Vísir - 26.01.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 26.01.1973, Blaðsíða 4
4 Vísir. Föstudagur 26. janúar 1973 Til hvers að lifa ef ekki eru til óuppfylltar óskir? „Ég heid að blómaskeið mitt muni hefjast í kringum fertugt og endast fram um fimmtugt. Um sextiu, ef til vill sextiu og fimm ára aldur er ég reiðubúinn til aö rýma sæti mitt fyrir hinum yngri”, segir hinn frægi trúður Moskvu-sirkusins. — spyr sovézki trúðurinn Leoníd Jengibarov í viðtali við Yladimír Sjakhídzjanjan um heim trúðsins, vonir hans og úhugamúl Sirkus er heimur út af fyrir sig, sérstakur, lokkandi heimur. Hann dregur að sér jafnt börn og fullorðna, allir finna þar eitthvað skemmtilegt og upplífgandi. Sirkusgetur ekki trúðlaus verið, á hverri sýningu vinnur hann mesta hylli áhorfenda. Hver er heimur trúðsins í nútímaþjóðfélagi? Fyrir hvað lifir hersir sýningar- sviðsins, hver eru hans áhugamál? Þetta fáum við að vita í rabbi við hinn viðurkennda listfrömuð Armeníu, Leoníd Jengi- barov, sirkus-, leikhús- og kvikmyndaleikara og höfund snjallra smásagna og frásagna. — livað þarf maður að hafa til að bera til þess aö vekja athygli og áhuga? — Að minu áliti er sá maður áhugaverður, sem er, ef svo mætti segja, „klár” i sinu fagi, maður, sem telur starf sitt aðal- atriðið i lifi sinu. Einkenni siiks fólks er viðsýni og stöðug viðleitni til að sameina eitthvað, gera eitt- hvað betra, fullkomna eitthvað. Meðal vina minna og kunningja er margt slikra áhugaverðra manna. Þeir eru hamslausir i starfi sinu og sköpun, viö vinnu sina fara þeir yfir öll venjuleg takmörk. t þessu liggur að minu viti kveikjan að hæfileika- manninum. Slikt fólk hlýtur alltaf að vekja áhuga manna. Þeir láta sér allt viðkomandi og æsa sig upp út af öllu. Lifshlaup þeirra er heillandi og oftast erfitt, flókið og varðað erfiðri lifsreynslu, leit, vonbrigðum, - missum og hnossum. Það er ekki hægt annað en heillast af þviliku fólki og láta sér þykja vænt um það. Slfkt fólk öðlast gjarnan frægð og hylli. Það breytir að sjálfsögöu manninum: ég tel illmögulegt fyrir nokkurn að komast hjá þvi. Velgcngnin breytir manninum, en hvernig? — Ef viðkomandi er raunveru- legur hæfileikamaður, sem þykir vænt um starf sitt, og ef vel- gengnin hans er réttmætur árangur af starfi hans, þá getur hann aðeins breytzt til hins betra, þvi að vinnan, bækur, kynni og fersk áhrif auðga anda hans án afláts. Sé velgengnin tilviljun, breytist maðurinn venjulega tií hins verra. Arangurinn stigur honum til höfuðs, hann slær slöku við vinnu sina og verður sjálfs elskur og meðvituðum hroka að bráð. — Oft er um það talað að grunnurinn að skapgcrð og áhugamáium mannsins mótist i æsku. Að hve miklu leyti á þetta við yður? — Bernska min vikur aldrei frá mér. Ég er ættaður frá bernsku, eins og leikritaskáldið Gennadi Sjpalikov sagði. Æskuár min voru erfið, strið. Það fyrsta, sem ég kynntist, var ekki isknattleikur, knattspyrna eða sjónvarp, heldur styrjöld, hvinur loftvarna- flautunnar, baráttusöngvar, pappirskrossar á gluggarúðum, biöraðir eftir brauði, tóm skot- hylki og fréttatilkynningarnar, sem alltaf var hlustað á af mikilli athygli. Hér er aö leita uppruna látbragsleikjanna Maðurinn, sem ég barðist með”, „Algjör hervæðing”, og „Lif barns”, Þannig verður þetta áfram, meðan ég starfa, þvi að striðinu er ekki hægt að gleyma. Bernska min var ekki „ljúft lif”. Ég man til dæmis, hvilikur stórviðburður