Vísir - 12.02.1973, Side 3

Vísir - 12.02.1973, Side 3
Vlsir. Mánudagur 12. febrúar 1973. 3 „Ottast að i nú sígi ó verri hl iðina" — segir Einar skipstjóri á Lóðsinum, sem varð að „flýja" úr Vestmannaeyjahöfn í nótt „Ég óttast, að þetta sé að siga á verri hliðina”, sagði Einar Sv. Jóhannesson skipstjóri á Lóðs- inum í morgun. „Hraunið hrann- ast upp á þeim slóðum, þar sem þurrkhúsið var, og liklega er bara timaspursmál, hvenær það brýzt fram yfir varnargarðana, sem gerðir hafa verið til að hamla gegn þvi”. Lóðsinn var „rekinn út” úr Vestmannaeyjahöfn um klukkan þrjú I nótt, eins og Einar orðar það. Með honum fóru úr höfninni Þórunn Sveinsdóttir, Árni frá Görðum, Leó og Sæunn. Skipin voru látin fara úr höfninni, vegna þess að hraunið hafði þá enn tekið aðskriða fram og takmarkað inn- siglinguna frekar. „Dýpið var svipað og áður, þar sem við sigldum út úr höfninni”, sagði Einar, þótt hraunið hefði nálgast Yztaklett frekar, „Við vorum ekki við mælingar vegna óveðurs. Sjómæíingamenn koma hingað væntanlega i dag, og við erum nú að fara að skoða ástandið i innsiglingunni. Ef ekkert er að, munum við sigla inn i höfnina aftur nú á eftir.” —HH „Timaspursmál, hvenær hraunið brýzt fram yfir garðana”, segir Einar. ÁTTA MANNS SLÖSUÐUST Mjög harður árekstur varð á föstudagskvöid á Hringbraut rétt við Smáragötu. Átta manns slösuöust meira eða minna i árekstrinum. . Areksturinn varð með þeim hætti, að sendiferðabill stöðvaði til að hleypa út farþega. Var farþeginn að fara út úr bílnum, þegar fólksbill sem kom eftir Hringbrautinni, skall aftan á hin- um, sem hafði stöðvað. Arekstur- inn varð mjög harður, og átta manns hlutu meiðsli, en flest voru þau smávægileg. Stúlka sem var farþegi i fólksbilnum og sat fram i, skarst töluvert i andliti. Kastaðist hún fram við árekstur- inn og rak höfuðið i framrúðuna, sem brotnaði. Harður árekstur varð i Ártúns- brekkunni um kl. 5 i gær. Tveir menn slösuðust i árekstrinum. Ökumaður fólksbifreiðar, sem var á leið niður brekkuna, ætlaði að hægja ferðina á bilnum og skipti niður i lægri gir. Við það missti ökumaðurinn stjórn á bilnum vegna hálku, og rann bifreiðin yfir á syðri vegarhelm- inginn. Skall billinn á öðrum sem koin á móti upp brekkuna. Rakst sá inn i hlið hins, sem var á niður- Icið. ökumennirnir, sem voru einir i bilunum, slösuðust báðir töluvert. Bilarnir cru mikið skemmdir. —ÞM Hundruð húsa í hœttu vegna vatnssprungna Tvœr Herkúlesflugvélar koma til landsins í kvöld — hefja flutninga frá Eyjum strax í dögun — — bandarískt vatnskerfi og sprengjufrœðingar til Eyja Tvær stórar Herkúles- flutninga vélar eru væntanlegar til Kefía- vikurflugvallar um átta- leytið i kvöld, og eiga þær að hefja flutninga frá Eyjum i dögun i fyrramálið. Vélarnar geta flutt tuttugu tonn hvor. Þær áttu að hefja för frá Langelyflugvelli i Virginiufylki i morgun. t áhöfnum eru alls 11 liðsforingjar og 32 óbreyttir her- menn. Þá átti að flytja til Eyja öflugt „vatnskerfi”, úðunartæki, sem varnarliðið leggur til. Meö þvi verður unnt að úða miklu meira vatni á hraunið en veriö hefur. Standa vonir til, að unnt verði að kæla hraunstrauminn og tálma framrennsli. Einnig eru I Eyjum bandariskir sprengjumenn. Hafa þeir beðið komu sprengjufræðings, sem hefur tafizt I landi sakir illviðris. Möguleikar á sprengingum til að stöðva framrás hraunsins eru enn i athugun. 