Vísir - 26.01.1973, Blaðsíða 6
6
Vísir. Föstudagur 26. janúar 1973
vísrn
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Fétursson
Ritstjófnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: llverfisgötu 32. Simar 11660 66611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 66611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 66611 <7 dnur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Cnn er tjónið lítið
Fiskifræðingar telja, að loðnan fari ekki að veið-
ast að gagni fyrr en um mánaðamótin. Þá má búast
við, að þeir bátar og áhafnir frá Vestmannaeyjum,
sem höfðu búið sig út á loðnu, verði til i tuskið. Sem
betur fer virðist sem unnt verði að útvega þessum
bátum löndunaraðstöðu.
Svipað er að segja um vetrarvertiðina. Fyrstu at-
huganir benda til þess, að veita megi þorra báta-
flota Eyjamanna aðstöðu i höfnum á Reykjanes-
svæðinu, frá Þorlákshöfn til Reykjavikur. Má þvi
búast við, að róðrar á Eyjabátum hefjist strax upp
úr helginni.
Enn er eftir feikilegt starf við að skipuleggja at-
vinnu landfólks úr Vestmannaeyjum. Þar þarf að
tengja saman vinnu i fiskvinnslustöðvum og þjón-
ustustöðvum sjávarútvegsins annars vegar og hins
vegar húsnæðismöguleika fyrir heilar fjölskyldur,
möguleika á skólagöngu og til barnagæziu. En ekki
er ástæða til að efast um, að þessi skipulagning geti
borið töluverðan árangur á örfáum dögum, ef tekið
er til óspilltra málanna.
Það eru þvi ekki horfur á, að Vestmannaeyingar
verði lengi tekjulausir. Samfélagið mun þvi ekki
hafa gifurlegan kostnað af þeim þætti vandamáls-
ins. Ef vel gengur, verður það aðeins einnar eða
tveggja vikna tekjutap, sem brúa þarf. Sé litið til
þjóðarbúsins i heild er ljóst, að tekjutap Eyja-
manna veldur aðeins óverulegri rýrnun þjóðar-
tekna, mun minni rýrnun en nemur eðlilegri aukn-
ingu milli ára.
Vitanlega er þar með ekki öll sagan sögð. Þótt
þjóðartekjurnar minnki ekki milli ára af völdum
gossins i Heimaey, hefur samfélagið af þvi mikil út-
gjöld. Kostnaðurinn við flutninga á landi og sjó,
björgunarstörf og annað slikt er töluverður, en
samt ekki meiri en svo, að þjóðfélagið ber hann með
léttum leik.
Langsamlega alvarlegasti þáttur dæmisins er
það eignatjón, sem verða kann i Vestmannaeyjum.
Ef kaupstaðurinn grefst i ösku og vikur, er hætt við
að tjónið á eignum fari fljótt að skipta milljörðum.
Húsbúnaður eyðileggst og hús verða fyrir skemmd-
um. Það, sem menn óttast langhelzt er, að hraun
eða önnur gosefni loki höfninni, þvi að þá kann að
bresta grundvöll þess, að aftur verði hægt að taka
upp þráðinn i atvinnulifi Vestmannaeyja.
Enn sem komið er nemur eignatjónið i Eyjum að-
eins fáum tugum milljóna. Ef eldgosið fer að hjaðna
úr þessu eða hagar sér á þann hátt, að höfnin lokast
ekki, verður aftur að einhverjum tima liðnum hægt
að nýta á nýjan leik eignirnar i Eyjum. Ef sú verður
þróunin, hefur samfélagið sloppið fjárhagslega
ákaflega vel frá þessu hættulega gosi.
Eins og málin standa nú getur samfélagið borið
með léttum leik það tekjutap, sem orðið hefur, þann
kostnað, sem orðinn er, og það eignatjón, sem orðið
hefur.
Eina óbærilega byrðin er eignatjónið, sem fylgja
mundi i kjölfar varanlegrar lokunar hafnarinnar i
Eyjum. Þar með mundu allar fastar eignir i kaup-
staðnum verða verðlausar i einu vetfangi. En það er
engan veginn enn ljóst, að svo muni fara. Við skul-
um þvi ekki byrja strax að barma okkur um of,
meðan við höfum enn von um að sleppa fjárhags-
lega jafn vel úr hildarleiknum og Eyjamenn sluppu
vel i land nóttina fyrstu.
YIÐNAM
Gosiö i Vestmannaeyjum hefur
fram til þessa markazt mest af
mörgum ótrúlega heppilegum til-
viljunum. Sprungan rifnaði þar
scm hún geröi minnst tjón,
hrauniö hefur runniö I sjó út,
vindátt veriö hagstæö, það er eitt
kraftaverkið að landsynningurinn
skuli ckki vera i Vestmannaeyj-
um, og loks vildi svo heppilega til
fyrir fræga og rómaða mann-
flutninga, að allur bátaflotinn
skyldi vera i höfn, en hann gat
langieiöina rúmaö aila íbúana.