það var, þegar ég fékk skauta. Fyrstu box- hön/.kunum gleymi ég aldrei. Ég var kominn yfir tvitugt, þegar ég eignaðist fyrsta aikiæðnaðinn. Þetta hafði vissuiega sin áhrif á mótun mina. Það kenndi mér að „Aðalatriðið i lifi minu er nú sérvizkuleikhúsiö. Mig hefur lengi langað til að hefja eins manns sýningar, en slikt er vist ófram- kvæmanlegt i sirkus". segir Leonid Jengibarov, trúður viö Moskvu-sirkusinn. bera erfiðleikana tiltölulega létt og herti mig andlega og siðferði- lega. — t ræðu sem þér hélduð I Listamannahúsi rikisins, sögðuð þér, að það sé ekki atvinna að vera trúður, heldur heimsskoðun. Vilduð þér ekki uppljúka fyrir okkur merkingu þessara orða? —Hér er að visu dálitil þver- sögn, orðaleikur. Eigi að siður er ég sannfærður um þaö, að það út- heimtir alveg sérstakt sálarlif aö vera trúður. Þess vegna held ég að það verði ekki lært, hæfileik- arnir verða að vera meðfæddir. Sú afstaða min til þessarar at- vinnugreinar stafar ugglaust af þvi, að ég lit alltaf á sjálfan mig ,sem trúð i ævintýri, sem gefur mönnunum gleði, bros og trú á sigur hins góða yfir hinu illa. Þannig var lika átrúnaðargoð mitt, Hans Christian Andersen. —Fyrir skömmu birtust I Moskvu augiýsingaspjöld, sem tilkynna frumsýningu á leiknum „Stjörnurcgn” eftir Leonid Jengibarov, lcikstjóri Júri Belov, leikari I.eonid Jengibarov. Ber að skilja þetta sem svo, að þér séuð nú að yfirgcfa sirkusinn? — Þessari spurningu er erfitt að svara: Málið er flókið. Upp- setning leikritsins er mér mikið ánægjuefni. Mig hefur lengi langað til að semja það og sýna. Gleðilegt, að það hefur alls staðar tekizt vel. Viðerum nú með annað leikrit i undirbúningi, „Svip- brigðasögur um gleði og sorg”. Við erum vanir að kalla þetta sérvizkuleikhúsið. Já, við erum að yfirgefa sirkussviðið. Samt mun ég ekki færast undan, ef mér verður boðið að koma fram i sirkus, en aðalatriðið i lifi minu er nú sérvizkuleikhúsið. Mig hefur lengi langað að hefja eins manns sýningar, en slikt er óframkvæm- anlegt i sirkus: þar gilda aðrar reglur. Hvað tækni áhrærir, mun- um við hins vegar ekki vikja um fet frá þvi, sem við höfum öðlazt og fundið i sirkusinum. A okkar sýningu eru loddarar, dýratemj- arar, loftfimleikamenn og sjón- hverfingamenn ónauðsynlegir, þ.e.a.s. þeir listamenn, sem eng- inn sirkus getur án verið, og þess vegna urðum við að skilja við sirkusinn. Er það ekki áhætta? Ég veit ekki. Ég held mér takist að ná settu marki. Ég sé fyrir mér nýjar sýningar, t.d. „Skáldið” (bráðabirgða- heiti), þar sem skáldmæringar eins og Púskin, Shakespeare og Lorca munu risa frá dauðum. Okkur langar til að fá ung, efni- leg skáld til að taka þátt í samn- ingu verksins. „Stjörnuregn,” „Svipbrigða- sögur um gleði og sorg” og „Skáldið” eru fyrstu þrjú verkin. Þau eiga að verða fimm. Fyrir leikhús, sem kemst af með einn leikara og aðstoðarmenn hans, er það hreint ekki svo litið. Með ár- unum mun efnisval okkar sjálf- sagt aukast að fjölbreytni. Auð- vitað er meira að gera en áður, og ég efa ekki, að stundum verða skiptar skoöanir. Sagt verður, að þetta sé óþarft, lélegra en, i sirkusinum, að þetta séu draiím- órar. En ég trúi, að mér muni takast að framkvæma ætlunar- verk mitt og sanna öllum og sjálf- um mér lika réttmæti stofnunar og tilveru nýja sérvizkuleikhúss- ins. — Vcnjulega er taiið, að listamaður i sirkus og skemmti- iönaði veröi að vera ungur. Hræðist þér ekki nálægð ellinnar? — Aldur skálda og listamanna fer ekki eftir nafnskirteininu þeirra. Að vera listamaður i víð- asta skilningi þessa orðs er mikil hamingja. Og meðan ég hef lik- amlegan kraft til að bera til þess að inna það af hendi, sem listamaður af minu sauðahúsi verður að gera, þá mun ég ekki yfirgefa sviðið. Blöð staðfesta, að Sergei Konenkov starfi enn, þótt niræður sé og Martiros Sarjan málar enn, þótt hann sé yfip átt- rætt ...