Vísir - 19.01.1973, Page 7

Vísir - 19.01.1973, Page 7
Visir. Föstudagur 19. janúar 1973 cTVIenningarmál Yngstu þátttakendurnir stafa mestum þokka á leikinn: tindátar i leikfangalandi. Þióöleikhúsiö: FERÐIN TIL TUNGLSINS. Ævintýraleikur i tveim þáttum eftir Gert von Bassewitz Þýðandi: Stefán Jónsson Leikstjóri: Klemenz Jónsson Danshöfundur: Unnur Guöjóns- dóttir Leikmyndir: Barbara Árnason og Jón Benediktsson Búningar: Lárus Ingólfsson Tónlist: Carl BiIIich o.fl. „Viðtökunum er óþarft að lýsa, áhorfendurnir litlu skemmtu sér forkunnarvel, hrifning og gleði skein af hverri ásjónu. Ferðin til tunglsins verður sýnd við mikla aðsókn það sem eftir er vetrar og væntanlega öðru hverju á næstu árum. Börnunum er ekkert of gott, þeirra er framtiðin." 1 i i M wm 7 fKft % I Jh t wsm IpÍ| f L Olafur Jónsson skrifar um leiklist: A þessum orðum lauk Asgeir Hjartarson einkar vingjarnlegri umsögn um Ferðina til tunglsins þegar leikurinn var fyrst sýndur i Þjóðleikhúsinu, árið 1954. En Ferðin til tunglsins mun hafa verið með fyrstu barnasýningum leikhússins og er nú tekin þar upp i þriðja sinn þegar nitján ár eru liðin frá fyrstu sýningunum það kann þvi að vera timabært að spyrja hvað Þjóðleikhúsið hafi gert börnunum til góða öll þessi ár, hvað hafi breytzt og hverjar framfarir orðið, hver sé hin list- ræna stefna sem leikhúsið hafi mótað barnaleikjum á starfstima sinum. Til spari eða hversdags? Og þvi er fljótsvarað: það er ekki sýnilegt að neitt hafi breytzt né hafi framfarir orðið á barna- leikjum Þjóðleikhússins. En það er einnig óbreytt að leikurinn er liklegur til vinsælda, það er glöggt að hann „gengur i” börnin eins og bráðið smjör. Þetta á að visu við um flestallar barna- sýningar. Barnaleikirnir hafa mikið forskot umfram flest önnur viðfangsefni leikhúsanna i áhuga og eftirvæntingu, fölskvalausri góðvild hinna ungu leikhúsgesta. Þeim mun meiri er ábyrgð og skylda leikhússins að bregðast ekki trúnaðartraustinu sem þvi er sýnt. Eru hinar tryggu undir- tektir barnaleikjanna nægjan- legar til að réttlæta verkefnaval og vinnubrögð, sýningastefnu leikhússins á þessu sviði undan- farin ár? Það held ég ekki. Það eitt er ekki nóg að stytta börnunum eina kvöldstund i sparifötunum einu sinni á ári. A barnasýningunum eru leikhúsgestir framtiðarinnar að vaxa upp, eins og oft er sagt, og það riður þvi á miklu fyrir leikhúsin, ekki siður en börnin sjálf, hvers konar leiklist þau venjast við og hvers konar afnot af leikhúsi. Ég hygg að það sé eitt brýnasta viðfangsefni nýrrar Leikhús stjórnar i leikhúsunum að taka til gagngerrar endurskoðunar alla sýningastefnu þeirra gagnvart börnum og unglingum og gagn- vart skólunum. Gjafir og gott Þvi miður sá ég ekki fyrri sýningar Þjóðleikhússins á Ferðinni til tunglsins og er þvi ekki fær um að bera núverandi sýningu saman við þær. En fjarska á ég bágt með að koma vinsamlegri umsögn og loflegri lýsingu Asgeirs Hjartarsonar á leiknum sem fyrr var vitnað til (prentuð i bók hans, Tjaldið fellur) heim og saman við mina eigin reynslu i Þjóðleikhúsinu á miðvikudagskvöld. Af grein Ásgeirs að dæma hefur sýningin 1954 verið verulega miklu betra verk en það sem nú er á fjölunum við Hverfisgötu. A hinn bóginn má segja að á Ferðinni til tunglsins birtist flestöll þau auðkenni sem alla tið siðan hafa mótað barnasýningar leikhússins. Hér er einatt um að ræða viðhafnarlegar og iburðar- miklar