Margt fleira leystist sjálfkrafa,
svo sem hinar undraverðu mót-
tökur flóttafólksins i Rvk. Það
hefur veriö rómað, hve stjórn Al-
mannavarna hafi tekizt vel.
Ráðið kom saman i skyndi og
stjórnunarkerfi þess fór fljótt i
gang. Viss atriði einkum á sviði
eftirlits, flutninga og móttöku
gengu einstaklega snurðulaust.
Vegna stjórnsemi ráðsins var
fjölmennt lögreglulið sent fljótt til
Eyja, strætisvagnar og eftirlitslið
til Þorlákshafnar, stöðvuð truflun
forvitinna og gestrisnismóttöku
fyrir flóttafólkið strax komið á i
Reykjavik. 1 þessum atriðum öll-
um höfðu Almannavarnir lið-
kandi áhrif, það var mikilvægt að
hafa eina sameiginlega stjórn
meö fjarskiptum og heildaryfir-
sýn. En þó er varla hægt aö segja
aö i þessum aðgerðum komi fram
sérstakur framtaksvaki. Þær eru
allar þess eðlis að þær hefðu verið
framkvæmdar sjálfkrafa, skip
hefðu stefnt til Eyja, floti Eyja-
manna siglt úr höfn, lögregla
verið send þangað og umferðar-
takmörkunum komið upp, jafnvel
hefði sjálfkrafa verið óhjákvæmi-
legt að taka Rvk-strætisvagnana,
þó engar Almannavarnir heföu
verið til. En skipulagið allt gengiö
stirðara með meiri bið, erfiðleik-
um og þjáningum fyrir flótta-
fólkið.
A öðrum sviðum hafa
Almannavarnir minna látið aö
sér kveða, þar sem troða hefði
þurft nýjar brautir i varnarað-
gerðum og taka ákvarðanir sem
hefðu kostað ábyrgö. Þaö var litið
leitað fyrir sér, hvað fleira heföi
mátt framkvæma en að senda
lögreglu til að standa vörð.
Það sem mest skorti og skortir
enn má túlka með einu orði, —
það vantaði viðnám. Allar að-
gerðir i sambandi við eldgosið
hafa einkennst af sérstöku við-
námsleysi, uppgjöf móti krafti
náttúruaflanna. Mannflóttinn frá
Eyjum, hversu fljótt og vel sem
hann var framkvæmdur sýndi i
rauninni aðeins algera uppgjöf.
Allt björgunarstarf hefur boriö
svip af þessari uppgjöf og flótta.
Eftir að allir ibúarnir eru flúnir,
taka sumir að snúa aftur, en
aðeins til að sækja i mesta hasti
verðmæti og föt, sem gleymdust i
asanum, taka burt fiskinn úr
frystihúsunum, flytja burt
veiðarfæri, bjarga lúxusbilunum
sinum, eftir fylgja kannski
flutningar á húsmunum og at-
vinnutækjum. Það er verið að
leggja Vestmannaeyjar i eyöi,
þessar yndislegu grænu eyjar eru
vegna viðnámsleysis að breytast i
nýjar Hornstrandir.
Nú verð ég að taka fram, að ég
ætla mér nú ekki að fara að spila
neinn stóran karl. Nei samfara
djúpri samúð til fólksins, verð ég
að viðurkenna að ef ég hefði búið
sjálfur i einhverju húsanna viö
Kirkjubæ, þá hefði ég oröið allra
manna hræddastur og hlaupiö
með konu og börn á nærbuxunum
beina leið niður i mótorbátinn
Gideon eða Halkion. Og ég dreg
heldur ekki úr þeim ábyrgðar-
hluta að láta þúsundir manna
dveljast i eyjunum skelfingu
lostin, með ábyrgðinni af þvi aö
imynda sér að ný eldgjá kynni að
myndast einhvers staðar um
miðjan bæinn og gleypa hús og
menn. En slika ábyrgö, hversu
skelfileg sem hún er, verða
forustumenn að kunna að taka.
Til þess eru þeir forustumenn.
Við höfum aldrei kynnzt hér á
landi ógnum styrjalda. En eld-
gosið i Eyjum ásamt þeim ráö-
stöfunum sem gera þurfti, likjast
hvað mest ógnvekjandi
styrjaldarástandi.Þærþjóöir sem
þekkt hafa styrjaldir skilja það
betur en við að fyrsta boðorðiö á
hættunnar stund er að byggja upp
viðnám. Þar flýja ekki allir undir
eins staði sem sprengjuárásir eru
gerðar á, heldur skipuleggja sig
og snúast til varnar með öllum
ráðum, öflugar björgunar- og
vinnusveitir taka til starfa viö að
stööva elda, forða frekara tjóni,
hefja viðgerðir og atvinnulif hiö
bráöasta aftur.