Ég gæti komið með fleiri dæmi. Auðvitað verður maður aö þjálfa sig til að þola þá likamlegu áreynslu, sem látbragðsleikari, trúður og aðrir skemmtikraftar verða stöðugt fyrir. En ég held, að blómaskeið mitt muni hefjast i kringum fertugt og endast fram um fimmtugt. Um sextiu, ef til vill sextiu og fimm ára aldur er ég reiðubúinn til að rýma sæti mitt fyrir hinum ungu, og það þvi fremur, að ég vona, að sá timi komi, þegar bókmenntirnar taka hug minn allan, og þá mun ég skrifa. Og kannske fæ ég ein- hverja lærisveina. — Hver er afstaða yðar til menntunar skemm tikrafta , sirkuslistamanna? — Vitanlega jákvæð, þótt ekki sé allt annað með, prófskirteini. Ósvikinn listamaður — leikari, skáld, leikstjóri — getur ekki ver- ið ómenntaður, gáfnasnauður maður. Ég er sannfærður um það, að til að tryggja sér vinsældir áhorfenda, er óhjákvæmilegt að vera stööugt að læra og vikka þekkingu sina. Maður heldur áfram að mennta sjálfan sig, held ég, til æviloka. Persónulega hef ég áhuga á öllu mögulegu, stjórn- málum, bókmenntum, tónlist, málaralist, visindum, kvik- myndum og iþróttum. Mest held ég upp á sagnfræði, svo koma Iþróttir og tónlist. Háttprýði, fáguð framkoma, listin að lifa ekki aðeins fyrir sin eigin áhugamál, heldur einnig fyrir áhugamál annarra, einangra sig ekki i sköpunarstarfi sinu, allt eru þetta ómissandi eig- inleikar raunmenntaðs manns. Þá má ekki gleyma sannri við- sýni: án hennar er nútima „in- telligent” óhugsandi. Hér skiptir ekki máli, hvort hann er verka- maður, læknir, listamaður eða visindamaður að atvinnu. — t sjálfsmenntun yðar hefur bókasafn yðar áreiðaniega miklu hlutverki að gegna. Segið okkur frá þvi. — Bókasafnið er mitt stolt, ég hef verið að byggja það upp brot fyrir brot allt frá skólaárum min- um. Hér eru klassiskar bók- menntir, sagnfræði og bækur um listir. Ljóðlist fyllir nokkrar hillur — frá Púskin til Voznésénskis, prósi — frá Gogol til Búlgakovs. Ég safna ádeilubókmenntum: af þeim á ég mikið, allt frá Ilf og Petrov til Gorins. Ég hef enn mik- inn áhuga á iþróttum og stunda þær, enda skipa þær sitt rúm i bókasafninu. Bækur um heimspekileg efni skipa sérstakan sess i bókasafn- inu, — verk snillingsins Lenins, Fagurfræði Hegels og margt annað. Ég les þær aftur og aftur mér til mikillar ánægju. Við hliðina á bókunum eru grammófónplötur: Beethoven, Músorgski, Tsjakovski, Bach og Mozart, en einnig nútima djass. — Eigið þér enn óuppfylltar óskir? — Já. Til hvers væri maður annars að lifa? Manninn langar alltaf, hlýtur alltaf að langa til að hrinda einhverju i framkvæmd. Mig dreymir persónulega um að skrifa enn eina bók, fara með hlutverk Khléstakovs og stofna eigið leikhús. Þannig á það alltaf að vera: þegar einum áfanga er náð, þá á maður ætið að horfa fram á við á leiðina til hins óþekkta. Leiðin, ferðalagið, það er hamingjan: staðnæmingin, það eru endalokin: ég trúi ekki á „happy end”, ég trúi á farsæla ferð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.