jafn- vel bara 18 félög — skera alveg niður heila tylft fjóröu deildar félaga úr sambandinu. Þaö horfir ekki til breytinga á þvi sviði. A hinn bóginn kynnu tvær neöstu deildirnar að veröa skiptar i svæðisflokka, svo aö úr yröi ein stór þriðja deild, skipt i syðri og nyrðri helming. Sum fjórðu deildar félögin hafa orðið að draga fram lifið af að- gangseyri 3000 áhorfenda eöa jafnvel minna og horfa þau meö þungum huga til þess, ef þessi breyting næði fram aö ganga, aö þá mundi ferðakostnaöur þeirra aukast. Sjónvarp Enska knattspyrnan hefur lengi verið klofin i tvennt eftir viöhorf- um til sjónvarpsins. Sum félögin hafa þvertekið fyrir að hleypa sjónvarpsvélum inn á knatt- spyrnuvelli sina. Þau telja, aö eigi áhorfendur kost á þvi aö sjá leikinn i sjónvarpi heima hjá sér, komi þeir ekki á völlinn. Þvi er reyndar svo variö, aö deildaleikjunum er aldrei sjón- varpaö samtimis þvi, aö þeir fara framjekki i heimalandinu. En styttar myndir af fáeinum út- völdum leikjum eru sýndar á laugardagskvöldum og sunnu- dagseftirmiödögum. Nú er svo komiö, aö jafnvel þau félög, sem vinveitt eru sjónvarpi, vilja aö sjónvarpsfyrirtækin greiöi hærra gjald fyrir kvik- myndatökuréttinn. Og önnur félög vilja, að hærri hlutur renni til þeirra úr knattspyrnugetraun- unum, en eins og stendur greiöa getraunirnar ákveöiö hlutfall af vikulegum hagnaöi sinum til sambandsins, sem siöan skiptir þvi milli aöildarfélaganna. Ef þessar breytingar ná fram aö ganga, er liklegt, aö þær veröi þegar framkvæmdar á næsta keppnistimabili. En af þvi leiddi, að 1973-4 mundu þrjú lið eöa jafnvel f jögur vinna sig upp úr annarri deild i fyrstu. Og þrjú eöa fjögur liö mundu falla úr fyrstu I aöra deild. Og segir sig þá sjálft, aö hefjast mundi örvæntingarfull barátta til þess aö halda fyrstu deildar sæt- unum. Eins og stendur eru nefnilega ein sex liö, sem liggja á bótninum i fyrstu deild og eru I stórhættu með aö hafna i tveim neðstu sæt- unum, þegar keppnistimabiliö rennur út. Heyrzt hefur, að nokkur félög vilji, að lækkaöar veröi hinar svimandi háu söluupphæöir ein- stakra leikmanna, en engar til- lögur hafa veriö lagðar fram um, hvernig vinna mætti aö þvi. — Leikmannasölurnar hafa jafnvel farið fram úr verðbólgunni, enda svo komiö, að aðeins örfá forrik knattspyrnufélög sitja ein aö dýr- um leikmönnum. Það fæst varla sá leikmaöur keyptur af öðru félagi, aö kaupverö hans fari ekki að minnsta kosti upp i 48-50 milljónir islenzkra króna. En hvað af þessu stendur til bóta og hvað ekki, biöur þess, aö ársþingiö fjalli um þaö I júni. En stórtíðinda er aö vænta, eins og heyra má á ritara deildarinn- ar, Alan Hardaker, sem sagöi: „Formannafundurinn tókst prýðilega, og margir eiga eftir aö veröa undrandi, þegar þeir sjá, hvaöa breytingar veröa gerðar”.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.