Vísir - 07.02.1973, Side 6
6
Vísir. Miðvikudagur 7. febrúar 1973
vísrn
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingástjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi íj6611 (7 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Hœttan er mikil
Nú er mikil hætta á ferðum i Vestmannaeyjum. (
Töluvert hraun hefur runnið til norðurs út i inn- /,
siglinguna siðasta sólarhring. Raflina og vatns-)
leiðsla á sjávarbotni hafa rofnað. Og i morgun, þeg-)
ar þetta er ritað, virtist hraunrennslið mundu loka (
höfninni i Eyjum á nokkrum sólarhringum. Og þar /
að auki virtist nokkur hætta á, að áframhaldandi )
rennsli i þessa átt mundi leita inn i höfnina sjálfa og )
eyðileggja draumana um að rjúfa Eiðið og gera (
nýja innsiglingu i höfnina. /
Við getum ekki gert annað en að biða og vona hið )
bezta. Hugmyndir um að sprengja hrauninu nýjan(
farveg til hafs hafa verið ræddar. íslenzkir jarð-/
visindamenn og bandariskir sprengingasérfræðing-)
ar hafa athugað þessar hugmyndir og hafnað þeim. \
Það er þvi greinilega náttúran sjálf, sem á leikinn. (í
Hraunið gæti skyndilega brotið sér leið til suð-aust-)
urs. Að þvi beinast vonir okkar núna. )
Ekki er ástæða til að örvænta, þótt hraunið loki /
innsiglingunni. Sérfróðir menn eru sammála um, )
að gera megi nýja innsiglingu um Eiðið svo vel úr )
garði, að höfnin verði betri en nokkru sinni fyrr. Slik (
framkvæmd mundi vissulega vera dýr. Og atvinnu- /
tækin i Eyjum mundu ekki nýtast fyrr en hún væri)
vel á veg komin. Lokun innsiglingarinnar veldur \
miklum kostnaði og tekjutapi, en hún þarf ekki að (
rýra nein verðmæti i Eyjum. )
Tjónið yrði þá fyrst hrikalegt, ef hraunið rynni inn ((
i höfnina og fyllti hana upp að meira eða minna (í
leyti. Það er núna okkar heitasta og innilegasta von,))
að til þess komi ekki. Lifæð Vestmannaeyja er höfn-)
in sjálf, en ekki innsiglingin, þvi að hana má færa (
til. Höfnin i Eyjum er lifhöfn alls Suðurlands og for- /
senda mannlifs i Eyjum. Hana mega náttúruöflin)
ekki taka frá okkur. )
Samfara hinum slæmu tiðindum úr Eyjum eru (
góðar fréttir frá alþingi. Stjórnmálaflokkarnir)
náðu i gær samkomulagi um stofnun Viðlagasjóðs (
Vestmannaeyja. Þeir höfðu áður orðið sammála um /
að útvega sjóðnum tveggja milljarða stofnfé, og nú)
eru þeir orðnir sammála um, hvernig fjár verði afl-)
að i sjóðinn. Það er mjög ánægjulegt, ekki sizt i ljósi (
hinna alvarlegu atburða siðasta sólarhrings i Eyj-)
um, að full samstaða skuli nást á þingi um meðferð)
málsins. (
Niðurstaðan á þingi varð sú, að verulegs hluta í
hinna tveggja milljarða verður aflað með nýjum
álögum á þjóðina og nokkurs hluta með niðurskurði
á fjárlögum rikisins. Ofan á tvo milljarðana bætist
siðan gjafafé, innlent og erlent, svo og lán til langs /
tima, sem stjórnvöld hljóta að afla hjá erlendum)
sjóðum. (
Áður en hraunið fór að renna til norðurs, voru (
menn vongóðir um, að kostnaður þjóðfélagsins af /,
völdum gossins yrði ekki þungbær, sérstaklega ef)
honum væri dreift á mörg ár. Nú eru hins vegar)
horfur á, að kostnaðurinn geti hlaupið verulega(
fram, þannig að óhjákvæmilegt virðist, að þjóðin /
taki nú þegar á sig verulegar byrðar. )
FRANSKA
BOMBAN
llllllllllll
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
Andstaða Kyrrahafslandanna magnast gegn tilraunum Frakka
með kjarnorkusprengjuna ó Kyrrahafssvœðinu
stjórnmálasambandi við Frakk-
land.