sýningar sem fátt er sparað til i tjöldum og ytra búnaði, fjölmenni skipað á sviðið og einatt stórum barnahópum, tækifærið þá oftast notað til að liðka og teygja úr danskröftum leikhússins á meðal annars. Efnið er jafnan eitthvað tilfallandi ævintýraefni, ekki bara ■ einfalt heldur lika einfeldningslegt, stundum aðfengið og þá jafnan meir eða minna útþynnt, en stundum heimatilbúið og þá oft- lega enn þynnra. Hér er i stytztu máli um að ræða leiksýningar sem þykjast vera einhvers konar bió. Oftast er slikum leikjum falinn einhvers konar siðferðis- boðskapur að bera áhorfendum sinum, að minnsta kosti að nafninu til. í þessu falli er hann Sólin: Rósa Ingólfsdóttir, og sólargeislar: Auður Bjarnadóttir, Helga Bernhard, Asdís Magnúsdóttir. sem þykist vera bíó eitthvað á þá leið að börnum hinna borgara beri að vera góð og hlýðin — enda muni þá þeim gefast rikulega i aðra hönd af gjöfum og gottirii. Leikurinn er saminn i Þýzkalandi fyrir manns- aldri eða meir. Alveg sérstaklega óviðfelldinn er sá lifskilningur sem þessi leikur lýsir, öll hans goðafræði um óla lokbrá, jóla- sveininn, karlirin i tunglinu og allt það lið, hin sjálfhverfa heims- mynd hans þar sem máttarvöld himins og jarðar, sól, tungl og stjörnur sifellt snúast um barnið sjálft og gefa þvi jafnharðan einkunnir fyrir rétta og passlega framkomu. Er vert að gera betur? Þótt mikið skorti að öllum jafnaði á listræna stefnu i efnis- meðferð og leikstil barnasýninga má samt oft og einatt hafa eitt- hvert gaman af þeim, af einfeldni og gamansamlegri meðferð efnisins, eða einstökum manns- legum hlutverkum, eða vellukkaðri viðhöfn og iburði sýningarinnar. En i þessu tilfelli var fáu sliku til að dreifa nema þá helzt sjálfum umbúnaði sýningarinnar i tjöldum og búningum sem stundum voru gleðileg fyrir augað. Það sem helzt stafaði þokka á leikinn var þátttaka hinna yngstu dansenda leikhússins i gervi lamba, dáta, jólasveina o.s.frv. Mikill fjöldi leikenda og dansara tekur þátt i sýningunni og gera sjálfsagt sina skyldu, en engu tók ég eftir um- fram það, hvort sem það stafar af áhugaleysi manna á efninu eöa vanefnum hlutverkanna og leiksins i heild. Um hitt þarf ekki að spá né spyrja, að leikurinn verður vin- sæll ,,að vanda” og vel sóttur fram eftir vetri. Ef aðsókn og undirtektir barnanna er nógur mælikvarði þá er þessi sýning sjálfsagt „góð”. En væri það samt ekki vert að reyna, að minnsta kosti einhvern tima, að gera börnunum betur til? Þeirra er framtið leikhúsanna þrátt fyrir allt. Börnin i leiknum: Einar Sveinn Þórðarson og Hrafnhildur Guðmundsdóttir hjá Óla lokbrá á tunglinu: Arna Tryggvasyni FLUGFÉLAG /SLAJVDS Flug- freyjjur Flugfélag Islandsh.f. óskar að ráða til sín nokkrar flugfreyjur að vori. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 19—23 ára, vera 165—174 cm á hæð, og svari þyngd til hæðar. Lágmarkskrafa um menntun er: Gagnfræðapróf eða hliðstætt próf, og staðgóð þekking á ensku og einu norð- urlandamáli, þýzkukunnátta er æski- leg. Ennfremur þurfa umsækjendur að geta sótt námskeið, virka daga kl. 18:00—20:00 og laugardaga kl. 14:00—18:00, á tímabilinu 15. febrúar — 1. apríl. Umsóknareyðublöð fást á söluskrif- stofu Flugfélags íslands h.f., Lækjar- götu 2, Rvk., og hjá umboðsmönnum úti á landi. Umsóknum, merktum „Flugfreyjur", má skila á sömu staði, eigi síðar en 30. janúar n.k.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.