Menn segja kannski, að óliku sé
saman að jafna, sprengjuárásum
og stórkostlegum óviöráöanleg-
um náttúruöflunum, sem allir
standa magnþrota gegn. En er
það vist, að ekkert frekara hafi
mátt gera i Eyjum? Heföi ekki
veriöréttara að reyna að efla við-
námið?
Ein fyrsta spurningin sem
nagar mann, er hvort fjölda-
flóttinn frá Vestmannaeyjum hafi
verið nauðsynlegur og hvort
flóttamennskan kosti fólkið ekki
enn meiri þjáningar og erfið-
leika? Viö sjáum nú, auðvitað
eftirá, að ekkert verulegt hefur
enn gerzt sem réttlæti flóttann.
Það eru aðeins 5 eða 6 hús, sem
hafa brunnið höfnin er opin,
vatnsleiöslur og rafleiðsla enn
óskemmd, simasamband óskert.
Það er að visu sót og aska á göt-
um, en væri ekki jafnvel hægt að
byrja á jafn tilgangslausu verki
og að sópa göturnar, þó það yrði
ekki til annars en að reisa við-
námsviljann? Jafnvel frystihúsin
standa þarna óhreyfð? Hver
hefur reynt það til ýtrasta hvort
hægt sé að vinna þar? Og væri
ekki einhver bátur fáanlegur að
koma með fyrsta loðnuaflann inn
og setja bræðsluna af stað. Þó það
væri ekki til annars en að sýna, að
Vestmannaeyingar ætla sér alls
ekki að gefast upp fyrr en i fulla
hnefana.
Enn hefur sem sagt ekkert
gerzt, sem raunverulega hefur
réttlætt allsherjarflóttann. En
mig langar aðeins að vikja að
nokkrum atriðum sem áttu þátt i
að magna flóttann. Megin-
ástæðan var að sjálfsögðu ótti og
skelfing sem greip um sig,
margir þustu sjáifkrafa niður að
höfn. Samfara þessu var óttinn og
vanþekkingin i myrkrinu, hvað
raunverulega væri að ske? Þó
voru lika margir, sem ætluðu sér
hvergi að fara, vissu það frá
heimsóknum i Surtsey að hraun-
straumur rennur sjaldan með
hraða fljóts. Kunnugir hafa jafn-
vel tjáð mér að sennilega hefði
meirihluti Eyjaskeggja hvergi
farið, ef þeim hefðu ekki borizt
gegnum útvarp beinar fyrir-
skipanir Almannavarna um að
allir ibúarnir ættu að hafa sig á
burt.
Mér sýnist, að þessi fyrirskipun
hafi haft alger úrslitaáhrif um
hinn mikla flótta. Og mér finnst
nú að það hafi verið misráðið af
Almannavörnum að gefa hana.
Ég veit að visu að þarna sitja
þessir menn með hina stóru
ábyrgð og sjá fyrir sér, hvern
dóm þeir muni hljóta, ef Vest-
mannaeyjar sökkva allar i sæ eða
gapandi eldgjá myndast og
gleypir byggðina. Að þvi leyti var
fyrirskipunin skiljanleg og mann-
leg. En slika ábyrgð verða menn
að þora að bera á hættustundum
og þora að standa viö þá frum-
skyldu að byggja upp viðnám.
Annað atriði hafði enn frekari
áhrif til að fullkomna flóttann.
Þegar mörg hús voru yfirgefin og
mannlaus, óttuðust forráðamenn
gripdeildir og innbrot. Til aö fjar-
lægja þá hættu voru gefnar enn
strangari fyrirmæli um að allir
yrðu aö hafa sig á braut. Þessu
hefði þó verið hægt að mæta með
öðrum hætti, strangri og skipu-
legri varðgæzlu i hverju hverfi og
götu.
Maöur skilur lika hina mann-
legu og tilfinningalegu hlið, þegar
flótti var hafinn, að hver heimilis-
faðir vildi sjálfur fylgja eiginkonu
og börnum i land, þá öryggistil-
finningu sem fylgir þvi að öll fjöl-
skyldan sé saman komin. Slikt
hefði þó aldrei viðgengizt með
þjóðum sem vanar eru heima-
vörnum. Þar hefði viðnámið verið
skipulagt með öðrum hætti,
hjálparsveitir stofnaðar til að
hjálpa og flytja konur og börn,
sjúklinga og gamalmenni á brott,
en verkfærum karlmönnum
skipað i björgunar- o,3 baráttu-
sveitir. Þar hefði aldrei við-
gengizt að allt starfsfært lið færi i
burtu. Kannski segja menn að þar
sé óliku saman að jafna, móti
ægikrafti eldgoss megi mannafliö
sln einskis. En er það vist að svo