Vísir - 07.02.1973, Side 13

Vísir - 07.02.1973, Side 13
Visir. Miðvikudagur 7. febrúar 1973 13 í DAG ~| [ KVÖLP | í DAB | í KVÖLD | í DAG | Það leynir sér ekki, að majórnum Rupert Yappe lizt mætavel á hina myndarlegu Lolu Kicher. Sjónvarp í kvöld kl. 20.30 HINN KEISARALEGI ERINDREKI LOLA í kvöld hefst í sjón- varpinu nýr, brezkur gamanleikritaflokkur. Leikritin eru eftir ýmsa höfunda, en með aðal- hlutverk i þeim öllum fer Ronnie Barker. Hvert þeirra um sig segir sjálf- stæðasögu,oggerastþau hvert á sinu timabili, það elzta á árinu 1899, en „yngsta” árið 2774! Samheiti þessara leikritaflokka er „A stefnumót við Barker”, en það sem sýnt verður i kvöld nefn- ist Lola. Höfundar þess eru Ken Hoare og Mike Sharland. Það gerist i Berlin árið 1915. Hinn þýzki keisari hefur af ein- hverjum ástæðum rekið ritara sinn úr starfi, en það athæfi likar honum ekki sem bezt og tekur það til ráðs að dulbúa sig sem konu og kemst sem slikur aftur i þjónustu keisarans. Nú kallast ritarinn Lola Ficher og litur út fyrir að vera hin myndarlegasta kona á miðjum aldri. Keisarinn sendir hana i áriðandi erindum til Parisar. Þar kemst hún i kynni við majór nokkurn, sem mun vera i þjón- ustu Breta, ef að likum lætur. Majórinn, Rupert Yappe, verður yfirmáta ástfanginn af þessari myndarlegu konu. „Hún” lendir i mörgum glæsi- legum ævintýrum og veltur á ýmsu hvernig gengur að sleppa skaðlitið frá þeim. — LTH í kvöld kl. 19.20: Beina línan SPURNINGAR OG SVÖR Mynd þessi var tekin af Jóhannesi Nordal seðlabanka- stjóra, þegar Búrfellsvirkjun var formlega tekin í notkun. Við annan enda beinu linunnar i kvöid verður Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, en hinum megin við hana verða hljóðvarps- hlustendur og leggja fyrir hann spurningar, sem hann mun að sjálfsögðu svara. Efni það, sem meðal annars verður fjallað um, er bankamál almennt, áform um sameiningar- mál bankastofnana, kostnaður við myntsláttu, en eins og kunnugt er, þá er kostnaður við gerð myntar hvað mestur á gildisrýrustu peningunum. Þá verður einnig rætt eitthvað um efnahagsástand þjóðarinnar eins og það erT dag, og ef til vill um leið horfur i þeim efnum, á næstunni. Það sakar ei að geta þess hér um leið, að undirbúningi þessara þátta er þannig háttað, að fólki er afmarkaður viss timi, tveim dögum áður en þátturinn fer fram, og þá hringir það i ákveðið simanúmer hjá Rikisútvarpinu og tilkynnir um hvaða efni það vill spyrja. Siðan, i sjálfum þættinum, er hringt til spyrjenda, og þá geta þeir spurt, en sá sem situr fyrir svörum, mun þá gefa svör við þeim spurningum sem fram eru bornar. Það skal tekið skýrt fram, að þarna er um beina útsendingu að ræða. — LTH. SJONVARP Miðvikudagur 7. febrúar 1973 18.00 Jakuxinn. Bandariskur teiknimyndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þyðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Þulur Andrés Indriðason. 18.10 Maggi nærsýni. Þýðandi Garðar Cortes. 18.25 Einu sinni var... Gömul og fræg ævintyri færð i leikbúning. Þulur Borgar Garðarsson. 18.50 Iilé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Á stefnumót við Barker. Nýr brezkur gamanleikrita- flokkur. Leikritin eru eftir ýmsa höfunda en með aðal- hlutverk i þeim öllum fer Ronnie Barker. Lola. Höfundar Ken Hoare og Mike Sharland. Aðalhlut- verk Ronnie Barker, Dennis Ramsden og Freddie Jones. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. Leikurinn gerist i Berlin árið 1915. Keisarinn hefur rekið ritara sinn úr starfi, en ritarinn dulbýr sig sem konu og kemst aftur i þjónustu keisarans og lendir i hinum æsilegustu ævin- týrum. 20.55 Tvö börn. Stutt kanadísk mynd án orða. Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 8. febrúar. 53 m 0- Nl r & Iirúturinn, 21. marz—20. april. Allt bendir til að þetta verði góður dagur, sem þú ættir að taka snemma, þvi að flest mun ganga betur fyrir hádegi en eftir. Nautið, 21. april—21. mai. Þér verðurfalið eitt- hvert viðfangsefni, sem aðrir eru gengnir frá, og varðar þvi allmiklu, hvernig þú leysir það af hendi, sjálfs þin vegna. Tviburarnir,22. mai—21. júni. Það bendir allt til að dagurinn verði góður til margra hluta. öll viðskipti munu ganga betur en venjulega og margt reynast auðvelt. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Þú þarft að afla þér áreiðanlegri upplýsinga til þess að þú getir tekið ábyrga afstöðu i máli, sem fyrir þig verður lagt. Ljónið,24. júli—23. ágúst. Treystu ekki loforðum sem snerta greiðslur eða peningamáKyfirleitt. Hins vegar geta samningar gefizt vel, sem gerð- ir eru i dag. Meyjan,24. ágúst—23. sept. í dag fer flest betur en þú gerir ráð fyrir — jafnvel i sambandi við sumt, sem reynzt hefur ókleift að undanförnu. Góður og notadrjúgur dagur. Vogin,24. sept.—23. okt. Þú ættir að taka daginn snemma og hagnýta þér vel tækifæri, sem bjóð- ast fram undir hádegið, en eftir það gengur allt heldur seinlegar. Drekinn,24. okt.—22. nóv. Láttu sem þú heyrir ekki þá gagnrýni, sem þú mátt vita að stafar af öfund. Ef þú vinnur verk þin vel, hefurðu og ekkert að óttast. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Þér bjóðast góð tækifæri i dag, og munu einhver þeirra nýtast þér vel. Það verður vissara fyrir þig að taka daginn snemma. Steingeitin, 22. des.—20. jan. Sennilega valda peningamálin einhverjum áhyggjum I dag, en þó ætti að rætast úr þeim er á liður. Að minnsta kosti að einhverju leyti. Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Góður dagur fram eftir. Þó viröist einhver hætta á misskiln- ingi, nema þú gætir vel orða þinna, bæði sem þú segir og skrifar. Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. Þú getur bætt mjög aðstöðu þina i dag, bæði hvað snertir af- komuna og atvinnuna. Einhver verður þér betri en enginn að tjaldabaki. 21.05 Nýjasta tækni og visindi. Aldursgreining og ákvörðun loftslags tilforna. „öryggis- eftirlit með stiflum.” „Vökvakristallar.” „Tölvutækni við hjarta- gæzlu.” „Krabbamein i plöntum.” Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.30 Kloss höfuðsmaður. Pólskur njósnamynda- flokkur. Umsátur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 22.30 Dagskrárlok. UTVARP Miövikudagur 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Ljáðu mér eyra. Séra Lárus Halldórsson svarar spurningum hlustenda. 14.30 Siðdcgissagan: „Jón Gerreksson” eftir Jón Björnsson. Sigriður Schiöth les (16) 15.00 Miðdegistónleikar: tslenzk tónlist. 16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphornið 17.10 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson sér um. þáttinn. 17.40 Litli barnatiminn. Gróa Jónsdóttir og Þórdis Asgeirsdóttir sjá um tim- ann. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Bein lina. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri svarar spurningum hlust- enda. Fréttamennirnir Arni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson stjórna. 20.00 Kvöldvaka. 21.30 Að tafli. Guðmundur Arnlaugsson flytur skák- þátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. EyjapistiII . Bænarorð. 22.35 útvarpssagan: „Ofvit- inn” eftir Þórberg Þórðar- son. Þorsteinn Hannesson les (2) 23.05 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. flFR0D|Ðfl Laugaveg 13 simi 14656

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.