Á hinn bóginn hefur hinn nýi
forsætisráðherra verkalýðs-
flokksins á Nýja Sjálandi, Nor-
man Kirk, verið mun haröorðari i
mótmælum sinum. Hann hefur
hótað þvi að senda heilan flota af
bátum og skipum, mönnuðum
nýsjálenzkum sjómönnum, inn á
tilraunasvæðið, þannig aö
Frakkar geti ekki sprengt kjarn-
orkusprengjuna ööruvisi en
manntjón hljótist af. — Þannig er
sem sagt tónninn i mönnum þar.
í Chile hafa opinberir aðilar
ekki látiö frá sér fara nein mót-
mæli ennþá, en það er allra álit,
að marxistinn Salvador Allende
forseti muni áreiðanlega slást i
hóp með leiðtogum hinna Kyrra-
hafslandanna i andstöðu við
sprengjutilraunir Frakka. Til
þessa hafa einu mótmælin borizt
frá hópum og einkaaðilum.
Andstaiða Perúmanna mýktist
ögn siðast, þegar Frakkar gerðu
þessar tilraunir, með þvi að þá
fengu þeir efnahagsaðstoð frá
Frakklandi. En nú hefur and-
staðan harðnað aftur, og virðist
ekki liklegt, að menn láti að þessu
sinni deigan siga. Jafnvel Fiji
litla mótmælir.
í þeim hluta Pólynesíu, sem
Frakkar hafa sjálfir ráð yfir,
sendi landstjórinn, Francis San-
ford, heillaóskaskeyti til Michel
Rocard, leiðtoga stjórnarand-
stöðunnar i Frakklandi, þegar
hinn siðarnefndi bar fram fyrir-
spurnir á þingi um tilraunirnar
fyrir varnarmálaráðherrann,
Michel Debre. Og geta menn séð
/ afstöðuna þar á þvi.
A Tahiti eins og annars staðar
er undir niðri mikil andstaða
gegn tilraununum, en þar telja
þeir, sem bezt þekkja til mál-
anna, að Frakkar verði ekki
skeknir af þessum fyrirætlunum
sinum, fyrr en i fyrsta lagi árið
1975, ef þá kæmist vinstrisinnuð
stjórn til valda. Tahitibúar telja
að þangað til muni Frakkar
halda áfram tilraununum.
Þar ganga ljósum logum sögur
um, að á næstu árum ætli
Frakkar að gera neðanjarðartil-
raunir með kjarnorkusprengjur á
eyjunni Eiao, sem er um það bil
1.600 km norðaustur af Tahiti.
Frakkar hafa opinberlega visað
þessum sögusögnum á bug, en
menn gera sér ákveðnar hug-
myndir um tilgang þess flug-
vallar, sem þar er i byggingu.
Eða öllu heldur stækkun hans, þvi
að þar er unnið að gerð þriðju
flugbrautarinnar, sem gerir
þotum kleift að lenda þar. §iðast-
liðið haust hafði þyrlumóðurskip-
ið Ouragan viðkomu þar á eyj-
unni, og sáu menn þá risastórum
kössum skipað i land.
Skýring hins opinbera á þessari
flugvallargerð er sú, að Frakkar
vonast til þess að geta laðað
ameriska ferðamenn til eyjanna.
En þeirri skýringu trúa menn
ekki of vel, þvi að á eyjaklasanum
búa aðeins um 5.000 ibúar, og þar
er ekkert að finna, sem dregið
getur að ferðamenn, aðeins sól og
sandur og enginn staður til þess
að hýsa neinn verulegan fjölda
ferðafólks, ef einhver vildi dvelja
þar.
Við þvi er að búast, að þennan
tima fram i júni, muni Kyrra-
hafsrikin nota sér vel til þess að
ráða ráðum sinum um samvinnu
i baráttunni gegn kjarnorku-
sprengjutilraununum. Það er
gengið út frá þvi sem visu, að
hinir herskárri i Nýja Sjálandi og
Astraliu muni setja franskar
vörur á svartan lista og reka
áróður fyrir þvi, að menn hætti að
skipta við frönsk fyrirtæki.