1 Eyjum eru um 120 varnarliðs- menn, sem vinna þar að hvers konar hjálparstarfi, viögerðum, hreinsun, mokstri, sorphreinsun og svo framvegis. -HH LAXNESS DRO UR UMFERÐINNI! Trúlegt má telja, að kvik- myndahúsin hafi ekki orðið eins áþreifanlega vör við tilveru sjónvarpsins frá fyrstu dögum útsendinga og I gærkveldi, þegar Brekkukotsannáll var á skerminum. Svo iskyggilega léleg var aðsóknin að þeim kvikmyndahúsum, sem blaöiö Þeir, sem gengust fyrir námskeiði fýrir þá, er hætta vilja sigarettureykingum, höfðu ekki undan neinu aö kvarta — aðsóknin að fund- inum i Norræna húsinu var með ágætum. Hvort sem það nú kemur til af þvi að fundargestir hafa ekki átt sjónvarp eða þá einbeittum vilja þeirra til þess að hætta reykingum. Fremst á myndinni sjást þeir Jens D. Henriksen og túlkur hans, Siguröur Bjarnason. „Hér eru mörg hundruð húsa i hættu vegna vatnssprungu- skaða”, sagði Sveinn Eiriksson slökkviliðs- stjóri i Eyjum i morgun. „Hér er 8-9 stiga frost. Við vinnum sleitulaust að þvi að setja hita á húsin. Þau eru mörg ekki vatnsheld. þótt við höfum neglt fyrir glugga, þá lekur viða. Hætt er við, að veggir springi, þegar vatnið frýs , ef ekki er hiti á húsum. „Það væri hörmulegt”, segir Sveinn ,,ef húsin skemmd- ust nú á þennan hátt, þegar svo mikið hefur verið lagt til að vernda þau i öðrum efnum”. Um 40 iðnaðarmenn frá Eyjum hafa unnið sleitulaust siðustu þrjá sólarhringa að þvi að koma hita á húsin. Sveinn segir, að fleiri þurfi, smiði og rafvirkja, og komi þeir vonandi um hæl._HH - og óvíða fundarfœrt nema hjó þeim sem œtluðu að hœtta að reykja spurðist fyrir um, að eigendur þeirra töldu það engu lagi likt. Kotinu væri þar ótvirætt um að kenna. Umferð um bæinn lagðist lika að miklu leyti niður á þeim klukkutima, sem kvikmyndin var i sjónvarpinu. Um það vitna lögreglumenn, sem áttu vakt. Og samkvæmt upplýsingum fjarskiptastöðvar lögreglunnar var ekki um nein umferðar- óhöpp að ræða á þeim klukku- tima. Aðeins annað leikhúsa borgarinnar var með leik- sýningu i gær og var uppselt á þá sýningu, en miðasala hafði lika farið fram nokkru áður en sýning Brekkukotsannáls var auglýst. Þá kvarta margir þeir, sem stóðu að fundum og mannfögn- uðum undan dræmri aðsókn fram að þvi, að sýningu Brekku- kotsins var lokið. Vænta má þess, að fyrr- nefndir hafi allan varann á, þegar siðari hluti annálsins verður á dagskrá sjónvarpsins næsta sunnudag.... Aðeins vitum við um eina samkomu, sem ekki lét Brekkukotið hafa áhrif á sinn gang, — það var fundurinn með þeim, sem nú ætla sér að hætta að reykja, með tilsögn danska læknisins Jens D. Hendriksen. 1 Norræna húsinu var húsfyllir strax á fyrsta kvöldi, en sá fundur hófst einmitt á sama tima og sjónvarpsleikritið. —ÞJM—

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.