Vísir - 07.02.1973, Page 2

Vísir - 07.02.1973, Page 2
2 Vísir. Miðvikudagur 7. febrúar 1973 vtemsm: Gætuð þér hugsað yður að flytja til Vestmannaeyja? Jóhann Haraldsson, verka- maður: Alla vega gæti ég ekki hugsað mér það eins og ástandið er núna. Annars hef ég ekki hug- leitt þetta og get þvi ekki svarað spurningunni. Guðrún Björgvinsdóttir, hús- móðir: Nei. Ég hef að vísu aldrei komið þangað og ekkert hugsað mér að flytja þangað. Kristján llallgrfmur Kristjáns- son, nemi: Ég er nú frá Vest- mannaeyjum og ég fer ekki þangað aftur fyrr en öllu er orðið óhætt. Það, sem ég er hræddastur við, er að gosið komi upp annars staðar og á verri stað. Asdis Kinnsdóttir, nemandi: Já, ég væri alveg til i það ogekkert hrædd við að gera það. Ég hef ekki trú á að þetta verði verra en það er þegar orðið. Guðriöur llafsteinsdóttir, sima- stúlka: Nei, ég vildi ekki gera það vegna náttúruhamfaranna aðallega og hvort af þvi verður seinna skal ég ekkert segja um, ég hef ekkert velt þvi fyrir mér. Jón Kristófersson, langferðabil- stjóri: Nei, ég hef verið þar áður og langar ekkert aftur. Hvernig sem gosinu liður hef ég engan áhuga á að fara til Vestmanna- eyja. Brekkukotsannáll nœstu tvœr helgar Kvikmyndahúsasýningar eru vel mögulegar Þeir tóku enga áhættu með stafsetninguna Þjóð- verjarnir og sendu mann hingað til að gera nafna- og hlutverkaskrá aftan við fyrri hluta Brekku- kotsmyndarinnar. Sá maður er kominn og farinn út aftur með fyrri hlutann. Sölvi Kern heitir maðurinn, sem annaðist þetta verkefni. Hann er norskur og vann hér í sumar við gerð myndar- innar. Sölvi þessi mun slöan koma aftur á fimmtudaginn og hefur þá með sér báöa hlutana, þann fyrri til sýningar á sunnudags- kvöldi og þann seinni til að gera á hann titla og kynningar eins og hinn. Þetta cru miklar flugferðir, þvi að ekki er þeim lokið með þcssu. llann fer aftur út með seinni hlutann, og kemur svo með hann, þegar hann á að sýn- ast, cn það vcrður næsta sunnu- dag þar á eftir, þann 18. febrú- ar. Að sögn tveggja starfsmanna sjónvarpsins, þeirra Baldurs Hrafnkcls og Björns Björnsson- ar sem unnu hér við töku myndarinnar mun Norömaður- Þessi mynd hékk uppi á vegg i Brekkukoti. Heimssaungvarinn Garðar Hólnt. Það eru meiri lætin þetta, en ég hef bara gaman af veseninu. — Núverandi eigandi Brekkukots- bæjarins slappar af meðan kvik- myndatökumennirnir athafna sig. inn hafa haft á orði að þýzkir tæknimenn hafi veriö ákaflega hrifnir af imyndgæöum kvik- myndafilmunnar og naumast getað trúaö þvi að hún væri tek- in á 16 mm, en ekki 35 mm filmu. Ekki er vitað til að Þjóðverjar hafi i huga að gera 35 mm útgáfu af myndinni fyrir kvik- myndahús, en tæknilegir mögu- leikar munu vera á þvi. Ekki kannaöist Jón Þórarinsson við slikar ráöagerðir, og frumkvæði um slikt kemur sennilega ekki frá neinum, nema ef vera skyldi frá islendingum, sem langar aö sjá myndina I litum. ,,Það kostar nýja samninga- gerö við alla leikara og fleira starfslið", sagði Jón og taldi liann að gifurlegt umstang yrði við að koma þvi við og hann hefði sem sagt ekkert heyrt á þetta minnzt. Ilins vegar sagðist Jón hafa hcyrt að myndgæðin væru mjög góð svo að örðugleikar við að gera eintök af myndinni fyrir kvikmyndahús væru ckki tækni- legs eðlis, aðöðru leyti en þvi að þá hlyti hún að styttast, þvi að i núvcrandi formi er hún 3 timar. — LÓ. Virðulegur gagnrýnandi viðrar á sér tærnar i Brekkukoti. ■ Ekki vitum við hvaöa mál þeir töluðu saman, þýzki leikstjórinn og strákarnir. Liklega var það bara fingramál. m m m ;; 1 | Jífe.... . | ' I fumm Ekki er þetta nú Hótel íslandsbruninn, ónei. Það er slökkviliðið, sem sér fyrir rigningu og annarri bleytu. Þarna sjáum við gahbið. Sú heillega og sannfærandi götumynd, sem sést hér annars staðar á siðunni, litur svona út bakatil. Séð frá áhorf- andanum virðast þetta heilleg hús.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.