Frakkland verður þvi að
horfast i augu við harðari and-
stöðu við tilraunirnar en hingað
til — andstöðu sem teygir sig frá
Santiagó til Canberra.
Eindreginn ásetningur Frakka
að halda áfram kjarnorku-
sprengjutilraunum sinum i
Pólynesiuhluta Kyrrahafsins
vckur ugg og gremju um allt
Kyrrahafssvæðið.
i júní cða júlí má búast við að
sjá þessa sveppalöguðu skýja-
hólstra sem orðnir eru tákn fyrir
BOMBUNA, bera viö bláan him-
ininn yfir Kyrrahafseyjunni
Mururoa, en þar gera Frakkar
tilraunir sínar.
En á meöan beðið er, magnast
æ meira andúðin meðal ibúa
beggja megin syðri hluta Kyrra-
hafsins. Fréttamaður AP-frétta-
stofunnar, sem verið hefur á
feröalagi um Astraliu, Nýja Sjá-
land, Chile, Perú og Tahiti á
siðustu fimm mánuðum, varð þar
var við megna óánægju bæði hjá
opinberum og einkaaöilum með
tilraunir Frakka. Þaö var altitt
að heyra hótanir um að rjúfa
stjórnmálasamband við Frakk-
land. Og það berast æ fleiri
fréttir af þvi, að stjórnir þessara
rikja séu farnar að bera saman
bækur sinar um, hvernig þau geti
samræmt aðgerðir sinar til að
koma i veg fyrir frekari tilraunir
af sliku tagi, svona alveg við
bæjardyrnar.
En i Paris og Papeete, sem er
stjórnaraðsetur frönsku
Pólynesiu, hefur þessum mót-
mælum verið tekið með kulda-
legri þögn og tómlæti. Frakkar
eru öruggir með sjálfa sig, i þeirri
-trú, að sá stóri markaður, sem
þeir óneitanlega eru fyrir
ástralskar og nýsjálenzkar út-
flutningsvörur, ásamt franskri
efnahagsaðstoð við Perú, muni
bægja frá þeim öllum alvarlegri
hefndaraðgerðum. Perúmenn
eiga ekki svo gott með að múðra,
meöan þeir þiggja efnahagsað-
stoð af Frökkum, og hinir eiga út-
flutning sinn mikið undir
Frökkum. — Enda hafa þeir til
þessa fengiö að vinna að til-
raunum sinum á þessum slóðum
nokkurn veginn óáreittir.
En metaskálar stjórnmálanna
á Kyrrahafssvæðinu hafa tals-
vert sveiflazt til, siðan Frakkar
gerðu sinar tilraunir með kjarn-
orkuvopn þar siöast. Þær hafa
sveiflazt mikið til vinstri.
Hin nýja verkalýðsstjórn
Astraliu hefur lýst yfir opinskátt,
að hún sé á móti þessum til-
raunum. Gough Whitlam, for-
sætisráðherra hennar, hefur sagt,
að hann muni snúa sér til al-
þjóðadómstólsins i Haag i við-
leitni sinni til þess að stöðva
þessar tilraunir.
1 Canberra, höfuðborg Astraliu,
eru þó flestir þeirrar trúar, að
það væri til litils að leita á náðir
Haagdómstólsins — að minnsta
kosti i praksis. Né heldur eru þeir
trúaöirá, að Astralia mundi rjúfa
stjórnmálasambandiö við Frakk-
land. Ástralir selja Frökkum
tvisvar sinnum meiri vöru en þeir
kaupa af þeim aftur. Og flugfloti
Astraliu er háður þvi að geta
fengið Mirage-þotur frá Frakk-
landi.
En hætti Frakkland ekki við til-
raunirnar, þykir langliklegast,
að Astralia muni kalla heim am-
bassadorsinn i Paris, en halda þó
Þessi mynd var tekin af kjarnorkusprengjutilraunum Frakka á Kyrra
hafseyjaklasanum Mururoa I júli 1970.